Morgunblaðið - 16.01.2002, Blaðsíða 18
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
18 MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
FLEST bendir til þess, að mati Bún-
aðarbankans – Verðbréfa, að lítið
slakni á því spennuástandi sem ein-
kennt hefur efnahagslífið undanfarin
ár. Þrátt fyrir að vöruskipti við út-
lönd séu að komast í jafnvægi er
áfram mikill viðskiptahalli vegna
vaxtagreiðslna til útlanda og óvíst er
að skilyrði skapist til umtalsverðra
vaxtalækkana. Þetta kom fram í er-
indi Yngva Arnar Kristinssonar,
framkvæmdastjóra Búnaðarbankans
– Verðbréfa, á ráðstefnu bankans um
hagsveiflur og langtímafjárfestingar
þar sem Yngvi Örn fjallaði um stöðu
og horfur í íslensku efnahagslífi.
Sagði Yngvi Örn jafnframt sam-
setningu efnahagsstefnunnar ranga,
þar sem of mikil áhersla væri lögð á
peningastefnuna á meðan aðhaldi í
ríkisfjármálum væri ábótavant.
Þannig væri í raun verið að reyna að
ná tveimur markmiðum í efnahags-
málum, verðbólgu og viðskiptahalla,
með einu verkfæri, vöxtum, þegar
þörf væri á því að beita öðru verkfæri
til, ríkisfjármálunum.
Ekki horfur á veikingu krónu
Yngvi Örn dró upp mynd af stöðu
hagkerfisins og benti á að þrátt fyrir
að dregið hefði úr virðisaukaveltu
væri enn um veltuaukningu að ræða
og þó svo að hægt hefði á vexti út-
lána, væri vöxturinn um 20%, en tæp
8% ef frá eru dregin bein áhrif af
veikingu krónunnar. Þá sé viðskipta-
hallinn enn verulegur þó svo að hann
hafi minnkað nokkuð.
Gengi krónunnar sagði hann hafa
fallið of mikið á haustmánuðum, m.a.
vegna óvissu um stjórn efnahags-
mála, og þrátt fyrir nokkra styrkingu
seinnihluta desember og byrjun jan-
úar væri það mat Búnaðarbankans –
Verðbréfa að ekki séu horfur á veik-
ingu í bráð.
Yngvi Örn benti jafnframt á að
samsetning viðskiptahallans hefði
gjörbreyst. „Vöru- og þjónustuvið-
skipti námu 70% af hallanum árið
2000 en þáttatekjur, sem aðallega
samanstanda af vaxtagreiðslum til
útlanda, munu væntanlega skýra
stærstan hluta hallans á næsta ári.
Slík samsetning viðskiptahalla er
mun þrálátari,“ sagði hann.
Draga þarf úr spennu
„Hagkerfið hefur yfirhitnað und-
anfarin misseri. Framleiðsla hefur
verið umfram framleiðslugetu og það
hefur verið umframeftirspurn á
vöru-, vinnu- og fjármagnsmarkaði.
Afleiðingarnar hafa verið vaxandi
verðbólga, launaþrýstingur, við-
skiptahalli og hækkandi vextir á
verðbréfa- og lánamarkaði. Til að
jafnvægi náist þarf að draga úr
spennu.“
Yngvi Örn sagði þá óvenjulegu
stöðu hafa skapast að raungengi
krónunnar hefði farið í sögulegt lág-
mark á meðan kaupmáttur hefði far-
ið í sögulegt hámark en venjulega
hefði lækkun raungengis leitt til um-
talsverðar lækkunar kaupmáttar. Í
þessari stöðu væru skilyrði útflutn-
ings- og samkeppnisgreina hagstæð
enda sköpuðust jafnan tækifæri þar
þegar raungengi er lágt og sagði
hann þetta geta örvað hagvöxt á
árinu. Á hinn bóginn væru skilyrði
erfiðari í dreifingu og öðrum atvinnu-
greinum þar sem stunduð er sala á
innlendum markaði.
Grunn og skammvinn lægð
Um horfurnar í efnahagsmálum á
árinu segir hann að nýjustu vísbend-
ingar séu jákvæðar og skilyrði til
hagvaxtar séu að sumu leyti góð.
„Kannanir á væntingum benda til
vaxandi bjartsýni, spár Íbúðalána-
sjóðs benda ekki til samdráttar í fast-
eignaviðskiptum á þessu ári og nýleg
könnun Vinnumálastofnunar bendir
til að atvinnurekendur telji að verk-
efni á þessu ári verði ekki minni en í
fyrra. Jafnframt bendir nýleg könn-
un Samtaka atvinnulífsins til þess að
atvinnurekendur vilji aðeins fækka
starfsmönnum um 0,5%,“ sagði
Yngvi Örn og bætti við að hugsan-
lega yrði samdráttur landsfram-
leiðslu minni en reiknað hafði verið
með. „Lægð hagsveiflunnar virðist
því ætla að verða grunn og skamm-
vinn.“
Ekki svigrúm til vaxtalækkana
Yngvi gerði í þessu sambandi að-
hald í ríkisfjármálum að umtalsefni.
