Morgunblaðið - 16.01.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 16.01.2002, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ                     !  "   #  $ %  %    BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. TILEFNI þessa bréfs er að 17. ágúst árið 2000 afhenti ég fyrirtækinu gen.- is (Geneologia Islandorum hf.) mynd- ir og upplýsingar vegna fyrirhugaðr- ar útgáfu á ættartali Böðmóðs- staðaættar. Jafnframt ákvað ég að kaupa bókina og hef undir höndum kvittun þar að lútandi. Samið var um að greiðslan skiptist þannig að fyrri hluti væri greiddur af kreditkorta- reikningi mínum í okt./nóv., og var sú upphæð tekin af reikn. samkv. því, síðari greiðslan skyldi fara fram þeg- ar bókin kæmi út um áramótin þar á eftir. Síðan hefur ekkert gerst annað en að undir vor hringdi ég og spurðist fyrir um bókina. Jú hún átti að koma út í nóvember og enn var tími til að bæta við upplýsingum eftir því sem mér var sagt. Nokrum dögum eftir þetta símtal bárust fréttir af því að fyrirtækið væri gjaldþrota og starfsemi hætt. Ég hringdi nokkrum sinnum en fékk ekki svar, síðan var símsvari og talaði ég inn á hann en hef engin viðbrögð fengið. Því spyr ég og vona að einhver sem les þetta geti svarað mér, hvort og hvernig ég geti nálgast myndirnar mínar, sem eru vel merktar og alls ekki eign neins þrotabús. Greiðslunni get ég sætt mig við að tapa, en mynd- irnar vil ég fá aftur. Með þökk fyrir birtinguna, KATRÍN EYJÓLFSDÓTTIR, Heiðarseli 9, 109 Reykjavík. Böðmóðsstaðaætt Frá Katrínu Eyjólfsdóttur: AUÐLINDIR sjávar eru takmark- aðar. Nýting þeirra á hverjum tíma verður þess vegna að vera í sam- ræmi við afrakstursgetu. Þessum fullyrðingum eru flestir sammála. En samstaðan nær ekki lengra og er óþarft að fjölyrða frekar um það hér, öllum er kunnugt um hatrammar deilur sem eru og hafa verið um stjórnkerfi fiskveiða. Er hægt að breyta núverandi umræðu, sem ein- kennist af hnútukasti, hrakyrðum og sleggjudómum, í opna og frjóa um- ræðu um þetta mikla hagsmunamál? Þetta er mögulegt ef menn virða skoðanir og rök hver annars í um- ræðunni. Með von um að framunda séu þáttaskil á eðli hennar leyfi ég mér hér með að setja fram hugmynd um nýja aðferð til þess að takmarka sókn til samræmis við afraksturs- getu miðanna. Í megindráttum er hugmynd mín þessi: Núverandi kvótaúthlutun verði breytt á þann veg að í stað þess að úthluta tonnum af fiski sem leyft er að koma með að landi verði eig- endum skipa úthlutað tiltekið magn orku (olíu) sem þeir megi nota til fiskveiða fyrir tiltekið tímabil. Við fyrstu úthlutanir verði eingöngu stuðst við reynslutölur úr rekstri hinna ýmsu útgerðarflokka en eftir að reynsla hefur fengist af fram- kvæmd kerfisins verði hugað að því að koma fyrir í því hagrænum og vistvænum „hvötum“. Fiskveiðistjórnarkerfi sem sam- þættir nýtingu tveggja takmarkaðra náttúruauðlinda hefur marga kosti umfram þau kerfi sem eru í notkun í dag. Hér verða ekki færð tæmandi rök fyrir þessari fullyrðingu en bent á eftirtalið:  Brottkast hverfandi. Aukið afla- verðmæti á sóknareiningu. Aukin þekking.  Orkunotkun við fiskveiðar minnk- ar. Aukinn hagnaður af fiskveið- um. Í anda Kyoto-sáttmálans.  Afla landað nálægt miðum. Styrk- ir sjávarbyggðir að nýju.  Eykur notkun endurnýjanlegra orkugjafa við fiskveiðar. Vindorka vetni o.fl.  Eykur notkun kyrrstæðra veiðar- færa. Minnkar rask í lífríki sjávar. Uppbygging þessa kerfis og eft- irlit með því er ekki flókin sé notuð nútíma þekking og tækni við hönnun þess, prófanir og smíði. Hér verður ekki gerð tilraun til þess að lýsa hugsanlegum vinnsluferli við gerð kerfisins en áríðandi er að væntan- legir notendur þess komi að þeirri vinnu. Hægt er að prófa kerfið með því að nokkur skip í hverjum útgerð- arflokki veiði eftir því í nokkur ár meðan meginþorri fiskiskipa okkar veiðir eftir núverandi kerfi. Vonandi getur þú, lesandi góður, áttað þig á meginatriðum þeirrar hugsunar sem að baki þessa grein- arstúfs liggur. Hvort þú ert mér sammála er svo allt önnur saga, ég tek rökum og vænti þess að það gerir þú einnig. Að lokum algild sannindi; svör fást ekki nema spurninga sé spurt. ARI JÓNSSON, Silfurbraut 33, Höfn. Að slá tvær flugur í einu höggi Frá Ara Jónssyni: Morgunblaðið/RAX Kerfi sem samþættir nýtingu tveggja takmarkaðra náttúruauðlinda hefur m.a. þann kost að brottkast yrði hverfandi, segir í greininni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.