Morgunblaðið - 13.02.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.02.2002, Blaðsíða 16
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 16 MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ VEGNA gagnrýni Verslunarráðs Ís- lands á aðferðir þær sem Samkeppn- isstofnun beitti í aðgerðum gegn ol- íufélögunum í desember síðastliðn- um var leitað til tveggja lögfræðinga sem komið hafa að málum af því tagi sem um ræðir og þeir inntir álits á gagnrýninni. Þórunn Guðmundsdóttir hæsta- réttarlögmaður segir að úr starfi sínu sem lögmaður fyrir fyrirtæki sem orðið hafi fyrir húsleit Sam- keppnisstofnunar kannist hún við þau atriði sem gagnrýnd séu í skýrslu Verslunarráðs. „Ég hef komið að máli þar sem fór fram hús- leit á vegum Samkeppnisstofnunar og mér fannst þar ekki alveg farið eftir leikreglunum,“ segir Þórunn. Sem dæmi megi nefna að haldlagn- ingarlistar hafi aðeins fengist frá Samkeppnisstofnun með eftirgangs- munum og gögnum sem hafi verið tekin hafi verið skilað eftir of langan tíma. Þórunn segist álíta að gott sé að fá umræðu um þetta því það kunni að verða til þess að stofnunin fari var- legar í sakirnar næst, en til þess sé full ástæða. Viðskiptaráðherra skortir valdheimildir til afskipta Árni Vilhjálmsson hæstaréttar- lögmaður hjá LOGOS Lögmanns- þjónustu segir að þau sjónarmið sem Verslunarráð hafi sett fram vegna aðgerða Samkeppnisstofnunar gegn olíufélögunum séu mörg hver rétt- mæt. Hins vegar sé það ekki á færi viðskiptaráðherra að fjalla um þetta, til þess skorti hann valdheimildir, en margt af þessu geti átt erindi til dómstóla undir rekstri málsins. Árni segir að þeir einstaklingar sem þarna eigi hlut að máli, þ.e. starfsmenn fyrirtækjanna sem að- gerðirnar beindust gegn, geti hugs- anlega krafist viðurkenningar á ólögmæti aðgerðanna gagnvart þeim. Samkvæmt eðlilegri túlkun á reglunum um hald á munum og leit í lögum um meðferð opinberra mála þá geti Samkeppnisstofnun ekki tek- ið gögn sem ekki skipta máli fyrir rannsóknina en að auki kunni að vera um að ræða brot á friðhelgi einkalífsins. „Það er ljóst að í ein- hverjum tilvikum kann að hafa verið gengið óþarflega langt miðað við al- menna meðalhófsreglu. Þetta þyrfti að kanna sérstaklega og ef til vill væri ástæða til að einhver einstak- lingur léti á þetta reyna. Dómsúr- skurðurinn sem Samkeppnisstofnun fékk til að gera húsleitina beindist ekki gegn einstaklingunum sem starfa í fyrirtækjunum heldur fyrir- tækjunum sjálfum og náði því ekki til einkagagna starfsmannanna,“ segir Árni. Þar við bætist að þótt úr- skurðurinn sjálfur innihaldi ekki sér- stakar takmarkanir þá megi ekki ganga lengra en ráða megi af til- greindum ákvæðum í lögunum um meðferð opinberra mála. Árni segir að taka þurfi þær regl- ur sem gildi um heimildir samkeppn- isyfirvalda til endurskoðunar og það sé nokkuð sem hljóti að gerast. Þær hljóti að verða færðar nær því sem gerist samkvæmt Evrópuréttinum. Hann segir að samkvæmt EES- samningnum sé ekkert sem skuld- bindi okkur til að vera með sam- keppnisreglur eins og þær sem við höfum. „Eina skuldbinding okkar samkvæmt EES-samningnum varð- andi samkeppnisrétt er að tryggt sé að hægt sé að framfylgja samkeppn- isreglum EES hér á landi, en vart er hægt að segja