Morgunblaðið - 16.01.2002, Page 32

Morgunblaðið - 16.01.2002, Page 32
MINNINGAR 32 MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigríður Guð-bjartsdóttir fæddist á Akbraut á Stokkseyri 26. júlí 1939. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi mánudag- inn 7. janúar síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Guð- bjartur Einarsson, f. á Tóftum í Stokkseyrarhreppi 25.6. 1905, d. 28.8. 1978, og Laufey Gestsdóttir, f. í Ný- borg á Stokkseyri 9.1. 1909, d. 15.10. 1982. Systkini Sigríðar eru Þuríður, f. 28.12. 1936, d. 29.4. 1972, Kristín María Waage, f. 25.3. 1938, Eiríkur, f. 29.1. 1941, Ingunn, f. 18.5. 1943, og Einar Sigurður, f. 17.9. 1946. Sigríður giftist 28.12. 1962 Jó- hanni Pétri Runólfssyni bifreiða- stjóra frá Kleif í Breiðdal, f. 13.1. 1957, dóttir þeirra er Viktoría Þórunn, f. 26.10. 1995. 3) Sverrir, f. 11.2. 1963, sambýliskona Ásta Dóra Ingvadóttir, f. 29.5. 1964. Börn þeirra Ólafía Sif, f. 19.7. 1990, og Stefán Sölvi, f. 22.12. 1998. 4) Styrmir, f. 3.1. 1967, sambýliskona Magnea Ósk Böðv- arsdóttir, f. 15.8. 1968, börn þeirra Böðvar Már, f. 8.1. 1992, og Jóhanna Rún, f. 25.8. 1995. 5) Páll Óskar, f. 2.1. 1968, sambýlis- kona Valgerður Hlín Ólafsdóttir, f. 11.10. 1969, börn þeirra Torfey Ólöf, f. 1.4. 1993, og Hrannar Elí, f. 15.6. 1994. 6) Ingvar Þór, f. 23.5. 1971, kvæntur Jóhönnu Erlu Jónsdóttur, f. 25.9. 1974, börn þeirra Arnar Freyr, f. 14.8. 1992, Berglind Ýr, f. 19.10. 1995, og Hreiðar Þór, f. 16.7. 2001. Sigríður ólst upp á Stokkseyri og lauk þar barnaprófi og fluttist ung til Reykjavíkur. Hún vann við húsmóðurstörf lengst af en eftir að börnin stálpuðust vann hún sem ræstitæknir, lengst af á Borgarspítalanum eða þar til hún lét af störfum vegna veikinda. Útför Sigríðar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. 1931. Þau slitu sam- vistir. Foreldrar hans voru hjónin Runólfur Sigtryggsson og Þór- unn Sigurlaug Jó- hannsdóttir. Börn Sigríðar og Jóhanns eru: 1) Þórunn Sigur- laug, f. 28.3. 1957, gift Ólafi Þór Jó- hannssyni, f. 6.4. 1954. Börn þeirra eru: Sigríður Anna, f. 23.7. 1981, sambýlis- maður Guðlaugur Eyjólfsson, f. 27.8. 1980; Jóhann Þór, f. 10.7. 1983; Þorleifur, f. 16.11. 1984; og Ólafur, f. 28.11. 1990. 2) Hrafnhildur, f. 1.4. 1959, fyrri maður Magnús Eyjólfsson, f. 12.1. 1957, sonur þeirra er Eyj- ólfur Þór, f. 28.2. 1982, unnusta hans er Elsa Guðbjörg Guðjóns- dóttir, f. 16.1. 1984. Sambýlis- maður Kristinn Ólafsson, f. 21.5. Þá ertu lögð af stað til Drauma- landsins elsku mamma mín. Þú háðir harða baráttu við ill- vígan sjúkdóm í þrjú ár. Barðist eins og hetja, varst alveg ótrúleg. Að lokum varðstu að láta í minni pokann. Það er svo erfitt að hugsa sér tilveruna án þín, en ég hugga mig við að nú ertu laus við þrautir lífsins og þjáningar og á leið til Draumalandsins. Ég á líka svo margar góðar minningar sem ég ætla að ylja mér við. Þú varst góð móðir. Barst vel- ferð barna þinna fyrst og síðast fyrir brjósti. Það var alltaf hægt að leita til þín með allt. Þú varst boðin og búin hvenær sem var. Í blíðu og stríðu, alltaf var stóri, hlýi