Morgunblaðið - 16.01.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 16.01.2002, Blaðsíða 44
DAGBÓK 44 MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Lélegar leiðbeiningar MIG langar að koma á framfæri hve allar upplýs- ingar sem fylgja ýmsum tækjum eru lélegar. Nú fyrir jólin keypti ég GPS-staðsetningartæki frá R. Sigmundssyni og gaf í jólagjöf. Svona tæki þykja alveg nauðsynleg öryggistæki ef menn fara eitthvað til fjalla, en með þessu tæki fylgdu ekki neinar íslensk- ar leiðbeiningar. Sá sem fékk tækið í jólagjöf hvorki talar né skilur ensku svo tækið er honum gjörsamlega gagnslaust. Eru ekki einhverjar reglur sem á að fara eftir við sölu öryggistækja? Ég er líka nýbúin að fá síma sem heitir Topcom og með honum fylgdu leiðbeining- ar á þýsku. Ekki er ég nú mjög sleip í henni svo ég hafði samband í Bæjarlind 14–16 sem þjónustar þessa síma og bað um ís- lenskar leiðbeiningar en, því miður, það eru ekki til íslenskar leiðbeiningar en möguleiki á enskum sem mér voru svo sendar. Við erum Íslendingar og eig- um að geta fengið íslensk- ar leiðbeiningar með þeim tækjum sem við kaupum. Kveðja, María. Að láta sér annt um móðurmálið ÁNÆGJULEGT er að sjá þegar ungt fólk lætur sér annt um að varðveita móð- urmálið rétt og ómengað eins og fram kemur í máli tveggja ungra stúlkna á bls. 48 í Morgunblaðinu 13. janúar sl. Þó slæðist með hjá þeim ein villa, þ.e.a.s.: „Hún lagði sig sannarlega fram um að hamra þessu.“ Þarna á að segja hamra þetta sbr. hamra skal járnið meðan það er heitt. En því er ekki að neita að svona vill- ur og hliðstæðar þar sem sagnir eru látnar stýra þágufalli í stað þolfalls vaða uppi í öllum fjölmiðl- um. Unnandi íslenskrar tungu. Jóga fyrir eldra fólk SIGRÚN hafði samband við Velvakanda og langaði að vita hvort einhver gæti gefið henni upplýsingar um hvar væri kennt jóga fyrir eldra fólk. Í útvarps- þætti hjá Sigurlaugu Jón- asdóttur fyrir stuttu var verið að segja frá jóga fyr- ir eldra fólk en hún missti af því hvar það væri. Hvatning til þjóðarinnar ÁSTA hafði samband við Velvakanda og vildi hvetja okkur til þess að leggja okkar af mörkum í söfn- unina fyrir litla drenginn á Þingeyri. Tapað/fundið Gullhringur með bláum steini tapaðist LAUGARDAGINN 12. janúar sl. tapaðist hamr- aður gullhringur með bláum steini. Hringurinn gæti hafa tapast á leiðinni frá Lögreglustöðinni við Hverfisgötu að Hlemmi eða þar í kring. Upplýs- ingar í síma 561-8149. Giftingarhringur í óskilum HAMRAÐUR giftingar- hringur úr hvítagulli fannst á Hávallagötu föstudaginn 11. janúar sl. Upplýsingar í síma 696- 6774. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Víkverji skrifar... JARÐGÖNG eru nú mikið til um-ræðu og ekki óeðlilegt. Ýmis- legt er framundan hjá Vegagerð- inni í þeim efnum, nú tvö stórverkefni, annars vegar milli Fá- skrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar og hins vegar milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar með viðkomu í Héðins- firði. Verða hvor tveggja göngin án efa mikil samgöngubót og gætu boðið íbúum þessara byggða ýmsa möguleika á nýju mynstri í starfi og leik. Víkverji er nokkur áhugamaður um samgöngumál og ekki síst vega- gerð enda notar hann þjóðvega- kerfið talsvert. Þau jarðgöng sem við eigum þegar hafa alls staðar reynst þarfaþing og jafnvel segja menn um þau eins og svo margar aðrar nýjungar og framfarir sem verða okkur til bóta: Hvernig kom- umst við eiginlega af áður en þetta kom til? Jarðgöng stytta og auðvelda ferðir milli byggða