að á það hafi reynt enn sem komið er. Reglur Evrópurétt- arins gagnvart okkur, þ.e. sam- keppnisreglur EES, eru samhljóða reglum framkvæmdastjórnar Evr- ópusambandsins. Þær fela í sér tak- markanir á því hvernig samkeppn- isyfirvöld ESB og ESA geta komið fram. Þar segir meðal annars að samkeppnisyfirvöld hafi heimildir til að a) skoða bókhald og viðskipta- skjöl, b) taka afrit af eða útdrætti úr bókhaldi eða viðskiptaskjölum, c) fara fram á munnlegar skýringar á staðnum og d) fá aðgang að öllu hús- næði, landi og flutningatækjum fyr- irtækja. Samkeppnisyfirvöld Evr- ópusambandsins, ESB, og Eftirlits- stofnunar EFTA, ESA, hafa ekki heimildir til að ganga lengra en þetta þegar þau eru að framfylgja sam- keppnisreglum EES,“ segir Árni og bætir við að skýringin á þessu kunni að vera fólgin í því að menn vilji fara gætilega í að veita valdi til þessara yfirþjóðlegu stofnana. Hvað þetta snertir sé hins vegar mikilvægt að hjá okkur verði settar reglur sem all- ir séu sáttir við, þar sem tekið sé tillit til meðalhófs í framkvæmdinni, að gætt sé hagsmuna þeirra einstak- linga sem starfa hjá þeim fyrirtækj- um sem til skoðunar séu hverju sinni og að samkeppnisyfirvöld fái sinnt sínum skyldustörfum. Illa skilgreint hvaða gögn eru tekin „Í vettvangsskoðun í samkeppnis- málum er það tiltölulega einfalt sem verið er að leita að. Það er verið að leita að því hvort það hafi átt sér stað einhvers konar samráð á milli fyr- irtækja. Ef ekkert af þessu tagi finnst, þá er ekki um að ræða brot á samkeppnislögum,“ segir Árni. Hann bendir á eitt sem sé sérstak- lega þýðingarmikið í athugasemdum Verslunarráðs og það sé umfjöllunin um haldlagningarskrána. Sú skrá virðist vera mjög ófullnægjandi og gögn sem tekin eru séu illa skil- greind. „Ég hef sjálfur tekið þátt í svona rannsóknum sem starfsmaður Eftirlitsstofnunar EFTA, bæði í Noregi og í Þýskalandi. Þar er þetta framkvæmt þannig að gerð er skrá yfir hvert einasta skjal sem tekið er, það tilgreint og því lýst. Í lok rann- sóknar setjast rannsóknarmenn nið- ur með fulltrúum viðkomandi fyrir- tækis og hvert skjal er rætt til að finna út hvort ástæða er til að ljós- rita það vegna rannsóknarinnar, en skjölin eru ekki fjarlægð. Þess eru dæmi að ágreiningur um hvort til- tekið skjal komi rannsókninni við hafi farið fyrir fyrsta stigs dómstól- inn hjá Evrópusambandinu,“ segir Árni. Svo virðist sem í framkvæmd- inni í umræddri vettvangsskoðun hjá olíufélögunum hafi ekki verið haldin skrá þar sem hvert einasta skjal er tilgreint. „Þá þykir mér mjög vafa- samt að úrskurður héraðsdóms hafi veitt stofnuninni heimild til þess að taka afrit af öllum tölvupósti ein- stakra starfsmanna,“ segir Árni að lokum. Samkeppnisstofnun hefur ekki gætt hófs Lögfræðingar taka undir margt í gagnrýni Verslunarráðs á Samkeppnisstofnun ● STJÓRN Sambands sparisjóða ákvað í gær að beina því til spari- sjóðanna að þeir lækki ýmsa liði í gjaldskrám sínum og miði við að verðbreytingin gildi a.m.k. út þetta ár. Með þessu vill stjórnin hvetja sparisjóðina til að leggja sitt af mörk- um þannig að verðlagsákvæði kjara- samninga verði innan viðmiðunar- marka. Tilmælum er beint til spari- sjóðanna að þeir lækki að minnsta kosti eftirtalda liði: lántökugjald