Morgunblaðið - 16.01.2002, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 16.01.2002, Qupperneq 17
Nýir léttostar Með villisveppum og með skinku og beikoni. Fyrir voru léttostar með grænmeti, með sjávarréttum og hreinn léttostur. Smurostarnir eru þægilegt, bragðgott álegg og líka spennandi í ofnrétti, súpur og sósur. Fjölbreytt úrval gómsætra léttosta! Hefurðu prófað ostateninga í salatið? Þú getur notað hvort sem er 11% eða 17% Gouda til að búa til salat sem er fullkomin, létt máltíð. Einnig fæst sérstakur Salatostur tilbúinn í litlum teningum. Kotasæla, fitulítil og freistandi! Lágt fituinnihald og fáar hitaeiningar! Hrein, með ananaskurli eða með hvítlauk. Sígild á brauð, hrökkbrauð og kex, í salöt eða ofnrétti. Heimilisostur og 11% Gouda Ljúffengir ofan á brauð og kex og fínir í nestið. VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 2002 17 GREINT var frá því í gær að Ís- lensk erfðagreining hefði skrifað undir samstarfssamning við Pharm- acia-samsteypuna um erfðafræði- rannsóknir á hjartasjúkdómum. Samkomulagið felur í sér að Íslensk erfðagreining mun nota lýðerfða- fræðirannsóknir sínar og lífupplýs- ingakerfi til að leita erfðamarka sem tengjast aukinni hættu á að væg mynd tiltekins hjartasjúkdóms þró- ist yfir í mjög alvarlega sjúkdóms- mynd. Bætt úrræði fyrir hjartasjúklinga Í tilkynningu frá Íslenskri erfða- greiningu segir að vonast sé til að niðurstöður slíkra rannsókna leiði til lyfjaprófana þar sem kannað verður hvort nota megi greiningar á erfða- mörkum, til að finna þá hjartasjúkl- inga sem líklegastir eru til að njóta góðs af nýju hjartalyfi sem er í þró- un hjá Pharmacia. Þá segir að sam- komulagið undirstriki þá möguleika sem Íslensk erfðagreining hefur til rannsókna í lyfjaerfðafræði sem beinast að því að auka ávinning sjúklinga af lyfjum sem eru í þróun. Íslensk erfðagreining mun í gegn- um dótturfyrirtæki sitt, Íslenskar lyfjarannsóknir ehf., fá fastar greiðslur fyrir rannsóknir í fyrsta hluta samstarfsins, auk greiðslna sem til koma ef Pharmacia nýtir sér niðurstöðurnar til áframhaldandi þróunarvinnu. Íslenskar lyfjarann- sóknir munu einnig fá hlutdeild í hugsanlegum tekjum af sölu hjarta- lyfsins, auk hlutdeildar í tekjum af hugsanlegri sölu greiningarprófa. „Þetta samstarf er spennandi áfangi í þróun lyfjaerfðafræðinnar,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Ís- lenskrar erfðagreiningar. „Mark- miðið er að auka skilning okkar á því hver þáttur erfða er í þróun hjartasjúkdóma og lyfjasvörun og að nota slíka þekkingu til að finna þá einstaklinga sem ákveðin með- ferð gagnast best. Lokatakmarkið er að bæta þau meðferðarúrræði sem hjartasjúklingum standa til boða.“ Starfsemi í yfir 60 löndum Lyfjafyrirtækið Pharmacia var stofnað 3. apríl 2000 við samruna Pharmacia & Upjohn og Monsantao, en lyfjafyrirtækið Searle er hluti af hinu síðarnefnda. Pharmacia er með starfsemi í yfir 60 löndum og starfa um 59 þúsund manns hjá fyrirtæk- inu. Höfuðstöðvar þess eru í New Jersey í Bandaríkjunum. Pharmaco hf. er umboðsaðili fyrir vörur Pharmacia hér á landi en helstu flokkar lyfseðilsskyldra lyfja Pharmacia eru lyf við þvagleka, gláku og þunglyndi, verkjalyf, krabbameinslyf og vaxtarhormón. Gengi deCODE á Nasdaq-hluta- bréfamarkaðinum hækkaði um 2,78% í gær og endaði í 9,25 Banda- ríkjadölum á hlut. Íslensk erfðagreining í samstarf við Pharmacia DANSKI lyfjaframleiðandinn Lund- beck hefur stefnt heilbrigðisráð- herra og fjármálaráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins. Dómkröfurn- ar eru að ógilt verði ákvörðun Lyfja- stofnunar um að synja kröfu um aft- urköllun á markaðsleyfi samheitalyfsins Oropram, en lyfið Citalopram er markaðssett undir því heiti á Íslandi, og íslenska lyfjafyr- irtækið Omega Farma framleiðir það. Einnig að íslenska ríkið beri skaðabótaábyrgð vegna ólögmætrar veitingar markaðsleyfisins. Málið var þingfest hjá Héraðs- dómi Reykjavíkur nú í janúar og er stefnan til meðhöndlunar hjá ríkis- lögmanni sem hefur frest fram í febrúar til að