Morgunblaðið - 16.01.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.01.2002, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. RANNSÓKNASTOFNUNlandbúnaðarins í sam-vinnu við BændasamtökÍslands, Landgræðslu ríkisins og landbúnaðarráðuneytið vinnur að verkefninu Nytjaland – jarðabók Íslands í nánu samstarfi við Landmælingar Íslands, Nátt- úrufræðistofnun Íslands og fleiri. Að staðaldri vinna Sigmar Metú- salemsson, Einar Grétarsson, Fanney Gísladóttir og Björn Traustason að verkefninu en auk þess hafa komið að því sumarfólk, nemendur og ýmsir aðrir. Ólafur Arnalds er framkvæmdastjóri verkefnisins en Sigurgeir Þorgils- son, framkvæmdastjóri Bænda- samtakanna, er formaður stjórnar þess. Brýn þörf Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns var gerð á árunum eftir 1700 en síðan hefur lítið verið gert í þessa veru fyrr en nú og eru því um 300 ár síðan safnað hefur verið saman upplýsingum um jarð- ir á Íslandi með samræmdum hætti. Ólafur Arnalds, náttúrufræðing- ur hjá Rannsóknastofnun landbún- aðarins, segir að lengi hafi legið fyrir að brýn þörf væri á sam- ræmdum gagnagrunni um jarðir á Íslandi. Ástandið hafi verið baga- legt, ekki síst með tilliti til skipu- lagsskyldu í dreifbýli, auk þess sem skortur á slíkum gagnagrunni hafi komið í veg fyrir aðlögun framleiðslu á búfjárafurðum að landkostum, sem hafi verið mark- mið allra ríkisstjórna undanfarna fjóra eða fimm áratugi. „Þjóðfélag- ið gerir mjög ríkar kröfur um upp- lýsingar um land og ekki síst hvað varðar sjálfbæra nýtingu landsins auk þess sem landnot í sveitum verða æ fjölbreyttari sem kallar á nýja sýn og nýja nálgun varðandi landupplýsingar og notkun þeirra miðað við þá fjölbreyttu möguleika sem dreifbýlið hefur,“ segir hann. „Ennfremur er landið allt, þar með talið dreifbýlið, orðið skipulagsskylt.“ Þörfin fyrir þennan gagna- grunn var orðin brýn en Ólafur Arnalds segir að jafnframt hafi legið fyrir að verkið yrði að vinnast hratt og það mátti ekki kosta mikið. Hann segir að á nýliðnum áratug hafi Rann- sóknastofnun landbúnaðarins og Landgræðsla ríkisins unnið að því að kortleggja jarðvegsrof á öllu landinu en þá hafi byggst upp tækni sem hafi gert vinnu við gagnagrunninn mögulega. Í kjöl- farið hafi verið ákveðið að ráðast í umrætt verkefni sem rökrétt fram- hald og hafi verið stefnt að því að það tæki 8 til 10 ár. Hafist var handa um mitt ár 1999 með skipu- lags- og undirbúningsvinnu og öfl- un gagna. Árið 2000 hafi verið gerður samningur milli ríkisvalds- ins og sauðfjárbænda þar sem gert hafi verið ráð fyrir að hluti bein- greiðslna til bænda væri bundinn svonefndri gæðastýringu. Þá hafi verið afar mikilvægt að landnýt- ingin yrði hluti þeirrar gæðastýr- ingar, þ.e. að framleiðslan fari ekki fram á þann hátt að ekki yrði gengið á landsins gæði og að fram- leiðslan fari ekki fram á landi sem óæskilegt er talið að nýta til beitar. Vegna samningsins hefði orðið að vinna verkið mun hraðar en áætlað hafði verið í byrjun en á næsta ári verða allar upplýsingar um sauð- fjárjarðir landsins að liggja fyrir. Flokkar og jarðamörk Við vinnuna er notuð nútíma upplýsingatækni, bandarískar gervihnattamyndir – Landsat 7 – með upplausninni 1:20.000 þegar best lætur ásamt upplýsingum frá Landmælingum Íslands. Landið er síðan flokkað í 10 flokka og byggj- ast flokkarnir á því að greining með þessari tækni sé möguleg auk þess sem flokkarnir eiga að end- urspegla framleiðslugetu landsins, þ.e. hafa tilvísun til beitarinnar. Flokkunin fer fram í tölvu og er sjálfvirk sem slík en að baki liggur mjög mikil upplýsingaöflun, sem tölvan vinnur úr. Elstu gervi- hnattamyndirnar eru frá 1999 og sýnir hver mynd um 36.000 ferkíló- metra svæði. Ólafur Arnalds segir að nú séu myndir tiltækar fyrir nánast allt landið og vinnunni við flokkunina miði mjög vel áfram. Auk flokkunarinnar þarf að ná inn upplýsingum um jarðamörk á Íslandi og eru öll tiltæk ráð notuð til þess, að sögn Ólafs Arnalds. Sumt hafi legið fyrir, m.a. í gagna- grunni