og mjúki faðmurinn þinn opinn. Það var svo gaman að fara með þér til Stokkseyrar. Við fórum nið- ur í fjöru, tíndum kuðunga og skeljar og veiddum hornsýli. Þú kenndir mér falleg ljóð og bænir. Þegar þú sagðir mér sögur, sem var æði oft, gerðir þú það af því- líkum sannfæringarkrafti að stundum fannst mér ég vera per- sóna í sögunni. Þú áttir góð svör við öllu því sem ég spurði um og það var víst æði mikið. Mörg svara þinna nota ég við mín börn. Eins og með „litlu blómin hjá Guði“ og englabörnin sem leika sér á skýj- unum. Manstu hvað ég hafði mikl- ar áhyggjur af því hvað ég ætti að gera ef englabarn dytti af skýj- unum niður til mín. Við hlustuðum á Passíusálmalesturinn í útvarp- inu. Vorum með Passíusálmabók- ina fyrir framan okkur og fylgd- umst með, þannig kenndir þú mér að lesa. Slógum tvær flugur í einu höggi, sagðir þú. Þær voru líka góðar stundirnar sem við áttum saman við útvarpið, hlustandi á útvarpssöguna, eða danslögin á laugardagskvöldum. Þá vorum við með handavinnu. Það var sameiginlegt áhugamál okkar. Þú kenndir mér að prjóna og sauma í. Þegar ég varð eldri kenndir þú mér að sauma. Og þær eru margar flíkurnar sem þú saumaðir á mig og hina krakkana. Þú varst góð amma. Þegar ég eignaðist Siggu „okkar“ reyndist þú mér svo vel að mér hefur aldrei fundist fullþakkað. Ég á þér svo mikið að þakka. Þú varst svo stolt af stóra barnahópnum þínum; sex börn og fimmtán barnabörn. Þú varst rík, áttir 21 gullmola. Þú varst mikill fagurkeri. Vildir hafa fallega hluti í kringum þig, og naust þess að hlusta á fallega mús- ík. Þú varst víkingur til vinnu og allra verka. Þú fórst ekki varhluta af erf- iðleikum í lífinu mamma mín, en alltaf var lund þín kát og létt. Það fannst öllum gott að vera hjá þér. Oft var þröng á þingi í Álftamýr- inni. Það voru líka allir velkomnir, þú hafðir svo stórt og gott hjarta. Elsku mamma mín. Ég veit að þér mun líða vel á nýja staðnum. Og það er trú mín að við eigum eftir að hittast aftur. Ég stend líka við loforðið. Sofðu rótt, sofðu rótt. Eigðu sælustu nótt. Guð geymi og varðveiti. Þín Þórunn. Elslu mamma mín, það er erfitt að takast á við þá staðreynd að þú ert farin frá okkur en þú ert alltaf til staðar í huga mínum. Upp koma svo margar góðar minningar frá því við vorum öll saman í Áltamýr- inni þangað til við vorum tvö og einnig þegar ég stofnaði fjöl- skyldu. Á þessum þrjátíu árum sem við áttum saman reyndist þú mér svo vel, ég gat alltaf leitað til þín ef ég átti í vanda en þá kom alltaf hjá þér: „ Æ, við hljótum að geta unnið úr því.“ Það var alltaf svo gaman að sjá hvað þú varst ánægð og ljómaðir af gleði þegar þú sást barnabörnin þín, þetta var þitt mesta stolt að eiga svona stóran hóp hjá þér. Það var alveg sama á hvaða tíma mað- ur kom til þín, þú tókst alltaf svo vel á móti manni og ekki vantaði hjá þér veitingarnar. Við áttum margar góðar stundir í Borgarnesi og fórum oft í bíltúr upp í sveit. Þú varst fróð um landið okkar og bentir oft á Bauluna sem var þér kær. Þær voru yndislegar stund- irnar þegar við vorum á ferðalög- um jafnt utan sem innanlands, og ég tala ekki um þegar við yngstu bræðurnir, þú og pabbi vorum í Húsafelli og músin kom inn og þú stökkst upp á borð og sagðir „þarna er hún“ og ég smágutti á eftir og sagði „hvað ert þú að gera þarna mamma?