Morgunblaðið - 16.01.2002, Page 39
KIRKJUSTARF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 2002 39
ATVINNU-
AUGLÝSINGAR
I
I
Óska eftir að ráða múrara og verka-
menn í vinnu
Upplýsingar í síma 892 4560.
Vélstjóri
Vélstjóri óskast á ísfisktogara.
Upplýsingar hjá tæknistjóra í síma 455 4417.
Vélstjóri
Vélstjóra vantar á 190 rúmlega vertíðarbát
sem rær frá Rifi.
Upplýsingar í síma 892 1344.
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR
KR-konur
Aðalfundur
KR-kvenna verður haldinn í Frostaskjóli
þriðudaginn 29. janúar kl. 20.00.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Mætum allar.
Stjórnin.
NAUÐUNGARSALA
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Gránugötu
6, Siglufirði, mánudaginn 21. janúar 2002 kl. 13.30 á eftirfar-
andi eignum:
Hólavegur 17b, þingl. eig. Sigurgeir Hrólfur Jónsson, gerðarbeiðandi
Lífeyrissjóður Norðurlands.
Kirkjustígur 1, þingl. eig. Ingvi Rafn Guðmundsson, gerðarbeiðandi
Íbúðalánasjóður.
Norðurgata 13, 1. hæð t.h., þingl. eig. Jón Aðalsteinn Hinriksson,
gerðarbeiðendur Innheimtustofnun sveitarfélaga og Lífeyrissjóður
Norðurlands.
Suðurgata 46, þingl. eig. Rósa Jónsdóttir og Jósteinn Snorrason,
gerðarbeiðendur Húsasmiðjan hf., Sandblástur og málmhúðun
hf. og sýslumaðurinn á Siglufirði.
Þormóðsgata 23, efri hæð, þingl. eig. Sigrún Ingólfsdóttir, gerðarbeið-
andi Lífeyrissjóður Norðurlands.
Sýlumaðurinn á Siglufirði,
15. janúar 2002.
Guðgeir Eyjólfsson.
TIL SÖLU
Lóð til sölu
Byggingameistarar, fyrirtæki!
Til sölu mjög vel staðsett byggingarlóð við
Miðhraun 2 í Garðabæ. Lóðin er byggingarhæf
hornlóð, 9.059 ferm, og er vel sýnileg frá Reykj-
anesbraut. Búið að greiða gjöld sem heimila
byggingu 14.947 m³ húss. Nýtingarhlutfall lóðar
er 0.6 = 5.400 ferm. Gott lán áhvílandi til 25 ára.
Frekari upplýsingar eru veittar á fasteignasölunni
Stóreign í síma 55 12345.
TILBOÐ / ÚTBOÐ
F.h. Fasteignastofu Reykjavíkurborgar
(áður Byggingadeild borgarverkfræðings) er
óskað eftir tilboðum í endurmálun í grunn-
skólum Reykjavíkur.
Útboðsgögn eru seld á skrifstofu okkar á
kr. 3.000.
Opnun tilboða: 24. janúar 2002 kl. 11:00
á sama stað.
BGD 01/2
F.h. Fasteignastofu Reykjavíkurborgar
(áður Byggingadeild borgarverkfræðings) er
óskað eftir tilboðum í endurmálun á leikskól-
um Reykjavíkur.
Útboðsgögn eru seld á skrifstofu okkar á
kr. 3.000.
Opnun tilboða: 31. janúar 2002 kl. 11:00
á sama stað.
BGD 02/2
TILKYNNINGAR
Kaupi bækur — bókasöfn.
Einnig ýmsa gamla muni.
Gvendur dúllari ehf.
Upplýsingar í síma 898 9475.
Einbýlishús til leigu
Til leigu er um 270 fm einbýlishús á Leiru-
tanga 2, Mosfellsbæ, ásamt 32 fm bílskúr,
frá 1. febrúar nk.
Húsið er 4 svefnherb., fataherbergi, 3 baðher-
bergi, 2 stofur, þvottahús og eldhús.
Afgirt verönd og heitur pottur.
Húsið leigist til að byrja með til eins árs.
Húsið leigist eingöngu reglusömu fólki.
Húsið verður til sýnis milli kl. 14.00 og 15.00
sunnudaginn 20. janúar nk.
Tilboð leggist inn á auglýsingadeild Mbl.,
merkt: „Leirutangi — 11899," fyrir kl. 16.00
föstudaginn 25. janúar nk.