RALA og Nátt- úrufræðistofnunar Ís- lands og annað hafi verið til hjá sveitar- félögum, Skipulags- stofnun og víðar, en auk þess hafi vinnuhópurinn farið út í mjög mark- vissa upplýsingaöflun um landa- mörkin. Jarðamörkin hafa verið skráð inn á gervihnattamyndir af bændum í góðu samstarfi við sveit- arstjórnir á viðkomandi svæðum. „Með þessum hætti höfum við náð inn mörkum á yfir 3.000 bújörðum af um 5.000 jörðum og hefur þessi upplýsingaöflun gengið m en menn þorðu að vona í Hann segir ennfremur a hópurinn hafi aðgang að öðrum upplýsingum. Í þ bandi nefnir hann landslag beit, jarðvegsrof og ýms upplýsingar. „Gagnagr verður því ansi stór og út er hægt að prenta kort s einstakar jarðir eða sve ásamt gróðurflokkum.“ Mikið notagildi Allar upplýsingar um hv eða landsvæði verða ge gengilegar. Notagildi grunnsins er margþætt. Í fyrsta lagi segir Óla alds að um sé að ræða m ilvæg gögn fyrir sveitarfé þegar séu sveitarfélög fari með gerð skipulags þar s gögn verði notuð að hluta. Í öðru lagi bjóði gagna Rannsóknastofnun landbúnaða Gagnagrunn ur vel á veg kominn Starfsmenn hjá Rannsóknastofnun land- búnaðarins hafa unnið að landnytjakorti yf- ir allar jarðar landsins, rafrænni jarðabók, og er gagnagrunnurinn vel á veg kominn. Steinþór Guðbjartsson ræddi við Ólaf Arn- alds, framkvæmdastjóra verkefnisins, en reglur um gæðastýringuna í sauðfjárrækt verða lagðar fyrir Alþingi innan skamms og styðjast þær við þennan grunn. Yfirlitsmynd úr gagnag ein Vinnuhópurinn á Rann Bjarki Kjartansson, Óla arsson, Björn T Um 300 ár frá Jarðabók Árna Magn- ússonar og Páls Vídalíns SÚR VÍNBER FYRIR NEYTENDUR Hækkun vísitölu neysluverðs um0,9% á milli desember og janúarer talsvert meiri hækkun en spáð hafði verið af markaðsaðilum. Er vísital- an nú 221,5 stig en í samkomulagi sem að- ilar vinnumarkaðarins gerðu með sér í síðasta mánuði eru 222,5 stig sett sem verðbólgumarkmið í maí. Ef hún verður hærri eru launaliðir kjarasamninga upp- segjanlegir með þriggja mánaða fyrir- vara. Þessi mikla hækkun nú veldur von- brigðum og skapar hættu á að samkomu- lagið haldi ekki. Jafnframt dregur þetta úr væntingum um að Seðlabankinn lækki vexti á næstunni. Þegar Hagstofa Íslands greindi frá hækkuninni á mánudag var fjármála- markaðurinn fljótur að sýna viðbrögð. Gengi krónunnar lækkaði talsvert eftir að hafa hækkað undanfarnar vikur. Mikil velta var á skuldabréfamarkaði og hækk- aði verðbólguálag ríkisskuldabréfa. Aðilar vinnumarkaðarins og stjórn- völd hafa lýst vonbrigðum sínum með þessa miklu hækkun vísitölunnar nú en jafnframt bent á að hún hafi yfirleitt allt- af hækkað á milli þessara mánaða þó svo að hækkunin sé að jafnaði ekki jafnmikil og nú. Því sé ekki hægt að draga neinar ályktanir af henni um þróunina næstu mánuði. Ríkisstjórn Íslands ræddi hækkun vísitölu neysluverðs á fundi sínum í gær og hefur verið skipuð nefnd þriggja ráðu- neytisstjóra sem ætlað er að fara ofan í hækkunina. Þá sérstaklega það sem snýr að hinu opinbera en eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær valda hækkanir, bæði hjá ríki og sveitarfélögunum, tæp- um 0,3% prósentustigum en verðhækk- anir á lyfjum og gjöld á heilsugæslu hækkuðu vísitöluna um 0,21 prósentustig og fasteignagjöld um 0,08% prósentustig. Geir H. Haarde fjármálaráðherra seg- ir ekki tímabært að segja til um hvort til greina komi að grípa til einhverra sér- stakra aðgerða vegna hækkunarinnar en á blaðamannafundi í gær mótmælti fjár- málaráðherra því að opinberar hækkanir væru hátt hlutfall af vísitöluhækkuninni og taldi að ekki væri að vænta mikilla hækkana á opinberum gjöldum á næst- unni. Hækkun vísitölunnar nú skýrist að miklu leyti af hærra matvöruverði og að innflutt matvara hefur hækkað umfram lækkun krónunnar. Fjármálaráðherra segir margt ein- kennilegt vera í tölum sem liggja að baki hækkun vísitölunnar. Til að mynda vegi verðhækkun á vínberjum nánast upp á móti lækkun bensínverðs. Óhætt er að taka undir þessi orð fjármálaráðherra. Að vínber