Morgunblaðið - 13.02.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.02.2002, Blaðsíða 22
LISTIR 22 MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ S TAÐA Leikfélags Reykja- víkur í Borgarleikhúsinu er svipuð því og ef útgerð- arfélag ætti skuttogara af nýjustu gerð en hefði ekki ráð á olíukaupum nema til að sigla út í hafnarmynnið og aftur til baka,“ segir Magnús Árni Skúlason, fram- kvæmdastjóri Leikfélags Reykjavík- ur, og bætir því við að þessi líking sé sú sem stjórnmálamenn virðist eiga auðveldast með að skilja. Ef teygja ætti þessa líkingu áfram þá mætti draga þá ályktun að Leik- félag Reykjavíkur hafi í öll 13 árin í Borgarleikhúsinu verið að gutla inn- an hafnarinnar í listrænum skilningi; fjárhagslegar skorður félagsins hafi komið í veg fyrir að hægt að væri leggja á djúpmiðin. Einhver myndi vafalaust mótmæla því. Guðjón Ped- ersen leikhússtjóri segir enda ómak- legt að halda því fram að aldrei sé sótt á djúpin. „Fjárhagsstaða okkar er hins vegar þannig að þá sjaldan að við leyfum okkur það, má ekkert út af bregða.“ 5 leikhússtjórar og 4 framkvæmdastjórar Vandi Leikfélags Reykjavíkur endurspeglast ennfremur í þeirri staðreynd að á þeim 13 árum sem um ræðir hafa 5 leikhússtjórar haldið þar um tauma. Hallmar Sigurðsson (1986–92), Sigurður Hróarsson (1992–96), Viðar Eggertsson (jan.– mars 1996) Þórhildur Þorleifsdóttir (1996–2000) og Guðjón Pedersen frá 2000. Til samanburðar hefur Stefán Baldursson verið þjóðleikhússtjóri frá 1. janúar 1991 og er því misjafnt skipt gæðunum; stöðugleikinn í stjórn Þjóðleikhússins jaðrar orðið við kyrrstöðu á meðan varla hefur gefist tækifæri í Borgarleikhúsinu til að venjast einum leikhússtjóra þegar annar er tekinn við. Hið sama er uppi á teningnum varðandi fjölda fram- kvæmdastjóra sem haldið hafa um peningamálin. Í Borgarleikhúsinu hafa þeir verið 4 en í Þjóðleikhúsinu 1 á sama tímabili. Margslungin tengsl Leikfélags Reykjavíkur við Borgarleikhúsið eru ekki síður tilfinningaleg en fjárhags- leg. Allt frá því húsbyggingarsjóður félagsins var stofnaður á 6. áratugn- um og starfsmenn félagsins lögðu ómælda vinnu af mörkum undir kjör- orðinu „Við byggjum leikhús“, sner- ist draumurinn um þá stund er félag- ið kæmist í nýtt og glæsilegt leikhús í fyllingu tímans. Draumurinn rættist með rausnarlegum stuðningi Reykjavíkurborgar en þó var eign- arhlutur Leikfélagsins metinn til talsverðs fjár og stóð í nær 200 millj- ónum þegar borgin leysti hann til sín í ársbyrjun 2001 með skuldajöfnun við félagið. Fram að þeim tíma var eiginfjárstaða félagsins ávallt já- kvæð þrátt fyrir að skuldir af rekstr- inum söfnuðust upp og lítið gengi að greiða þær niður. Eignir félagsins í dag eru aðeins lausafé og sviðs- og tæknibúnaður til leiksýninga sem meta má til nokkurs fjár, en er engu að síður hverfandi í því samhengi sem hér um ræðir. Áttatíu stöðugildi þarf til Jóhann G. Jóhannsson, formaður Leikfélags Reykjavíkur, hefur þetta um fjárhagsstöðu LR að segja: „Ef fjárhagsvandi LR er kannaður kem- ur í ljós að í upphafi var lagt upp með að í Borgarleikhúsinu, sem fyrir til- stilli félagsmanna LR var reist og LR átti tæpar 200 milljónir í, átti að vera blómleg og öflug leiklistarstarf- semi með u.