SMÁAUGLÝSINGAR
FÉLAGSLÍF
I.O.O.F. 18 1821168 E.I.*
GLITNIR 6002011619 III
I.O.O.F. 7 1821167½ E.I.*
I.O.O.F. 9 1821168½ Ei.
HELGAFELL 6002011619
VI Frl.
Hörgshlíð 12.
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund í kvöld kl. 20.00.
Samkoma í Kristniboðs-
salnum í kvöld kl. 20.30.
Ragnar Gunnarsson talar.
Allir hjartanlega velkomnir.
sik.is
Smiðjuvegi 5, Kópavogi.
Kynning á Alfa-námskeiðinu
er í kvöld kl. 19.00 og hefst
með léttri máltíð.
Allir hjartanlega velkomnir.
Námskeiðið sjálft hefst miðviku-
daginn 23. janúar.
Skráning og nánari upplýsingar
er hægt að fá í síma 564 2355
milli kl. 13.00 og 16.00.
TIL LEIGU
KYRRÐARDAGAR verða í Skál-
holtsskóla dagana 25.–27. janúar nk.
Eins og nafnið bendir til einkennir
kyrrðin dagana, en einnig íhugun og
fræðsla og ríkulegt helgihald. Dag-
skráin er einföld þannig að þátttak-
endur hafa mikinn frjálsan tíma til
að njóta kyrrðar bæði í húsakynnum
skólans og við útivist. Kyrrðardag-
arnir hefjast kl. 18:00 á föstudags-
kvöldi með kvöldbænum í kirkjunni
og kvöldverði. Þá fer fram kynning
á dagskrá og inntaki daganna og
síðan gengið inn í kyrrðina, þar sem
þögn ríkir milli þátttakenda og fólk
fær að vera ótruflað með sjálfu sér
og Guði sínum. Kyrrðardögum lýk-
ur um kl. 16:30 á sunnudeginum.
Þátttökugjald er kr. 11.500 fyrir
fullt fæði og gistingu með uppbúnu
rúmi í einbýli. Umsjón með Kyrrð-
ardögunum hafa þau séra Guðrún
Edda Gunnarsdóttir og dr. Einar
Sigurbjörnsson. Nánari upplýsingar
og skráning er í Skálholtsskóla, sími
486-8870, netfang skoli@skalholt.is.
Skálholtsskóli mun bjóða til kyrrð-
ardaga með reglubundnum hætti ár-
ið 2002. Ljóst er að áhugi fyrir að
draga sig í hlé, hverfa til kyrrðar og
helgi frá streitu og amstri er fyrir
hendi og fer vaxandi. Kyrrðardagar
verða því haldnir um síðustu helgi
allra mánaða nema júní, júlí og
ágúst. Dagsetningar kyrrðardaga
ársins 2002 eru: 25.–27. janúar, 20.–
24. febrúar (kyrrðardagar kvenna),
27.–30. mars, 26.–28. apríl, 9.–12
maí (kyrrðardagar hjóna), 18.–22.
september (kyrrðardagar kvenna),
24.–27. október, 28. nóvember–1.
desember. Síðar verður tilkynnt
hverjir verða umsjónarmenn kyrrð-
ardaganna hverju sinni.
Opið hús í Hjallakirkju –
vetrarstarfið hafið á ný
MIÐVIKUDAGINN 16. janúar hefst
aftur Opið hús í Hjallakirkju í Kópa-
vogi eftir stutt jólafrí. Samveran
hefst kl. 12 með léttum hádegisverði
og síðan verður slegið á létta
strengi. Þorvaldur Halldórsson lítur
aftur inn hjá okkur og skemmtir
okkur með söng. Samverunni lýkur
með stuttri helgistund í umsjá
presta kirkjunnar. Ætlunin er að
hafa Opið hús alla miðvikudaga
fram á vor. Allir eru hjartanlega vel-
komnir. Vetrarstarf kirkjunnar er
nú aftur hafið af fullum krafti eftir
jólafrí. Auk guðsþjónusta á sunnu-
dögum kl. 11 eru barnaguðsþjón-
ustur á sínum stað þá sömu daga kl.
11 í Lindaskóla og kl. 13 í kirkjunni.
Kirkjuprakkarar, starf fyrir 7–9 ára
börn, er á fimmtudögum kl. 16.30,
Litlir lærisveinar í Lindaskóla hitt-
ast á miðvikudögum kl. 17 og Tíu til
tólf ára krakkar eru í kirkjunni á
sama tíma, miðvikudögum kl. 17. Þá
er æskulýðsstarfið fyrir unglinga
13–15 ára hafið, en unglingarnir
hittast á mánudagskvöldum kl.
