Morgunblaðið - 13.02.2002, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 13.02.2002, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2002 37 tímann sagt frá því að ættfaðir minn hefði ,,passað Ísland fyrir Danakon- ung þegar hann var upptekinn“ og var þá átt við Landshöfðingja fyrir löngu. Þar sem ég var bara sex ára eða svo var ég fullviss um að þarna væri átt við afa minn og sagði ég öll- um ensku skólasystkinum mínum stoltur frá því að afi minn passaði Ís- land fyrir Danakonung. Auðvitað fannst mér þetta sjálfsagður sann- leikur því afi var í mínum augum ein- mitt sá sem væri best til þess fallinn að sjá um svona mikilvægt hlutverk. Það má líka segja að afi hafi verið hálfgerður þjóðhöfðingi í augum vina okkar í götunni. Hann stofnaði t.d. félag þar sem allir fengu orður til að hengja um hálsinn. Ég var gjaldkeri og var afar stoltur. Alltaf var mikill spenningur þegar fréttist að afi var að koma í heimsókn frá Ís- landi. Alltaf kom hann með eitthvað skemmtilegt meðferðis og sló hann okkur systkinunum algjörlega við í prakkaraskap. Eftir að fjölskyldan fluttist aftur til Íslands bjuggum við eitt misseri heima hjá afa. Þegar ég, bróðir minn og frændi komum einu sinni kaldir og hraktir í Skólastrætið af einum mesta óveðursknattspyrnuleik, sem sögur fara af, ég held það hafi verið Valur – Aston Villa á Laugardals- velli, þá gaf afi okkur heitt kakó með rommdreitli út í. Ég ætti líklega ekki að segja hversu gamlir við vorum. En ég man að þetta yljaði manni vel. Á seinni árum kom stutt tímabil þar sem ég átti erfitt með að einbeita mér að náminu og gat hvorki lesið al- mennilega heima eða á lesstofu. Þá bauðst afi til þess að lána mér að- stöðu uppi á lofti hjá sér. Lesturinn gekk líklega eitthvað betur fyrir sig en þegar ég lít til baka er mikilvæg- astur sá tími sem við áttum þarna saman þegar ég tók mér hlé og afi smurði flatkökur handa okkur og lagaði te. Ég var svo lánsamur að hafa það hlutverk að keyra afa heim til sín þegar hann borðaði hjá okkur í Lækjarásnum. Þá gafst góður tími til að spjalla og alltaf var gáð á hita- mælana sem voru á leið okkar enda gat afi alltaf sagt manni hvaða veður væri í vændum. Afi fylgdist vel með afkomendum sínum og vissi hann hvernig viðraði hjá þeim hvar í heim- inum sem þau voru. Ef maður þurfti að vita hvenær væri von á einhverj- um aftur til Íslands vissi afi það upp á mínútu. Þrátt fyrir sorgina sem ég finn þegar ég hugsa til þess að ég sjái hann afa minn ekki aftur er ég jafn- framt glaður, því ég var svo heppinn að komast tvívegis aftur til Íslands að hitta afa á síðustu mánuðum. Ég sé ennþá fyrir mér afa með son minn Kjartan í fanginu og nú mun hann sjá myndir af sér í fanginu á langafa þegar ég segi honum sögur af því þegar langafi passaði Ísland fyrir Danakonung. Kristján Orri. Núna hefur hann afi minn lagt af stað í sitt síðasta og lengsta ferðalag. Á þessari stundu endurvaknar barnatrúin, og ég trúi því sem ég sagði Ragnheiði dóttur minni, að núna sé afi feginn að hvíla gamla kroppinn sinn og muni halda áfram að fylgjast með okkur öllum. Alla tíð hefur mér fundist afi vera einhver merkilegasti maður sem ég þekki, og alltaf var spennandi að heim- sækja afa í Skóló. Sem smástrákur man ég eftir hlýju viðmóti hans og skápnum með gottinu. Seinna meir lærði ég að meta útskýringar hans á vopnunum í byssuherberginu og öll- um kortunum hans og þegar ég full- orðnaðist og fékk