Morgunblaðið - 13.02.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 13.02.2002, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2002 45 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake VATNSBERI Afmælisbörn dagsins: Þú ert kraftmikill, hvatvís og félagslyndur og fólk nýtur þess að vera í návist þinni. Ást þín á lífinu gerir þig að jafnréttis- sinnuðum mannvini. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Óvenjulegur einstaklingur gæti komið inn í líf þitt í dag. Hann gæti gengið fram af þér en þér á örugglega ekki eftir að leiðast í návist hans. Naut (20. apríl - 20. maí)  Yfirmaður þinn eða annar yf- irboðari gæti komið þér að óvörum í dag. Vertu varkár í orðum og gerðum og þá þarftu ekki að hafa neinar áhyggjur. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú gætir hitt einhvern sem hefur óvenjulegar hugmynd- ir. Þótt þér finnist þær fárán- legar gætu þær víkkað sjón- deilarhring þinn. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú gætir fengið óvænta pen- inga eða gjöf, annað hvort beint eða í gegnum einhvern nákominn. Vertu opinn og já- kvæður og gerðu ráð fyrir kraftaverki. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Samskipti þín við aðra eru örvandi og óvenjuleg í dag. Það gæti komið til deilna ef einhver reynir að hefta þig eða segja þér fyrir verkum því þú munt ekki líða það. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Vertu viðbúinn tölvuvand- ræðum eða öðrum tækni- vandamálum í vinnunni í dag. Lausnir á öðrum vandamálum gætu þó skotið upp kollinum. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú gætir átt eftir að hrífast af ólíklegum einstaklingi í dag. Það er fálæti hans sem vekur áhuga þinn. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú ert af ýmsum ástæðum í betri tengslum við sjálfan þig í dag. Þú hefur sterka tilhneig- ingu til að brjóta upp vanann bæði í hugsun og verki. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú hefur sterka þörf fyrir að gera uppreisn gegn venju- bundnu lífsmunstri þínu í dag. Þú ert eirðarlaus og þarft á tilbreytingu að halda. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú gætir fengið óvænt at- vinnutilboð í dag. Það gæti tengst einhverju sem hefur aldrei höfðað til þín en þú átt eftir að sjá að það vekur áhuga þinn. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Athafnir þínar gætu komið öðrum á óvart í dag. Þú vilt berjast gegn lífsleiðanum með því að lífga upp á hversdags- lífið. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú gætir orðið fyrir andlegri og tilfinningalegri vakningu í dag. Þú þarft ekki að deila henni með öðrum, bara að eiga hana fyrir sjálfan þig. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be2 e6 7. Be3 Be7 8. Dd2 0-0 9. 0-0-0 Rc6 10. f4 Rxd4 11. Bxd4 b5 12. Bf3 b4 13. Re2 e5 14. Be3 a5 15. Kb1 Dc7 16. Rg3 Bb7 17. Rf5 Rxe4 18. Dd3 Rf6 19. Bxb7 Dxb7 20. fxe5 dxe5 21. Bg5 Kh8 22. Dg3 Re4 23. Dxe5 Staðan kom upp í A-flokki stórmeistaramótsins í Ber- múda sem lauk fyrir skömmu. Alexandre Lesiege (2.572) hafði svart gegn Florian Handke (2.450). 23... Rc3+! 24. Ka1 Ekki gekk upp að leika 24. bxc3 vegna 24... bxc3+ og svartur mátar. 24... f6! 25. Dg3 fxg5 og hvít- ur gafst upp. Lokastaðan í B- flokki mótsins varð þessi: 1. Paw- el Blehm (2.535) 7½ vinning af 9 mögulegum. 2. Emanuel Berg (2.500) 6 ½ v. 3.–4. Pascal Charbonneau (2.386) og Dennis De Vreugt (2.446) 5½ v. 5. Gregory Shahade (2.454) 4½ v. 6. Elisabet Pa- ehtz (2.383) 4 v. 7.–8. Eugene Perelshtey (2.451) og Hekki Kallio (2522) 3½ v. 9. Johan Alvarez (2.379) 3 v. 10. Tomi Nyback (2.448) 1½ v. