Morgunblaðið - 13.02.2002, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.02.2002, Blaðsíða 17
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2002 17 SPARISJÓÐUR Mýrasýslu skilaði 81,4 milljóna króna hagnaði árið 2001 samanborið við 106,4 milljónir króna árið áður. Skattskuldbinding er tekjufærð árið 2001 og nemur hagn- aður fyrir skatta því 53 milljónum króna en hann nam 152 milljónum króna árið 2000, sem er 65% sam- dráttur á milli ára. Vaxtatekjur sjóðsins jukust um 69,7% frá fyrra ári og vaxtagjöld hækkuðu um 78,1%. Hækkun hreinna vaxtatekna nemur alls um helmingi, fer úr 207 í 316 milljónir króna. Hins vegar dragast aðrar rekstrartekjur saman um 76,7%. Lækkun hreinna rekstrartekna nemur því 13,2%. Framlag í afskriftarreikning útlána hækkaði um 61,2% frá fyrra ári. Rekstrarkostnaður sjóðsins sem hlutfall af hreinum rekstrartekjum er 52,2% miðað við 46,0% fyrir árið 2000. Rekstrarkostnaður sem hlutfall af eignum er nú 2,1% miðað við 2,95% árið 2000. Innlán Sparisjóðs Mýrasýslu hafa aukist um 28,9% á árinu og námu rúmum 3,9 milljörðum króna í árslok 2001. Útlán hafa aukist um 40,2% og námu þau rúmum 6,8 milljörðum króna í árslok. Eiginfjárhlutfall Sparisjóðsins samkvæmt CAD- reglum var 13,1% í árslok 2001 og hef- ur hækkað úr 12% frá árslokum 2000. Í ársreikningi kemur fram að ef tekið væri tillit til eignarhluta sparisjóðsins í SP eignarhaldsfélagi, sem er félag í eigu nokkurra sparisjóða um eignar- hlut í Kaupþingi hf., myndi það leiða til 2,2% lækkunar eiginfjárhlutfalls.                 !      "##! $%!&%&#&#'(#              & )&& %*    +#,-%*%(!& )&&#%(.%/0 1 %!##%&             234 533  32  367 82   52  !"#$# 7982 4   34;4 3; ! "! #! ! #! ! $! $ ! #! #"! ! %! #"! "! !      &  '      '      ' (       &            Hagnaður fyrir skatta dróst saman um 65% Sparisjóður Mýrasýslu skilar 81,4 milljóna hagnaði HÖFUÐSTÖÐVAR Lyfjaverslunar Íslands hf. í Lynghálsi 13 voru formlega opnaðar á föstudag og við það tilefni var kynnt tillaga stjórn- ar félagsins um að nafn Lyfjaversl- unar Íslands verði lagt niður og nýtt nafn félagsins verði Líf hf. Einnig var kynnt tillaga að nýju merki fyrir félagið. Aðalfundur fé- lagsins, sem haldinn verður í lok mars, mun taka ákvörðun um hvort þessar tillögur nái fram að ganga. Í nýjum höfuðstöðvum Lyfja- verslunar eru móðurfélagið og átta dótturfélög þess komin undir eitt þak en alls eru félögin ellefu sem starfa að innflutningi og dreifingu lyfja auk annarrar heilsutengdrar þjónustu. Félögin í Lynghálsi eru auk móðurfélagsins: Thorarensen Lyf, Gróco, Ísfarm, Ísmed, J.S. Helgason, Heilsuverslun Íslands, Ís- lensk fjallagrös og Lettís. Önnur dótturfélög Lyfjaverslunar eru A. Karlsson, Ísteka og Lyfjadreifing. Lyfjaverslun Íslands er stærsti lyfjadreifandi á íslenskum markaði með um 54% markaðshlutdeild. Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri voru viðstödd opnun nýju höf- uðstöðvanna og opnaði ráðherra þar sýningu sem endurspeglar lyfja- og heilbrigðisframfarir frá upphafsdögum Lyfjaverslunar rík- isins, sem var undanfari Lyfjaversl- unar Íslands. Lagt til að Lyfjaverslun Íslands verði Líf hf. Morgunblaðið/Sverrir AFKOMA Norsk Hydro á síðasta ári var í takt við væntingar forsvars- manna fyrirtækisins og sérfræðinga á fjármálamarkaði. Hagnaðurinn nam 7,9 milljörðum norskra króna eða um 90 milljörðum íslenskra króna. Norsk Hydro náði þó ekki arðsemismark- miðum sem sett voru fyrir síðasta ár, en fyrirtækið gaf m.a. út afkomuvið- vörun fyrr á þessu ári. Afkoman er mun lakari en árið 2000 þegar hagnaðurinn nam um 14 milljörðum norskra króna en hagnað- urinn nú er samt sá næstmesti sem Hydro hefur skilað frá upphafi. Minni hagnaður stafar aðallega af lægra ol- íuverði og slæmri afkomu léttmálma- sviðsins, þ.e. álframleiðslunnar. End- urskipulagning sem staðið hefur yfir á landbúnaðardeild Hydro, Agri, hef- ur skilað sér og var afkoma hennar góð. „Á árinu 2001 hefur stefnumótun innan Hydro styrkt allar þrjár meg- instoðir félagsins,“ segir Eivind Reit- en, forstjóri Norsk Hydro, en stoð- irnar eru á sviði olíu og gass, landbúnaðar og léttmálma. Hann seg- ir að hafnar séu aðgerðir til að bæta rekstur léttmálmadeildarinnar. Alcan og VAW deila um verksmiðju Eftir að Norsk Hydro keypti þýska álfélagið VAW er ljóst að aðaláhersla fyrirtækisins er orðin á álframleiðslu, eins og bent er á í Dagens Nærings- liv. Samt sem áður býst Hydro við veikum álmarkaði á fyrri helmingi þessa árs. Forstjóri Norsk Hydro hefur ekki áhyggjur af yfirvofandi dómsmáli í Þýskalandi, þar sem meðeigandi VAW að einni álverksmiðju heldur því fram að hann hafi forkaupsrétt að henni. Meðeigandinn er Alcan, eig- andi ÍSAL. Eivind Reiten telur ólík- legt að Alcan fái forkaupsréttinn við- urkenndan, en talið er að umrædd álverksmiðja sé afar verðmæt fyrir VAW og ein af ástæðunum fyrir því að Hydro keypti VAW fyrir sem sam- svarar um 280 milljörðum íslenskra króna. Minni hagnaður Norsk Hydro HAGNAÐUR SP-Fjármögnunar hf. eftir skatta á síðasta ári nam 253 milljónum kóna. Hagnaðurinn árið 2000 nam 142 milljónum króna eftir skatta, að því er fram kemur í til- kynningu til Verðbréfaþings Ís- lands. Heildarútlán uxu um 15,6% á árinu, úr 8.147 milljónum króna í 9.419 milljónir. Heildarniðurstaða efnahagsreiknings nam 10.100 millj- ónum króna 31. desember sl., en var 8.647 milljónir ári áður. Starf- semi SP-Fjármögnunar er tvíþætt. Annars vegar er um að ræða eign- arleigusamninga við fyrirtæki, ríki, sveitarfélög og aðra rekstraraðila og hins vegar bílalán til einstak- linga. Heildarfjárhæð eignarleigu- samninga um síðustu áramót nam 4.707 milljónum króna og bílalána 4.684 milljónum króna. Eigið fé SP-Fjármögnunar um áramót var 1.285 milljónir króna. Eiginfjárhlutfall skv. CAD var 14,9% og eiginfjárhlutfall 12,9%. Framlag í afskriftareikning útlána var 187 milljónir króna sem er 1,98% af útlánum miðað við 31. des- ember. Í afskriftasjóði voru 416 milljónir króna sem nemur 4,2% af útlánum. „Þetta er talsvert hærra hlutfall en á fyrra ári þegar sjóð- urinn nam 3,3% af útlánum og hefur verið hækkað til að mæta aukningu vanskila,“ segir í tilkynningunni. Hagnaður og útlán SP- Fjármögnunar aukast

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.