Morgunblaðið - 13.02.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.02.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isViggó stjórnar Haukum í bikar- úrslitaleiknum / B1 Dagný Linda í 31. sæti eins og Jakobína árið 1956 / B1 4 SÍÐUR Sérblöð í dag RÍKISSTJÓRNIN hefur nú til skoðunar ný áform Íslenskrar erfða- greiningar og þann atbeina sem hún kann að þurfa að hafa að því máli, sagði Davíð Oddsson forsætisráð- herra á Viðskiptaþingi Verslunar- ráðs Íslands í gær. „Er þar um mjög áhugavert mál að ræða, sem getur haft mikla þýðingu,“ bætti Davíð við. Þá sagði hann það mikið ,,ánægju- efni að sjá hvernig tekist hefur til við uppbyggingu þessa mikla fyrirtækis og ástæða til að vænta mikils af því og starfsemi því tengdri á næstu ár- um.“ Páll Magnússon, upplýsinga- fulltrúi ÍE, sagði að Davíð væri væntanlega að vísa til þess sem fram kom þegar tilkynnt var um kaupin á bandaríska fyrirtækinu MediChem 8. janúar. „Við sögðum frá því þá að hluti af sömu viðskiptaáætlun væri að setja á stofn nýja lyfjaþróunar- deild með um 250 manna starfsliði. Jafnframt að ekki væri búið að taka ákvörðun um það hvort þessi lyfjaþróunardeild yrði sett niður á Íslandi eða í Bandaríkjunum. Sú ákvörðun hefur ekki enn verið tekin, en verður tekin á næstu vikum. Stjórnvöld hafa verið upplýst um stöðu þess máls,“ sagði Páll. Davíð Oddsson forsætisráðherra Áform ÍE mjög áhugaverð UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur í nýju áliti komist að þeirri niður- stöðu að úrskurður yfirskattanefnd- ar í máli fyrrverandi framkvæmda- stjóra fyrirtækis, sem var gert að greiða sekt vegna brots á lögum um tekju- og eignaskatt, hafi ekki verið í samræmi við lög. Umboðsmaður átelur þær tafir sem urðu á meðferð málsins hjá skattayfirvöldum en rúm sex ár liðu frá því að fram- kvæmdastjórinn var fyrst sakaður um refsiverða háttsemi í skýrslu- töku hjá skattrannsóknastjóra þar til að málinu lauk með sektarúr- skurði yfirskattanefndar. Þar af var mál mannsins til meðferðar í þrjú og hálft ár hjá yfirskattanefnd. Umboðsmaður hefur vegna þessa máls ákveðið að vekja athygli Al- þingis og fjármálaráðherra á rétt- aróvissu sem hann telur fylgja því að ekki sé með skýrum hætti kveðið á um það í 6. málsgrein 108. greinar laga nr. 75 frá 1981, um tekju- og eignaskatt, að rannsókn skattrann- sóknastjóra ríkisins rjúfi fyrningar- frest þann sem ákvæðið mælir fyrir um. Beinir umboðsmaður þeim til- mælum til ráðherra að hann láti fara fram athugun á þessu ákvæði. Einn- ig er þeim tilmælum beint til yf- irskattanefndar að taka mál fram- kvæmdastjórans fyrrverandi til endurskoðunar, óski hann þess, og við þá endurskoðun verði tekið mið af áliti umboðsmanns.Maðurinn leit- aði til umboðsmanns í ágúst árið 2000 og kvartaði yfir úrskurði yf- irskattanefndar frá því í júní sama ár þar sem honum var gert að greiða sekt, 1 milljón króna, vegna brota á lögum nr. 75/1981 um tekju- og eignaskatt. Var honum gefið að sök að hafa staðið skil á röngum skattframtölum fyrir hlutafélag sitt á árunum 1990 til 1992 og ekki gert þar grein fyrir tekjum upp á alls rúmar 8 milljónir króna. Leiddi það til lægri álagningar tekjuskatts sem nam alls rúmum 3 milljónum. Í kvörtun til umboðsmanns held- ur lögmaður framkvæmdastjórans því einkum fram að við meðferð málsins hjá skattayfirvöldum hafi orðið slíkar tafir á ákvörðun refs- ingar að ekki hefði verið hægt að lögum að miða fyrningarrof þeirra brota við upphaf rannsóknar máls- ins frá skattrannsóknastjóra, eins og lagt hefði verið til grundvallar af hálfu yfirskattanefndar. Voru gerð- ar athugasemdir við þá niðurstöðu nefndarinnar að ekki hefðu orðið „óeðlilegar tafir“ á rannsókn máls- ins eða ákvörðun refsingar í merk- ingu fyrrnefnds ákvæðis laga um tekju- og