Morgunblaðið - 13.02.2002, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 13.02.2002, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. FRÁ samskiptum Íslands við Evr- ópusambandið er tryggilega gengið með EES-samningnum, sem veitir Íslendingum að heita má óheftan að- gang að innri markaði sambandsins. EES-samningurinn stendur enn, átta árum eftir gildistöku hans, fyllilega undir þeim væntingum sem til hans voru gerðar og virkar eins og til stóð. En eftir stækkun Evrópusambands- ins myndi aðild að því kosta Íslend- inga á annan tug milljarða árlega, að því er fram kom í erindi Davíðs Odds- sonar forsætisráðherra á viðskipta- þingi Verslunarráðs Íslands í gær. „Auðvitað koma upp ágreinings- mál við framkvæmd á svo flóknu og víðfeðmu fyrirbæri sem þessi samn- ingur er. Þau eru þó ótrúlega fá og snúast ekki um þá stóru hagsmuni sem hann tryggir, heldur um tækni- leg framkvæmdaratriði. Nýlegt dæmi lýtur að tilskipun um skrán- ingu, markaðssetningu og meðferð sæfiefna, en það eru til dæmis skor- dýra- og rottueitur, sótthreinsiefni og rotvarnarefni. Þá er nefnd til sögunn- ar ónóg þátttaka í nefndum á vett- vangi framkvæmdastjórnar ESB. Þetta eru nefndir sem fjalla um atriði eins og neytendamál og hreinlæti og hollustu á vinnustöðum. Að þessum atriðum ber vissulega að hyggja sem og tæknilegri uppfærslu texta EES- samningsins til samræmis við breyt- ingar sem orðið hafa á sáttmálum ESB á undanförnum árum. Það er eðlilegt eftir átta ár, að slíkur próf- arkalestur eigi sér stað. Hins vegar er ljóst að engin stórvandamál eru á ferðinni og engir stórir hagsmunir í hættu. Samt telur formaður Samfylk- ingarinnar, einn íslenskra stjórn- málaforingja, að við verðum að ganga í ESB af því að EES-samningurinn hafi veikst og dugi ekki,“ sagði for- sætisráðherra. Að sögn Davíðs hafa ekki verið færð áþreifanleg rök fyrir þessari skoðun og Íslendingar þyrftu að gefa eftir hluta af fullveldi sínu, missa yf- irstjórn á íslenskum sjávarútvegi til að fá tóm til nefndarstarfa um hrein- læti á vinnustað og hafa áhrif á reglu- gerð um rottueitur. ESB-aðild kostar á ann- an tug milljarða árlega  EES-samningurinn/26 FARSÆLL GK 162 kom til hafn- ar í Grindavík í gær með eina stærstu ýsu sem veiðst hefur hér við land svo vitað sé. Vó ýsan 12 kíló og var 106 cm að lengd. Að sögn Þórarins Sigvaldasonar, annars vélstjóra, veiddist ýsan í dragnót í Reykjanesröstinni. „Það er einsdæmi að fá svona stóra ýsu,“ sagði hann í samtali við Morgunblaðið í gær. Gunnar Jónsson, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun Íslands, segir að lengsta ýsan sem veidd hafi verið hér við land hafi verið 109 cm, en hún veiddist á línu í janúar 1991 út af Arnarfirði. „Hún var fjórtán ára og 8,45 kíló slægð,“ segir Gunnar. Þá veiddist 11 kílóa ýsa á línu í Miðnessjó ár- ið 1924 sem var 104 cm að lengd. Gunnar segir að ýsan sem Far- sæll hafi komið með í gær sé hugsanlega þyngsta ýsan sem veiðst hafi hér við land en fiski- fræðingar hjá Hafrannsókna- stofnun fá hana í hendur í dag. Verður hún væntanlega kyn- og aldursgreind og tölur um hana skráðar í bækur. Morgunblaðið/Sverrir Þórarinn Sigvaldason, skipverji á Farsæli, heldur á ýsunni stóru. Ein stærsta ýsa sem veiðst hefur INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir að vel komi til greina að sínu áliti að Íslenska óper- an fái aðstöðu og aðgang að Stóra sviði Borgarleikhússins. Þessi um- mæli koma í kjölfar þess að stjórn Leikfélags Reykjavíkur boðar sam- drátt í starfsemi sinni í Borgarleik- húsinu miðað við óbreyttar fjárhags- forsendur. Íslenska óperan nýtur alfarið styrkja frá ríkinu samkvæmt samningi við menntamálaráðuneyt- ið. „Ég sé í sjálfu sér ekkert því til fyrirstöðu að Íslenska óperan fái að- stöðu í Borgarleikhúsinu þrátt fyrir það, ekki fremur en Íslenski dans- flokkurinn, sem hefur aðstöðu í Borgarleikhúsinu þó að rekstur hans sé alfarið á vegum ríkisins.“ Íslenska óper- an í Borgar- leikhúsið?  Aðrar leiðir/22 VÍSITALA neysluverðs miðuð við verðlag í byrjun febrúar lækkaði um 0,3%. Þetta er í fyrsta skipti síðan í ágúst 2000 sem vísitalan lækkar milli mánaða. Davíð Odds- son forsætisráðherra sagði á við- skiptaþingi Verslunarráðs Íslands í gær að þessi verðbólgumæling yki mjög líkurnar á að rauða strikið, sem aðilar vinnumarkaðarins settu sér í lok síðasta árs, héldi. Þar er miðað við að vísitalan megi ekki fara upp fyrir 222,5 stig, en hún stendur núna í 220,9 stigum. Davíð sagði að mörg fyrirtæki hefðu lagt samkomulagi aðila vinnu- markaðarins lið. Ríkisvaldið hefði ekki heldur látið sitt eftir liggja. „Úrtölumenn, sumir með vonda samvisku, segja að þessar aðgerðir séu einhvers konar málamynda- gjörningur og allt verði látið laust eftir verðmælingu í maí. Þessi skoð- un á sér ekki nokkra stoð. Verð- bólga fer nú mjög lækkandi. Seðla- bankinn spáir að verðbólgan verði um 3% á árinu í stað 9,4% verð- bólgu ársins á undan. Viðskiptahall- inn hefur minnkað hraðar en flestir gerðu ráð fyrir. Þjóðhagsstofnun spáði því til að mynda í júní sl. að hallinn árið 2001 yrði 73 milljarðar en raunin varð allt önnur. Hallinn varð 43 milljarðar samkvæmt nýj- ustu tölum Seðlabankans og gangi spár fjármálaráðuneytisins eftir verður hann á bilinu 25 til 30 millj- arðar á þessu ári,“ sagði Davíð. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, og Hannes G. Sigurðsson, aðstoð- arframkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins, sögðust báðir telja að niðurstaða þessarar mælingar gæfi góðar vonir um að markmið aðila vinnumarkaðarins næðist. Af einstökum liðum vísitölunnar munaði mest um vetrarútsölur sem leiddu til 5,2% verðlækkunar á föt- um og skóm, en vísitöluáhrif af þessari lækkun eru 0,25%. Verð á ávöxtum lækkaði um 10,8% (vísi- töluáhrif 0,13%), komugjöld til lækna lækkuðu um 24,1% (0,10%) og verð á bílum lækkaði um 0,8% (0,07%). Verð á mjólkurvörum hækkaði um 2,7% (0,08%) og verð á pakkaferðum til útlanda hækkaði um 5,2% (0,08%). Síðastliðna tólf mánuði hefur vísi- tala neysluverðs hækkað um 8,9% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 9,5%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,1%, sem jafngildir 4,5% verð- bólgu á ári. Neysluverðsvísitalan lækkaði um 0,3% Góðar líkur á að markmið um verðbólgu náist  Neysluverðsvísitalan/27 YFIRVINNUBANNI flugumferðarstjóra, sem hófst 14. janúar síðastliðinn, hefur verið aflýst eftir að þeir samþykktu í gær miðlunartillögu ríkis- sáttasemjara í deilunni við ríkið. Með samþykkt til- lögunnar er kominn á kjarasamningur sem gildir til loka aprílmánaðar árið 2005. Tveir af hverjum þremur flugumferðarstjórum samþykktu tillöguna. Formaður samninganefndar ríkisins segir að í samningnum felist 10% meiri launahækkanir en aðrir ríkisstarfsmenn hafa feng- ið. Formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segir að niðurstaðan sé langt frá þeirra kröfum. Alls greiddu 95 flugumferðarstjórar af 106 til- lögunni atkvæði og þar af sögðu 65 já, eða 68%, en 30 sögðu nei, eða 32%. Fyrir hönd ríkisins greiddi fjármálaráðherra atkvæði og sagði já. Helstu atriði samningsins eru þau að launatafla flugumferðarstjóra hækkar um 7,63% frá 1. febr- úar sl. Er sú hækkun annars vegar vegna áfanga- hækkunar um 3% á almennum vinnumarkaði um síðustu áramót og hins vegar vegna metinnar hag- ræðingar á breyttri vaktskrá. Hinn 1. janúar 2003 hækka laun flugumferðarstjóra um 3%, um sömu prósentu ári síðar og loks um 1,5% hinn 1. janúar 2005. Nokkrar breytingar eru gerðar á vaktaálagi og vinnutíma, vægi helgarvinnu er t.d. aukið og greiðslum vegna bakvakta breytt. Þá er röðun í launaflokka breytt, sem gæti þýtt 6% launahækk- un, og á gildistíma samningsins skal greiða þeim flugumferðarstjórum, sem náð hafa þriggja ára starfsaldri og þar með hæfi til þjálfunarstarfa, sér- stakt 3% kennsluálag. Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, sagði samninginn við flugumferðarstjóra vera þrautalendingu. Hann sagði hvorugan aðilann í raun ánægðan með samninginn. Betra hefði þó verið að fallast á tillöguna en að ófriðurinn héldi áfram. „Þeirra kröfur voru miklu hærri en við gátum nokkurn tíma komið til móts við. Við hefðum gjarn- an viljað sjá lægri tölur. Okkur sýnist að hækkanir í samningnum séu ríflega 10% umfram það sem við höfum verið að semja um við aðrar stéttir hjá rík- inu,“ sagði Gunnar sem taldi, að teknu tilliti til allra launaliða, að hækkunin á samningstímanum væri upp undir 30% hjá flugumferðarstjórum. Loftur Jóhannsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, sagði sína menn hafa staðið frammi fyrir tveimur kostum, miðlunartillögunni annars vegar, sem hægt var að kynna sér, og hins vegar yfirvofandi lagasetningu. Meirihlutinn hefði valið fyrri kostinn. „Ég efast um að mínir menn séu ánægðir með samninginn. Niðurstaðan er nokkuð langt frá okk- ar upphaflegu kröfum og til sumra þeirra var ekk- ert tillit tekið eins og lífeyrismála,“ sagði Loftur. Flugumferðarstjórar samþykktu miðlunartillögu og yfirvinnubanni er aflétt Ríkið metur hækkanir 10% meiri en hjá öðrum stéttum hjá ríkinu Morgunblaðið/Sverrir Geir Gunnarsson vararíkissáttasemjari telur atkvæði um miðlunartillöguna með aðstoð El- ísabetar S. Ólafsdóttur skrifstofustjóra. Deiluaðilar fylgjast með ásamt Þóri Einars- syni ríkissáttasemjara fyrir enda borðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.