þ.b. 80 stöðugildum. Þessi fyrirheit hafa aldrei verið efnd að fullu og sést það best a taprekstri félagsins síðan það flutti í Borgar- leikhúsið, en taprekstur hófst þegar stuðningur ríkissjóðs var afnuminn. Reykjavíkurborg hefur aftur á móti tekið eignarhlut LR upp í skuldir sem hafa safnast á þessum árum, peningum sem voru gefnir Leik- félaginu og voru aldrei ætlaðir í rekstur.“ Mörgum eldri félögum í leikfélag- inu þótti súrt í broti að sjá eign fé- lagsins í leikhúsbyggingunni hverfa með einu pennastriki á þennan hátt og lítið væri þar með gert úr öllu fórnarstarfinu á árum áður. Þótti þeim sem þáverandi stjórn félagsins bæri ekki nægilega virðingu fyrir sögu þess og tengslin við fortíð fé- lagsins væru þar með rofin. Leik- félag Reykjavíkur væri orðið leigj- andi í því húsi sem reist hefði verið til að tryggja framtíð þess og væri framtíðin nú ekki tryggari en svo að vel gæti hugsast að annar leigjandi yrði fyrir valinu þegar núgildandi leigusamningur rennur út árið 2012. „Það vill oft gleymast í umræðunni um Borgarleikhúsbygginguna að það var stjórn borgarinnar sem á sín- um tíma tók ákvörðun um að byggja þetta stóra og glæsilega leikhús með 80 stöðugildum. Mér reiknast til að það jafngildi um 240 milljónum í dag og það er nákvæmlega sú upphæð sem við þurfum til að reka leikhúsið með fullri áhöfn,“ segir Guðjón Ped- ersen. Dragbítur eða hvatning Á undanförnum árum hafa þær raddir orðið sterkari sem dregið hafa í efa sögulegan rétt Leikfélags Reykjavíkur til ævarandi setu í Borgarleikhúsinu. Þær raddir halda því fram að Borgarleikhúsið hefði í raun ávallt verið eign Reykjavíkur- borgar að mestu – og nú að fullu og öllu – og það sé tímaskekkja að fela rekstur nútímaleikhúss í hendur fé- lagi sem oftar en ekki væri – vegna innbyrðis deilna og valdabaráttu – einn helsti dragbíturinn á hnitmiðað starf í leikhúsinu. Skörp skil verði að draga á milli reksturs leikhússins og starfsemi Leikfélags Reykjavíkur og það sé óeðlilegt að stjórn Leikfélags- ins fari einnig sjálfkrafa með stjórn leikhússins. Þessi háttur hefði m.a. orðið til þess að leikhússtjórinn væri í rauninni undirmaður undirmanna sinna; félagið gæti ráðið leikhús- stjórann og rekið að vild ef því þætti gengið of nærri hagsmunum sínum við rekstur leikhússins. Er bent á stutta viðdvöl Viðars Eggertssonar í stól leikhússtjóra sem dæmi um þetta. „Stjórnarfyrirkomulag LR býður upp á mun meira lýðræði en tíðkast í öðrum leikhúsum. Listamenn húss- ins geta haft mikið að segja um verk- efnaval, listræna stefnu og útlit sýn- inga. Þetta lýðræði gerir það að verkum að hópurinn er samheldinn, fólkinu líður eins og hluta af fjöl- skyldu og ekkert innan leikhússins er því óviðkomandi. Þetta getur aftur á móti valdið því að deilur koma upp og þá er það undir stjórnendum hússins komið að leysa það á farsæl- an hátt. Ef það tekst ekki tekur lýð- ræðið við. En þegar best lætur gerir þetta fyrirkomulag leikhúsið eins og það verður best, því leiklist er ekki einstaklingslist heldur hóplist. Þótt ýmislegt hafi gengið á síðustu 5 ár má ekki gleyma