skuli hafa jafnmikil áhrif á verðtryggðar skuldir landsmanna og raun ber vitni er saga til næsta bæjar. Það má því ætla að vínberin séu súr í munni neytenda nú. Í þessu sambandi má minna á að í júlímánuði í fyrra hafði hækkun á verði lottóraðar þau áhrif að verðtryggðar skuldir landsmanna jukust um tæplega 900 milljónir króna. Í desem- ber var stigið skref í þá átt að leiðrétta vísitöluna með leiðréttingu á verslunar- vogum og dagvöruliðum hennar. Hafði sú leiðrétting þau áhrif að vísitalan lækkaði um 0,27%. Hækkun vísitölu neysluverðs nú vekur ugg en vonandi verður þessari þróun snú- ið við. Til þess að svo verði þurfa aðilar vinnumarkaðarins ásamt stjórnvöldum og Seðlabanka að taka saman höndum og tryggja að samkomulag þessara aðila frá síðasta ári haldi. Það tekst ekki nema með samstilltu átaki allra sem hlut eiga að máli. TEKJUSKIPTING Á ÍSLANDI Hagfræðistofnun Háskóla Íslandskynnti á mánudag skýrslu um tekjuskiptingu á Íslandi, þróun og áhrifa- valda. Þar kemur fram að þrátt fyrir efna- hagsuppsveiflu hefur ójöfnuður aukist á Íslandi. Hins vegar er jöfnuður á Íslandi með því mesta sem gerist og mælist að- eins meiri í Slóvakíu af þeim ríkjum, sem borin eru saman í skýrslunni. Í skýrslunni segir að ef litið sé til lands- ins í heild ákvarðist breytingar í dreifingu atvinnutekna að verulegu leyti af þróun efnahagsmála. Tekjulágir njóti góðs af uppsveiflum og meðan þær standi yfir dragi yfirleitt úr ójöfnuði en í samdrætti aukist ójöfnuður. Ójöfnuður hafi aukist þegar samdráttur hafi gengið yfir á ár- unum 1988 til 1994 og reyndar haldið áfram að aukast lítillega eftir 1995. Þetta rekja skýrsluhöfundar til þess að þær miklu kerfisbreytingar sem gerðar voru árið 1989 hafi aukið ójöfnuð varanlega á Íslandi. Íslenskt samfélag er fámennt og með afgerandi ójöfnuði stefndi í óefni í því ná- vígi sem hér ríkir. Munurinn á fátækum og ríkum var mikill á Íslandi í upphafi 20. aldarinnar, en smátt og smátt varð breyting á. Senni- lega hefur aldrei verið jafnlítill efnamun- ur milli fólks og á viðreisnarárunum 1959–1971. Óðaverðbólgan, sem hófst með vinstri stjórninni 1971–1974, veitti ákveðnum hópum og kynslóðum einstakt tækifæri til að koma ár sinni vel fyrir borð. Efnamunur jókst á ný í tíð vinstri stjórnarinnar. Verðtrygging allra fjár- hagslegra skuldbindinga, bæði innlána og útlána, styrkti enn stöðu þeirra sem höfðu hagnast á óðaverðbólgunni. Gífur- legur hagnaður fámenns hóps í skjóli kvótakerfisins jók enn á efnamun. Jafn- framt er ljóst að margir högnuðust vel á fyrstu árum virks hlutabréfamarkaðar. Það er vissulega fagnaðarefni að jöfn- uður hér á landi sé meiri en víðast hvar annars staðar, ekki síst vegna þess að hér er ekki um að ræða jöfnuð í fátækt heldur velmegun. Í skýrslunni segir að ójöfnuður hafi minnkað úti á landi frá miðjum tíunda áratugnum en aukist á höfuðborgarsvæð- inu og meðallaun þar hafi vaxið mun hrað- ar en annars staðar á landinu. Athygli vekur að í Vík í Mýrdal, þar sem ríkir mestur jöfnuður, fara saman lágar með- altekjur, mikill brottflutningur fólks á síðasta áratug og mikill jöfnuður tekna. Fram kemur í skýrslunni að mun meiri líkur eru á að karlar hreyfist upp tekju- stigann en konur og sömuleiðis eru karlar líklegri til að halda sig í efsta tekjuþrep- inu en konur. Konur eru hins vegar lík- legri til að sitja fastar í lægsta tekjuþrep- inu. Alvarlegasta segja skýrsluhöfundar vera hina svokölluðu fátæktargildru, sem ákveðnir hópar hafi lent í vegna hárrar jaðarskattlagningar sem hafi útilokað efnahagslegan hreyfanleika og dregið úr sjálfsbjargarviðleitni fólks. Þjóðfélagið hlýtur að byggjast á því að hver einstak- lingur leggi sitt af mörkum fremur en að draga úr honum. Því er ljóst að það þarf að skoða betur það kerfi sem letur ákveðna hópa fremur en að hvetja þá til dáða. Um leið þarf að hafa hugfast að hið fámenna íslenska þjóðfélag hvorki þolir né sættir sig við að misskipting keyri úr hófi fram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.