Morgunblaðið - 16.01.2002, Blaðsíða 15
SUÐURNES
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 2002 15
„VIÐ gripum tækifærið þegar það
gafst. Þessi starfsemi á mjög vel
heima hjá okkur,“ segir Einar Stein-
þórsson, framkvæmdastjóri SBK hf.,
um kaup á rekstri Ferðaskrifstofu Ís-
lands í Reykjanesbæ. Fyrirtækið tók
yfir umboð Úrvals-Útsýnar og Plús-
ferða um áramót og opnaði ferða-
skrifstofu í húsnæði sínu í Grófinni í
Keflavík.
Verulegar breytingar hafa orðið í
þessu gamalgróna fyrirtæki á undan-
förnum árum. Sérleyfisbifreiðar
Keflavíkur eru sjötíu ára gamalt fyr-
irtæki sem var lengst af í eigu Kefla-
víkurbæjar. Á síðustu árum hafa fleiri
aðilar komið inn í reksturinn og á síð-
asta ári keyptu þrír starfsmenn SBK
hf. hlutafé Reykjanesbæjar og eiga
nú meirihluta hlutafjár.
Bryddað upp á nýjungum
„Við höfum starfað hjá fyrirtækinu
í nokkur ár, sumir lengur, og þekkt-
um það orðið vel. Sáum ýmsa mögu-
leika og höfðum áhuga á að vinna að
því áfram og byggja upp,“ segir Ein-
ar. Sigurður Steindórsson þjónustu-
stjóri og Ólafur Guðbergsson skrif-
stofustjóri stóðu að kaupunum með
honum. Þeir höfðu staðið saman að
breytingum á rekstrinum, í samráði
við stjórn fyrirtækisins. Hafið endur-
nýjun rútuflota fyrirtækisins, breytt
um útlit þess og ímynd og bryddað
upp á ýmsum nýjungum, svo sem með
því að stofna litla bílaleigu og gerast
aðilar að hvalaskoðunarfyrirtæki.
SBK er annars í hefðbundnum
rútubílarekstri. Er með áætlunar-
ferðir á milli Keflavíkur og Reykja-
víkur, og akstur í nágrannasveitar-
félögin, skólaakstur, rekur
almenningsvagna fyrir Reykjanesbæ
og býður upp á hópferðir. Fyrirtækið
á tíu rútur og fjóra strætisvagna,
starfsmenn eru nú átján. Þessir
rekstur hefur almennt átt undir högg
að sækja. Einar kvartar ekki en segir
ljóst að þörf sé á endurskipulagningu
sérleyfisaksturs í landinu og það
standi til.
Fyrirtækið hefur verið að brydda
upp á nýjungum í rekstri rútubílanna.
Það bauð upp á hópferðir innanlands
á síðasta vetri, meðal annars fyrir
starfsmannahópa, undir heitinu Dek-
ur og djamm. Vel tókst til, að sögn
Einars, og hefur þetta nú verið end-
urnýjað með nýjum bæklingi, Dekri
og djammi á þjóðvegi 1. Þar eru
kynntar á fjölbreyttir tilbúnir ferða-
pakkar; kvölddekur, dagsdjamm,
næturdekur, helgardjamm og óvissu-
dekur, svo tekin séu upp heiti ferð-
anna í bæklingnum.
Þjóna Suðurnesja-
mönnum vel
Ferðaskrifstofa Íslands auglýsti í
haust eftir rekstraraðila að starfsemi
sinni í Keflavík en þar var fyrirtækið
með umboð fyrir Úrval-Útsýn og
Plúsferðir. „Við sáum þetta auglýst
eins og aðrir og sóttumst eftir kaup-
um,“ segir Einar. Hann segir að
kaupin hafi borið mjög brátt að en
tækifærið hafi verið gripið þegar það
gafst enda eigi þessi rekstur mjög vel
heima hjá SBK. Umboðin voru flutt í
húsnæði SBK í Grófinni um áramót
með sama starfsfólki og var á um-
boðsskrifstofunni auk starfsmanns
Samvinnuferða-Landsýnar sem hætti
sem kunnugt er starfsemi í vetur í
kjölfar gjaldþrots.
Skrifstofan er með fullt ferðaskrif-
stofuleyfi og getur meðal annars gefið
út farseðla fyrir Flugleiðir. Einar
segir að sama þjónusta verði í boði og
var á umboðsskrifstofu Úrvals-Út-
sýnar og Plúsferða. Boðið verði upp á
skipulagðar hópferðir og þjónustu við
einstaklinga og fyrirtæki. „Við erum
hér á svæðinu og getum sinnt öllum
þörfum Suðurnesjamanna á ferða-
sviðinu. Og það ætlum við að gera
mjög vel,“ segir Einar.