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. LJÓÐABROT ÚR HRYNHENDU Norðan heldu allt of öldur, auðar lundr! við þik til fundar (húfa treystu drifnar dúfur) dyggðar-menn ór Finna byggðum; svífa léztu ór hverju hrófi hlaðnar skeiðr á vatn it breiða (sandi jós um stál in steindu storðar gandr) fyr Elfi norðan. Digla eldr var sénn í segli, sviptilundr, á dýrðar skriptum (rísa tóku roðnir hausar), Rínar logs, of dreka þínum; (unnar) þóttu eisur brenna Ullar fars af slegnu gulli (fasti rauð of flota glæstum flesta rönd) á skeiða bröndum. – – – Sturla Þórðarson SUÐUR spilar sjö hjörtu og horfir á tólf örugga slagi, en hins vegar er nokkuð djúpt á þeim þrettánda. En þá er bara að grafa með stærri skóflu. Austur gefur; allir á hættu. Norður ♠ Á53 ♥ 54 ♦ Á973 ♣ÁK72 Suður ♠ K6 ♥ ÁKDG1098 ♦ 5 ♣653 Vestur Norður Austur Suður – – 2 tíglar 3 hjörtu Pass 4 grönd Pass 5 spaðar * Pass 7 hjörtu Allir pass * Tveir „ásar“ af fimm og trompdrottning. Austur hefur sagnir með hindrunarsögn í tígli, lof- andi sexlit og 6–10 punktum. Hin almenna regla er sú að stökk inn á hindrunarsagnir sýni slagarík spil, en norður er samt nokkuð grimmur að keyra í alslemmu, því þótt hann eigi fjóra toppslagi vantar innmat í spilin. Vest- ur kemur út með tíguláttu. Hvernig þarf skiptingin að vera til að sagnhafi eigi sér vinningsvon og hvernig á hann að spila? Þvingun af einhverjum toga er eina vonin. Austur er greinilega einn um að valda tígulinn, en síðan er spurningin hvernig landið liggur í svörtu litunum. Til að byrja með drepur sagn- hafi á tígulás og trompar tígul. Vestur fylgir. Síðan er vörnin aftrompuð og það kemur á daginn að austur á aðeins eitt tromp. Það myndast engin þvingun ef austur á skiptinguna 3-1- 6-3, en ef hann á fjögur lauf, það er að segja 2-1-6-4, má ná á hann trompþvingun í láglitunum: Norður ♠ Á53 ♥ 54 ♦ Á973 ♣ÁK72 Vestur Austur ♠ D108742 ♠ G9 ♥ 762 ♥ 3 ♦ 86 ♦ KDG1042 ♣D8 ♣G1094 Suður ♠ K6 ♥ ÁKDG1098 ♦ 5 ♣653 Sagnhafi tekur öll tromp- in nema eitt og ÁK í spaða. Í fjögurra spila endastöðu á blindur 97 í tígli og ÁK í laufi, en heima er sagnhafi með þrjú lauf og eitt tromp. Austur verður annaðhvort að fara niður á einn tígul og þrjú lauf, eða tvö spil í báð- um litum. Í fyrrnefnda til- fellinu notar sagnhafi aðra laufinnkomu blinds til að trompa tígulinn frían, en annars tekur hann ÁK í laufi og fær á hundinn heima. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 60 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 13. febrúar, er sextug Unnur Ingunn Steinþórsdóttir, húsmóðir, Krossholti 6, Keflavík. Eiginmaður henn- ar er Jón William Magnús- son. Þau eru að heiman. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 14. júlí 2001 í Lága- fellskirkju af sr. Önnu Sig- ríði Pálsdóttur Lilja Ívars- dóttir og Kristján Einvarð- ur Karlsson. Heimili þeirra er í Hamratúni 6, Hlíðar- túnshverfi, Mosfellsbæ. Árnað heilla Með morgunkaffinu Ertu nú aftur farinn að njóta lífsins?           MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Málverkasýning Ninný, Jónína Magnúsdóttir, heldur málverkasýningu í boði Sparisjóðsins, Garðatorgi 1, Garðabæ, sem á nú 10 ára afmæli. Sýningin er opin á afgreiðslutíma Sparisjóðsins alla virka daga til 28. febrúar 2002.  Innilegar þakkir flyt ég öllum sem heiðruðu mig með heimsóknum, gjöfum og símskeytum í tilefni 80 ára afmælis míns þann 11. janúar sl. Guð blessi ykkur öll. Runólfur A. Þórarinsson. Á námskeiðinu verður fjallað um tengsl í stjúpfjölskyldu, hlutverk stjúpforeldra, samskiptin við „hina foreldrana“ og leitað vænlegra leiða til að byggja upp samsetta fjölskyldu. Námskeiðið verður haldið á Hverfisgötu 105, 4. hæð, miðvikud. 20. febrúar og mánud. 25. febrúar kl. 20:00-22:30. Stjúpfjölskyldur „Börnin þín, börnin mín, börnin okkar“ Námskeið fyrir foreldra og stjúpforeldra í samsettum fjölskyldum Sálfræðingarnir Einar Gylfi Jónsson og Þórkatla Aðalsteinsdóttir hjá Þeli - sálfræðiþjónustu - munu halda tveggja kvölda námskeið fyrir foreldra og stjúpforeldra í samsettum fjölskyldum. • Stjórnar „fyrrverandi“ heimilislífinu okkar? • Má ég elska börnin mín heitar en börnin hans/hennar? • Eru stjúpforeldrar félagar, vinir eða uppalendur? • Eru stjúpforeldrar alvöru foreldrar? • Er hægt að búa til eina fjölskyldu úr tveimur fjölskyldum? Skráning í síma 551 0260 og í netfangi egj@centrum.is. Verð 9.500 kr. Lindarbraut - efri sérhæð Vorum að fá í einkasölu sérhæð í þessu fallega húsi. Hæðin er um 150 fm, þ.m.t. bílskúr með geymslu innaf. Hæðin skiptist m.a. í stofu og borðstofu, 4 herb., eldhús o.fl. Sérþvottahús á hæð. Parket á stofum. Arinn. Frábært útsýni. Góð eign á vinsælum stað. V. 17,5 m. 2069

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.