Morgunblaðið - 13.02.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.02.2002, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2002 31 Prófkjör Prófkjör eru nú fyrirhuguð til undirbúnings sveitarstjórnarkosningum sem fram fara hinn 25. maí næstkomandi. Af því tilefni birtir Morgun- blaðið hér greinar frambjóðenda og stuðningsmanna. Greinarnar eru ennfremur birtar á mbl.is. Í SKÓLAMÁLUM hefur Reykjavíkur- borg leitast við að greina af raunsæi þau verkefni sem standa fyrir dyrum. Mótuð hefur verið stefna í sérkennslu grundvöll- uð á viðamikilli úttekt á stöðu þeirra mála í grunnskólum Reykja- víkur. Stefnan er snið- in að þörfum og rétt- indum grunnskólabarna, með það að leiðarljósi að allir fái sín notið í hin- um almenna grunn- skóla. Í þessu felst að nám verði ein- staklingsmiðaðra með gerð einstak- lingsnámskráa, tveggja kennara kerfi verði í auknum mæli tekið upp og skólastarf þróað áfram með ólík- ar þarfir nemenda í huga, hvort sem um er að ræða óvenjulega hæfileika eða sérstakar þarfir. Horfum á staðreyndir Könnun meðal grunnskólakenn- ara sýnir að þeir telja að um þriðj- ungur nemenda þurfi á sérkennslu að halda. Þegar svo er komið að hefðbundið bekkjafyrirkomulag full- nægir ekki þörfum þriðjungs grunn- skólabarna er ljóst að grípa þarf til aðgerða innan grunnskólans. Í því sambandi er mikilvægt að við forð- umst kassahugsunina, sem því mið- ur er of algeng í stjórnmálum. Þá er spurt: „Hvað er að þessum börnum og hvað eigum við að gera við þau?“ Við verðum að horfa á staðreynd- ir eins og fræðsluyfirvöld í Reykja- vík hafa kosið að gera og spyrja: „Hvað er að þessu kerfi?“ Hvað eig- um við að gera við kerfi sem full- nægir ekki þörfum þriðjungs skóla- barna? Hvernig er hægt að þróa það og móta þannig að það taki mið af breiðari hluta þess hóps sem það á að þjónusta? Það er hlutverk okk- ar og skylda okkar að spyrja slíkra spurninga og grundvalla stefnu okk- ar á þeim svörum sem við finnum. Firring ríkisvaldsins Þetta hafa fræðsluyfirvöld í Reykjavík horfst í augu við og grunnskólar í Reykjavík munu vinna sig að marki einstaklingsmið- aðra náms á næstu þremur árum. En það er ekki nóg. Menntamála- ráðherra og heilbrigðisráðherra verða að vera með í þessum leið- angri að betra skólakerfi. Þar á bæ verða menn að vera tilbúnir að horf- ast í augu við þann raunveruleika sem við blasir. Grunnskólunum ber skylda til að taka við öllum börnum á grunn- skólaaldri og víkja sér ekki undan þeirri skyldu, en heilbrigðis- þjónustan virðist forð- ast það eins og heitan eldinn að taka við börnum sem eiga við geðræn vandamál að stríða. Þar virðast yf- irvöld leggja sérstakan metnað í að safna bið- listum og það ekki til meðferðar heldur til greiningar. Á meðan mega skól- arnir standa ráðþrota dag eftir dag frammi fyrir vandamálum sem þeir eru eng- an veginn færir um að vinna úr þar sem vandamálin eru ekki mennt- unarlegs eðlis heldur á sviði geðheil- brigðis. Þegar svo loks fæst grein- ing fyrir börnin telja heilbrigðisyfirvöld sig „stikkfrí“ og skólarnir eiga að taka við börnunum án þess að boðið sé upp á meðferð. Þessi firring er ein mesta ógn sem steðjar að skólastarfi í grunnskólum borgarinnar og ekki bætir úr skák að menntamálaráðuneytið virðist í engu telja sig þess megnugt að mennta fólk inn í grunnskólana til að fást við þennan vanda, sem er þó hlutverk þess. Afrekaskrá mennta- málaráðherra Áhugaleysi menntamálaráðuneyt- isins á málefnum grunnskóla er löngu hætt að koma á óvart enda hafa þeir þættir grunnskólastarfs- ins sem ráðuneytið á að