20.30. Fjölskyldumorgnar eru svo í
kirkjunni á miðvikudögum kl. 10 og
Tólf sporin – andlegt ferðalag á mið-
vikudagskvöldum kl. 20. Fyrirhugað
er að hefja Alfa-námskeið í kirkj-
unni nú á vorönn og verður það aug-
lýst betur síðar. Verið velkomin í
Hjallakirkju!
Kyrrðardagar í
Skálholtsskóla Bústaðakirkja: Opið hús fyrir aldraða kl.13. Handavinna, spil, föndur og gamanmál.
Dómkirkjan: Hádegisbænir kl. 12.10. Létt-
ur málsverður á eftir. Prestarnir taka við fyr-
irbænum í síma 562 2755.
Grensáskirkja: Foreldramorgunn kl. 10–
12. Samverustund aldraðra kl. 14. Biblíu-
lestur, bænastund, kaffiveitingar og sam-
ræður.
Hallgrímskirkja: Opið hús fyrir foreldra
ungra barna kl. 10–12. Starf fyrir 9–10 ára
börn kl. 16. Starf fyrir 11–12 ára börn kl.
17.30.
Háteigskirkja: Morgunbænir kl. 11. Súpa
og brauð kl. 12 í Setrinu á neðri hæð safn-
aðarheimilis. Brids kl. 13 fyrir eldri borgara.
Yngri deild barnakórsins æfir kl. 16.30 und-
ir stjórn Birnu Björnsdóttur. Kórinn er ætl-
aður börnum úr 1.–3. bekk. Eldri deild
barnakórsins æfir kl. 17.30 undir stjórn
Birnu Björnsdóttur. Kórinn er ætlaður börn-
um úr 4.–6. bekk. Kvöldbænir kl. 18.
Laugarneskirkja: Morgunbænir kl. 6.45–
7.05. Kirkjuprakkarafundur kl. 14.10–
15.30 fyrir börn í 1.–4. bekk. Fermingartími
kl. 19.15. Fyrsti tíminn á vorönn. Unglinga-
kvöld Laugarneskirkju og Þróttheima kl. 20.
Langholtskirkja
Heilsuhópurinn hittist kl. 11–12 í Litla sal.
Kaffispjall, heilsupistill, létt hreyfing og
slökun. Kyrrðar- og fyrirbænastund í kirkj-
unni kl. 12–12.30. Bænaefnum má koma
til sóknarprests og djákna í síma 520
1300. Kærleiksmáltíð kl. 12.30. Súpa,
brauð og salat að hætti „Salatbarsins“
(500 kr.) Samvera eldri borgara kl. 13–16.
Kaffi og smákökur, söngstund með Jóni
Stefánssyni, tekið í spil, málað á dúka og
keramik í stóra sal. Upplestur sr. Tómasar
Guðmundssonar (kl. 13.30–15.15) á Bör
Börsson í Guðbrandsstofu í anddyri kirkj-
unnar. Boðið er upp á akstur heiman og
heim fyrir þá sem komast ekki að öðrum
kosti til kirkju. Verið öll hjartanlega velkom-
in.
Neskirkja: Foreldramorgunn kl. 10–12.
Kaffi og spjall. Umsjón Elínborg Lárusdóttir.
Opið hús kl. 16–18. Spjallað yfir kaffi og
meðlæti. Fræðsla um Davíðssálma kl. 17.
Umsjón sr. Frank M. Halldórsson. Bæna-
messa kl. 18. Prestur sr. Frank M. Hall-
dórsson.
Seltjarnarneskirkja: Kyrrðarstund kl. 12.
Léttur málsverður í safnaðarheimili eftir
stundina
Árbæjarkirkja: Kyrrðarstund kl. 12. Orgel-
spil, söngur, fyrirbænir og heilög kvöldmál-
tíð. Súpa og brauð í safnaðarheimilinu á
eftir gegn vægu verði. Opið hús fyrir aldraða
frá kl. 13–16. Kirkjuprakkarar kl. 17–18.
Breiðholtskirkja: Kyrrðarstund í dag kl.
12.10. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir.
Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eftir
stundina. Kirkjuprakkarar. Starf fyrir 7–9
ára börn kl. 16.30. TTT. Starf fyrir 10–12
ára kl. 17.30. Æskulýðsstarf á vegum
KFUM & K og kirkjunnar kl. 20.
