Morgunblaðið - 16.01.2002, Side 24
UMRÆÐAN
24 MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Á SÍÐUSTU tveim-
ur árum hafa 56
manneskjur látist af
völdum umferðarslysa
á Íslandi og á fimmta
hundrað slasast alvar-
lega. Vikulega veldur
einn ölvaður ökumað-
ur alvarlegu slysi og
að meðaltali má rekja
fimmta hvert bana-
slys til ölvunarakst-
urs. Athygli vekur að
meirihluti allra bana-
slysa og annarra al-
varlegra umferðar-
slysa verður utan
þéttbýlis. Þá hefur
komið í ljós að meiri-
hluti þeirra sem láta lífið í umferð-
arslysum notaði ekki bílbelti í um-
rætt sinn. Þegar þetta er skrifað
hafa þrjár manneskjur látið lífið í
umferðarslysum það sem af er
þessu ári og fjölmargir slasast al-
varlega. Þessar skelfilegu stað-
reyndir hljóta að kalla á aðgerðir
til úrbóta – og það ekki seinna en
strax. Svo lengi sem elstu menn
muna hafa verið skipaðar nefndir
og skrifaðar skýrslur um úrbætur
í umferðaröryggismálum.
Skemmst er að minnast umferð-
aröryggisáætlunar sem lögð var
fram um miðjan síðasta áratug þar
sem fram komu tillögur um að-
gerðir sem áttu að fækka umferð-
arslysum um 20% fyrir aldamót.
Sú áætlun hefur ekki gengið eftir,
þótt margt hafi þokast í rétta átt
og ýmsir liðir skýrslunnar náð
fram að ganga. En þrátt fyrir hin
tíðu og alvarlegu umferðarslys
undanfarin ár hefur ekki enn verið
lögð fram framkvæmdaáætlun
vegna umferðaröryggisáætlunar til
ársins 2012 sem kynnt var á síð-
asta umferðarþingi – svo ekki sé
talað um fjármuni til þess að
hrinda þeirri áætlun í framvæmd.
Allir eru sammála um að auka
þurfi umferðarlöggæslu á þjóðveg-
um landsins til þess m.a. að sporna
við hraðakstri og annarri óáran
sem þar viðgengst á meðan lög-
reglan býr við fjársvelti. Á und-
anförnum árum hefur umferð
þungaflutningabíla aukist umtals-
vert á þjóðvegum landsins sem
óneitanlega kallar á aukna hættu á
framúrakstri og þar með alvar-
legum slysum. Nú er svo komið að
margir óttast akstur á þjóðvegum
landsins yfir vetrartímann þegar
myrkur, slæmt skyggni og hálka
auka enn á hættuna.
Þjóðvegakerfið á Íslandi býður
ekki upp á svo þunga umferð
stórra ökutækja en víða erlendis
eru sérstakar akreinar fyrir
þungaflutningabíla.
Þá er enn að finna
fjöldann allan af ein-
breiðum brúm á þjóð-
vegi eitt en mörg
banaslys og önnur al-
varleg slys má rekja
til þeirra. Bílveltur
eru mun algengari
hér á landi en í ná-
grannalöndunum –
enda eru vegir oft
uppbyggðir og því
velta bílar frekar en
ella þegar ekið er út
af á miklum hraða. Í
slíkum tilfellum koma
loftpúðarnir að tak-
mörkuðum notum þar
sem þeir blásast upp við fyrsta
högg og koma síðan ekki að neinu
gagni í veltunum sem á eftir koma.
Öflug og markviss löggæsla á
þjóðvegum landsins myndi án efa
lækka umferðarhraðann og þannig
væri hægt að koma í veg fyrir
mörg slys – enda hefur það sýnt
sig að fylgni er á milli hraða og al-
varleika þeirra áverka sem öku-
menn og farþegar verða fyrir ef
eitthvað ber út af.
Lýst er eftir raunhæfum aðgerð-
um til að sporna við þessum hörm-
ungum sem snerta alla þjóðina.
Umferðaröryggismál eiga ekki að
vera afgangsstærð í áherslum
stjórnmálamanna – heldur for-
gangs- og metnaðarmál. Ef 25 ein-
staklingar létu lífið og yfir 200
slösuðust árlega í sjóslysum,
íþróttaslysum eða í eldsvoða, svo
dæmi séu tekin, yrði strax brugð-
ist við og brunnurinn byrgður. Hið
sama ætti að gilda um umferð-
arslysin – því þau eru fráleitt neitt
náttúrulögmál sem við verðum að
taka og sætta okkur við.
