Morgunblaðið - 16.01.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.01.2002, Blaðsíða 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 2002 23 Heimsferðir og Félag húseigenda á Spáni hafa nú undirritað samning um sæti til Alicante sumarið 2002 fyrir aðila að Félagi húseigenda á Spáni. Beint flug alla miðvikudaga í sumar tryggja þér þægilega ferð í glæsilegum nýjum þotum og þægilegasta ferðatíma í sólina í sumar. Sala er nú hafin og geta aðilar að Félagi húseigenda á Spáni snúið sér til Heimsferða og bókað sæti nú þegar. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Samningur við Félag húseigenda á Spáni Flugsæti til Alicante frá kr. 27.400 sumarið 2002 Notaðu Atlasávísunina til að lækka ferðakostnaðinn Verð kr. 27.400 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára. Skattar kr. 2.950 fyrir fullorðinn, kr. 2.260 fyrir barn. Atlas ávísanir, kr. 10.000. Verð kr. 33.900 Fargjald fyrir fullorðinn. Skattar kr. 2.950, ekki innifaldir. Verð kr. 25.900 Fargjald fyrir barn. Skattar kr. 2.950, ekki innifaldir. · Afsláttur færist á bókanir þegar ávísanir frá FHS er skilað til Heimsferða. ELDHÚSDAGURINN eða Ekki er allt sem sýnist er leikrit eftir Steingrím Thorsteinsson, æskuverk sem varðveitt er í eiginhandarriti skáldsins á handritadeild Lands- bókasafnsins. Þetta lítt kunna verk þjóðskáldsins er talið skrifað á námsárum þess í Kaupmannahöfn (einhvern tíma á árunum 1850–60) og hefur aldrei verið fært á svið á Íslandi svo vitað sé. Það var vel til fundið hjá Bandamönnum að gefa íslensku leiklistaráhugafólki tæki- færi á að kynnast verkinu og eftir að hafa skemmt mér vel við að hlýða á það í lifandi leiklestri þeirra í Leikhúskjallaranum síðastliðið mánudagskvöld get ég tekið undir með Sveini Einarssyni, Banda- manni, að synd sé að Steingrímur skuli ekki hafa ræktað þetta form bókmenntanna enn frekar. Þetta leikrit er nefnilega ágætis smíð að mörgu leyti. Fléttan er vel gerð og textinn bráðfjörugur og vel stílaður; kjarnmikill og skemmti- lega stuðlaður stíll Steingríms kemst vel í gegn, þrátt fyrir að dönskusletturnar séu allsráðandi – enda verið að gera grín að Íslendingum sem mæra og lofa allt sem danskt er. Aðal- persóna verksins er Baldvinsson faktor (Felix Bergsson) og leikurinn á sér stað í krambúð hans sem stendur niðri við bryggju þar sem danskt kaupskip ligg- ur við lægi og siglir burt í rás leiksins. Unnusta Baldvinssons, Anna (Jakob Þór Ein- arsson), er ekki alls kostar sátt við hlut- skipti sitt og lætur vinnukonuna Gunnu (Þórunn Magn- ea Magnúsdóttir) telja sig á að strjúka með skipinu til Danmerkur í fylgd hins danska Sörensens (Sveinn Einarsson). Meðan strokinu fer fram drekkur Baldvinsson sig fullan í selskap góðra manna: Kammerráðsins (Borgar Garðars- son) og búðarlokunnar Nissen (Stefán Sturla Sigurjónsson). Dag- inn eftir áttar faktorinn sig á því, í miðjum timburmönnunum, að hann hefur verið svikinn í tryggðum og er skömm hans „verri en skaðinn,“ eins og hann kemst að orði, honum finnst sem hann sé „totalt rúiner- aður“. Hann reynir þó að bæta sér skaðann með því að trúlofast í hasti fyrrnefndri vinnukonu, Gunnu, eftir smávegis inngrip af hennar hálfu. Sveinn Einarsson lýsir þessu verki sem klassískri kómedíu og má með réttu segja að í leikritinu koma fyrir ýmis klassísk minni úr kómedíum fyrri tíma, svo sem „the go-be- tween“ eða „hjóna- bandsmiðlarinn“ í líki Gunnu vinnukonu, sem kemur þeim Önnu og Sörensen saman með klækjum og í lævísum tilgangi eins og sann- ast í leikslok. Þá er karlaþrenningin skemmtilega kunnug- leg í fylleríinu; drykkjurausið og raupið allt á sínum stað. Leiklestur þeirra Bandamanna var á léttu nótunum og hin besta skemmtun og tónlist Guðna Franz- sonar jók á fjörið. Guðni sýni einnig góða takta í leiklestrinum. Leik- lestrar sem þessir eru vel til þess fallnir að kynna fyrir leikhúsgestum ýmis verk sem kannski er ekki