Digraneskirkja: Fjölskyldumorgnar kl. 10.
Unglingastarf KFUM&K Digraneskirkju kl.
20.
Grafarvogskirkja: kyrrðarstund í hádegi kl.
12. Altarisganga og fyrirbænir. Boðið er upp
á léttan hádegisverð á vægu verði að lok-
inni stundinni. Allir velkomnir. KFUM fyrir
drengi 9–12 ára, kl. 17.30–18.30. Kirkju-
krakkar í Rimaskóla fyrir börn 7–9 ára, kl.
17.30–18.30. KFUK. Unglingadeild kl.
19.30–21.00. Æskulýðsfélag í Engjaskóla
fyrir börn 8.–9. bekk kl. 20–22.
Hjallakirkja: Kirkjuprakkarar kl. 16.30.
Kópavogskirkja: Starf með 8–9 ára börn-
um í dag kl. 16.45–17.45 í safnaðarheim-
ilinu Borgum. Starf með 10–12 ára börn-
um, TTT, á sama stað kl. 17.45–18.45.
Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag kl.
18. Beðið fyrir sjúkum. Allir hjartanlega vel-
komnir. Tekið á móti fyrirbænaefnun í kirkj-
unni í síma 567 0110.
Bessastaðasókn. Dagur kirkjunnar í
Haukshúsum í boði Bessastaðasóknar.
Foreldramorgnar, starf fyrir foreldra ungra
barna kl. 10–12. Heitt á könnunni. Fjöl-
mennum. Opið hús fyrir eldri borgara kl.
13–16 í samstarfi við Félag eldri borgara á
Álftanesi. Notalegar samverustundir með
fræðslu, leik, söng og kaffi. Auður og Er-
lendur sjá um akstur á undan og eftir.
Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í kirkj-
unni kl. 12, íhugun, altarisganga, fyrirbæn-
ir. Léttur hádegisverður kl. 13 í Ljósbroti
Strandbergs.
Víðistaðakirkja. Foreldramorgnar á
fimmtudögum kl. 10–12. Opið hús fyrir
eldri borgara í dag kl. 13. Helgistund, spil
og kaffiveitingar.
Lágafellskirkja. Kirkjukrakkafundur í Lága-
fellsskóla á miðvikudögum frá kl. 13.15–
14.30.
Keflavíkurkirkja. Kirkjan opnuð kl. 12.
Kyrrðar- og fyrirbænastund í kirkjunni kl.
12.10. Samverustund í Kirkjulundi kl.
12.25 – súpa, salat og brauð á vægu verði
– allir aldurshópar. Umsjón: Ásta Sigurð-
ardóttir. Æfing Kórs Keflavíkurkirkju frá
19.30–22.30. Stjórnandi. Hákon Leifsson.
Þorlákskirkja. Barna- og foreldramorgnar í
dag kl. 10–12.
Kletturinn, kristið samfélag. Bænastund
kl. 20. Allir velkomnir.
Kefas. Samverustund unga fólksins kl.
20.30. Mikil lofgjörð og Orð Guðs rætt. Allt
ungt fólk velkomið.
Ytri-Njarðvíkurkirkja. Spilakvöld aldraðra
fimmtudaginn 17. janúar kl. 20. Fyrirbæna-
samvera fimmtudaginn 17. janúar kl. 19.
Fyrirbænarefnum er hægt að koma áleiðis
að morgni fimmtudagsins milli kl. 10 og 12
í síma 421 5013. Sóknarprestur.
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Létt máltíð á
vægu verði kl. 18. Kl. 19 er kennsla og þá
er skipt niður í deildir. Það er krakkaklúbbur
fyrir krakka 3ja til 12 ára, unglingafræðsla
fyrir 13 til 15 ára unglinga, fræðsla fyrir
ungt fólk á aldrinum 16 til 20 ára. Síðan er
kennsla á ensku. Einnig eru til skiptis bibl-
íulestrar, bænastundir og vitnisburðar-
stundir. Það eru allir hjartanlega velkomnir.
Landakirkja. Kl. 11. Helgistund á Hraun-
búðum. Kl. 20. Opið hús í KFUM&K húsinu,
fyrir unglinga 8.–10. bekkja. Fyrsta sam-
vera æskulýðsfélags KFUM&K – Landa-
kirkju.
Safnaðarstarf