“ Það var gaman að geta gefið þér gleðilegan afmæl- isdag þegar þú varðst sextug, þú hafðir fengið bústað á leigu í Ölf- usborgum og fékkst öll þín börn, barnabörn og systkini í heimsókn. Þú varst alltaf svo lífsglöð og kát og ef eitthvað bjátaði á hjá þér varstu ekkert að koma með það á yfirborðið. Elsku mamma mín, það er margt og mikið sem ég gæti skrif- að en mig langaði að kveðja þig með nokkrum orðum. Ég veit það mamma mín að þér líður vel núna og vakir yfir okkur öllum. Elsku mamma mín, mikið sakna ég þín, veit ég eins og þú að betur líður þér nú. Þinn Ingvar Þór. Elsku Sigga mín, fá eru orðin sem upp úr mér koma en hugurinn er að springa. Öll þau orð og allt það sem ég hefði mátt vera búin að segja og gera, en ég veit að þú heyrir hugsun mína núna. Ég setti niður nokkur orð til þín. Margt er það í hjarta mér, sem mig langar að segja þér, en elsku Sigga mín, ég ávallt mun biðja til þín. Megir þú hvíla í friði Sigga mín. Þín tengdadóttir, Erla. Elsku amma okkar, elsku amma Sigga okkar nú vitum við að þú ert farin frá okkur en við vitum að þú ert samt alltaf hjá okkur. Við vit- um líka að þér líður vel núna. Allt- af þegar við komum í heimsókn til þín var til ís í frystinum hjá þér og það vantaði aldrei sósuna með. Elsku amma okkar við söknum þín sárt en huggum okkur við að þér líður vel núna. Einlæg og elskuleg amma okkar, ertu nú farin til þinna, við vitum það bæði stúlka og hnokkar að framundan er hjá þér mikil vinna. Hvíl þú í friði, elsku amma. Þín barnabörn, Arnar Freyr, Berglind Ýr og Hreiðar Þór. Langri og strangri baráttu ömmu minnar við krabbamein er lokið. Amma mín var hetja. Í nóvember 1998 greindist hún með krabbamein. Læknarnir sögðu okkur að gefa henni góð jól því útlitið væri mjög slæmt. Nokkrum dögum seinna reis hún úr rekkju harðákveðin í að lifa lengur. Þannig gekk þetta í þrjú ár og fengu læknarnir að klóra sér rækilega í hausnum. Lífsvilji hennar var sterkari en sjúkdómurinn. En nú er baráttunni lokið. Amma var ekki bara amma mín, hún var ein af bestu vinkonum mínum. Við gátum spjallað enda- laust, við hlógum saman og við grétum saman. Amma hafði ómælda trú á mér og lét mig reglulega vita hversu stolt hún væri af mér. Hreinskilni var eitt af einkennum hennar og fékk ég, þrátt fyrir stoltið og trúna sem hún hafði á mér, alltaf að heyra ef henni mislíkaði eitthvað í fari mínu. Ég lærði mikið af henni. Ég sakna ömmu svo mikið en ég hugga mig við það að henni líður betur þar sem hún er nú. Minninguna um ömmu mun ég geyma í hjarta mínu um ókomna tíð. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Hafðu þökk fyrir allt elsku amma mín, hvíl í friði. Þín Sigríður Anna. Elsku amma. Við viljum kveðja þig með þessu ljóði. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Okkur þykir vænt um þig. Þín Eyjólfur Þór og Viktoría Þórunn. Það eru þrjú ár síðan Sigga frænka eða amma Sigga eins og við kölluðum hana gjarnan líka greindist með krabbamein og mér fannst þessi tími, þessi þrjú ár og þar til hún kvaddi, vera einhvers konar aðlögunar- og sáttatími, henni úthlutaður af Guði almátt- ugum. Ég held líka að þessi tími hafi nýst vel til þess. Sigga frænka var skemmtileg kona og gat tekið upp á mörgu skondnu og við vor- um sko til í að taka þátt í því með henni við krakkarnir. Sigga átti samt sínar erfiðu stundir eins og yfirleitt allir eiga einhvern tímann, en líf hennar og yndi voru börnin; hvort sem það voru hennar eigin börn og barnabörn eða við frænd- systkinin og okkar börn. Sigga var sko með það á hreinu, ef von var á barni innan fjölskyldunnar og erf- itt var að leyna því lengi fyrir henni. Hún grínaðist oft með það við mig að ég byrjaði öfugt við hana og fyrst ég ætti þegar fjóra stráka, sagði hún að ég ætti nú að fara að drífa í því að bæta við tveimur stelpum; ég væri nefni- lega að verða of gömul til þess að standa í barneignum og þegar ég sló því fram að ég væri búin með kvótann, þá hnussaði í Siggu. Margar góðar minningar koma uppí hugann þegar ég minnist Siggu frænku og þær verða vel geymdar og gott verður að ylja sér við þær. Mig langar að pára hér niður s.k. mannakorn sem ég dró úr kistlinum mínum, til handa Siggu frænku, og er úr Biblíunni, Sálmi 62, 8. og 9. versi: „Hjá Guði er hjálpræði mitt og vegsemd, minn örugga klett og hæli mitt hefi eg í Guði. Treyst honum, allur þjóðsöfnuðurinn, úthellið hjörtum yðar fyrir honum: Guð er vort hæli. Sela.“ Mig langar þá að til- einka Siggu frænku ljóðið „Kveðja“ sem er eftir ömmu mína, Steinunni Þ. Guðmundsdóttur: Ó himins blíða hjartans tár er hjúpar sorg, þótt blæði sár, þín miskunn blíð, hún mildar barm, hún mýkir tregans sára harm. Þú ert það ljós, það lífsins mál, er ljúfur drottinn gefur sál. Nú hljóð er stund, svo helg og fríð, að hjarta kemur minning blíð. Hún sendir huga bros þitt bjart, blessar, þakkar, þakkar allt. Hún minnir sál á sorgaryl, sendir huggun hjartans til. Siggu frænku vil ég að endingu þakka allt og allt og með kveðju sem amma í Akbraut viðhafði svo oft segi ég: „Vertu alltaf kært kvödd, elsku Sigga mín, þín syst- urdóttir Lulla.“ Laufey Valsteinsdóttir. Hefurðu fundið, hvað himneskt lífið er, gleðina í elskunni, guð í sjálfum þér? Hefurðu séð það, sem heimurinn á, eilífa fegurð, sem aldrei deyja má? (Ólína Andrésdóttir.) Það vekur ef til vill furðu að sjá minningargrein byrja þannig, en einmitt boðskapurinn í þessari vísu er mér efst í huga er ég sit hér og reyni að koma saman í heild minningarbrotum úr lífi syst- ur minnar. Hugurinn reikar heim að Akbraut þar sem við ólumst upp saman við leik og störf í stórum systkinahópi. Þá kunni hún svo sannarlega að meta lífið og lifa því lifandi, gleðin, fegurðin, og kærleikurinn geislaði frá henni. Það var ekki alltaf auðvelt að fylgja henni á fluginu, svo hratt sem hún framkvæmdi og gerði spaug úr öllu. Ég minnist þess þegar við systkinin stóðu við orgelið hjá pabba og sungum, þá mátti alvar- an og hátíðleikinn ekki vera of mikill. Ef hún fékk því ekki ráðið að