skuldabréfa, tilkynningar- og greiðslugjald skuldabréfalána, ár- gjald debetkorta og tékkhefta að meðaltali um 15%. Lækkun gjalda vegna skuldabréfa gildi fyrir við- skiptavini sem nýta sér greiðsluþjón- ustu sparisjóðanna og láta spari- sjóðinn annast skuldfærslu afborg- ana af reikningi í sparisjóðnum. Sparisjóðirnir bregðast við kalli ASÍ ● SEÐLABANKI Íslands hefur undir- ritað samning við Union Bank of Norway um lánsheimild að fjárhæð 200 milljónir Bandaríkjadala sem samsvarar tæplega 21 milljarði króna. Samningurinn er til fimm ára og felur í sér hagstæð kjör fyrir Seðlabankann, samkvæmt upplýs- ingum frá Seðlabanka Íslands. Samningurinn við Union Bank of Norway kemur til viðbótar sambæri- legum samningum um lánsheimildir við nokkrar aðrar fjármálastofnanir. Heildarfjárhæð þeirra nemur nú lið- lega 90 milljörðum króna og er mjög lítill hluti þeirra nýttur. Auk þess hef- ur Seðlabankinn ósamningsbundinn aðgang að lánsfé hjá fjölmörgum er- lendum viðskiptabönkum. Seðlabankinn gerir 21 milljarðs lánasamning EINS og fram kom í Morgun- blaðinu í gær hefur viðskipta- ráðuneytið svarað erindi Versl- unarráðs Íslands, þar sem aðgerðir Samkeppnisstofnunar gegn olíufélögunum í desember síðastliðnum voru gagnrýndar. Viðskiptaráðuneytið hafnaði því að grípa inn í málið og vísaði til þeirra áfrýjunarúrræða sem fyr- ir hendi eru lögum samkvæmt. Í samtali við Morgunblaðið segir Vilhjálmur Egilsson fram- kvæmdastjóri Verslunarráðs að ráðinu hafi verið vel kunnugt um þær málsmeðferðarreglur sem viðskiptaráðherra rekur í svari sínu við erindi Verslunarráðs. „Ástæðan fyrir því að við skrif- uðum ráðuneytinu var hins vegar sú að við vorum að vonast til að hægt væri að koma málinu í þann farveg að ekki þyrfti að koma til þess að kæra þyrfti fólk fyrir brot á lögum um meðferð opin- berra mála. Verslunarráð hefur engan áhuga á slíku og taldi að sú leið sem það lagði til væri vægasta færa leiðin,“ segir Vil- hjálmur. Spurður að því hver næstu skref yrðu hjá Verslunarráði segir Vilhjálmur að ákvörðun um það hafi ekki verið tekin enn. Verslunarráð vildi fara vægustu leiðina LYFJAFYRIRTÆKIÐ Eli Lilly hefur stofnað útibú hér á landi og tók það til starfa um síðustu áramót. Eli Lilly er sérhæft í þróun, framleiðslu og markaðssetningu lyfja, m.a. á sviði geð- og taugasjúkdóma, sykur- sýki, beinþynningar og krabba- meins. Eli Lilly þróaði m.a. eitt út- breiddasta og þekktasta geðlyf í heimi, Prozac. Eli Lilly er stærsti geðlyfjafram- leiðandi í heimi og u.þ.b. tíunda stærsta lyfjafyrirtæki heims, að sögn Rúnu Hauksdóttur, markaðs- og sölustjóra Lilly á Íslandi. Eli Lilly á Íslandi mun annast markaðssetningu og skráningu lyfja og framkvæma klínískar rannsóknir á lyfjum Lilly hérlendis. Væntanlega mun hefjast rannsókn á Cialis, nýju stinningarlyfi sem er fyrsta lyfið í samkeppni við Viagra, í maí eða júní nk. á vegum Eli Lilly. Ekki er ljóst hvenær lyfið kemur á markað, en vonast er til að það verði í lok ársins, að sögn Rúnu. Samstarf við danska útibúið Hún segir að forráðamenn Lilly hafi kosið að eiga og reka sjálfstætt fyrirtæki á Íslandi til að treysta markaðssetningu lyfja sinna enn frekar í sessi hér á landi. Hin síðustu ár hefur A. Karlsson hf. verið um- boðsaðili lyfja frá Lilly á Íslandi