ástæða til þess að færa fullbúin á svið en gaman er að kynnast engu að síður. Ég hvet leikhúsfólk til að gera meira af slíku og bendi til dæmis á leikritið Víg Kjartans eftir Júlíönu Jónsdóttur sem gefið var út á bókarkorni fyrir jól. Gaman væri að heyra vandaðan leiklestur á því sem og öðrum eldri verkum sem ólíklegt er að eigi eftir að rata aftur á svið í formi fullbúinnar leiksýn- ingar. „Jeg er totalt rúineraður“ LEIKLIST Bandamenn Eftir Steingrím Thorsteinsson. Þátttak- endur í leiklestri: Borgar Garðarsson, Fel- ix Bergsson, Guðni Franzson, Jakob Þór Einarsson, Stefán Sturla Sigurjónsson, Sveinn Einarsson og Þórunn Magnea Magnúsdóttir. Leikstjóri: Sveinn Ein- arsson. Tónlist: Guðni Franzson. Leik- húskjallarinn 14. janúar. ELDHÚSDAGURINN EÐA EKKI ER ALLT SEM SÝNIST Soffía Auður Birgisdóttir Steingrímur Thorsteinsson skráning inn í Sarp, gagnabanka Þjóðminjasafnsins á netinu, og stefnt að því að m.a. fyrstu verkefna á því sviði verði safn úr fórum Árna Ei- ríkssonar, sem var einn af stofnend- um Leikfélags Reykjavíkur og skráning sögulegra leikmuna hjá Leikfélaginu. Með skráningu leik- minja er ætlunin að til verði smám saman rafræn rannsóknamiðstöð í ís- lenskri leiklistarsögu. Framundan er sýningin Laxness og leiklistin sem stefnt er að að opna á afmæli skálds- ins 23 apríl í Þjóðmenningarhúsinu. Sýningin er öðrum þræði hugsuð sem kynning á samtökunum og markmiðum þeirra og hvatning til að hér verði komið upp leikminjasafni.“ Hátt hafinn yfir að stela senunni Þá flutti dr. Jón Viðar Jónsson er- indi um feril Vals Gíslasonar. Um leikarann Val Gíslason segir dr. Jón Viðar m.a. „„Það eru ekki til lítil hlut- verk, aðeins litlir leikarar,“ skrifar Stanislavskí á einum stað, svo að aft- ur sé vitnað til hans. Þetta er ströng mælistika, en fáir íslenskir leikarar hafa staðist hana betur en Valur Gíslason. Hann setti ekki fyrir sig þó að hlutverkin væru framan af lítt áberandi eða „þakklát“, eins og það er stundum kallað; það var einmitt í slíkum hlutverkum sem hann óx og efldist. Þau vinnubrögð breyttust ekki þó að hann hefði unnið fræga sigra, t.d. uppskorið Silfurlampann, verðlaun Félags íslenskra leikdóm- ara, tvisvar sinnum: í fyrra skiptið árið 1955 fyrir hrappinn Harry ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ og Samtök um leikminjasafn minntust þess í gær að hundrað ár voru liðin frá fæðingu Vals Gíslasonar leikara með sér- stakri athöfn í Kristalssal Þjóðleik- hússins. Við það tækifæri opnaði Björn Bjarnason menntamálaráð- herra formlega nýjan vef samtak- anna, www.leikminjasafn.is. Stefán Baldursson þjóðleikhús- stjóri bauð gesti velkomna til athafn- arinnar og minntist Vals Gíslasonar og hins stóra þáttar hans í íslensku leikhúslífi á síðustu öld. Stefán sagði m.a. að Valur hefði verið í hópi fyrstu fastráðinna leikara við Þjóðleikhúsið en hann hafði áður leikið með Leik- félagi Reykjavíkur frá því 1926. „Val- ur átti langan og glæstan feril við Þjóðleikhúsið, hann starfaði hér í tæpa fjóra áratugi, og lék vel á annað hundrað hlutverk og skipaði sér í hóp fremstu og ástsælustu leikara þjóð- arinnar. Ég get ekki látið hjá líða að minnast þess hversu stóran þátt Val- ur Gíslason átti í leikhúsuppeldi mínu og minnar kynslóðar, allt frá fyrstu heimsóknum okkar í Þjóðleikhúsið og fram á fullorðinsár. Valur var þess konar leikari að þótt hann væri að leika verstu illmenni og þrjóta stafaði frá honum slíkri hlýju að ekki var hægt annað en láta sér þykja vænt um þá. Það er okkur heiður að hýsa þessa athöfn í minningu hans í dag,“ sagði Stefán Baldursson. Ólafur J. Engilbertsson, formaður stjórnar Samtaka um leikminjasafn, rakti tilurð samtakanna og helstu markmið þeirra og sagði m.a. „Nú er að hefjast á vegum samtakanna Brock í gamanleiknum Fædd í gær, hið síðara þremur árum síðar fyrir riddaraliðsforingjann í Föður Strind- bergs. Hin smærri hlutverk hans voru oft og tíðum