Ekki væri um að ræða aukið aðhald
og svo virtist sem afgangurinn yrði
minni ef eitthvað væri. Svigrúm til
lækkunar stýrivaxta á þessu ári sagði
hann háð því hversu mikið og hvort
drægi úr spennu í hagkerfinu en þeg-
ar saman væri tekinn grunnur botn
hagsveiflunnar og skortur á frekara
aðhaldi í ríkisfjármálum virtist ekki
mikið svigrúm til vaxtalækkana.
Hann sagði peningastefnuna að-
haldssama en að gengislækkun hefði
veikt aðhaldið og svo virtist sem
meiri slaki yrði í peningastefnunni en
í fyrra. Stýrivaxtalækkanir á síðasta
ári hefðu sennilega verið of snemma
á ferðinni enda hefði krónan veikst í
kjölfar þeirra beggja.
„Þrátt fyrir umbætur í efnahags-
málum er hagkerfið enn tiltölulega
óstöðugt í samanburði við hagkerfi
annarra iðnríkja. Miklar sveiflur
verða í kaupmætti, einkaneyslu,
raungengi og viðskiptajöfnuði. Þess-
ar sveiflur eru það miklar að erfitt
virðist að hemja þær með peninga-
málaaðgerðum einum saman.
Ekki virðist vera nægjanlegur
sveigjanleiki í ríkisfjármálum til að
ná stöðugleika og hemja þessar
sveiflur,“ sagði Yngvi Örn og hvatti
til þess að kannað yrði til hlítar hvað
veldur þessum sveiflum enda væri
mikilvægt að gera hagkerfið stöð-
ugra.
Búnaðarbankinn – Verðbréf segir aðhaldi í ríkisfjármálum ábótavant
Óvíst að skilyrði skapist til
umtalsverðra vaxtalækkana
Að mati framkvæmdastjóra Búnað-
arbankans – Verðbréfa er samsetn-
ing efnahagsstefnunnar röng.
Hagnaður tvöfaldast
!
" # $ %&' () ( ()*+, - .- / 0
!
!
"
!
!
"
!"
!"
#""
##
#
!
##$
!
#"#
#"!
"
#
$
#
#
##
!
#
$$
!
##
###
$
#
$
##$
$
!
#"#
###$
!
$!
#
!
"$
"
!$
$#
!
"!
"
"#
!"
!$
!
"
"
#!
#
!
!!
!
$
#
$
!#
#
#
"
$
!$"
$
$!#
!
$
"
$
$
"
#"
"#!
$
!$
$
##
!
!"#
"!"
"
"
$
!!
$
$
"$
$#
!
$
""
!
!$
1222
!
HAGNAÐUR þeirra félaga sem
mynda Úrvalsvísitölu Verðbréfa-
þings eykst um 117% milli áranna
2000 og 2001 ef spár fjármálafyr-
irtækja um hagnað ársins í fyrra
ganga eftir. Rétt er að taka fram að
í þessum samanburði er Össur ekki
með, þar sem fyrirtækið var með af-
ar mikla óreglulega afskrift á árinu
2000. Annað sem máli skiptir er að
lækkun tekjuskatts fyrirtækja úr
30% í 18% um síðustu áramót lækk-
ar tekjuskattsskuldbindingu fyrir-
tækja og hefur þannig jákvæð áhrif
á afkomuna. Þau fyrirtæki sem hafa
fært tekjuskattinn til eignar verða
hins vegar fyrir neikvæðum áhrif-
um, en þessi jákvæðu og neikvæðu
áhrif af völdum tekjuskattsbreyt-
islækkun krónunnar. Gengislækk-
unin leiddi til aukinna
fjármagnsgjalda vegna hækkunar
erlendra lána, en á móti kom að fyr-
irtæki í útflutningi fengu fleiri krón-
ur fyrir framleiðslu sína og bætti
það afkomu þeirra.
Ytri þættir, svo sem gengi krón-
unnar, eru áfram taldir munu hafa
mikið að segja um afkomu fyrir-
tækja, en um þá ríkir óvissa eins og
jafnan. Almennt virðist þó bjartsýni
ríkja meðal fjármálafyrirtækja um
afkomu félaga á hlutabréfamarkaði
á yfirstandandi ári. Því veldur meðal
annars að talið er að hagræðing-
araðgerðir sem fyrirtæki réðust í á
síðasta ári muni halda áfram og
skila árangri á yfirstandandi ári.
alger umskipti í rekstri. Eimskipa-
félagið fer úr rúmlega hálfs millj-
arðs króna hagnaði árið 2000 í rúm-
lega ellefu hundruð milljóna króna
tap í fyrra, ef marka má spárnar.
Umskiptin eru jákvæð hjá hinu fé-
laginu, SÍF, en þar snýst tæplega
eins milljarðs króna tap árið 2000 í
tæplega hálfs milljarðs króna hagn-
að í fyrra. Mest aukning hagnaðar
verður þó hjá Íslandsbanka, en
hann eykur hagnað sinn um 2.248
milljónir króna milli ára samkvæmt
spánum.
