Morgunblaðið - 16.01.2002, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 2002 49
Kvikmyndir.com
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.20.
Vit 319
Rafmögnuð
spennumynd
þar sem allt
er lagt undir
Sýnd kl. 3.50, 5.50, 8 og 10.15. B. i. 16. Vit 329
Sýnd kl. 3.50.
Íslenskt tal. Vit 320
1/2
Kvikmyndir.is
1/2
Kvikmyndir.com
strik.is
1/2
Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 6. Ísl. tal. Vit 325
Sýnd kl. 10 E. tal. Vit 307
Sýnd kl. 6 og 8.
Enskt tal. Vit 321
Sýnd kl. 10.15. B. i. 16. Vit 324
Kvikmyndir.com
DV
1/2
Kvikmyndir.is
KEVIN SPACEY JEFF BRIDGES
1/2
Kvikmyndir.is
„Leikararnir standa sig
einstaklega vel, ekki
aðeins stórleikararnir
Spacey og hinn óviðjafn-
anlegi Bridges, heldur er
valið af slíkri kostgæfni
í hvert og einasta
aukahlutverk, að minnir
á Gaushreiðrið.“
SV MBL
Rafmögnuð
spennumynd
þar sem allt
er lagt undir
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.15. B. i. 16. Vit 329
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. Vit 327 Sýnd kl. 6.
1/2
Mbl
ÓHT Rás 2
DV
Sýnd kl. 10. B. i. 14
Hverfisgötu 551 9000
SV Mbl
MOULIN
ROUGE!
Hausverkur
Sýnd kl. 8 og 10.30.
Sýnd kl. 6 og 8.
„Sterk, skemmtileg
og tímabær“ SJ
Yndisleg rómantísk gamanmynd í anda Sleepless in
Seattle. John Cusack (Americas Sweetheart´s) og Kate
Beckinsale (Pearl Harbor) hafa aldrei verið betri.
Örlög með kímnigáfu...
Getur einu sinni á ævinni gerst tvisvar?
l ...
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
Drepfyndin mynd um
vináttu, stinningarvandamál
og aðrar bráðskemmtilegar
uppákomur! Framlag Svía til
Óskarsverðlauna.
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.
Stórverslun á netinu www.skifan.is
Opið
17. – 18. janúar kl. 14:00–20:00
19. – 20. janúar kl. 10:00–20:00
Velkomin á vörusýninguna Kínverskir dagar í Laugardals-
höll. Tólf kínversk fyrirtæki kynna hágæða iðnaðarvöru.
Forsvarsmenn fyrirtækjanna eru til viðtals á staðnum.
Sýningin er opin almenningi.
Heimilistæki Ferðaþjónusta Kínverskur bjór
Iðnaðarvörur Listiðnaður Fatnaður
Gjafavörur Verkfæri Kínverskir listmunir
Smíði fiskiskipa Viðhald fiskiskipa Veiðarfæri
Aðgangur 500 krónur fyrir 12 ára og eldri.
Aðgöngumiði gildir sem happdrættismiði.
Aðalvinningur er ferð fyrir tvo til Kína.
Skipulagt af China Council for the Promotion of International Trade og China
Chamber of International Commerce. Samstarfsaðilar: Íslensk – kínverska
viðskiptaráðið, Kínversk – íslenska menningarfélagið, Viðskiptaþjónusta
utanríkisráðuneytisins og Útflutningsráð Íslands.
Kínverskir dagar
í Laugardalshöll 17. – 20. janúar
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
0
3
8
6
0
SUNDANCE-kvikmyndahátíðin
hófst í Salt Lake City í Bandaríkj-
unum á fimmtudagskvöld með frum-
sýningu myndarinnar The Laramie
Project, mynd sem aðstandendur há-
tíðarinnar segja að endurspegli sam-
félagslega vakningu sem hafi átt sér
stað meðal óháðra kvikmyndagerð-
armanna í Bandaríkjunum.
Sundance, sem hefur unnið sér
sess sem helsta óháða kvikmyndahá-
tíð Bandaríkjanna, er nú haldin í
tuttugasta skipti.
Leikarinn og leikstjórinn Robert
Redford, sem er einn af aðstandend-
um hátíðarinnar, sagði við setning-
arathöfnina að sér virtust Banda-
ríkjamenn vera í leit að nýrri
skynjun og nýrri samfélagsvitund
eftir hryðjuverkaárásirnar 11. sept-
ember og að hann teldi að óháðar
kvikmyndir veittu þeim tækifæri til
að grafa dýpra í sjálfskoðun sinni.
Redford tilkynnti síðan á sunnu-
dag að stofnaður hafi verið heimild-
armyndasjóður sem ætlað er að geti
styrkt um 50 heimildarmyndir ár-
lega. Athafnarmaðurinn George Sor-
os hefur þegar veitt ríflega 460 millj-
ónir til verkefnisins og mun sjóð-
urinn fyrir vikið bera nafn hans,
Soros’ Documentary Fund. Jafn-
framt verður sett í gang ný heimild-
armyndasjónvarpsstöð sem verður
systurstöð Sundance-stöðvarinnar
sem hóf göngu sína 1996 og leggur
höfuðáherslu á að sýna litlar og sjálf-
stæðar kvikmyndir.