engu síðri en þau stóru; sjálfum er mér hann t.d. minn- isstæður í Gjaldinu eftir Arthur Mill- er þar sem hann lék gamlan gyðinga- skransala. Hann var eins laus við alla stjörnu-komplexa og nokkur leikari getur frekast orðið, hátt hafinn yfir að stela senunni, vaða yfir aðra leik- endur með ómerkilegum en áhrifa- ríkum stælum sem sumir af starfs- bræðrum hans urðu mjög leiknir í, ekki síst á sviðinu í Iðnó. Þvert á móti hafa sumir, sem léku á móti honum ungir að árum, vitnað um það hversu örlátur og gjöfull hann var við þá. Það fékk Kristbjörg Kjeld t.d. að reyna, þegar hún vann fyrsta leiksig- urinn, Önnu Frank, kornung og nán- ast óreynd leikkona árið 1958. Hefur Kristbjörg lýst því á mjög fallegan hátt hversu mikill stuðningur hin hljóðláta en sterka nærvera Vals, sem lék föður Önnu, Otto Frank, var henni í þessari miklu eldraun.“ Merkisdagar og leiklistarsaga Á hinum nýja vef, leikminjasafn.is, er að finna ítarlega ritgerð dr. Jóns Viðars um listamanninn Val Gíslason og samtíð hans, hlutverkaskrá hans og úrval úr umsögnum gagnrýnenda um helstu hlutverk hans. Einnig eru þar myndir af leikaranum í helstu hlutverkum sínum, ásamt skop- myndum eftir Halldór Pétursson teiknara sem lagði um áratugi sér- staka rækt við teikningu slíkra leik- húsmynda. Á vefnum verða margvíslegar upp- lýsingar um starf samtakanna, auk ýmissa skrifa um íslenska leiklistar- sögu. Þar er t.d. nú þegar að finna grein eftir Björn G. Björnsson um sögu leikmyndagerðar í Sjónvarpinu, greinar um íslenska leikmyndlist eft- ir Ólaf J. Engilbertsson, og eru þær byggðar á BA-ritgerð hans við Há- skóla Íslands, og grein um leiklist- arsögu Sjálfstæðishússins við Aust- urvöll eftir Jón Viðar. Hún birtist upphaflega í Lesbók Morgunblaðsins sl. haust. Sérstök ástæða er til að vekja at- hygli á tveimur efnisflokkum, Merk- isdögum og Sögu. Inn í flokkinn Merkisdagar verða settar upplýsing- ar um ýmis merk tímamót í íslenskri leiklistarsögu jafnóðum og þau eiga sér stað. Varð fæðingardagur Vals Gíslasonar einmitt fyrir valinu vegna þess. Jón Viðar bendir á að í næsta mán- uði séu t.d. liðin 140 ár frá frumsýn- ingu Útilegumannanna (Skugga- Sveins eftir Matthías Jochumsson) og í maí verða liðin 90 ár frá frumsýn- ingu Fjalla-Eyvindar eftir Jóhann Sigurjónsson í Kaupmannahöfn. „Við hyggjumst grípa tækifæri sem þessi til að minnast viðburðanna og setja efni um þá inn á vefinn í þátt- inn Merkisdagar. Þegar nýr merk- isdagur rennur upp færist eldra efnið undir þáttinn Leiklistarsaga og þannig mun leiklistarsöguvefurinn smám saman byggjast upp. Auk þess verður ýmsu efni sem til er bætt inn á vefinn eftir því sem tök eru á.“ Jón Viðar segir að samtökin hafi á fyrsta starfsári sínu lagt áherslu á kynningarstarf og jafnframt hafið skráningu og söfnun upplýsinga um leiklistarsögulegar minjar. Þau hafi komið sér upp ágætri skrifstofuað- stöðu og geymslu í húsi Reykjavík- urakademíunnar og geti veitt viðtöku gögnum sem fólk vill forða frá glöt- un. „Okkur hafa þegar borist ýmsar góðar gjafir af margvíslegu tagi og eigum von á miklu fleiru,“ segir Jón Viðar og hvetur alla sem telja sig hafa eitthvað áhugavert undir hönd- um til að hafa samband við samtökin. „Þá má nefna að samtökin gengu í samtök norrænna leikminjasafna, NCTD (Nordisk center for teater- dokumentation) sl. haust, og verður aðalfundur þeirra haldinn hér á landi næsta haust. Umfjöllunarefnið þar verður stafræn miðlun og spurningar um höfundarrétt sem brenna mjög á mönnum um þessar mundir.“ 100 ára fæðingarafmælis Vals Gíslasonar minnst með viðhöfn Vefur um leik- listarsögu form- lega opnaður Morgunblaðið/Golli Leikararnir Bessi Bjarnason og Gunnar Eyjólfsson ásamt Þóru Krist- jánsdóttur listfræðingi. Í baksýn má sjá veggspjald sem Samtök um leik- minjasafn hafa gert til að minnast Merkisdaga íslenskrar leiklistarsögu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.