Morgunblaðið - 16.01.2002, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 16.01.2002, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. VATNAJÖKULL hefur þynnst að jafnaði um tæpan metra árlega síð- ustu tvö árin í kjölfar lítillar vetr- arsnjókomu og hlýinda og sú þróun heldur líklega áfram á þessu ári. Hlýindi síðustu vikna hafa þó aðeins áhrif á snjósöfnun á neðsta hluta jöklanna þar sem vænta má að mest- öll úrkoma sé snjór sem fellur ofan 1.000 metra. Hins vegar hafa hlýind- in og rigningin talsverð áhrif á jök- ulsporðana og yfirborð jökulsins neðan við 1.000 metra hæð, þar sem rigningin rennur beint af jöklinum. Haldi þessi þróun áfram á næstu áratugum má búast við að lítið verði eftir af jöklum landsins við lok þess- arar aldar. Helgi Björnsson, jöklafræðingur við Raunvísindastofnun HÍ, segir að nú séu um 60% af yfirborði Vatna- jökuls yfir 1.100 metra hæð og því safnist mikill snjór á jökulinn þrátt fyrir langvinn hlýindi. Sumarbráðn- un jökulsins hefur verið talsverð undanfarin ár og verður það vænt- anlega á þessu ári einnig, þar sem óhreinn gamall jökulís mun fljótt koma undan vetrarsnjó og bráðna hratt þar sem hann endurkastar minna frá sér sólargeislum en snjór- inn. Því má vænta mikillar sólbráðar næsta sumar, jafnvel þótt sumarið verði ekki hlýtt. Mælingar á bráðnun jökulsins hóf- ust árið 1991 í samvinnu Landsvirkj- unar og Raunvísindastofnunar og hvert ár frá 1996 hefur verkefnið verið stutt af Vísindasjóði ESB. Mesta bráðnun sem mælst hefur frá þeim tíma var árin 1997 og 2000. Að sögn Helga er búið að reikna út af- komu jökulsins á síðasta ári og sam- kvæmt þeim niðurstöðum var snjó- söfnun veturinn 2000–2001 örlitlu minni en árið áður, en leysingin var það einnig. „Bæði tekjur og útgjöld voru held- ur minni á síðasta jökulári svo að methallinn árið áður og 1997 stendur enn, en það hverfur nálægt því einn metri ofan af jöklinum öllum á hverju ári,“ segir Helgi. Þykkt Vatnajökuls er að meðaltali um 400 metrar og nær allt að 900 metrum þar sem hún er mest. Að sögn Helga er ekki þar með sagt að fjögur hundruð ár líði þar til jökull- inn hverfi með óbreyttri afkomu, því hann muni rýrna hraðar og hraðar eftir því sem hann lækki. Þá verði sí- fellt stærri hluti yfirborðs jökulsins undir hjarnmörkum og safnsvæði hans minnki ört samfara því. „Ef þetta heldur áfram eins og það hefur verið núna allra síðustu árin verða jöklarnir orðnir ansi vesælir í lok þessarar aldar,“ segir Helgi. Vatnajökull hefur þynnst um tvo metra á tveimur árum Morgunblaðið/RAX Hvannadalshnjúkur er hæsti hluti Vatnajökuls, 2.119 metra hár, en 60% jökulsins eru yfir 1.100 metra hæð. Á myndinni er Dyrhamar í forgrunni. Lítið verður eftir af jöklunum í aldarlok haldist áfram hlýindi og snjóleysi BRUNNUR fyrir yfirborðsvatn af götum borgarinnar er í smíðum við Sæbraut á mótum Snorrabrautar. Vanir menn frá Ístaki voru að störf- um við smíðina í gær og létu ekki sérkennilega síðdegisgeisla jan- úarsólar, sem baðaði sig í skýjunum yfir Sundunum, glepja sig frá störf- um. Enda dagurinn ekki langur á þessum árstíma og myrkrið skellur óðar á, þótt sólin nái að glenna sig skamma stund. Morgunblaðið/Golli Síðdegis- geislar yfir Sundunum Úrvalsvísi- talan yfir 1.200 stig ÚRVALSVÍSITALAN hækkaði á Verðbréfaþingi Íslands í gær um 0,62% og endaði í 1.200,82 stigum. Vísitalan hefur ekki verið hærri í tæpa tíu mánuði, eða frá 20. mars 2001, en þá var hún 1.201,61 stig. Frá áramótum hefur vísitalan hækkað um 3,6%. Á síðasta ári fór úrvalsvísitalan lægst í 995,51 stig, en það var 21. september. Hæst hefur úrvalsvísi- talan hins vegar farið í 1.888,71 stig, 17. febrúar 2000. HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra sagði í erindi í gær á vegum stjórnmálafræðiskorar Háskóla Ís- lands að því mætti halda fram með góðum rökum að aðild