áhuga á tækni og vísindum var alltaf hægt að bera eitthvað undir afa sem sífellt kunni svör og sögur af hvers kyns fyrir- bærum, gjarnan af eigin raun. Ég er mjög stoltur af honum afa, og ég man eftir að hafa gortað við vini mína af frægðarferðum hans, sem voru margar. Sérstaklega að hann sigldi yfir Atlantshafið í stríð- inu, þar sem jafnvel var sökkt undan honum skipi í árás, að ekki sé minnst á að veiða hvali, þetta fannst mér og finnst enn ótrúlegur starfsferill. Endalaust kom afi mér á óvart, og svo seint sem í fyrra, þegar ég spurði hann út í mynd af sprengju- flugvél á veggnum hjá honum, sagði hann mér að þarna fremst í glerbúri vélarinnar hefði hann legið og leitaði að hvölum til þess að fæla burt frá síldarnótum. Ég mun alla tíð geyma í minning- unni heimsókn afa með mömmu og pabba til okkar hér í Þrándheimi sumarið 2000. Að fara með afa á Sjó- ferðasafnið og Stríðsminjasafnið þar rifjaði enn upp nýjar frásagnir, og þannig minnist ég afa míns, hann var hraustur og sigldur en fyrst og fremst ljúfur félagi. Ég kveð afa sem hornstein í mínu lífi, hann gefur mér styrk og innblástur í starfi og ég mun sjá til þess að börnin mín kynn- ist því hvað langafi þeirra var merki- legur maður. Guð blessi minningu afa. Skúli Þórðarson. Þau eru skrítin örlögin sem binda okkur mennina saman. Móðuramma mín, Guðrún Þorleifsdóttir frá Hornafirði, passaði Agnar Guð- mundsson þegar hann var lítill drengur. Þá bjó hann með foreldrum sínum í gamla landshöfðingjahúsinu, Næpunni, húsinu hans afa síns. Amma var nýflutt til borgarinnar til að starfa sem vinnukona hjá „fína fólkinu“ í Reykjavík og eitt af henn- ar fyrstu verkefnum var að sjá um Agnar. Hann var góður strákur, sagði hún, en afskaplega óþekkur. Mín fyrsta minning af Agnari „hval“ var matarboð í Skólastræti 1 í Reykjavík þegar ég var átta eða níu ára (fyrir u.þ.b. 35 árum). Tveim ár- um áður höfðu pabbi og Guðrún dóttir Agnars hafið sambúð. Satt best að segja var ég hálfsmeykur við kallinn. Ég hafði aldrei áður hitt mann sem talaði jafn hátt og sagði svo margar fyndnar sögur. Agnar keppti við syni sína um athyglina við matarborðið og allir höfðu þeir sama frásagnarmátann. Í bakspeglinum líktist borðhaldið líklega mest súrrealískri senu úr Fellini-mynd. Að heiman var Agnar skipstjóri á hvalbát en við matar- borðið var hann „bara“ skemmtana- stjóri því þar sat Birna konan hans í öndvegi. Það var ekki fyrr en nokkr- um árum síðar, þegar Birna dó, sem ég áttaði mig á því að Agnar var maður úr holdi og blóði en ekki sögu- persóna úr ævintýrabók. Þegar ég fór út á vinnumarkaðinn sem sumartittur varð ég fljótlega var við að margir vinnufélagar mín- ir, sem voru eldri, þekktu til Agnars og af honum gengu margar sögur. Almennt höfðu menn þá mynd af honum að hann væri harðjaxl og snöggur að svara fyrir sig, en aldrei man ég að nokkur talaði illa um hann. Fyrsta sagan sem mér var sögð af Agnari var að hann hefði eitt sinn, þegar óreyndur maður stímdi skrykkjótt út Hvalfjörðinn, komið upp í brú og sagt: „Heyrðu vinur, það er nú kannski í lagi að skrifa nafnið sitt með kilinum, en að snúa við til að setja punktinn yfir i-ið er nú aðeins of mikið af því góða.