Morgunblaðið - 16.01.2002, Side 16

Morgunblaðið - 16.01.2002, Side 16
LANDIÐ 16 MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Rammen om et godt liv... ELDASKÁLINN Invita sérverslun Brautarholti 3, 105 Reykjavík Sími: 562 1420 - Netfang: eldask@itn.is Umgjörð u gott líf... Persónulega eldhúsið „FYRST hugsaði maður bara að allt væri svart og þetta væri gjör- samlega vonlaust, þar sem ég er með konu og tvær dætur. En ég fékk strax mikla hvatningu sem brenndi sig inn í mig og svo komu menn frá Össuri og sýndu að hægt er að gera mjög margt. Ég tók strax þá ákvörð- un að berjast og verða góður og komast á lappirnar aftur og ég hef haldið því striki en auðvitað komu tímabil þegar manni fannst lítið ger- ast,“ segir Davíð Örn Ingvason, ríf- lega ári eftir að hann lenti í bílslysi 21. desember 2000, skammt austan við Þjórsárbrú í svonefndri Kol- vatnsmýri. Hann missti vinstri fótinn fyrir ofan hné í slysinu auk þess að meiðast illa á þeim hægri. Hann var við dauðans dyr en rétt viðbrögð frænda hans, Sigurðar Óla Braga- sonar, við að stöðva blæðingu á slys- stað urðu honum til lífs. Davíð Örn og Sigurður Óli höfðu stansað til þess að hjálpa fólki, lögðu bíl sínum framan við bíl fólksins og voru að kanna ástandið undir vél- arhlíf bilaða bílsins þegar annar bíll kom aðvífandi og keyrði aftan á fólksbílinn og Davíð Örn klemmdist á milli bílanna en Sigurður Óli slapp með minniháttar meiðsli. Tækjaáhuginn hjálpaði mikið Davíð Örn og kona hans, Hulda Margrét Þorláksdóttir, búa í Háfi, rétt vestan við Þykkvabæ, með tvær dætur sínar og eignuðust son 9. jan- úar. Davíð Örn fer allra sinna ferða, ekur bíl og hefur náð góðu lagi á að beita gervifætinum. Hann leggur mikla áherslu á nauðsyn þess að horfa fram á veginn þegar áföll dynja yfir. „Sjúkraþjálfarinn hlífði mér ekkert sem betur fer og ég komst fljótt upp á hækjurnar og síð- an áfram. Ég fékk áhuga á gervi- löppinni sem tæki og þessi tækja- áhugi hjálpaði mér mikið, ég veit vel hvernig hver hlutur í fætinum virk- ar og það var góð reynsla að vera á námskeiði hjá Össuri,“ segir Davíð Örn en hann starfaði áður við vinnu- vélar og vörubílaakstur. Ofboðslegur sigur að geta keyrt „Mér var sagt að ég hefði misst fótinn og gæti ekki farið á vélsleða eða fjórhjól. Þetta var köld gusa sem ég gat ekki sætt mig við og hef reyndar afsannað þetta þótt ég keyri þessi tæki auðvitað öðruvísi en áður, fer hægar yfir. Það var því of- boðslegur sigur fyrir mig að geta sest upp í bílinn til að keyra aftur og ég fann að ég gat ekki bara keyrt minn bíl heldur líka gröfur og trukka,“ sagðir Davíð Örn og vísar til þess að þá hafi honum fundist hann fullfær í allt. „Ég ætlaði mér alltaf að geta þetta, var að fikta við að reyna þetta milli þess sem ég var í sjúkraþjálfuninni. En besta sjúkra- þjálfunin er gangur lífsins því lífið heldur áfram og maður þarf að vera virkur, hvað sem á dynur. Ég hef lent í því að brjóta þennan gervifót tvisvar sinnum, enda hlífi ég honum ekkert, þar sem heili fót- urinn er ekki nógu góður. Maður dettur og lendir í ýmsum aðstæðum, það er alltaf eitthvað nýtt, bara það að labba í snjó og hálku og svo er ótrúlega erfitt að labba í roki en það er um að gera að hlífa sér ekki held- ur fara í gegnum þetta allt, sama hvernig landslagið er.“ Ég er auðvitað búinn að spá mikið í framtíðina og sé núna fyrir mér að geta unnið við eitthvað annað en ein- hverja skrifstofuvinnu, sem mér fannst erfitt að hugsa til. Næsta mál er að koma yfir sig þaki. Við stefnum að því að setjast að á Sel- fossi og nú hefur litli drengurinn bæst við svo það er um nóg að hugsa.