Til að byrja með mætti stórauka
umferðarlöggæslu á þjóðvegum
landsins og hefja þegar útrýmingu
einbreiðra brúa á þjóðvegi eitt.
Lýst er eftir
aðgerðum
Ragnheiður
Davíðsdóttir
Höfundur er forvarnafulltrúi VÍS.
Slysaalda
Þessar skelfilegu
staðreyndir hljóta,
segir Ragnheiður
Davíðsdóttir, að kalla
á aðgerðir til úrbóta –
og það ekki seinna
en strax.
ÉG þakka Hjálmari
Vilhjálmssyni tilskrif
til mín í Morgunblaðið
9. jan. sl. Týndur
þorskur var tilefni
spurninga til Gunnars
Stefánssonar sem
hann virðist ekki ætla
að svara.
Meðalveiðiálag á
þorskstofninn 1972–
1975 var 43% (mest
47% 1973). Reynslan
varð að þorskstofninn
stækkaði um helming
frá 1975–1980 í kjölfar
hækkaðs veiðiálags,
þvert ofan í ráðgjöf
(svarta skýrsla 1975).
Andstætt dæmi kom í beinu
framhaldi. Árin 1975–1980 lækkaði
veiðiálag með stækkandi þorsk-
stofni og var veiðiálag komið niður
í 25% 1980 (400 þús tonna veiði úr
1600 þús tonna stofni). Þá „týnd-
ust“ tæp 900 þúsund tonn af þorski
á þremur árum (ekki ólík staða og í
dag). Vaxtarhraði þorsks hafði fall-
ið um 20–30% 1980–1983 og samt
var það niðurstaða Hafrannsókna-
stofnunar að „ofveiði“ væri skýr-
ing.
Ég hef spurt: Hvar var þessum
týndu 900 þúsund tonnum landað,
ef þau voru veidd (of-veiði= veitt)
og hvert var aflinn seldur? Geti
menn ekki rökstutt hver veiddi
týndan fisk, hljóta önnur sjónarmið
að koma til álita.
Hafrannsóknastofnun taldi
„hættuástand“ 1983 vegna „of-
veiði“. Reynslan varð aftur eins og
1973. Árgangarnir 1983 og 1984
urðu sterkir árgangar úr litlum
stofni. Þessir tveir árgangar voru
mjög sterkir fyrst, en skiluðu sér
verr í veiði en árgangurinn 1973
hafði gert. Eru þá ekki „týndir“
fiskar úr þessum sterku árgögnum
(1983 og 1984) vísbending um að
aukin friðun og svæðalokanir árin
1985–1991 hafi hækkað dánarstuðul
(svipað og nú sl. þrjú ár) og frið-
unin virkað öfugt við markmiðin?
„Uppbygging“ hrygningarstofns
með þessum tveimur sterku ár-
göngum 1983 og 1984, misheppn-
aðist því og það þurfti því að fá
John Pope 1992 (sérfræðing í týnd-
um fiski og tölfræðitilgátum) til að
reikna út hve mikið hefði týnst.
Ekkert var fjallað um þá alvarlegu
staðreynd að árið 1991 varð með-
alvigt 7 ára þorsks sú lægsta sem
nokkurn tíma hafði
mælst hérlendis!
Aftur kom svo
sterkur árgangur úr
litlum stofni 1993, árið
eftir að John Pope
reiknaði út „týndan“
þorsk og aðstoðaði við
25% aflareglu. Nú
skyldi þetta takast!
Árgangurinn 1993 var
svo sérstaklega vernd-
aður – á gjörgæslu í
mörg ár – með 25%
veiðiálagi, og svæða-
lokunum!
Í dag vita flestir að
þetta misheppnaðist
líka og týnst hafa nú
600 þúsund tonn af höfuðstól
þorsksstofnsins.
Það er allt sem bendir til þess,
að mæling Hafrannsóknastofnunar
fyrir þremur árum hafi verið rétt –
og þorskurinn hafi allur verið til.
Ástæðan fyrir því að þorskurinn er
„týndur“ í dag kann að vera frið-
unarstefnan (25% aflaregla) sem
hugsanlega hefur leitt til:
1. Of mikils þéttleika smáþorsks.
2. Fæðuskorts smáþorsks vegna
mikils þéttleika.
3. Lækkaðs vaxtarhraða vegna
fæðuskorts.(staðreynd)
4. Fall í kynþroska (meira magn
hrygnt 4, 5 og 6 ára vegna fæðu-
skorts)
5. Stór hluti ungs hrygningar-
fisks hafi drepist eftir hrygningu
vegna skorts á fæðu á uppeldistíma
og orkukerfi fisksins því veikburða.