“ Rétt áður en hann dó staðfesti hann við mig að þetta væri dagsatt. Þetta var Agnar í hnotskurn, a.m.k. út á við. En það var önnur hlið á Agnari sem fáir sáu. Þegar ég var unglingur hitt- umst við Agnar oft í London hjá dóttur hans og pabba mínum og flat- möguðum saman úti í garði og sleiktum sólina. Þá kynntist ég hinni hliðinni á Agnari. Þetta var ekki „Agnar hvalur“. Ekki þessi magnaða þjóðsagnapersóna sem átti að hafa skotið breimandi ketti út um gluggann á Skólastræti 1, þegar gamla Bernhöftstorfan var ónýtir hjallar og uppeldisstöðvar fyrir villi- ketti. Ég kynntist mjúkum og hlý- legum manni. Þegar ég var heima um síðustu jól var Agnar fluttur upp í Lækjarás 16 á heimili föður míns og fóstru minnar, dóttur sinnar, til að deyja. Við áttum nokkrar ánægjulegar stundir saman og þá kynntist ég enn betur þeirri hlið á Agnari sem hann sýndi ekki mörg- um. Þetta var ljúfur drengur sem elskaði börn og gat rætt um tilfinn- ingar sínar við þá sem hann treysti. Nú hefur skipstjórinn leyst land- festar í hinsta sinn. Skyldi Karon gamli hafa fengið orð í eyra þegar þeir stímdu yfir Styx? Ætli Agnar hafi ekki bara sent kallinn niður í lúkar og standi sjálfur í brúnni. Ásgeir R. Helgason, Stokkhólmi. Ég hitti Agnar í fyrsta sinn í París en þangað hafði hann ekið viðtöðu- laust frá Kaupmannahöfn í mjög hraðskreiðum bíl. Ég man að ég hugsaði: Ef það er svona að vera 68 ára, þá get ég ekki beðið. En svo komst ég fljótt að því að hann var ekki líkur neinum á hans aldri eða yfirleitt nokkrum manni. Í fé- lagsskap hans gat mér fundist ég vera tuttugu árum eldri en hann eða sjötíu árum yngri. Hann var vanur að koma og heimsækja okkur í London þar til fyrir þremur eða fjór- um árum og í hvert skipti bað hann mig að koma með sér í bæinn í ein- hvern heillandi og djarfan leiðangur – að kaupa gömul kort, selja dem- antshring. Þetta prútt og skipti á stórum upphæðum bætti á mig mörgum gráum hárum en Agnar var í essinu sínu. Samt átti hann sér sín- ar föstu venjur – steikti kjúkling- urinn hjá Garfunkels og Rauði Leic- ester osturinn var tvennt af því sem hann sóttist oftast eftir í London, en þegar kom að hinum stærri málum var það yfirleitt viðbúið að hann gerði hið óvænta. Einmitt þegar við héldum að hann myndi setjast í helg- an stein í Skólastræti og spila brids í tölvunni og fylgjast með veðurfrétt- unum var hann þotinn til Kýpur og kom aftur fjórum árum síðar. Með skegg. Eftir því sem hann eltist hafði hann mest dálæti á kostakaupum og börnum. Ekki reyndust öll kosta- kaupin jafnvel – maður vildi aldrei benda honum á skellurnar sem flögnuðu af „gegnheilu silfurstyttun- um“, en öll börnin endurguldu ást hans. Það eru ekki margir sem hitta langafa sína og enn færri kynnast þeim. Hann sem hafði lifað lífi sem var viðburðaríkara en flestra ann- arra átti ævintýrasjóð sem nægði öllum þremur kynslóðunum sem á eftir honum komu. Jafnvel þegar hann heyrði ekki lengur hvað þau sögðu eða sá hvað þau voru að gera vildu þau samt koma til hans og hjúfra sig að honum. Síðasta æviár hans getur ekki hafa verið auðvelt fyrir mann sem hafði verið svo sterkur og var enn svo stoltur. En bestu gamansögur hans voru alltaf sagðar svipbrigða- laust. Fjölskylda mín dvaldi með honum í tvær vikur um síðustu jól og á hverjum morgni spurði ég Agnar: Hvernig ertu; og á hverjum morgni leit hann á mig með örlitlu brosi í votum, bláum augunum og svaraði, „Jæja Tim – ég er.