en breyting varð á því um síðustu ára- mót. Rúna segir að aðdragandann að stofnun útibúsins á Íslandi megi m.a. rekja til kaupa Lyfjaverslunar Ís- lands á A. Karlssyni. „Markaðshlut- deild lyfja undir merkjum Lilly og samstarfaðila fyrirtækisins hefur aukist jafnt og þétt síðustu árin. Nú er svo komið að Lilly er eitt af þeim lyfjafyrirtækjum sem hefur vaxið hvað hraðast á íslenskum lyfjamark- aði,“ segir Rúna. Íslenska útibúið er í samstarfi við útibú Eli Lilly í Danmörku og ber danska útibúið fjárhagslega ábyrgð á því íslenska. Rúna segir að útibú Eli Lilly á Norðurlöndunum séu nær öll í slíku samstarfi við útibúið í Dan- mörku. Meðal helstu lyfja Lilly á Íslandi eru geðklofalyfið Zyprexa, geð- deyfðarlyfin Fontex og Prozac, bein- þynningarlyfið Evista, krabba- meinslyfið Gemzar og sykursýkilyfin Actos og Humalog. Væntanleg á heimsmarkað eru tvö ný lyf frá Lilly, stinningarlyf undir heitinu Cialis og nýtt blóðsýkingarlyf, Xigris. Höfuðstöðvar Eli Lilly eru í In- dianapolis í Bandaríkjunum en fyr- irtækið var stofnað árið 1876. Fyr- irtækið hefur starfsemi í 179 löndum og eru starfsmenn ríflega 35 þúsund. Starfsmenn Eli Lilly á Íslandi eru sjö, þar af fimm lyfjafræðingar, meinatæknir og ritari. Framleiðandi Prozac opnar útibú á Íslandi Lyfjafyrirtækið Eli Lilly er einn stærsti geðlyfjaframleiðandi heims Starfsfólk Eli Lilly á Íslandi. Sólveig H. Sigurðardóttir, Rúna Hauksdóttir, Helga S. Erlingsdóttir, Margrét Birgisdóttir og Ingibjörg Barðadóttir. Ólafur Adolfsson og Aðalsteinn Jens Loftsson. STUTTFRÉTTIR ● LÖGMÆLTUR kröfulýsingarfrestur í þrotabú verðbréfafyrirtækisins Burnham International á Íslandi rennur út mánudaginn 18. febrúar nk. Eins og kunnugt er var starfsleyfi fyrirtækisins afturkallað hinn 27. nóvember sl. og það tekið til opin- berra skipta, í samræmi við lög, þann sama dag. Kröfulýsingar skulu sendar skiptastjóra búsins, Sigur- mari K. Albertssyni, Lágmúla 7, 108 Reykjavík. Einnig vekur Fjármálaeftir- litið athygli á að í gildi eru tvær ábyrgðartryggingar vegna starfsemi fyrirtækisins. Um er að ræða starfs- ábyrgðartryggingu verðbréfafyrir- tækis og ábyrgðartryggingu stjórnar og stjórnenda. Kröfulýsingarfrestur að renna út SKATTAR á fyrirtæki hafa lækkað um allan heim, mest í ríkjum Evr- ópusambandsins og OECD-ríkjun- um, samkvæmt niðurstöðum könn- unar alþjóðlega endurskoðunarfyrir- tækisins KPMG á skatthlutfalli fyrirtækja í 68 ríkjum heims. Um er að ræða hlutfall af tekjum sem fyr- irtæki greiða sem skatta og lágt skatthlutfall þýðir ekki endilega lága skattbyrði. Skatthlutfall í ríkjum á síður þróuðum svæðum heimsins er lægra en það er í þróaðri ríkjum. Skatthlutfall fyrirtækja innan OECD hefur lækkað úr tæpum 38% árið 1996 í rúmt 31% árið 2001. Skatthlutfall á fyrirtæki innan ESB hefur farið úr um 39% árið 1996 í um 32,5% árið 2001. Annað árið í röð hækkaði ekkert OECD-ríki skatta á fyrirtæki og þrettán ríki lækkuðu skatta á fyr- irtæki. Að meðaltali er skatthlutfall fyrirtækja í OECD-ríkjunum 31,20% miðað við 1. janúar sl. Í ríkjum ESB er hlutfallið 32,53%, í Suður-Amer- íkju er meðaltalið 29,5% og í Asíu er hlutfallið að meðaltali 31,05%. Skattar á fyrirtæki lækka um allan heim

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.