sinna verið undantekningalítið gróflega van- ræktir. Hvort sem um er að ræða grunnmenntun eða endurmenntun starfsmanna eða námsgagnagerð. Það væri því við hæfi að menn þrifu sig rækilega í sturtunni áður en þeir færu að gera sig líklega til að troða sér í sundskýluna og stinga sér til metorða í sundlaugum borgarinnar. Horfumst í augu við raun- veruleikann Sigrún Elsa Smáradóttir Höfundur situr í fræðsluráði Reykjavíkur og tekur þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar. Reykjavík Þeir þættir grunn- skólastarfsins sem menntamálaráðuneytið á að sinna, segir Sigrún Elsa Smára- dóttir, hafa undantekn- ingalítið verið gróflega vanræktir. SAMFYLKINGIN heldur einn flokka prófkjör til að velja frambjóðendur sína fyrir borgarstjórnar- kosningarnar í vor. Þessa vikuna stendur yfir kjörfundur þar sem fólkið velur fram- bjóðendur Samfylking- arinnar á Reykjavíkur- listann. Taktu þátt! Prófkjörið fer fram með tvennskonar hætti. Annarsvegar með póstkosningu þar sem allir skráðir fé- lagsmenn í Samfylkingunni fá senda kjörseðla heim til sín. Hinsvegar geta allir stuðningsmenn flokksins komið fram til kl. 17 á sunnudag á skrifstofu Samfylkingarinnar í Aust- urstræti 14 og kosið þá þrjá fram- bjóðendur sem það treystir best til að vera fulltrúar okkar á Reykjavík- urlistanum í vor. Átta öflugir frambjóðendur, allir með mikla reynslu af þátttöku í stjórnmálum, bjóða sig fram. Fjórir hafa verið farsælir borgarfulltrúar, einn er meðal forystumanna Sam- fylkingarinnar á landsvísu, annar gegnir forystu í Kjördæmafélagi flokksins í Reykjavík, og sá þriðji er gamalreyndur úr bar- áttu jafnaðarmanna. Þá er ótalin ung og efnileg kona úr við- skiptalífinu, sem áreið- anlega á eftir að verða einn af stjórnmála- mönnum Samfylking- arinnar í framtíðinni. Reykjavíkurlistinn sem breiðfylking jafn- aðarmanna og fé- lagshyggjufólks er á margan hátt merkis- beri þess besta sem jafnaðarmenn geta áorkað, beri þeir gæfu til að standa saman og vinna saman. Í vor bjóðum við fram nýjan og endurnýj- aðan Reykjavíkurlista. Ég skora á alla stuðningsmenn Samfylkingar- innar að taka þátt í að velja bestu frambjóðendurna með því að kjósa í prófkjöri flokksins. Engir erfðaprinsar Stjórnmál snúast um að vinna að því sem best er fyrir almenning. Vinna að almannaheill í víðasta skilningi þess orðs. Á því byggja jafnaðarmenn alla sína stefnu; rétt- læti og jöfnuð fyrir alla. Með sama hætti treystum við fólkinu til að velja frambjóðendurna. Stuðningsmenn okkar eiga að ráða því sjálfir hverjir eru fulltrúar þeirra á framboðslist- um flokksins, ef þess er nokkur kost- ur að koma við prófkjöri. Við jafnaðarmenn treystum fólk- inu til að velja það sem best er fyrir flokkinn sinn. Velja þá sem eiga að standa vaktina og bera merki flokks- ins á opinberum vettvangi. Í Sam- fylkingu jafnaðarmanna gerir eng- inn tilkall til krúnunnar, og enginn er borinn til valda. Öfugt við and- stæðing Reykjavíkurlistans þá eru engir erfðaprinsar hjá okkur. Fólkið velur forystuna. Fólkið velur fram- bjóðendurna. Taktu þátt í því vali. Fólkið velur frambjóðendurna Össur Skarphéðinsson Reykjavík Ég skora á alla stuðn- ingsmenn Samfylking- arinnar, segir Össur Skarphéðinsson, að taka þátt í að velja bestu frambjóðendurna með því að kjósa í prófkjöri flokksins. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. NÚ þegar nálgast tilkynningu framboðs- lista til borgar- og sveitarstjórna er unn- ið á mörgum stöðum við að gera þá sem best úr garði. Í því felst m.a. að finna hæfasta fólkið sem völ er á til að tryggja íbú- um allra byggðarlaga verðuga fulltrúa næstu fjögur árin. Í Reykjavík er vinn- an langt á veg komin. Flestir hafa samþykkt að innanbúðarfólk ákveði uppröðun á lista á meðan Sam- fylkingin býður fleirum að koma að því vali. Prófkjörið sem opið verður dagana 13.–17. febrúar er liður í því að virkja fleiri til þátttöku. Því fylgir sú ábyrgð að hver og einn þátttakandi verður að gæta þess að virða og fara eftir þeim samskipta- og sambýlisreglum sem gilda í íslensku þjóð- félagi, ekki hvað síst varðandi jafnrétti kynjanna. Þegar þátttakand- inn stendur með kjör- seðilinn í höndunum er það á hans eða hennar valdi að axla ábyrgðina sem því fylgir að velja fólk á lista sem talist geta fulltrúar allra sam- félagshópa. Og þar sem góð vísa er aldrei of oft kveðin er rétt að minna á að rúmlega helmingur íbúa höfuðborgarinnar eru konur og að samkvæmt könnunum eru konur líklegir kjósendur Reykjavíkurlist- ans. Ég hvet alla til að velja konur á lista. Sérstaklega hvet ég þó þátt- takendur í prófkjöri Samfylkingar- innar í Reykjavík til að forða okkur frá því skipulags-, menningar- og jafnréttisslysi sem það yrði að karl- ar skipuðu öll efstu sæti Reykjavík- urlistans í vor. Það er í okkar hönd- um að sýna að við meinum það sem við segjum og að okkur er alvara með því að tryggja jafna stöðu og kjör karla og kvenna. Borgarstjórn verður að vera blandaður kór og raddir kvenna verða að heyrast þar jafn skýrt og greinilega og bassinn, því ef ekki er lagið falskt. Verum til fyrirmyndar, verum framsýn og ábyrg um það að jafnréttissjónar- mið séu í heiðri höfð í borginni! Borgarstjórn er blandaður kór Hólmfríður Garðarsdóttir Reykjavík Ég hvet alla, segir Hólmfríður Garð- arsdóttir, til að velja konur á lista. Höfundur er háskólakennari og situr í framkvæmdastjórn Samfylking- arinnar. STUÐNINGS- MENN Reykjavíkur- listans vita að nú er að duga eða drepast. Það er mikilvægt að allir átti sig á því að þeir geta tekið þátt í prófkjörinu sem hefst í dag, óflokksbundnir eins og aðrir. Sjálf- stæðisflokkurinn fer hamförum, heimtar að Reykjavík verði aftur hornsteinn í valdakerfi sínu. Ingi- björg Sólrún og Reykjavíkurlistinn valda þann reit sem gerir okkur öllum fært að sýna fram á að hugsjónir jafnaðar og jafnréttis eigi mikilvægt erindi í samfélag- inu. Frá því Reykjavík- urlistinn varð til hef ég stutt hann af heil- um hug, verið sjálf- boðinn fótgönguliði til verka – eða kall- aður til fulltrúum hans til halds og trausts. Að þessu sinni hef ég ákveðið að bjóða mig fram og standa í fremstu víg- línu. Ég býð mig fram í fyrsta sæti. Sem bet- ur fer er nægt mann- val af reyndu fólki í prófkjörinu svo ekki verður vandi að velja sterkt framboð. Það er skoðun mín að Reykjavíkurlistinn hafi víða staðið vel að verki, og Ingibjörg Sólrún reynst farsæll borgarstjóri. Borgarfulltrúar okkar hafa gott forskot og geta lagt verk í dóm. Að sama skapi geta hinir sem vilja slást í hópinn beðið fólk að íhuga hvernig sigurstranglegasta sveitin lítur út. Ykkar er valið. Hverjum treystum við best til sigurs? Og til verka í borgarstjórn? Ég hvet alla stuðningsmenn Reykjavíkurlistans til að gefa sitt svar í prófkjörinu. Reykvíkingar: Allir geta kosið Stefán Jón Hafstein Reykjavík Að þessu sinni, segir Stefán Jón Hafstein, hef ég ákveðið að bjóða mig fram og standa í fremstu víglínu. Höfundur er formaður fram- kvæmdastjórnar Samfylkingarinnar og gefur kost á sér í 1. sæti í próf- kjöri Samfylkingarinnar. Taska aðeins 750 kr. NETVERSLUN Á mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.