því að Leikfélag Reykjavíkur á 105 ára farsæla sögu að baki og á vonandi aðra jafnlanga framundan,“ segir Jóhann formaður. Breytt rekstrarform ekki á dagskrá Breytingar á rekstrarformi Borg- arleikhússins í þá veru að Reykja- víkjurborg tæki alfarið að sér rekst- ur hússins og skipaði leikhúsráð og réði leikhússtjóra hafa komið til tals og er þá vísað til þess að þannig eru flest borgarleikhús rekin í nágranna- löndunum. Leikfélag Reykjavíkur myndi þá missa sérstöðu sína innan hússins og í raun yrði það ekki rétt- hærra þar en hver annar atvinnu- leikhópur sem gæti hugsanlega feng- ið inni með sýningar sínar þegar svo bæri undir. Þykir mörgu leikfélags- fólki sú tilhugsun allt að því óbæri- leg. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri segir að sögulegar hefðir ráði mestu um að Leikfélaginu hafi verið falinn rekstur Borgarleikhúss- ins. „Nú er í gildi ákveðinn þjónustu- samningur milli þessara aðila um rekstur Borgarleikhússins og Leik- félagið verður að sníða sér stakk eftir vexti. Ég vil einnig benda á að raun- virði fjárveitingar til LR hefur hækkað á undanförnum árum. Á nú- gildandi verðlagi reiknast fjárveiting ársins 1992 sem 150 milljónir en í ár veitir borgin 190 milljónir til LR. Þarna hefur því orðið umtalsverð hækkun.“ Aðspurð hvort opnun Nýja sviðsins hafi verið tímabær í ljósi fjárhagserfiðleika LR segir Ingibjörg að stjórn leikfélagsins hafi reiknað út á sínum tíma að rekstur- inn yrði mun hagkvæmari með til- komu Nýja sviðsins. „Litla sviðið tekur of fáa áhorfendur til að sýn- ingar borgi sig þar nema í örfáum til- fellum og Stóra sviðið er að sama skapi of stórt. Nýja sviðið er talið vera sú millistærð sem leikhúsið vantaði.“ Aðspurð hvort til greina komi að borgin taki alfarið yfir rekst- ur Borgarleikhússins á svipaðan hátt og tíðkast í nágrannalöndunum segir Ingibjörg Sólrún það ekki vera tíma- bæra umræðu þar sem samningur- inn við LR sé til næstu 10 ára. „Þetta er auðvitað hugmynd sem oft hefur borið á góma í umræðum um Borg- arleikhúsið.“ Guðjón Pedersen leikhússtjóri kveðst vita til þess að hugmyndir um breytt rekstrarform hússins hafi verið reifaðar óformlega við stjórn borgarinnar. „Stjórn borgarinnar sér í hendi sér að með því yrði rekst- ur leikhússins miklum mun dýrari en nú er og ábyrgð á rekstrinum alfarið á herðum borgarinnar. Það fyrir- komulag sem borgin hefur samið um við Leikfélag Reykjavíkur hentar borginni ágætlega þar sem leikfélag- ið hefur í rauninni tekið að sér óvinn- andi verkefni fyrir þá fjármuni sem samið hefur verið um. Fyrir 190 milljóna króna framlag borgarinnar skuldbindur leikfélagið sig til að reka leikhúsið á nánast sömu forsendum og Þjóðleihúsið þar sem í báðum leik- húsunum eru þrjú leiksvið með fast- ráðnum hópi leikara og tilheyrandi baksviðsdeildum en samanburðurinn nær tæpast lengra.