skila greinargerð til dómstóla. Lyfjastofnun veitti Omega Farma markaðsleyfi á samheitalyfinu Oro- pram í árslok 2000 en Oropram inni- heldur virka efnið Cítalópram. Lundbeck þróaði frumlyfið Cipramil sem inniheldur virka efnið Cítaló- pram. Samkvæmt upplýsingum frá Lyfjastofnun stóðst Oropram kröfur þeirra reglna sem gilda á Evrópska efnahagssvæðinu vegna skráningar lyfja, m.a. um hreinleika. Á fyrri hluta ársins 2001 gerði Lundbeck kröfu um að Lyfjastofnun afturkall- aði markaðsleyfið og fóru nokkrar bréfaskriftir fram á síðasta ári þess efnis. Lyfjastofnun hafnaði kröfunni og er íslenska ríkinu nú stefnt til að ógilda ákvörðun Lyfjastofnunar. Tekjur af útflutningi rúmir 2 milljarðar í ár Í gær sendi Omega Farma frá sér fréttatilkynningu þar sem fram kem- ur að þunglyndislyfið Citalopram kom á markað í Hollandi á mánudag. Telur Omega Farma að tekjur fé- lagsins af útflutningi á Citalopram muni nema ríflega tveimur milljörð- um króna í ár. Fram kemur í tilkynningunni að íslensk lyfjayfirvöld samþykktu lyfið í lok ársins 2000 og það kom á mark- að hér á landi í byrjun síðasta árs. „Lyfið var skráð í Hollandi í sept- ember síðastliðnum eftir ítarlegt mat hollenskra heilbrigðisyfirvalda. Citalopram er samheitalyf af frum- lyfinu Cipramil sem er eitt mest not- aða þunglyndislyf í heimi. Omega Farma var fyrst allra lyfjafram- leiðslufyrirtækja til að þróa og fá skráð samheitalyf þessa þekkta þunglyndislyfs.“ Omega Farma hóf í lok síðasta árs útflutning á lyfinu til 10 fyrirtækja á meginlandi Evrópu og munu þau hefja markaðssetningu á lyfinu á næstu dögum og vikum. „Forsögu útflutnings Citalopram má rekja til ársins 1997 þegar Omega Farma hóf samstarf við lyfjafyrirtækið Tiefen- bacher í Þýskalandi. Fyrirtækin fengu í sameiningu tímabundinn einkarétt til kaupa á virka lyfjaefn- inu Citalopram frá ítalska fyrirtæk- inu VIS. Til stóð að skrá lyfið í Hol- landi síðla árs 2000 en þá keypti danska lyfjafyrirtækið Lundbeck ítalska fyrirtækið og stöðvaði sölu á virka lyfjaefninu til Omega Farma. Við það tafðist skráning lyfsins í Hollandi um níu mánuði. Omega Farma fékk í kjölfarið annan birgi samþykktan og gat þannig haldið skráningarferlinu áfram. Lyfið Citalopram er framleitt samkvæmt ströngustu gæðakröfum og hefur verið sýnt fram á með óyggjandi hætti að lyfið frá Omega Farma er jafngilt frumlyfinu Cipra- mil með tilliti til hreinleika, innihalds og annarra þátta,“ segir í fréttatil- kynningu frá Omega Farma. Citalopram sett á markað í Hollandi Lundbeck krefst að íslenska ríkið beri skaðabótaábyrgð BÚNAÐARBANKI Íslands hf. hefur samið við JP Morgan Fleming, sem er sjóðastýringarfyrirtæki JP Morg- an Chase & Co. um að Búnaðarbank- inn annist sölu, kynningu og vörslu sjóða fyrirtækisins á Íslandi. Búnaðarbankinn fær með þessu einkarétt á að bjóða sjóði JP Morg- an Fleming hérlendis auk þess að fá aðgang að sérfræðiþekkingu JP Morgan sem spannar öll svið fjár- mála um allan heim, að því er segir í fréttatilkynningu frá bankanum. „JP Morgan Fleming er leiðandi sjóðastýringarfyrirtæki með yfir 600 milljarða dollara til stýringar. Fyrirtækið er með skrifstofur í 38 löndum og var valið besta eigna- stýringarfyrirtæki Bretlands árið 2001 af Bloomberg. JP Morgan Chase & Co. er leið- andi alþjóðleg fjármálasamsteypa sem veitir alhliða fjármálaþjónustu. Eignir fyrirtækisins nema 799 millj- örðum dollara og það rekur starf- semi í 50 löndum en höfuðstöðvar þess eru í New York. JP Morgan Chase & Co. á viðskipti við yfir 99% af 1000 stærstu fyrirtækjum Banda- ríkjanna (Fortune 1000) og þjónar yfir 30 milljónum viðskiptavina um allan heim. Fyrirtækið er myndað úr tveimur þekktum fjármálafyr- irtækjum, Chase Manhattan og JP Morgan & Co. en sameiningu fyr- irtækjanna lauk 31. desember 2000,“ segir í tilkynningunni. Búnaðarbanki Íslands í samstarf við JP Morgan Gary Dugan frá JP Morgan og Sólon R. Sigurðsson, bankastjóri Búnaðarbankans, handsala samstarfssamninginn milli fyrirtækjanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.