Morgunblaðið - 13.02.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.02.2002, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2002 11 Heimsferðir bjóða nú vikulegt flug til Mallorka alla fimmtudaga í sumar á frábærum kjörum og við stórlækkum verðið til þessarar vinsælu eyju í Miðjarðarhafinu, sem hefur verið einn vinsælasti áfangastaður Íslendinga í 30 ár. Þeir sem bóka fyrir 15. mars geta tryggt sér allt að 32.000 afslátt fyrir fjölskylduna í valdar brottfarir, eða 8.000 kr. á manninn. Glæsilegt úrval gististaða á vin- sælustu áfangastöðunum. Og að sjálfsögðu bjóð- ast þér spennandi kynnisferðir í fríinu og þjón- usta reyndra fararstjóra Heimsferða til að tryggja þér ánægjulega dvöl í fríinu. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 39.765 M.v. hjón með 2 börn, 2–11.ára, 23. maí, Promenade, með 8.000 kr. afslætti. Verð kr. 48.063 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, 2 vikur, 20. júní, Promenade, með 8.000 kr. afslætti. Verð kr. 49.950 M.v. 2 í stúdíóíbúð í viku, Promenade, með 8.000 kr. afslætti, 23. maí. Bókaðu til Mallorka og tryggðu þér 32.000 kr. afslátt af ferðinni Beint flug alla fimmtudaga í sumar Heimsferðir stórlækka verðið til Mallorka Fáðu bæklinginn sendan Lægsta verðið til Mallorka ÞAU eru mörg handtökin við út- gerðina og sjósóknina. Hálfdán Guðmundsson var við störf í báti sínum Sigurbjörgu SH 48 í Reykja- víkurhöfn. Ekki var verra að sinna verkunum í stillunni en nokkurt frost var og bjart. Djúp lægð var á leið til landsins í gær og spáð hlýn- andi veðri og stormi. Róður undirbúinn Morgunblaðið/Ásdís Fyrirvari við tengingu Viðeyjar og lands RÆTT var um framtíð Viðeyjar á borgarstjórnarfundi sl. fimmtuddag og gerði Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, fyrirhugaða landtengingu eyjarinn- ar að umtalsefni. Á fundi menningar- málanefndar 23. janúar var rætt um niðurstöður stýrihóps um framtíð eyjarinnar sem nefndin samþykkir en gerir fyrirvara við hugmyndir stýrihópsins um tengingu hvort heldur væri með göngubrú eða brú fyrir ökutæki. Skýr stefna um Viðey Júlíus Vífill sagði hugmyndir um landtengingu austurhluta Viðeyjar augljóslega dýra framkvæmd og kvaðst sammála afstöðu menningar- málanefndar að setja fyrirvara við slíka hugmynd. Betra væri að nýta fjármagnið til að reisa göngubrýr þar sem brýnt væri yfir miklar um- ferðaræðar í borginni. Þá sagðist borgarfulltrúinn hafa áhyggjur af rekstri Viðeyjar, gestakomum hefði fækkað mjög og rakti hann það að nokkru til þess að starf staðarhald- ara hefði verið lagt niður. Ekki væri því eins mikil rækt lögð við kynn- ingun á eynni og þeim möguleikum sem ferðamenn gætu átt þar við ýmsa afþreyingu. Kvaðst borgar- fulltrúinn ekki með þessu vera að gagnrýna borgarminjavörð en ástæða væri til að hafa áhyggjur af þessari þróun. Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi sjálfstæðismanna, tók undir áhyggj- ur af fækkun gesta í Viðey. Þá spurði hann hvort það væri réttlætanlegt forgangsmál að verja hundruðum milljóna króna af skattfé Reykvík- inga til gerðar brúar milli Viðeyjar og lands. Guðrún Jónsdóttir, formaður menningarmálanefndar, vakti at- hygli á umsögn nefndarinnar um Viðey og sagði hana hafa samþykkt tillögur stýrihópsins nema hvað varðaði fyrirvara um landtenging- una. Guðrún vitnaði í umsögn menning- armálanefndar og sagði hana marka skýra stefnu um málefni Viðeyjar. Merkir minjastaðir væru í eynni og á Sundunum sem varðveita þyrfti og ættu að vera hluti af Minjasafni Reykjavíkur þar sem verslunar- og atvinnusögu borgarinnar yrðu gerð skil. Sagði hún menningarmálanefnd vilja beina því til hlutaðeigandi aðila að eyjarnar á Sundunum yrðu frið- lýstar sem heildstætt menningar- og náttúruminjasvæði samkvæmt þjóð- minjalögum og náttúruverndarlög- um. Sérkennsluverum kom- ið upp í hverjum skóla STEFNA fræðsluráðs Reykjavíkur um sérkennslu kom til umræðu á borgarstjórnarfundi í síðustu viku. Sigrún Magnúsdóttir, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans og formaður ráðsins, gerði skýrslu nefndar um stefnu í sérkennslumálum að umtals- efni. Sagði hún sérkennsluverum verða komið upp í hverjum skóla og byrjað yrði næsta haust. Sigrún Magnúsdóttir sagði fyrsta áfanga stefnunnar koma til fram- kvæmda næsta haust. Guðrún Pét- ursdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins, fagnaði stefnu um sér- kennslu en kvað sjálfstæðismenn hafa áhyggjur af því hver væri meg- intilgangur fræðsluráðs með sér- kennslu. Sigrún Magnúsdóttir fjallaði um áðurnefnda skýrslu um stefnu fræðsluráðs um sérkennslu sem ný- lega var lögð fram á fundi ráðsins. Telur hún nefndina hafa staðið vel að verki. Þar kæmu fram 14 markmið og hugmyndir um framkvæmd en fyrsta áfanga stefnunnar sagði hún koma til framkvæmda næsta haust. Skólastjórar áhyggjufullir Guðrún Pétursdóttir fagnaði því að leitast væri við að setja fram stefnu um sérkennslu. Málið væri flókið og mikilvægt að hrapa ekki að neinu. Borgarfulltrúinn kvað sjálf- stæðismenn hafa áhyggjur af því hver megintilgangur fræðsluráðs væri varðandi sérkennslu. Hann væri sá að koma hverju barni til þroska en spurning væri hvað væri heppilegast í þeim efnum. Sagði hún það ráðast af mannafla og fjármun- um sem væru til reiðu varðandi tækjakost og annað. Setti hún spurn- ingarmerki við það að setja fram að ákveðið hlutfall barna ætti kost á sér- kennslu. Hún spurði hvað gera ætti við þær almennu sérdeildir í skólum borgarinnar sem í dag sinntu sér- kennslu og benti á að mörg ár tæki að byggja upp slíkar deildir. Í skýrsl- unni sagði hún rætt um að hafa börn, sem þyrftu sérkennslu, sem mest í al- mennum bekk og það yrði leyst með öðrum kennara sem starfa myndi með bekkjarkennaranum. Spurði hún hversu marga tíma slíkur kenn- ari ætti að starfa í bekknum og menn yrðu líka að huga að því hvort sá mannafli væri til og hægt væri að fá fjármagn til þess. Íhuga yrði endinn á málinu áður en farið væri af stað og tryggja yrði fjárveitingar til nokk- urra ára í senn. Hún sagði skóla- stjóra hafa áhyggjur af því að al- mennar sérdeildir í skólunum yrðu lagðar niður. Sigrún Magnúsdóttir sagði stefnu skýra, hver skóli í Reykjavík væri sjálfstæð eining með alla faglega og rekstrarlega þætti og sérkennsluveri yrði komið upp í hverjum skóla. Þeim yrði komið upp í áföngum, byrjað næsta haust í Grafarvogi en slík ver yrðu komin í alla skóla eftir þrjú ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.