Alla þessa möguleika þarf að
ræða af vandvirkni án höfnunar á
þessum möguleikum fyrirfram.
Gunnar og Hjálmar verða að gera
sér grein fyrir því að ef þessi at-
burðarás hefur í reynd gerst – er
enn verra að auka friðun í dag!
Náttúran virðist hafna friðun til
stækkunar hrygningarstofns. Dán-
artíðni viðist hækka (fiskur sem
týnist). Því virðist mér minni
áhætta (skv. reynslu) að auka veiði
á smáþorski til samræmis því sem
áður reyndist best. Það getur ekki
talist „grisjunarstefna“ að hafa
veiðimunstur svipað og áður reynd-
ist best – langtum betur en núver-
andi stefna. Það er bara heiðarleg
og ábyrg afstaða að meta hlutina
eins og þeir eru.
Mæling á minni þorskstofni sl.
vor er alls engar röksemdir fyrir
því að sambærileg mæling fyrir
þremur árum hafi verið röng þá,
með sömu aðferðinni! Þvílík rök-
leysa! Hvernig dettur vel ment-
uðum mönnum slík della í hug með
engin ný rannsóknarskjöl af vett-
vangi þá? Vettvangsskjöl og rann-
sóknir þá standa óhögguð. Nýtt
mat á mælingu fyrir þrem árum
verður þá að grundvallast á nýjum
skjölum frá því tímabili. Bakreikn-
uð tölfræði – þrjú ár til baka frá
rannsóknni sl. vor með bakreikn-
aðri tölfræðitilgátu eru 100% hug-
arflug – gjörsamlega haldlausar
röksemdir.
Í svona alvarlegu máli er ekkert
pláss fyrir yfirlæti eða útúrsnúning
á staðreyndum. Það er hluti af
skyldustörfum Hjálmars og Gunn-
ars að svara strax opinberlega
þeim réttmætu spurningum sem
hér eru enn ítrekaðar – á yfirveg-
aðan og hæverskan hátt – með
haldbærum röksemdum en ekki yf-
irlætislegu hugarflugi.
Ég verð að valda Hjálmari dá-
litlum vonbrigðum því ég er blásak-
laus af því að hafa boðað „grisjun“
á þorskstofninum. Ég hef hins veg-
ar sagt að það hljóti að vera ábyrg-
ast að miða við að gera það sem
reyndist best. Mér finnst grisjun
óheppilegt orð sem veldur rang-
hugmyndum og misskilningi. Við
getum skipt veiðiálagi í eftirfarandi
flokkun:
1. Grisjun 50–80% veiðiálag.
2. Mikil veiði 40–50% veiðiálag
(góð reynsla 1970–1975)
3. Meðalveiðiálag 35% (meðal-
veiðiálag skv. reynslu 1972–1991)
4. Lágt veiðiálag, 25% aflaregla
(vond reynsla, týndur þorskur)
5. Alfriðun. (Afleit reynsla frá
Kanada, engin veiði eftir 10 ára
friðun)
Það er svolítið fyndið að Hjálmar
einn hafi ráðlagt „grisjun“, í loðnu-
veiðum, þar sem ráðgjöf er að
veiða sem mest – nema 400 þúsund
tonn sem á að hafa til hryngingar í
loðnu. Ég vil samt nota tækifærið
og þakka Hjálmari góðan árangur
af ráðgjöf í loðnuveiðum því þær
þakkir á Hjálmar skilið.
Lokaspurning mín er: Er ekki
minnsta áhættan að gera það sem
reyndist best í þorskveiðum sam-
kvæmt ofanrituðum staðreyndum,
hætta tilraunastarfsemi með of
mikla friðun smáþorsks sem virðist
skaðleg? Ég kref Gunnar um rök-
stutt svar.
Takk Hjálm-
ar – en hver
grisjaði?
Kristinn
Pétursson
Fiskveiðar
Í svona alvarlegu
máli, segir Kristinn
Pétursson, er ekkert
pláss fyrir yfirlæti
eða útúrsnúning á
staðreyndum.
Höfundur er fiskverkandi.