Sundance-
hátíðin
hafin
AP
Robert Redford hefur löngum
verið annt um grasrótina í
bandarískri kvikmyndagerð.
EUROVISIONS er heitið á kvik-
myndahátíð sem hleypt var af
stokkunum síðastliðinn fimmtudag.
Aðstandendur hátíðarinnar eru
stjórnendur breska ljósmynda- og
kvikmyndasafnsins í Bradford (The
National Museum of Photography,
Film and Television). Eurovisions
er eins og nafnið bendir til evrópsk
kvikmyndahátíð þar sem Evrópu-
löndin fá tækifæri á að kynna sína
kvikmyndagerð. Hátíðin er sérstök
að því leyti að hún mun taka um sjö
ár og á um það bil þriggja mánaða
fresti verða sýndar myndir frá við-
komandi landi, allt til ársins 2008. Í
Bradford hafa menn hugsað sér að
þessi kvikmyndahátíð verði til þess
að vekja athygli á borginni sem
stefnir að því að verða útnefnd sem
ein af menningarborgum Evrópu
2008 og vonast þeir til að Eurovis-
ions-hátíðin styrki umsókn þeirra.
Eurovisions-hátíðin hefst á sýn-
ingum á nýjum íslenskum kvik-
myndum, bæði í London og Brad-
ford.
Við opnun hátíðarinnar var kvik-
mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar,
Englar alheimsins sýnd í Cine Lum-
iere, kvikmyndahúsi Institut
Français í South Kensington í Lond-
on. Forseti Íslands, herra Ólafur
Ragnar Grímsson, setti hátíðina
formlega og í ræðu sinni þakkaði
hann þann mikla heiður sem ís-
lenskri kvikmyndagerð væri sýndur
um leið og hann hrósaði íslenskum
kvikmyndagerðarmönnum fyrir
listrænt hugrekki. Þakkaði hann
þeim fyrir að að búa til kvikmyndir
sem væru innihaldsríkari en margt
það sem streymdi frá Hollywood. Í
kjölfar forsetans tóku aðstand-
endur myndarinnar; Friðrik Þór
Friðriksson, Ingvar E. Sigurðsson
og framkvæmdastjóri kvikmynda-
sjóðs, Þorfinnur Ómarsson, sig til
og héldu hver fyrir sig stutta tölu.
Philip Bergson er fram-
kvæmdastjóri og aðstandandi Euro-
visions-hátíðarinnar. Hann sagðist
hafa valið Ísland vegna þess að und-
anfarin ár hefði hann séð margar
góðar íslenskar kvikmyndir á al-
þjóðlegum kvikmyndahátíðum þar
sem hann er oft í dómnefndum og til
dæmis hefði hann veitt kvikmynd-
inni 101 Reykjavík verðlaun gagn-
rýnenda á kvikmyndahátíð í Þessa-
lóniku. „Ísland er í tísku og íslensk
kvikmyndagerð er áhugaverðari en
margt það sem kemur frá stærri og
ráðsettari löndum í Evrópu,“ sagði
Philip og var sérstaklega ánægður
með að geta kynnt íslenska kvik-
myndagerð á Bretlandi og vonaðist
til að það yrði til þess að breskir
kvikmyndagerðarmenn tækju eftir
því sem væri að gerast í hinu kalda
norðri. „Í löndum eins og Bretlandi
og Þýskalandi er of mikið framleitt
af einnota glæpamyndum sem hafa
ekkert að segja. Það er mikill heið-
ur fyrir okkur að fá forseta Íslands
til að opna hátíðina og nú þarf ég
bara að leggja höfuðið í bleyti og
hugsa upp ráð til að fá Tony Blair
og Jaques Chirac til samstarfs.“
Í hanastélsboði að sýningu lok-
inni var margt um manninn, meðal
annars sendiherrar frá fjórtán
Evrópulöndum og Þorsteinn Páls-
son, sendiherra Íslands í Lund-
únum, þar á meðal. Í fylgd með for-
setanum var heitkona hans, Dorrit
Moussaieff.
Philip Bergson, framkvæmda-
stjóri hátíðarinnar, Þorsteinn Páls-
son, sendiherra Íslands í London,
og forseti Íslands, herra Ólafur
Ragnar Grímsson.
Ljósmynd/Dagur Gunnarsson
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, og unnusta hans,
Dorrit Moussaieff, niðursokkin í
kvikmyndaspjall.
Forseti Íslands
opnar kvikmynda-
hátíð í London
Friðrik Þór Friðriksson og Ingvar
E. Sigurðsson í góðum gír.
London. Morgunblaðið.