að ESB tryggði fullveldi Íslands með betri hætti en samningurinn um EES gerði nú. Halldór fjallaði í erindi sínu um áhrif alþjóðasamstarfs á fullveldi þjóða og sagði m.a. að þó svo að Ís- land gengi í ESB væri það óumdeilt að Ísland yrði eftir sem áður í hópi fullvalda ríkja. Jafnljóst væri að með því að deila fullveldi með sameigin- legum stofnunum ESB í svo miklum mæli sem raun bæri vitni þá yrði það ekki gert án breytinga á stjórnar- skránni. Slíkt yrði ekki gert án þess að það væri borið undir þjóðina. Halldór segir að fyrir tíu árum hafi hann talið vonlaust fyrir Ísland að gerast aðili að ESB vegna sjáv- arútvegsstefnu sambandsins. Nú telji hann forsendur að ýmsu leyti breyttar. Hann líti t.d. fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegi öðrum augum en þá. Hvort það þýði að fyrri skoðun hans hafi verið röng, eða að- stæður hafi breyst, sé svo annað mál. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra Forsendur hafa breyst  Fullveldið /10 RÍKISSTJÓRNIN ákvað á fundi sínum í gær að fela þremur ráðu- neytisstjórum að fara sérstaklega yfir nýlega hækkun á neysluverðs- vísitölunni. Ólafur Davíðsson, ráðu- neytisstjóri í forsætisráðuneytinu, á að fara fyrir þeim hópi. Halldór Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra og formaður Framsóknar- flokksins, segir að vísitöluhækkunin frá því í desember hafi verið meiri en reiknað var með og valdi miklum vonbrigðum. „Við áttum ekki von á að þetta gerðist svona snögglega,“ segir Halldór og nefnir að menn hafi fyrirfram talið að lækkun bens- ínverðs myndi hafa meiri áhrif en raun beri vitni. „Það þarf að hafa í huga að eftir að gengið styrktist hafa innkaup verið ódýrari í íslenskum krónum en það hefur þó ekki komið fram. Miðað við þetta standa margvísleg rök til þess að verðlag lækki í næstu mælingu vísitölunnar og það geri ég mér vonir um,“ segir Halldór. Geir H. Haarde fjármálaráðherra segir ekki tímabært að segja til um hvort gripið verði til einhverra sér- stakra aðgerða vegna hækkunar- innar á vísitölu neysluverðs en tíð- indin um hana hafi ekki verið góð. „Við erum sannfærðir um að verð- bólguþróunin á næstu mánuðum verður mun hagstæðari en þetta gefur til kynna. Það er allt sem bendir til að svo verði,“ segir fjár- málaráðherra. ASÍ sendi í gær frá sér ályktun þar sem lýst er yfir ótta vegna hækkunar neysluvísitölunnar. Hún hafi verið langt umfram vonir og hvetur ASÍ ríki og sveitarfélög til að endurskoða ákvarðanir sínar um hækkanir á gjöldum margs konar. Þrír ráðuneytisstjórar skoða vísitöluhækkun  Ríki og sveitarfélög/6  Ráðuneytisstjórum/27 ♦ ♦ ♦ UNNIÐ er að lokauppgjöri þessa dagana vegna framkvæmda við verslanamiðstöðina Smáralind í Kópavogi. Af samtölum við Pálma Kristinsson, framkvæmdastjóra Smáralindar, og Pál Sigurjónsson, forstjóra Ístaks, aðalverktaka bygg- ingarinnar, má ráða að þeir eru ekki fyllilega sammála um endanlegan kostnað. Báðir segja þeir það eðli- legt í samskiptum verkkaupa og verktaka, einkum þegar um svo stórt verkefni sé að ræða. Að þeirra sögn eru verkfræðingar „beggja vegna borðsins“ að yfirfara kostnaðar- og magntölur hvors um sig og einnig frá undirverktökum. Óvíst er hvenær þeirri vinnu lýkur en Pálmi sagði að verkefnið yrði klárað og vonandi í fullri sátt. Eigendur Smáralindar skrifuðu undir verksamning við Ístak í maí árið 2000 upp á rúma 5 milljarða króna kostnað, að meðtöldum virð- isaukaskatti. Að sögn Pálma hefur kostnaðurinn farið um 10% fram úr áætlunum Smáralindar, einkum vegna gengisbreytinga og breyttra verkþátta, og miðað við samninginn við Ístak munar þar allt að hálfum milljarði króna. Forstjóri Ístaks vildi á þessu stigi ekki ræða tölur á meðan uppgjöri væri ekki endanlega lokið. Smáralind og Ístak í viðræðum Ósammála um lokauppgjör

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.