og göngin fyrir austan og norðan verða þar engin undantekning. Við getum hins veg- ar eflaust lengi deilt um arðsemi og reiknað hana í plús eða mínus en þeir sem njóta slíkra samgöngu- mannvirkja dags daglega þurfa ekki slíka reikninga. Þeir fara glað- ir þar um án þess að pæla nokkurn hlut í þessu og þeim er kannski líka alveg sama um þjóðhagslega hag- kvæmni. En gerum við ekki bara ráð fyrir að jarðgöng hafi yfirleitt þjóðhagslega hagkvæmni í för með sér? Reiknað í krónum og aurum og kannski öðrum gildum líka. x x x GJALDTAKA er viðhöfð í Hval-fjarðargöngunum eins og kunnugt er. Enda aðrar forsendur fyrir gerð ganganna en var með Vestfjarðagöngin. Spurning er hvað verður með göngin sem nú eru fyrirhuguð. Umferðin um Hval- fjarðargöngin virðist sýna að menn setja ekki gjaldið fyrir sig, því yf- irgnæfandi meirihluti vegfarenda virðist fara göngin en ekki fyrir Hvalfjörðinn. Það er líka talsvert miklu fljótlegra og ef allt er reikn- að með er vafasamt að það sé nokk- uð dýrara en aka fyrir fjörðinn. x x x EN ÞAÐ er kannski einn galli ágjöf Njarðar. Þegar göng eru boruð og vegi breytt leggjast af fjallvegir, krókar eða keldur, sem menn eru að sníða hjá með ganga- gerð. Þegar Strákagöng voru boruð við Siglufjörð hættu menn smám saman að fara um Siglufjarðar- skarð enda aðeins sumarvegur. Það er hins vegar stórfalleg og skemmtileg leið. Séu menn á ferð þar að sumarlagi má hiklaust mæla með því að vegfarendur hugi að því að fara skarðið að minnsta kosti aðra leiðina. Það sama er með Vestfjarðagöngin. Með tilkomu þeirra eru menn ekkert að skaka leiðinlegan og grófan veg um Breiðadalsheiði. Þaðan er þó mikið útsýni og gaman að skyggnast um. Ekki er ljóst hvernig þessu verð- ur háttað fyrir austan, hvort göng- in milli Fáskrúðsfjarðar og Reyð- arfjarðar muni þýða að menn hætti alveg að fara út fyrir og skoða bæi og byggðir sem þar er að sjá. Ann- að er kannski að segja um göngin milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar, þau þýða möguleika á ferð um ný lönd sem er Héðinsfjörður. Hafa menn reyndar sett fram einhvern ótta um að ágangur verði kannski of mikill þar. En hvað um það. Jarðgöng gefa nýja möguleika og kannski sjáum við aldrei fyrir hvað þau hafa í för með sér. Krafa tímans er betri samgöngur um landið allt, hvort sem byggðir eru strjálar eða þéttar og hvort sem það þýðir jarðgöng eða malbik, einbreiðar brýr eða ekki og nýja vegi með minni hlykkjum og beygjum. Aukinn akstur og kannski ekki síður auknir flutningar hljóta að ýta og hafa ýtt við mönnum í vegagerð og ekki að sjá annað en nauðsynlegt sé að halda áfram á þeirri braut. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 LÁRÉTT: 1 ákvarða, 8 lýkur, 9 slæmur, 10 kraftur, 11 land, 13 sló, 15 feiti, 18 él, 21 húsdýr, 22 þurfaling, 23 erfið, 24 frosthörkurn- ar. LÓÐRÉTT: 2 örskotsstund, 3 hrein- an, 4 mannsnafn, 5 lítils báts, 6 heylaupur, 7 karl- dýr, 12 gagnleg, 14 for, 15 Ísland, 16 klampana, 17 rifa, 18 alda, 19 sjúk- dómur, 20 gagnmerk. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 hlass, 4 fimma, 7 líður, 8 gamms, 9 tel, 11 anna, 13 saur, 14 fæddi, 15 sómi, 17 fall, 20 orf, 22 getur, 23 orkan, 24 regni, 25 korða. Lóðrétt: 1 helja, 2 arðan, 3 sárt, 4 fugl, 5 mamma, 6 ans- ar, 10 eldur, 12 afi, 13 Sif, 15 sægur, 16 mótin, 18 akkur, 19 lynda, 20 orri, 21 fork. K r o s s g á t a Í VELVAKANDA 10. janúar sl. var birt bréf þar sem talað var um að áramótaskaupið hefði verið móðgun við for- setann. Ég hélt að í ára- mótaskaupi mætti gera grín að pólitíkusum og öðru fólki. Forsetinn er ekkert mikilvægari en við öll, þjóðin, sem kaus hann. Hann ætti að gera eitt- hvað í staðinn fyrir okk- ur og við ættum að hafa þann rétt að gera grín að honum og Dorrit. Erlingur Ari, 12 ára. Forsetinn og skaupið Skipin Reykjavíkurhöfn: Brú- arfoss kemur og fer í dag. Goðafoss og Atlas fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Brúarfoss fer í dag. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Sólvalla- götu 48. Skrifstofa, s. 551-4349, flóamarkaður, fataútlutun og fatamót- taka, sími 552-5277, eru opin miðvikud. kl. 14–17. Styrkur, samtök krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra. Svarað í síma Krabba- meinsráðgjafarinnar, 800 4040, kl. 15–17. Mannamót Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta og opin handavinnustofan, kl. 13 spilað, kl. 13–16.30 opin smíðastofan. Allar uppl. í síma 535-2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 13 hárgreiðsla, kl. 8– 12.30 böðun, kl. 9–12 vefnaður, kl. 9–16 handa- vinna, kl. 10–17 fótaað- gerð, kl. 10 banki, kl. 13 spiladagur, kl. 13–16 vefnaður, kl. 14 dans. Þorrablót verður föstu- daginn 1. febrúar. Þorra- hlaðborð hefst kl. 17, sal- urinn opnaður kl. 16.30. Skráning í s. 568-5052 fyrir föstudaginn 1. febr- úar. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðju- og fimmtudögum kl. 13– 16.30, spil og föndur. Jóga föstudaga kl. 13.30. Kóræfingar hjá Vorboð- um, kór eldri borgara í Mosfellsbæ á Hlaðhömr- um fimmtudaga kl. 17– 19. Púttkennsla í íþrótta- húsinu kl. 11 á sunnu- dögum. Jóga hefst kl. 11 föstudaginn 18. janúar. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586-8014 kl. 13–16. Félagsstarf aldraðra, Dalbraut 18–20. Kl. 9–12 aðstoð við böðun, kl. 9– 16.45 hárgreiðslu- og handavinnustofur opnar, kl. 10–10.45 leikfimi, kl. 14.30 banki. Félag eldri borgara, Kópavogi. Viðtalstími í Gjábakka í dag kl. 15–16. Skrifstofan í Gullsmára 9 opin í dag kl. 16.30–18. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10 hársnyrting, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13 föndur og handa- vinna, kl. 13.30 enska, byrjendur. Félag eldri borgara í Garðabæ. Félagsfundur verður í Kirkjuhvoli fimmtud. 17. janúar kl. 14. Formaður flytur stutt yfirlit yfir starf fé- lagsins. Benedikt Dav- íðsson, formaður Lands- sambands eldri borgara, ræðir um greiðslur frá Tryggingastofnun ríkis- ins og skattlagningu líf- eyrisgreiðslna. Guð- mundur H. Garðarsson, fyrrv. alþingismaður, flytur erindi um lífeyr- issjóði. Félagar eru hvattir til að mæta á fundinn. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Mið. kl. 11.15 og 12.15 leikfimi, kl. 13.30 handavinnuhornið kl. 16 trésmíði/gamalt og nýtt. Fimmtud. kl. 9. vinnuhópur gler, kl. 9.45 boccia, kl. 12.15 spænska, kl. 13 postu- línsmálun, kl. 14. málun Fótaaðgerðarstofan er opin kl. 9–14. Föst. kl. 9 snyrtinámskeið kl. 11 dans. Nokkur pláss laus í postulínsmálun og tré- smíði. Skráning á þorra- blótið sem fyrst Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Línudans kl. 11, pílukast kl. 13.30, myndlist kl. 13. Á morgun, fimmtud., verður púttað í Bæjarút- gerð kl. 10–11.30, boccia kl. 13.30. Sæludagar á Örkinni 3.–8. mars. Þorrablót félagsins verður í Hraunseli laug- ard. 26. jan. nk. kl. 19. Skráning í Hraunseli í s. 555 0142. Sækið þarf miðana mánud. 21. jan. kl. 13–16. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Miðviku- dagur: Göngu-Hrólfar fara í göngu frá Ásgarði Glæsibæ kl. 10. Söng- félag FEB kóræfing kl. 17. Línudanskennsla kl. 19.15. Fimmtud.: Brids kl. 13. Silfurlínan er opin á mánu- og miðvikudög- um kl. 10–12. Glæsibæ. Uppl. á skrifstofu FEB. kl. 10–16 s. 588-2111. Félagsstarfið, Hæðar- garði 31. Kl. 9–16.30 fótaaðgerð, opin vinnu- stofa, postulín, mósaik og gifsafsteypur, kl. 9– 13 hárgreiðsla, kl. 9–16 böðun. Opið alla sunnu- daga frá kl. 14–16 blöðin og kaffi. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16 30 vinnust. opn- ar, kl. 10.30 gamlir leikir og dansar, umsjón Helga Þórarinsdóttir. Í hádeginu súpa og sal- atbar í veitingabúð. Myndlistarsýning Bryn- dísar Björnsdóttur stendur yfir. Upplýsing- ar um starfsemina á staðnum og í síma 575- 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum kl. 10–17, kl. 10.30 boccia, kl. 13 félagsvist, kl. 17 bobb, kl. 13 gler- listarhópur. Þorrablót verður í Gjábakka 26. janúar skráning í s. 554- 3400. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 vefnaður, kl. 9.05 leikfimi, kl. 9.55 ró- leg stólaleikfimi, kl. 13 keramikmálun. Hraunbær 105. Kl. 9 op- in vinnustofa, handa- vinna, bútasaumur, kl. 9– 12 útskurður, kl. 9–17 hárgreiðsla og fótaað- gerðir, kl. 11 banki, kl. 13 brids. Lausir tímar í postulínsmálun, skrán- ing í síma 587-2888. Hvassaleiti 58–60. Kl. 9 böðun, föndur- og klippi- myndir, kl. 9 og kl. 10 jóga, kl. 13.30 gönguferð, kl. 14 dans, kl. 15 frjáls dans, kl. 15 teiknun og málun. Fótsnyrting, hár- snyrting. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa, kl. 9–16 fótaaðgerðir, kl. 9– 12 tréskurður, kl. 10 sögustund, kl. 13 banki, kl. 14 félagsvist, kaffi, verðlaun. Vesturgata 7. Kl. 8.25 sund, kl. 9–16 fótaaðgerð og hárgreiðsla, kl. 9.15– 16 postulínsmálun og myndmennt, kl. 13–14 spurt og spjallað, kl. 13– 16 tréskurður. Þorrablót verður fimmtud. 7. febr- úar. Húsið opnað kl. 17. Upplýsingar og skráning í síma 562-7077. Vitatorg. Kl. 9 smíði og hárgreiðsla, kl. 10 fóta- aðgerðir, morgunstund, bókband og bútasaumur, kl. 12.30 verslunarferð, kl. 13 handmennt og kór- æfing, kl. 13.30 bókband, kl. 15.30 kóræfing. Félagsstarf aldraðra í Bústaðakirkju kl. 13– 16.30 í dag. Handavinna, spilað og föndrað. Kaffi. Þeir sem vilja láta sækja sig, vinsamlega hringi í síma 864 1448 (Sigrún) eða síma 553 8500 (kirkjuvörður.) Sjálfsbjörg, félagsheim- ilið Hátúni 12. Kl. 19.30 félagsvist. Álftanes. Foreldra- morgnar í Haukshúsum kl. 10–12 í dag. Heitt á könnunni. Kvenfélagið Aldan, fundur í kvöld í Borgar- túni 18. Spiluð verður fé- lagsvist. Konur beðnar um að fjölmenna og taka með sér gesti. Bókmenntaklúbur Hana-nú Fundur kl. 20 á Lesstofu Bókasafns Kópavog. Skáld ársins er Halldór Kiljan Laxness, byrjað að lesa Kristni- hald undir Jökli. Komið með bókina eigið þið þess kost. Allir velkomn- ir. Itc-deildin Fífa, Kópa- vogi, heldur kynningar- fund í Hjallakirkju, Kópavogi, miðvikudag- inn 16. janúar kl. 20.15– 22.15. Allir velkomnir. Upplýsingar gefur Guð- björg, s. 586-2565. Korpa, deildarfundur verður haldinn í kvöld kl. 20 í safnaðarheimili Lágafellssóknar, Þver- holti 3, Mosfellsbæ. Allir velkomnir. Rangæingar-Skaftfell- ingar. Fjórða spilakvöld vetrarins verður í kvöld kl. 20 í Skaftfellingabúð, Laugavegi 178. Fjöl- mennið. Í dag er miðvikudagur, 16. janúar, 16. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Minn á þetta og heit á þá fyrir augliti Guðs að eiga ekki í orða- stælum til einskis gagns, áheyrendum til falls. (II. Tím. 2, 14.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.