Morgunblaðið - 16.01.2002, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 2002 27
mun betur
upphafi.“
að starfs-
ð ýmsum
því sam-
g, hrossa-
sar aðrar
runnurinn
úr þessu
sem sýna
eitarfélög
i
verja jörð
erðar að-
gagna-
afur Arn-
mjög mik-
élögin og
in af stað
sem þessi
.
agrunnur-
inn upp á margs konar hagræna og
umhverfisfræðilega úrvinnslu, eins
og t.d. tengsl framleiðslu við land-
kosti á ákveðnum stað og á milli
landshluta.
Í þriðja lagi hafi landgræðsla og
skógrækt verið samþykkt sem
mótvægisleið við losun gróður-
húsaloftegunda en hún fáist ekki
viðurkennd nema með skráningu
og mælingu og að viðkomandi upp-
lýsingum sé haldið til haga í gagna-
grunni. Um gífurlega hagsmuni sé
að ræða, sérstaklega fyrir lands-
byggðina, en nú sé þessi gagna-
grunnur fyrir hendi og því nýtist
hann mjög vel í þessu sambandi.
Í fjórða lagi komi til skipulag
landnýtingar á einstökum stórum
jörðum og hjá sveitarfélögum í
heild.
Ennfremur megi nefna að eftir
því sem upplausn gervihnatta-
myndanna aukist á næstu árum
verði hægt að auka upplausnina í
vinnslunni á gögnunum og þá verði
hægt að nota þau með stöðugt ná-
kvæmari hætti. „Við erum hér með
gagnagrunn sem hægt er að nota
við skráningu landgræðsluaðgerða
á landsvísu og þetta er grunnur
sem má hugsa sér að nota í op-
inberri jarðaumsýslu. Listinn um
notkunarmöguleika er mjög langur
og hann breytist samfara þróun
þjóðfélagsins.“
Vottun landnýtingar
Ólafur Arnalds segir að frá og
með næsta ári hefjist vottun land-
nýtingar og þessi rafræna jarða-
bók leggi til upplýsingar fyrir þann
vottunarferil. Grunnurinn breyti
þannig sýninni á landkosti í dreif-
býli og möguleikum þess. „Vott-
unin er einn liður í
gæðastýringunni og
þegar Alþingi sam-
þykkti sauðfjársamn-
inginn var til þess ætl-
ast að reglurnar um
gæðastýringuna í sauð-
fjárrækt yrðu lagðar
fyrir Alþingi eigi síðar en í febrúar
2002.“
Annar hópur hefur unnið að því
að semja reglur fyrir gæðastýr-
inguna varðandi landnotkun og
taka reglurnar talsvert mið af þeim
upplýsingum sem verða fáanlegar í
gagnagrunninum, að sögn Ólafs
Arnalds. „Þær reglur taka bæði til
afrétta og láglendis og ef vel tekst
til markar þessi samningur tíma-
mót varðandi landnýtingu á Ís-
landi.“
Gögnin aðgengileg öllum
Ólafur Arnalds segir að lögð sé
áhersla á að gögnin séu almanna-
eign og verði aðgengileg öllum á
Netinu. Það sé síðasti hluti verk-
efnisins og sé horft til ársins 2004 í
síðasta lagi í því sambandi.
Verkefnið hefur kostað um 20
milljónir á ári undanfarin tvö ár en
Ólafur Arnalds segir að hann sjái
fram á erfiðleika í fjármögnun á
þessu og næsta ári. Stór hluti fjár-
mögnunarinnar hafi komið frá
metnaðarfullu verkefni ríkisstjórn-
arinnar um upplýsinga-
samfélagið en á síðustu
stundu hafi það verið
skorið niður sem hafi
þýtt 60% niðurskurð á
fjárframlagi þess liðar
til verkefnisins. Auk
þess hafi fjárlaga- og
landbúnaðarnefndir Alþingis
styrkt verkefnið sem og Fram-
leiðnisjóður landbúnaðarins. „Fjár-
mögnunin er helsti óvissuþátturinn
en allt annað er að ganga upp,“
segir hann.
arins langt komin með rafræna jarðabók
n-
g
Gróðurflokkar.
grunni Nytjalands og dæmi um landkosti á
ni jörð (skyggða svæðið).
,
&
-
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
nsóknastofnun landbúnaðarins. Frá vinstri:
afur Arnalds, Fanney Gísladóttir, Einar Grét-
raustason og Sigmar Metúsalemsson.
Innrauð gervihnattamynd. Rauði liturinn gefur til kynna gróður.
Jarðamörk og landslagslíkan.
steg@mbl.is
Reglur um
gæðastýringu í
sauðfjárrækt
fyrir Alþingi
innan skamms
GEIR H. Haarde fjár-málaráðherra segirekki tímabært að segjatil um hvort til greina
komi að grípa til einhverra sér-
stakra aðgerða vegna hækkunar-
innar á vísitölu neysluverðs.
Halldór Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra segir að 0,9% hækkun
vísitölu neysluverðs milli desem-
ber og janúar sé mun meiri hækk-
un en ráð var fyrir gert og valdi
miklum vonbrigðum. „Við áttum
ekki von á því að þetta gerðist
svona snögglega,“ segir Halldór
og nefnir að menn hafi fyrirfram
talið að lækkun bensínverðs myndi
hafa meiri áhrif en raun ber vitni
og fleira megi þar nefna.
„Það þarf að hafa það í huga að
eftir að gengið styrktist hafa inn-
kaup verið ódýrari í íslenskum
krónum, en það hefur þó ekki kom-
ið fram. Miðað við þetta standa
margvísleg rök til þess að verðlag
lækkaði í næstu mælingu vísitöl-
unnar og það geri ég mér vonir
um,“ segir Halldór.
