Morgunblaðið - 13.02.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 13.02.2002, Blaðsíða 38
FRÉTTIR 38 MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Eru mann- réttindi trúarbrögð? FIMMTUDAGINN 14. febrúar nk. kl. 20 mun Svanborg Sigmarsdóttir, stjórnmálafræðingur, halda fyrir- lestur á sameiginlegum fundi Fé- lags stjórnmálafræðinga og Mann- réttindaskrifstofu Íslands. Fundur- inn verður haldinn á 4. hæð í Reykjavíkurakademíunni, Hring- braut 121, Reykjavík. „Á undanförnum 20 árum hafa stuðningsmenn mannréttinda í heiminum unnið merka áfangasigra. Einn sá stærsti er að svo til allir taka því sem gefnu að mannréttindi séu til og því hafa deilur um réttindi manna frekar snúist um hver þau eigi að vera en hvort þau séu yf- irleitt til. Einn hópur manna hefur skorið sig úr í þessu tilviki, en það eru þeir sem leggja stund á stjórn- málakenningar. Í fyrirlestri sínum mun Svanborg skoða afstöðu þessara fræðimanna, leggja mat á gagnrýni þeirra á kenningaleysi mannréttinda og velta upp þeirri spurningu, hvort það skipti einhverju máli að ekki virðist hægt að sanna tilvist þeirra. Ennfremur mun Svanborg fjalla um þann mun, sem verði að vera á al- gildum mannréttindum annars veg- ar og mannréttindum sem háð eru stjórnmálalegum ákvörðunum hins- vegar. Loks mun hún spyrja hvort mannréttindamál á Vesturlöndum séu farin að hafa slæm áhrif á al- menn stjórnmál. Svanborg Sigmarsdóttir hefur undanfarin ár stunda doktorsnám við háskólann í Essex í Bretlandi. Hún er nú stundakennari við Há- skóla Íslands þar sem hún er með fyrirlestra um mannréttindakenn- ingar. Fundurinn er öllum opinn og er allt áhugafólk um mannréttindi hvatt til mæta og taka þátt í um- ræðunum,“ segir í fréttatilkynn- ingu. Þorrablót Vals KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ Valur heldur sitt árlega þorrablót í hátíð- arsal Vals á Hlíðarenda föstudaginn 16. febrúar. Blótið hefst með fordrykk kl. 19. Miðaverð er 3.000 kr. Á dagskrá verður meðal annars skemmtiatriði, uppboð, ræðumaður kvöldsins, fjöldasöngur og tónlistaratriði. Miðasala fer fram í afgreiðslu íþróttahúss Vals við Hlíðarenda. Konur í krists- hlutverkum í kvikmyndum ARNFRÍÐUR Guðmundsdóttir, lektor við guðfræðideild, verður með rabb á vegum Rannsóknastofu í kvennafræðum næstkomandi fimmtudag, 14. febrúar, í Norræna húsinu kl. 12–13. Umræðuefnið er konur í kristshlutverkum í kvik- myndum. „Í þessu rabbi verður fjallað um einkenni kristsgervinga og tekin dæmi af þekktum kvenpersónum í tveimur nýlegum myndum, þeim systur Helen í Dead Man Walking og Bess í Breaking the Waves, en báðar hafa þær oft verið nefndar sem dæmi um kristsgervinga. Færð verða rök fyrir því að systur Helen megi réttilega kalla krists- gerving, á meðan réttara væri að tala um Bess sem neikvæðan kristsgerving, sem gerir tilkall til samanburðar við frásögn guð- spjallanna en felur í sér andhverfu við frelsunar- og kærleiksboðskap Krists. Bess er holdgerving hefð- bundinna hugmynda um fórnareðli kvenna. Í Breaking the Waves er fyrirmyndin af hinni fórnfúsu konu upphafin, en þar koma einnig vel fram þau skaðlegu áhrif sem kraf- an um sjálfsfórn kvenna hefur oft haft í för með sér,“ segir í frétta- tilkynningu. Kjaradeilur framtíð- arinnar UNGIR jafnaðarmenn efna til fundar um kjaradeilur í vinnu- markaðsskipan framtíðarinnar fimmtudaginn 14. febrúar á ann- arri hæð í Húsi málarans og hefst hann klukkan 20.00. Umræðan mun m.a. snúast um áhrif verk- falla, hvort verkföll séu úrelt og hvort aðrar og vænlegri leiðir séu til að skapa þrýsting á lausn harðra kjaradeilna. Fundarstjóri verður Björgvin G. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Samfylkingar- innar. Frummælendur verða þeir Sig- urður Bessason, formaður verka- lýðsfélagsins Eflingar, Ari Ed- wald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, lektor í viðskipta- fræði við Háskóla Íslands. ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Múrverk — flísalagnir Múrarameistarar geta bætt við sig verkefnum. Uppl. í símum 894 4556 og 891 9458. R A Ð A U G L Ý S I N G A R ATVINNUHÚSNÆÐI Atvinnuhúsnæði til leigu Höfum til leigu ýmsar gerðir og stærðir af skrifstofu- og verslunarhúsnæði í Reykjavík. Allar upplýsingar veittar á skrifstofu Eyktar í síma 595 4400. Eykt ehf., Lynghálsi 4. LÓÐIR Byggingalóð til sölu Vorum að fá í einkasölu góða fjölbýlis- húsalóð undir 18 íbúðir. Allar nánari upplýsingar veitir Bárður Tryggvason á Valhöll fasteignasölu. NAUÐUNGARSALA Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Kirkjustígur 1, þingl. eig. Ingvi Rafn Guðmundsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, mánudaginn 18. febrúar 2002 kl. 13.00. Suðurgata 46, þingl. eig. Rósa Jónsdóttir og Jósteinn Snorrason, gerðarbeiðendur Húsasmiðjan hf., Sandblástur og málmhúðun hf. og sýslumaðurinn á Siglufirði, mánudaginn 18. febrúar 2002 kl. 13.10. Þormóðsgata 23, efri hæð, þingl. eig. Sigrún Ingólfsdóttir, gerðarbeið- andi Lífeyrissjóður Norðurlands, mánudaginn 18. febrúar 2002 kl. 13.20. Vanefndaruppboð: Hverfisgata 17, n.h., þingl. eig. Óli Brynjar Sverrisson, gerðarbeiðend- ur Bifreiðar & landbúnaðarvélar hf., Lífeyrissjóður Norðurlands og sýslumaðurinn á Siglufirði, mánudaginn 18. febrúar 2002 kl. 13.35. Sýslumaðurinn á Siglufirði, 12. febrúar 2002. Guðgeir Eyjólfsson. TILBOÐ / ÚTBOÐ Hús til sölu Tilboð óskast í íbúðarhús á Breiðumýri (Lækn- ishúsið), Reykjadal, S-Þing. Húsið er byggt 1944, steinsteypt á tveimur hæðum, samtals 259 m² auk 25 m² áfasts bílskúrs. Húsið þarfn- ast viðgerðar. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Tilboð- um skal skila á skrifstofu Reykdælahrepps, Kjarna, 650 Laugar, eigi síðar en 28. febrúar 2002. Upplýsingar veittar í síma 464 3322, milli kl. 10 og 12 og 13 og 16. Oddviti. TILKYNNINGAR                     Samkvæmt ákvæðum 18. og 25. gr. Skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, er hér með lýst eftir athugasemdum við ofangreint deiliskipulag. Tillagan mun liggja frammi á bæj- arskrifstofu Borgarbyggðar frá 14. febrúar 2002 til 15. mars 2002. Athugasemdum skal skila inn fyrir 2. apríl 2002 og skulu þær vera skriflegar. Borgarnesi, 4. febrúar 2002. Bæjarverkfræðingur Borgarbyggðar. Tillaga að breytingu á Svæðisskipulagi sveitarfé- laganna norðan Skarðs- heiðar 1997—2017 Hvammur í Skorradal Sveitarstjórn Skorradalshrepps auglýsir skv. 2. mgr. 14. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að breytingu á Svæðisskipulagi sveitarfélaganna norðan Skarðsheiðar 1997— 2017. Gerð er tillaga um breytingu á landnotk- un þannig að svæði fyrir sumarbústaðabyggð breytist í svæði fyrir frístundabyggð (23 lóðir, 17,5 ha). Sveitarstjórn bætir það tjón sem ein- stakir aðilar kunna að verða fyrir við breyting- una. Tillagan hefur verið send sveitarstjórn Borgarfjarðarsveitar til kynningar. Tillagan verður send Skipulagsstofnun sem gerir tillögu til umhverfisráðherra um lokaafgreiðslu. Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna geta snúið sér til oddvita Skorradalshrepps, Grund. Deiliskipulag: Hvammsskógur, Skorradal Sveitarstjórn Skorradalshrepps samþykkti þann 1. febrúar sl. tillögu að deiliskipulagi Hvammsskóga, sem er frístundasvæði í landi Hvamms í Skorradal Tillagan var auglýst þann 17. nóvember og og lá frammi til kynningar til 19. desember sl. Frestur til að skila athuga- semdum rann út 2. janúar sl. og barst engin athugasemd innan þess tíma. Ein athugasemd barst eftir auglýstan frest. Sveitarstjórn hefur afgreitt athugasemdina. Vegna athugasemdar- innar var gerð sú breyting á skipulagstillögunni að byggingarreitur á skógræktarsvæði var felldur brott og skógræktarlóð og tvær frí- stundalóðir einnig felldar brott. Deiliskipulagið hefur verið sent Skipulagsstofn- un til athugunar sem mun gera athugasemdir ef form- og/eða efnisgallar eru á því. Deiliskipu- lagið hlýtur gildi við auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda. Þeir sem óska nánari upplýsinga um deiliskipu- lagið og niðurstöðu sveitarstjórnar geta snúið sér til skipulagsfulltrúa Skorradalshrepps, Ólafs Guðmundssonar, Hrossholti. Grund, 8. febrúar 2002. Oddviti Skorradalshrepps. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 18  1822138  9.0.*  GLITNIR 6002021319 I I.O.O.F. 7  1822137½  FI. I.O.O.F. 9  1822137½  ÞB.K  HELGAFELL 6002021319 IV/V Frl. Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Samkoma í Kristniboðssaln- um í kvöld kl. 20:30. Jónas Þórisson segir frá nýlegri ferð til Eþíópíu. Kristín Bjarnadóttir flyt- ur hugleiðingu. Allir hjartanlega velkomnir. sik.is. Myndasýning í FÍ-salnum mið- vikud. 13. febrúar 2002 kl. 20.30. Gísli Már Gíslason fjallar um Þjórsárver og Ína Gísladóttir um Austfirði, einkum Gerpis- svæðið. Allir velkomnir, kaffi- veitingar í hléi, verð 500. Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti. Sunnudagur 17. febrúar. Bláfjöll — Grindaskörð, 3—4 klst. ganga. Fararstjóri Björn Finnson. www.fi.is, textavarp RUV bls. 619.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.