Í Morgunblaðinu 30.
des. sl. sagði Davíð
Oddsson: „Í kjölfar
skýrslu auðlindanefnd-
ar, undir forystu Jó-
hannesar Nordals, hef-
ur verið lagður
grunnur að góðri sátt
um málefni sjávarút-
vegsins. Það er ljóst,
að þeir sem af gildum
ástæðum hafa hvað
fastast staðið gegn
gjaldtöku á sjávarút-
veginn hafa gefið um-
talsvert eftir af sínum
sjónarmiðum, til þess
að sátt mætti nást.
Sjávarútvegurinn er
undirstaða atvinnulífsins, ekki síst í
hinum dreifðu byggðum landsins.
Það verður því að gæta mikillar var-
kárni í allri umfram gjaldheimtu af
greininni og gæta þess að mögu-
leikar hennar til að
vaxa og eflast verði
ekki skertir þannig að
óbætanlegt sé ... En
með því að styðja af
heilindum þá sáttar-
gjörð, sem lögð hefur
verið fram, ætti að
nást bærilegur friður
um greinina og hún fái
þar með möguleika til
að einbeita sér að því
að auka verðmæti auð-
lindarinnar þjóðinni
allri til hagsbóta.“
Klausan er efni í
greinaflokk. Er ráð-
herrasáttin í anda auð-
lindanefndar? Hafa
gjafakvótasinnar gefið eftir? Eru
tillögurnar góðar fyrir sjávarbyggð-
irnar? Eru þær þjóðinni allri til
hagsbóta? Hér verður fyrsta spurn-
ingin skoðuð.
Sátt gjafakvótaflokkanna
Gjafakvótaflokkarnir styðja til-
lögur meirihluta endurskoðunar-
nefndar frá í haust, fjögurra fulltrúa
stjórnarflokkanna. Stjórnarand-
staðan og þingflokksformaður
Framsóknar voru á móti. Meirihlut-
inn segist byggja á hugmyndum
auðlindanefndar. Í fyllingu tímans
greiði útgerðin 1,5 ma.kr. í fasta-
gjald og 7,5% af því sem framlegð,
hagnaður fyrir afskriftir og vexti, er
umfram 20% af útflutningstekjum,
– minna ef framlegð nær ekki 20%.
Framlegð umfram nauðsynlega
vexti og afskriftir er einmitt auð-
lindarenta fiskistofnanna. Kostnað-
ur ríkisins vegna sjávarútvegs er
nær 6 ma.kr. og 20% er ríflega áætl-
að fyrir afskriftum og vöxtum. Lát-
um þó heita að þjóðin eigi að fá 25%
af kostnaði og 7,5% af rentu.
Hvað sagði
auðlindanefnd?
Auðlindanefnd lagði til þjóðar-
eign og útboð sem meginreglu en
stjórnvaldsútreiknað veiðigjald til
vara fyrir sjávarútveg. Hún segir
(álit, bls. 44): „Þótt ákvörðun veiði-
gjaldsins hljóti að liggja hjá Alþingi,
verður hún að byggjast á mati á því
hvers virði aðgangur að auðlindinni
er fyrir heildarafkomu sjávarút-
vegsins.“ Hér virðist talað um alla
auðlindarentuna. Ekki 7,5%.
Þetta sést víðar. Með þjóðareign
og útboði fengi þjóðin alla rentuna.
Auðlindanefnd bar þessar leiðir
saman: „Samkvæmt fyrningarleið-
inni fara tekjur af endursölu afla-
heimilda alfarið eftir markaðsverði
þeirra sem ekki verður reiknað út
fyrir fram þótt setja megi fram
sennileg dæmi um þær, eins og gert
er hér á eftir. Veiðigjald sem ákveð-
ið væri sem hlutfall af verðmæti
landaðs afla er hins vegar ekki háð
jafnmikilli óvissu, þótt aflaverðmæti
sé allbreytilegt. Að öðru leyti eru
áhrif gjaldtöku á efnahag og afkomu
útgerðarfyrirtækja mjög svipuð
samkvæmt þessum leiðum.“
Síðasta setningin sker úr: Þarna
stendur að þjóðin eigi að fá auð-
lindarentuna. Það er brandari að
auðlindanefnd hafi skrifað upp á
7,5% og fjórðung af kostnaði. Það
sést í næstu þingkosningum hvort
kjósendur hafa húmor fyrir gríninu.
Grunnur að góðri sátt?
Markús
Möller
Auðlindarenta
Það er brandari, segir
Markús Möller, að auð-
lindanefnd hafi skrifað
upp á 7,5% og fjórðung
af kostnaði. Það sést í
næstu þingkosningum
hvort kjósendur hafa
húmor fyrir gríninu.
Höfundur er hagfræðingur.