Morgunblaðið - 13.02.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.02.2002, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2002 25 –páskaferðir frá 69.950 á mann FERÐASKRIFSTOFA GUÐMUNDAR JÓNASSONAR EHF. Borgartúni 34, Rvík, sími 511 1515 Sex daga ferð, 27. mars til 1. apríl Miðvikudaginn 27. mars verður flogið með Flugleiðum til Parísar og ekið þaðan til Crans-Montana. Gisting á Hotel Central næstu 4 nætur. Seinni hluta páskadags, 31. mars, er ekið áleiðis til Frankfurt og gist í Frakklandi síðustu nóttina. Annan páskadag verður flogið heim frá Frankfurt. Hotel Central er þægilegt og vel staðsett, þriggja stjörnu hótel í miðbæ Crans-Montana. VERÐ 69.950 kr. á mann Innifalið í verði er flug, flugvallaskattar, akstur milli Parísar, Crans- Montana og Frankfurt, gisting í tveggjamanna herbergi í 4 nætur á Hotel Central og eina nótt í Frakklandi og morgunverður. Aukagjald fyrir einsmanns herbergi er 5.200 kr. Ellefu daga ferð, 21. til 31. mars Fimmtudaginn 21. mars verður flogið með Flugleiðum til Amsterdam og og áfram með KLM til Zurich. Þaðan er ekið til Crans-Montana og gist á Grand Hotel du Parc næstu 10 nætur. Grand Hotel du Parc er vel staðsett fjögurra stjörnu hótel í göngufæri við skíðalyfturnar. Þann 31. mars er svo ekið til Genfar og flogið þaðan heim um Amsterdam. Frábær ferð með hálfu fæði alla dagana. VERÐ 142.600 kr. á mann Innifalið í verði er flug, flugvallaskattar, akstur milli Zurich, Crans- Montana og Genfar, gisting í 10 nætur í tveggjamanna herbergi, morgunverður og kvöldverður. Aukagjald fyrir einsmanns herbergi: 16.300 kr. Komdu á skíði til Sviss Almenn farseðlaútgáfa, hópferðir, einstaklingsferðir, viðskiptaferðir, ferðaráðgjöf, hótelbókanir. Skipulagðar ferðir til Crans Montana frá 1981. Verð miðast við gengi 12. febrúar 2002. Meira en 20 ára reynsla í skipulögðum skíðaferðum til Crans Montana. TAKMARKAÐ SÆTAFRAMBOÐ Í GREIN í Mbl. 6. feb. sl. skrif- ar Ólafur Örn Arnarson læknir grein um skýrslu starfsnefndar heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra um framtíðarskipulag og uppbyggingu Landspítala – Há- skólasjúkrahúss. Misskilnings gætir hjá greinarhöfundi sem kemur fram í meðferð talna og þar af leiðandi í ályktunum sem hann dregur. Hið rétta í málinu er eftirfar- andi: Starfsnefndin ákvað að byggja álit sitt varðandi skipulags- og húsnæðismál á greiningu sænskra arkitekta sem eru sérhæfðir í hönnun sjúkrahúsa. Niðurstaða sænsku arkitektanna er að spítalinn þurfi 135 þúsund fermetra af húsnæði fyrir þá starf- semi sem var til umfjöllunar. Hús- næði á Hringbraut er nú um 60 þúsund fermetrar en í Fossvogi eru 30 þúsund fermetrar. Til þess að koma starfseminni fyrir á Hringbraut þarf að byggja 79 til 85 þúsund fermetra eftir því hvernig eldri og nýrri byggingar eru fléttað- ar saman. Í Fossvogi þyrfti hins vegar að byggja 30% meira ef koma á allri starfsem- inni þar fyrir. Heil- brigðisvísindadeildir Háskóla Íslands hafa nú um 15 þúsund fer- metra húsnæði við Hringbraut en þessar deildir þurfa að vera í góðum tengslum við starfsemi spítalans. Ef kjarni spítalans er fluttur frá Hring- braut, eins og Ólafur Örn leggur til, þyrfti jafnframt að huga að nýrri upp- byggingu fyrir þessar háskóla- deildir á sama stað og spítalinn er byggður upp á. Þar með er búið að kljúfa heilbrigðisvísindadeildirnar frá öðrum deildum Háskólans og valda ómældum skaða á uppbygg- ingu hans og starfi. Við flutning á Hringbraut losnar 30 þúsund fermetra húsnæði í Fossvogi. Formaður starfs- nefndarinnar hefur nefnt að nýta megi húsnæðið í Fossvogi á ýmsa vegu þegar þar að kemur svo sem fyr- ir hjúkrunardeildir eða selja