“ Í Borgarleikhúsinu eru 22 fast- ráðnir listamenn en í Þjóðleikhúsinu eru þeir 41. Stöðugildi baksviðs- deilda Borgarleikhússins eru 23 en í Þjóðleikhúsinu 60. Sömu hlutföll eru uppi þegar um lausráðna starfsmenn ræðir. Fjárveiting ríkisins til Þjóð- leikhússins er 460 milljónir en Reykjavíkurborg leggur LR til 190 milljónir. „Þetta segir í rauninni allt sem segja þarf. Í Borgarleikhúsinu verð- ur ekki rekið sams konar leikhús og í Þjóðleikhúsinu. Við erum vissulega þakklát fyrir stuðning Reykjavíkur- borgar við leiklistina en við verðum að fara aðrar leiðir, með færra fólki og minni umsvifum. Það er deginum ljósara,“ segir Guðjón Pedersen. 9 fullbúin leiksvið í borginni Þetta sjónarmið leikhússtjórans í Borgarleikhúsinu kallar kannski á umræðu um menningarstefnu borg- arinnar í stærra samhengi og spyrja má hvort borgin hafi mótað sér menningarlega sýn á hvað gera eigi við Borgarleikhúsið. Hvers konar leikhús eigi að reka í húsinu? Því hef- ur borgarstjóri reyndar svarað með því að vísa til þess samnings sem er í gildi við Leikfélagið. Félagið geti í raun mótað sér stefnu að vild innan þess ramma sem samningurinn setur því. Það sé því Leikfélagsins að svara spurningunni um listræna stefnu hússins en ekki borgaryfirvalda. „Það er einmitt það sem við erum að gera,“ segir Guðjón Pedersen. Í Reykjavík eru tvö stærstu leik- hús landsins með þrjú leiksvið hvort auk Gamlabíós þar sem óperan er til húsa. Þá eru ónefnd tvö leikhús til viðbótar í eigu borgarinnar, Iðnó og Tjarnarbíó. Ef rekstur þessara 7 at- vinnuleiksviða væri skoðaður í sam- hengi mætti hugsanlega komast að hagkvæmari niðurstöðu en nú er og nýta fjármunina betur, ef hag- kvæmni væri það leiðarljós sem unn- ið væri eftir. Því fer reyndar fjarri að hagkvæmni og listrænir áfangar haldist ófrávíkjanlega í hendur. Borgarstjóri segir að vel komi til greina að sínu áliti að Íslenska óper- an fái aðstöðu og aðgang að Stóra- sviði Borgarleikhússins. Íslenska óperan nýtur alfarið styrkja frá rík- inu samkvæmt samningi við mennta- málaráðuneytið. „Ég sé í sjálfu sér ekkert því til fyrirstöðu að Íslenska óperan fái aðstöðu í Borgarleikhús- inu þrátt fyrir það, ekki fremur en Íslenski dansflokkurinn, sem hefur aðstöðu í Borgarleikhúsinu, þó rekstur hans sé alfarið á vegum rík- isins.“Samtals fá þessar þrjár stofn- anir – Borgarleikhús, Þjóðleikhús og Íslenska óperan – nær 800 milljónir af opinberu fé til ráðstöfunar. Það eru kannski ekki stórir peningar í öðrum greinum atvinnulífsins en þykja hins vegar gríðarlegir fjár- munir þegar umræðan snýst um op- inberan stuðning við menningu og listir. Og hvernig sem á allt er litið er það staðreynd að þessir peningar – miklir eða litlir eftir atvikum – eru undirstaðan sem atvinnuleiklist á Ís- landi hvílir á. Það er því ekki und- arlegt að tekist skuli á um hvernig þeim er dreift og ráðstafað. Hinn 1. febrúar var 6 fastráðnum starfsmönnum Leikfélags Reykjavíkur sagt upp störfum og tveimur til viðbótar boðinn hlutastarfssamningur. Í grein Hávars Sigurjónssonar kemur fram að stjórnendur LR telja samdrátt óhjákvæmilegan ef reka á leikhúsið samkvæmt samningi félagsins við Reykjavíkurborg. Aðrar leiðir, færra fólk, minni umsvif Morgunblaðið/Jim Smart Starfsmenn Borgarleikhússins á liðnu hausti. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri. Jóhann G. Jóhanns- son formaður LR. Guðjón Pedersen leikhússtjóri. havar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.