Fjármálaráðherra segir
þróunina verða mun
betri á næstunni
,,Þetta eru ekki góð tíðindi, þessi
vísitölumæling sem birt var í gær
[mánudag],“ sagði Geir Haarde.
,,Hins vegar breytir hún því
ekki að við erum sannfærðir um
það að verðbólguþróunin á næstu
mánuðum verður mun hagstæðari
en þetta gefur til kynna. Það er allt
sem bendir til þess að svo verði,“
segir Geir.
Nefndi hann í þessu sambandi
að frá því að gengið byrjaði að
styrkjast að nýju í desember, hafi
þær verðlagslækkanir sem því
fylgja ekki enn þá komið fram.
„Það er ýmislegt af því taginu sem
bendir til þess að þetta verður
mun betra á næstu mánuðum og
auðvitað hlýtur maður að vona
það,“ sagði fjármálaráðherra.
Hann sagði það ekki rétt að op-
inberar hækkanir hafi verið stórt
hlutfall af vísitöluhækkuninni og
segir þær einungis hafa verið 0,2
prósentustig af 0,9% hækkun vísi-
tölunnar milli desember og janúar.
Geir sagði einnig að mjög lítið væri
framundan af frekari hækkunum
hvað ríkið varðaði.
Fjármálaráðherra sagði margt
einkennilegt vera í þeim tölum
sem liggja að baki hækkun vísitöl-
unnar. T.a.m. nemi lækkun á bens-
íni um 0,09 prósentustig af vísitöl-
unni en verðhækkun á vínberjum
nemi hins vegar 0,07 prósentustig-
um af vísitölunni. „Maður botnar
ekki í því hvert vægi hlutanna er í
þessu,“ sagði Geir að afloknum
blaðamannafundi sem hann boðaði
til ásamt færeyska starfsbróður
sínum, Karsten Hansen, sem er
staddur hér á landi í opinberri
heimsókn ásamt eiginkonu sinni.
Vilja fá fullnægjandi skýr-
ingar á því sem hefur gerst
Í Morgunblaðinu í gær kom
fram í máli framkvæmdastjóra Al-
þýðusambandsins að hækkun vísi-
tölunnar væri köld skilaboð til
stjórnvalda um að þau hafi einfald-
lega gengið oft langt í ákvörðunum
um hækkun á verði á opinberri
þjónustu, en hækkun á verði op-
inberrar þjónustu var hæsti ein-
staki liðurinn í hækkun vísitölunn-
ar nú. Halldór Ásgrímsson segir
um þetta að mjög erfitt geti reynst
að ganga til baka með slíkar hækk-
anir miðað við forsendur fjárlaga.
„Við viljum gera það sem í okkar
valdi stendur til þess að viðhalda
þessu ferli og ég vil ekkert útiloka í
þeim efnum. Þær hækkanir sem
urðu á vegum ríkisins voru tiltölu-
lega litlar. Með þeim var verið að
bregðast við hækkun lyfjakostnað-
ar og við áttum frekar von á því að
áhrif þessara breytinga kæmu
fram smátt og smátt. Það virðist
hins vegar allt hafa komið fram í
upphafi ársins og við eigum eftir
að fara yfir þessi mál og fá full-
nægjandi skýringar á því hvað
raunverulega hefur gerst.“
Skiptir höfuðmáli að
samkomulagið haldi
Vísitala neysluverðs er nú kom-
in í 221,5 stig en í samkomulagi að-
ila vinnumarkaðarins, sem gert
var í lok síðasta árs, er sett sem
verðbólguviðmið að vísitala
neysluverðs verði ekki hærri en
222,5 stig í maí. Standist sú for-
senda ekki, eru launaliðir kjara-
samninga uppsegjanlegir með
þriggja mánaða fyrirvara. Því má
vísitalan ekki hækka nema um
tæplega hálft prósentustig á
næstu fjórum mánuðum svo ekki
komi til uppsagnar kjarasamn-
inga.
Halldór segir einmitt þessa
staðreynd sýna mikilvægi málsins
og þess að verðlag lækki í næstu
mælingu. „Manni sýnast vera allar
forsendur til þess að innflutnings-
verðlag lækki. Ég tel að það skipti
höfuðmáli að þetta samkomulag
standi.“
Seðlabankinn hlýtur
að lækka vexti
Halldór bætti því við að Seðla-
banki Íslands hljóti nú að lækka
vexti fljótlega aftur í kjölfar þessa.
„Ég býst við því að þessi verðmæl-
ing komi Seðlabankanum á óvart
eins og öðrum, en hún kann að
hafa einhver áhrif á hans afstöðu
hvað sé líklegt að hann geri á
næstu mánuðum,“ sagði Halldór
Ásgrímsson.
Ólafur Davíðsson, ráðuneytis-
stjóri í forsætisráðuneyti, fer fyrir
ráðuneytisstjórunum sem fara
munu ofan í saumana á vísitölu-
hækkuninni.
Ríkisstjórnin fjallaði um hækkun
neysluverðsvísitölunnar á fundi í gær
Ráðuneytis-
stjórum falið að
fara í saumana
á hækkunum
Ríkisstjórnin ákvað í gær að fela þremur
ráðuneytisstjórum að fara sérstaklega yfir
hækkunina á vísitölu neysluverðs. Geir H.
Haarde fjármálaráðherra segir að allar hliðar á
málinu verði skoðaðar, sérstaklega þó það sem
snýr að hinu opinbera. Halldór Ásgrímsson
utanríkisráðherra segir hækkunina valda mikl-
um vonbrigðum. Hann segir einnig að
Seðlabankinn hljóti að lækka vexti fljótlega.