eignaskatt frá 1981. Þar segir að sök fyrnist á sex árum mið- að við upphaf skattrannsóknar. Við umfjöllun sína taldi umboðsmaður Alþingis nokkra réttaróvissu fylgja því að í umræddu lagaákvæði væri ekki kveðið með skýrum hætti á um aðkomu skattrannsóknastjóra að rannsókn mála. Yfirskattanefnd fór ekki að lögum að mati umboðsmanns Athygli Alþingis og fjármálaráðherra vakin á réttaróvissu ÓVENJU mikið hefur verið að gera hjá barnalæknum í Domus Medica í Reykjavík undanfarna daga vegna árvissra veirusýk- inga s.s. inflúensu, að sögn Ólafs Gísla Jónssonar barnalæknis. Ekki síst hefur verið mikið að gera hjá barnalæknaþjónustunni í Domus Medica sem er opin frá kl. 17 til 22 á kvöldin. „Reynslan er sú að það er mikið að gera hjá okkur í janúar, febrúar og mars en það hefur verið óvenju mikið að gera hjá okkur undanfarna daga,“ segir Ólafur. Hann segir foreldra aðallega koma með börn sem hafi veikst skyndilega og fái háan hita. Hann segir að börn- unum séu gefin lyf sem lækki hit- ann en einnig sé minnt á mik- ilvægi þess að börnin drekki vel. Morgunblaðið/Golli Örtröð var hjá barnalæknaþjónustunni þegar Morgunblaðið leit þar inn síðdegis í gær. Börnin veik fyrir inflúensu VEÐURSTOFA Íslands sendi frá sér viðvörun í gær um að búist væri við stormi, meira en 20 metrum á sek- úndu, vestan til á landinu og á miðhá- lendinu í nótt og í fyrramálið. Með- fylgjandi gervitunglamynd var tekin kl. 13.39 í gær. Þá var léttskýjað víða um land en stöku él við austurströnd- ina. Samkvæmt upplýsingum frá Veð- urstofunni eru hvítu veðurskilin vest- an við landið úrkomusvæði á leið inn til landsins í gær. Er gert ráð fyrir því að því fylgi rigning eða slydda ásamt stormi. Mun úrkomusvæðið færast austur yfir landið í dag en lægja mun síðdegis vestan til og á miðhálendinu. Storm- urinn á leiðinni LÖGREGLA heldur ýmsar persónu- tengdar skrár sem hafa allar verið til- kynntar til Persónuverndar og hlotið þar ítarlega skoðun. Skrárnar eru m.a. skrá til að halda saman upplýsingum um aðila sem tengjast alþjóðlegum glæpasamtök- um, skrá í tengslum við rýmingu húsa vegna snjóflóðahættu á Patreksfirði, skrá um mannshvörf á Íslandi, öku- skírteinaskrá, skotvopnaskrá, brota- mannaskrá, skrá um allar handtökur, málaskrá um allar kærur sem berast til lögreglu, skýrslugerð lögreglu sem heldur utan um skráningar skýrslna í tengslum við verkefni og rannsóknir mála og dagbók lögreglu, þar sem skráð eru öll verkefni lögreglunnar. Þetta kemur fram í svari Sólveigar Pétursdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Rannveigar Guðmunds- dóttur á alþingi. Rannveig óskaði upplýsinga um skrár á vegum lög- reglunnar, á hvaða heimildum þær byggðust og hvaða fyrirtæki, ríkis- stofnanir og/eða almenningur hefði aðgang að þeim. Í svari dómsmálaráðherra kemur fram sú meginregla, að miðlun upp- lýsinga úr gagnagrunnum lögreglu til annarra aðila er óheimil, nema þar sem lög um persónuvernd og reglu- gerð um meðferð persónuupplýsinga hjá lögreglu heimila slíkt. Embætti ríkislögreglustjóra og embætti toll- stjórans í Reykjavík hafi t.d. gert með sér samkomulag um miðlun upplýs- inga á fíkniefnasviði. Þá kemur fram í svarinu, að ríkislögreglustjóri getur heimilað lögreglustjórum að halda aðrar skrár en kveðið er á um í reglu- gerð um meðferð persónuupplýsinga hjá lögreglu og er hann um leið ábyrgur fyrir þeim. Persónutengdar skrár lögreglunnar Vopn, snjóflóð og mannshvörf STÓRT snjóflóð féll á Óshlíðarveg milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur á tólfta tímanum í gærkvöldi. Engan sakaði, að sögn lögreglu, en nokkrir bílar urðu frá að hverfa. Ekki var tal- in ástæða til að ryðja veginn fyrr en í dag. Snjóflóð lokaði Óshlíðarvegi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.