Lækkun krónunnar
einkennir nýliðið ár
Það sem einkennir afkomu fyr-
irtækja í fyrra einna helst er geng-
ingarinnar verða aðeins einu sinni.
Í meðfylgjandi töflu má sjá spár
fjögurra fjármálafyrirtækja um af-
komu ársins í fyrra, annars vegar
fyrir afskriftir (EBITDA) og hins
vegar niðurstöðutöluna sjálfa. Spáin
er í raun spá fyrir síðasta fjórðung
ársins, þar sem öll þessi 15 fyrirtæki
skiluðu níu mánaða uppgjöri, en þó
má sjá að spá fjármálafyrirtækj-
anna um afkomu er í sumum til-
vikum nokkuð ólík. Mestur er mun-
urinn í tilviki Samherja hf., þar sem
hæsta spá er rúmlega tvöföld sú
lægsta. Sáralítill munur er hins veg-
ar á spánum fyrir Delta, Össur og
nokkur önnur fyrirtæki.
Ef litið er fram hjá Össuri, skera
tvö fyrirtæki sig úr að því er varðar
Heima-
menn leysa
sláturhús-
in til sín
Á FUNDI með almennum lánar-
drottnum Kjötumboðsins hf (áður
Goða) í gær var fyrirliggjandi nauða-
samningsfrumvarp félagsins, eins og
því hafði verið breytt fyrir fundinn,
samþykkt. Að sögn Björns Elísonar,
stjórnarformanns félagsins, á nú að-
eins eftir að fá staðfestingu Héraðs-
dóms á nauðasamningnum. Kröfur-
hafar fá greitt 53% af kröfum sínum
og þá er frágengið að heimamenn á
hverjum stað kaupi sláturhús Kjöt-
umboðsins og yfirtaki þær veðskuldir
sem á þeim hvíla, þ.e. sláturhúsið og
kjötvinnslan í Borgarnesi og slátur-
húsið í Búðardal. Kaupfélag Héraðs-
búa kaupir sláturhúsin á Fossvöllum,
Egilsstöðum og Breiðdalsvík og
Kaupfélag Austur-Skaftfellinga tekur
yfir sláturhúsið á Höfn í Hornafirði.
Er þess vænst að gengið verði frá
þessum ráðstöfunum fyrir næstu
mánaðamót.
Aðspurður segist Björn telja að
ásættanlegt verð hafi fengist fyrir
húsin, ekki síst í ljósi þess að það
mögulegir kaupendur hafi ekki verið
margir. „Ég geri ráð fyrir að fyrst
þessir aðilar eru að leysa húsin til sín
þá ætli þeir að slátra í þeim en ég get
auðvitað ekki fullyrt neitt um það.“
Losað um allar
eignir Kjötumboðsins
„Við skiljum engar eignir eftir í
búinu og félagið verður leyst upp. Við
erum búnir að losa okkur við fasteign-
irnar og veðskuldirnar með og þá
standa eiginlega bara eftir kröfur og
birgðir eftir auk peninga sem við eig-
um og það gengur allt til skiptanna.
Við lofuðum að greiða 53% krafna,
þar af um það bil 30% með peningum
og 23% með hlutabréfum í Norð-
lenska. En í loforði okkar er einnig
tekið fram að allt sem kemur umfram
þessi 53% munganga áfram til kröfu-
hafanna og við vonum að hlutfallið
verði eitthvað hærra en 53% þegar
upp er staðið. Þá fá allir kröfuhafar
sem eiga 75 þúsund eða minna úti-
standandi hjá okkur sínar kröfur
greiddar að fullu en þeir sem eiga
meira fá sem sagt 53% krafna sinna.“
Björn segist álíta að þetta sé mjög
ásættanleg niðurstaða: „menn eru
fegnir að geta lokið þessu máli og ég
held að það sé gert í nokkuð mikilli
sátt við alla aðila sem að því koma
miðað við allt sem á undan er gengið.“
Nauðasamningur
Kjötumboðsins
samþykktur
VERÐBRÉFAÞING Íslands mun
ekkert aðhafast vegna kaupa tíu
stjórnenda Kaupþings hf. á hlutabréf-
um í fyrirtækinu fyrir um 480 millj-
ónir króna tæpum þremur vikum áð-
ur en tilkynnt var um viljayfirlýsingu
um kaup fyrirtækisins á sænska verð-
bréfafyrirtækinu Aragon.
Helena Hilmarsdóttir, starfandi
framkvæmdastjóri Verðbréfaþings,
segir að VÞÍ hafi fengið svör frá
Kaupþingi sem sýni að umræddar
ákvarðanir skarist ekki. Hún segir að
samkvæmt svörum Kaupþings hafi
ákvörðun um hlutabréfakaup innherj-
anna verið tekin áður en ákvörðun um
viljayfirlýsinguna um kaup á Aragon
hafi komið til. Innherjaviðskiptin hafi
samkvæmt því ekki farið fram á
grundvelli trúnaðarupplýsinga í
tengslum við viljayfirlýsinguna.
Innherjaviðskipti
hjá Kaupþingi
VÞÍ mun
ekkert
aðhafast
♦ ♦ ♦