“ „Ég held það sé mikilvægt að geta talað um fötlunina og ég á ekki í neinum vandræðum með það. Hvatningin er rosalega mikilvæg, hún er með manni alla daga og næt- ur. Ég á þeim mikið að þakka sem hvöttu mig og í því sambandi nefni ég sérstaklega nafna minn sem var með mér á Grensásdeildinni. Ég held að allir reyni að vera eins duglegir og þeir geta og það er al- veg klárt að maður má aldrei horfa í svartnættið heldur í birtuna. Þetta er eins og að ganga inn langan dimman gang með mörgum dyrum. Það er um að gera að opna allar dyrnar á leiðinni því þar fyrir innan er það sem maður þarf að takast á við, kannski eru það hlutir sem voru sjálfsagðir áður en eru það ekki núna en þá er bara að finna ráð við því og halda áfram. Aðalatriðið er að horfa á lífið já- kvæðum augum; það er ekkert vandamál óleysanlegt, það er bara að vinna í hlutunum og finna lausn- ina,“ sagði Davíð Örn Ingvason. Davíð Örn missti annan fótinn í bílslysi fyrir rúmu ári „Gangur lífsins besta þjálfunin“ Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Davíð Örn með nýfæddan soninn ásamt dætrunum Sylvíu Önnu, Díönu Ösp og Huldu Margréti Þorláksdóttur konu sinni. Myndin er tekin á fæðingardeild Heilbrigðisstofnunarinnar á Selfossi. Selfoss LÖGREGLAN á Patreksfirði fékk frekar und- arlega tilkynningu laust fyrir klukkan 22 í fyrrakvöld, en selkópur hafði komið á land á Patreksfirði og var farinn að stjórna umferð þar í bæ. Var selurinn búinn að koma sér fyr- ir við gamla pakkhúsið á Eyrinni er lögreglu og fleiri bar að og virtist ekkert ætla að koma sér þaðan. Ljóst var að selurinn þyrfti hjálp til að koma sér aftur til sjávar. Vaskir menn frá Björgunarsveitinni Blakk mættu á staðinn og handsömuðu selinn og komu honum fyrir í kari. Var svo selurinn dreginn í karinu niður í fjöru, þar sem hann varð feginn frelsi sínu og stakk sér á kaf í fjörðinn á vit nýrra æv- intýra. Syndaselur á flakki um bæinn Patreksfjörður Morgunblaðið/Sigurbjörn SKÁTAFÉLAGIÐ Bjarmi á Blönduósi tók á móti friðarljósinu frá Betlehem hinn 20. des. sl. og hefur varðveitt það yfir jólin. Skátarnir á Blönduósi tóku síðan þá ákvörðun eftir að hafa dreift ljósinu víða um bæinn að sleppa því lausu í jökulána Blöndu síðla fimmtudagsins 10. jan. með þá ósk í huga að ljós þetta mætti gera heiminn betri. Þetta friðarljós á rætur sínar að rekja allt til ársins 1986 þegar fyrsta friðarljósið var sótt til Betlehem og barst það í fyrsta sinn til Íslands 19. des. síðast- liðinn. Í millitíðinni hefur þetta ljós borist til margra landa og ávallt með ósk um frið á jörð. Morgunblaðið/Jón Sig. Skátarnir í Bjarma á Blönduósi slepptu friðarljósinu frá Betlehem í Blöndu sl. fimmtudag. Blanda boðberi friðar Blönduós Skátafélagið Bjarmi UNGMENNAFÉLAGIÐ Ásinn á Norður-Héraði hefur útnefnt Elsu Guðnýju Björgvinsdóttur íþrótta- mann ársins. Elsa Guðný stundar frjálsar íþróttir, millivegalengdahlaup og stökk, ásamt fleiri greinum, en hún er fjölhæfur frjálsíþróttamaður. Hún hefur unnið til margra verð- launa á árinu, meðal annars Íslands- meistaratitla bæði innanhúss og ut- an. Þetta er þriðja árið í röð sem Elsa Guðný er útnefnd íþróttamaður Norður-Héraðs. Auk þess var hún valin íþróttamaður Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands á síð- asta ári. Íþrótta- maður ársins Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteins Elsa Guðný Björgvinsdóttir með verðlaunagripi sem fylgja sæmdarheitum íþróttamanns ársins hjá Ungmenna- og íþróttasambandi Austurlands og Ungmennafélaginu Ásnum. Norður-Hérað UM næstu helgi hefjast sýning- ar á ný á Dýrunum í Hálsaskógi eftir Torbjörn Egner í leik- stjórn Sigurðar Blöndal, sem leikfélagið hefur verið að sýna frá því í haust við miklar vin- sældir. Fyrstu sýningar verða á laugardag og sunnudag kl. 14. Búið er að ákveða 6 sýningar og síðan verður bætt við eftir því sem miðar seljast. Miðasala er sem fyrr hjá Mörtu í Tíunni. Hálsaskóg- ur opnað- ur aftur Hveragerði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.