byggingarn- ar til annarra nota. Hins vegar er nokkuð langur tími í að af sölu eða annarri nýt- ingu húsnæðisins í Fossvogi geti orðið og þær endurbætur sem gerðar hafa verið á síðustu árum á hús- næðinu í Fossvogi þá að fullu af- skrifaðar og komið að nýrri endur- nýjun. Danska ráðgjafafyrirtækið Em- entor vann með Landspítala – Há- skólasjúkrahúsi að greiningu á starfseminni og mati á líklegum breytingum á næstu 20 árum. Ementor er rekstrarráðgjafarfyr- irtæki með góða þekkingu á sjúkrahússtarfsemi en fyrirtækið annast ekki hönnun bygginga. Þannig mynda þessir tveir ráð- gjafar ágæta heild, annar tekur til breytinga á starfseminni en hinn hvernig best sé að haga uppbygg- ingu í því ljósi. Fyrsta tillaga starfsnefndarinn- ar var að öll starfsemin væri á ein- um stað. Þessi tillaga er rökstudd ítarlega í áliti starfsnefndarinnar sem er að finna á heimasíðu spít- alans (www.landspitali.is). Helstu rök nefndarinnar eru að það komi sjúklingum mjög til góða að hafa starfsemina á einum stað, sam- vinna innan sérgreina og milli þeirra eflist og þannig næst árang- ursríkara faglegt starf. Þá muni sameining spítalans á einum stað leiða til mikillar hagræðingar í rekstri, vísindastarf eflist og kennsla verður markvissari. Kostir þess að hafa starfsemina á einum stað eru það yfirgnæfandi að ekki kom til álita hjá starfsnefndinni að leggja til að starfsemin yrði til frambúðar á tveimur stöðum. Færsla Hringbrautar hefur lengi verið á verkefnaskrá ríkis og borgar og er nauðsynleg fram- kvæmd hvernig svo sem uppbygg- ingu spítalans verður háttað. Það er því ekki rökrétt að telja þann kostnað sem stofnkostnað við spít- alabygginguna. Það má hins vegar benda á að ef auka á starfsemina í Fossvogi þarf að fara í umfangs- miklar og kostnaðarsamar breyt- ingar á gatnakerfinu við Kringlu- mýrarbraut. Því tenging Foss- vogslóðarinnar um Bústaðaveg þolir ekki meira umfang. Niðurstaða nefndarinnar nýtur eindregins stuðnings hjá Háskóla Íslands, prófessorum læknadeild- ar, Reykjavíkurborg og fleiri að- ilum. Verði uppbyggingunni hrað- að, sem vonir standa til, þá það mun leiða af sér sterkan kjarna sem samanstendur af Landspítala – Háskólasjúkrahúsi, Háskóla Ís- lands og ýmsum rannsóknar- og þróunarfyrirtækjum sem gefur færi á samstarfi og eflingu at- vinnulífs. Framtíðarskipulag og uppbygging Landspítala Ingólfur Þórisson Höfundur er framkvæmdastjóri tækni og eigna á Landspítala – Há- skólasjúkrahúsi og var ritari starfs- nefndar um framtíðaruppbyggingu spítalans. Sjúkrahús Færsla Hringbrautar, segir Ingólfur Þórisson, hefur lengi verið á verk- efnaskrá ríkis og borgar. STARF Halldórs Ásgrímssonar utanrík- isráðherra að sam- skiptum við Evrópu- sambandið er í fullu samræmi við niður- stöður Evrópunefndar framsóknarmanna, en þær voru lagðar til grundvallar stefnu- mótunar á síðasta flokksþingi framsókn- armanna. Ekkert af því sem utanríkisráðherra hefur gert eða sagt í þessum efnum kemur þeim á óvart sem lesið hafa álitsgerð Evrópu- nefndarinnar. Viðleitni utanríkisráðherra til að treysta hagsmuni Íslendinga and- spænis breytingum og stækkun Evr- ópusambandsins er að sjálfsögðu í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinn- ar. Utanríkisráðherra hefur að und- anförnu látið kanna möguleika á nauðsynlegum breytingum á samn- ingnum um Evrópska efnahags- svæðið og er þetta alveg í samræmi við niðurstöður Evrópunefndarinn- ar. Hann hefur jafnframt, af augljós- um ástæðum, lagt þunga áherslu á að tryggja hagsmuni Ís- lendinga varðandi út- flutning héðan til þeirra landa í Austur- Evrópu sem nú knýja dyra til inngöngu í Evrópusambandið. Næsta verkefnið Evrópunefnd