hafa glens og gaman með, lét hún sig bara hverfa. Eins var það er mamma kenndi okkur kvæði og sögur, sem henni fannst of sorg- legar, grét hún ekki lengi með okkur heldur breytti þeim eins og hún helst vildi hafa þær. Við áttum ekki mikið af leik- föngum en lékum okkur eins og börn þess tíma, fundum ýmsa skemmtilega staði og létum ímyndunaraflið leika lausum hala og bjuggum til heilu fjölskyldurn- ar, oftar en ekki eftir hennar for- skrift. Fjaran og klappirnar heima voru okkar uppáhaldsleikvangur. Eitt sinn vildi Sigga fara lengra en við vorum vanar, gættum við þá ekki að okkur í hita leiksins, fyrr en komið var háflóð þannig að við komumst hvergi í land þótt reynt væri til þrautar. „Góðu, hættið þið þessu, hér er svo gaman, höfum það bara skemmtilegt þangað til bátur kemur að sækja okkur,“ sagði þá Sigga. Og mikið rétt, sést hafði til okkar og bátur kom að ná í okkur holdvotar. Sterkustum böndum bundumst við er við tvær dvöldum árlangt hjá föðursystur okkar í Reykjavík. Leið okkur vel þar, en auðvitað kom oft upp söknuður eftir mömmu, pabba og systkinum, var þá alltaf ljúft að hafa hvor aðra til að treysta á. Unglingsárin tóku við og þegar skólagöngu var lokið fórum við sín í hvora áttina í vistir eins og þá tíðkaðist, síðar vann Sigga á Landakotsspítala. Gengu þá sendi- bréfin ört á milli okkar, skemmti- legri bréf ég ekki fengið, þau voru full af spaugi, en enduðu alltaf „Guð geymi þig, elsku systir mín“. Enn eru þessi bréf geymd og lesin til ánægju á góðum stundum. Ung að árum kynntist hún Jóhanni manni sínum og eignuðust þau sex börn. Alvara lífsins var tekin við með erfiðleikum og áhyggjum sem því fygldu. En eins og í æsku gat hún einhvern veginn alltaf siglt milli erfiðustu skerjanna með dugnaði og léttlyndi. Börnunum sínum helgaði hún líf sitt, bjó þeim heimili sem annálað var fyrir snyrtimennsku, saumaði og prjón- aði flest föt, las með þeim, lék við þau og tók þátt í öllum þeirra áhugamálum. Eitt er víst að ekki þurfti að reyna að heimsækja hana ef Frammarar voru að keppa á vellinum fyrir utan eldhúsglugg- ann, þótt hún að öllu jöfnu væri yf- irmáta gestrisin. Einstök amma var hún að sama skapi barnabörn- um sínum sem eru 15 að tölu. Hún þurfti einnig alltaf að vita hvernig skyldfólki hennar vegnaði og hvað systkinabörnin höfðu fyrir stafni. Lét hún þá óspart álit sitt í ljós, gladdist með þeim eða gagn- rýndi hressilega, því var alltaf vel tekið. Eftir að börnin stálpuðust fór hún að vinna utan heimilis, lengst af á sjúkrahúsum, þar sem hún var ákaflega vel liðin. Mörg síðustu ár átti hún við vanheilsu að stríða og fyrir rúmum þrem árum greindist hún með krabbamein, lítil sem engin von um bata var gefin. Þetta var þungt áfall. En lífið var of himneskt, hún átti svo margt eftir að gera. Hún ætlaði í brúðkaup systurdóttur sinnar, fara á ættarmótið, halda upp á sextugsafmælið sitt, lifa aldamótin og sjá fimmtánda barnabarn sitt. Allt þetta tókst, því hún reis upp úr hverri aðgerðinni á fætur annarri, og átti á milli góðar SIGRÍÐUR GUÐBJARTSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.