Þróunin hefur verið örari en nýir
meirihlutaeigendur SBK reiknuðu
með þegar þeir keyptu fyrirtækið.
Einar segir að ekki sé stefnt að frek-
ari útþenslu í bili, heldur að leggja
áherslu á að styrkja innviði fyrirtæk-
isins og veita Suðurnesjamönnum
sem besta þjónustu.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Þóra B. Karlsdóttir leiðbeinir Guðmundu Helgadóttur, Einar Stein-
þórsson og Kolbrún Garðarsdóttir fylgjast með.
Gripum tæki-
færið þegar
það gafst
Keflavík
SBK vinnur að endurnýjun rútuflota síns.
SBK hefur tekið við ferðaskrifstofu-
rekstrinum í Reykjanesbæ
SAMEINING Hitaveitu Suðurnesja
hf. og Bæjarveitna Vestmannaeyja
fer fram með þeim hætti að Hitaveit-
an kaupir eignir og rekstur Bæjar-
veitnanna. Vestmannaeyjabær fær
sem greiðslu hlutabréf í Hitaveit-
unni að nafnverði 511 milljónir
króna. Samsvarar það 7% af heildar-
hlutafé félagsins.
Samningur um sameiningu veitu-
fyrirtækjanna tveggja var kynntur
fyrir hluthöfum í Hitaveitu Suður-
nesja í fyrradag. Boðað hefur verið
til hluthafafundar í félaginu 24.
þessa mánaðar þar sem lagðar verða
fram tillögur að breytingum á sam-
þykktum sem nauðsynlegar eru til
að af sameiningu fyrirtækjanna geti
orðið og mælir meirihluti stjórnar
Hitaveitu Suðurnesja með samþykkt
þeirra. Meirihluti stjórnar Bæjar-
veitna Vestmannaeyja hefur sam-
þykkt samninginn og verður hann
tekinn til afgreiðslu á sérstökum
bæjarstjórnarfundi.
Stjórnir Hitaveitu Suðurnesja
(HS) og Bæjarveitna Vestmanna-
eyja (BV) héldu áfram viðræðum um
sameiningu eftir að Sveitarfélagið
Árborg ákvað að draga fulltrúa Sel-
fossveitna út úr viðræðum um sam-
einingu fyrirtækjanna þriggja. Að
sögn Júlíusar Jónssonar, forstjóra
HS, gerir mismunandi rekstrarform
fyrirtækjanna það að verkum að
ekki er hægt að sameina þau beint.
Niðurstaðan varð sú að Hitaveita
Suðurnesja kaupi eignir og rekstur
Bæjarveitna Vestmannaeyja.
Bæjarveiturnar reka rafveitu,
fjarvarmaveitu og vatnsveitu en eru
með takmarkaða eigin orkuöflun.
Bæjarveiturnar reka einnig sorp-
brennslustöð sem HS kaupir ekki.
Afla ódýrari orku
Júlíus telur að möguleikar kunni
að vera á því að afla meiri og ódýrari
orku í Vestmannaeyjum. Fyrirhugað
sé að gera áætlun um athugun á því,
með rannsóknum og hugsanlega
borun. Einnig felist möguleikar til
hagræðingar í stjórnun og skrif-
stofuhaldi við sameiningu fyrirtækj-
anna. Segir Júlíus gert ráð fyrir því
að einhver þáttur skrifstofuhaldsins
verði úti í Vestmannaeyjum þótt höf-
uðstöðvar fyrirtækisins verði áfram í
Njarðvík. Þá er gert ráð fyrir lækk-
un raforkutaxta í Vestmannaeyjum.
Rekstur fyrirtækisins verður að
öðru leyti með svipuðu sniði og verið
hefur, á báðum svæðum.
Ráðgjafarfyrirtæki mátu verð-
mæti beggja fyrirtækjanna og hlut-
föll milli þeirra. Á grundvelli þess
sömdu stjórnendur fyrirtækjanna
um að Vestmannaeyjabær eignaðist
7% í Hitaveitu Suðurnesja. Það felur
í sér að hlutafé HS verður aukið um
511 milljónir kr., úr 6.800 milljónum í
7.311 milljónir, og fær Vestmanna-
eyjabær þessi bréf sem greiðslu fyr-
ir eignir og rekstur Bæjarveitnanna.
„Annars myndi ég ekki mæla með
sameiningunni. Markmiðið er að efla
fyrirtækið þannig að það verði betur
í stakk búið til að takast á við breytta
tíma í orkumálum,“ segir Júlíus þeg-
ar hann er spurður að því hvort
samningurinn væri hagstæður fyrir
eigendur Hitaveitu Suðurnesja.
Eyjamenn eignast 7%
í Hitaveitu Suðurnesja
Reykjanes