fram- sóknarmanna telur að vinna við þróun EES- samningsins sé næsta verkefnið í Evrópu- samskiptum Íslend- inga, um leið og stöð- ugt verði unnið áfram að stefnumótun og markmiðssetningu, endurskoðun og þróun stefnumiða þjóðarinnar. Það kemur ekki á óvart að utanrík- isráðherra hefur lítið orðið ágengt við að fá forystumenn Evrópusam- bandsins til að mæta óskum Íslend- inga um þróun EES-samningsins. Evrópunefnd framsóknarmanna fjallar m.a. um aðgerðir af hálfu Ís- lendinga ef ekki reynist grundvöllur til að byggja áfram á samningnum. Þar segir að þá skuli ákvörðun tekin um það hvort óskað skal við- ræðna við Evrópusambandið um fulla aðild eða hvort leitað skal ann- arra leiða. Mikilvæg kaflaskil Nú eru orðin mikilvæg kaflaskil í sögu Evrópusambandsins. Með evr- unni er ESB loks orðið að áþreifan- legum veruleika í daglegu lífi alls al- mennings. Ótrúlega fá mistök hafa verið gerð við upptöku evrunnar og umræður í Danmörku, Bretlandi og Svíþjóð benda til vaxandi áhuga og á það jafnvel við um Norðmenn líka. Íslendingar verða að fylgjast vel með atburðarásinni. Ýmsir sem efast um frekari tengingu við ESB hafa gert þann fyrirvara að taka verði hugmyndir um aðildarumsókn til endurskoðunar ef evran verður al- mennur gjaldmiðill í Danmörku og Bretlandi. Svo getur farið að Danir fari brátt að nota evruna jafnhliða danskri krónu. Og hérlendis mun a.m.k. ferðaþjónustan taka upp evru-við- skipti. Hvers konar kostnaðar- og verðsamanburður verður auðveldur fyrir allan almenning. Mjög erfitt er að ráða í áhrif alls þessa á íslenskt viðskiptalíf, jafnvel þegar á næstu misserum, en fráleitt er að reyna að horfa fram hjá þessu. Eðlilegar ályktanir Álitsgerð Evrópunefndar fram- sóknarmanna felur að sjálfsögðu ekki í sér tímaákvarðanir. Hún fjallar mest um tilhögun og röðun álitaefna og ákvarðana. Auðvitað eru þær ályktanir mjög eðlilegar af nið- urstöðum nefndarinnar að mikilvæg- ar ákvarðanir skuli taka á allra næstu árum. Það er þannig í góðu samræmi við álitsgerð Evrópunefndar að álykta sem svo að á næsta kjörtímabili sé tímabært, ef þróunarhæfni EES- samningsins virðist ófullnægjandi, að samskipta- og samningsmarkmið Íslendinga verði ákvörðuð og gengið til þjóðaratkvæðis um heimild til að hefja aðildarviðræður á þessum grundvelli. Rétt er að minna á að Evrópu- nefnd framsóknarmanna telur að ganga skuli tvisvar til þjóðaratkvæð- is, fyrst um heimild til að hefja aðild- arviðræður og síðan aftur til að ákvarða um samning ef sameiginleg niðurstaða næst í viðræðum. Evrópunefnd framsóknarmanna staðfestir að menn hafa ólíkar skoð- anir á hugsanlegri aðild Íslands að ESB. Evrópunefndin telur mikil- vægt að menn nái samstöðu um markmið og skilmála þjóðarinnar og um þjóðarmetnað Íslendinga í fjöl- þjóðlegum samskiptum, en þjóðarat- kvæði skeri síðan úr um aðgerðir. Þeir sem andmæla nú orðum og gerðum Halldórs Ásgrímssonar ut- anríkisráðherra hljóta að viðurkenna að hann hefur ævinlega tekið fullt til- lit til þess að skoðanir eru skiptar. Einnig þetta er í fullu samræmi við sjónarmið Evrópunefndar fram- sóknarmanna. Evrópumálin á dagskrá Jón Sigurðsson Evrópumálin Þeir sem andmæla nú, segir Jón Sigurðsson, hljóta að viðurkenna að Halldór hefur ævinlega tekið fullt tillit til þess að skoðanir eru skiptar. Höfundur er rekstrarhagfræðingur. Stretchbuxur kr. 2.900 Konubuxur frá kr. 1.690 Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður. Brandtex fatnaður Nýbýlavegi 12, sími 5544433 KVEN- SÍÐBUXUR 3 SKÁLMALENGDIR Bláu húsin við Fákafen. Sími 553 0100. Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-16.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.