“ Og nú er hann ekki lengur og fjöldi ósagðra sagna hefur glatast. Tim Moore. Það var fyrir átta eða níu árum að ég kynntist Agnari þegar ég fór að vera með Kristjáni Orra, dóttursyni hans. Ég sé hann fyrir mér dökk- brúnan og sællegan, með hálsskraut úr hvaltönn um hálsinn og þykkt armband og gerði mér strax ljóst að hann var enginn venjulegur gamall maður. Okkur varð strax mjög vel til vina og hann var alltaf jafn hlýlegur við mig. Þó að raddsvið mitt og heyrnarsvið hans sköruðust ekki alltaf gengu samtölin furðu greitt. Við Kristján vorum svo heppin að fá oft að keyra hann heim þegar við höfðum verið í mat í Lækjarásnum og þá gafst gott næði til að spjalla. Hann fylgdist alltaf vel með því sem við vorum að fást við, hvort sem var í leik eða starfi, og var yfirleitt ánægður með fyrirkomulagið. Hon- um var líka umhugað um að Kristján sýndi riddaramennsku í garð kær- ustunnar og fannst jafnréttið stund- um full mikið. Þegar Kristján lauk læknanámi ákvað Agnar að hætta að kalla hann Dílla, sem er gælunafn hans, hann gæti lent í því að leggjast inn á Landspítalann og kalla á hann með því nafni og það var einfaldlega ekki nógu virðulegt fyrir lækni. Eftir það leiðrétti hann sig eins og um hvert annað mismæli væri að ræða ef hann missti Dílla-nafnið út úr sér. Agnar var víðförull og þegar við vorum að skipuleggja einhver ferða- lög hafði hann iðulega komið marg- oft á viðkomandi stað og gat gefið okkur góðar ábendingar. Það eru ekki nema um tvö ár síðan að hann dreif sig til Hamborgar því hann langaði til að fá sér Eisbein og ála- súpu. Fjölskyldan hafði miklar áhyggjur af því hvernig ferðalagið myndi ganga þar sem hann var orð- inn sjón- og heyrnarlítill og fremur óstöðugur. En auðvitað gekk ferða- lagið vel. Á hótelinu sem hann hafði gist á öll þau ótal skipti sem hann hafði komið til Hamborgar á und- anförnum áratugum mundi starfs- fólkið eftir kafteininum og honum var tekið fagnandi. Þegar hann svo fór á veitingastaðinn til að borða ála- súpuna kom núverandi eigandi að- vífandi, hugguleg kona um fertugt, og spurði hvort þetta væri virkilega hann. Hún faðmaði hann og kyssti og sagði að hann hefði verið fyrsta ástin í lífi sínu þegar hún var ung- lingsstúlka að hjálpa til á veitinga- stað foreldra sinna. Svo bauð hún honum heim til þess að hún gæti kynnt fjölskyldu sína fyrir þessum merka manni. Svona var hann, fræg- ur hvar sem hann kom. Þegar ljóst var að við myndum flytjast til Edinborgar síðastliðið sumar í framhaldsnám hafði hann auðvitað margoft siglt þangað. Hann gat því fylgt okkur í huganum því hann þekkti staðhætti vel. Ég sé honum líka oft bregða fyrir í svipn- um á Kjartani syni okkar þegar hann situr í vagninum og horfir at- hugull í kringum sig, eins og til að sjá hvort ekki sé allt með felldu í borginni. Það köllum við skipstjór- asvipinn. Það tók okkur sárt að frétta af veikindum hans síðasta haust og erf- itt að vera fjarri heimahögum. Þegar við komum heim í nóvember og um jólin var hann þó mun brattari en við áttum von á. Í Agnari fór saman snarpur hugur og sterkur líkami sem lét ekki auðveldlega undan. Við eigum eftir að sakna svo margs. Ég kveð þó ekki í síðasta sinn því minn- ingarnar um einstakan mann mun- um við oft kalla fram og ylja okkur við. Ingibjörg J. Guðmundsdóttir. Ástkæri langafi minn dó 31. jan- úar. Hann var yndislegur maður og var alltaf svo góður við mig og litlu systkini mín. Síðast þegar ég hitti hann, nokkrum dögum áður en hann dó, sagði hann okkur frá því þegar hann sigldi á stríðsárunum á skipi sem gerð var árás á. Hann var mjög hugrakkur og duglegur. Ég sakna hans mjög mikið en núna veit ég að honum líður vel. Hann er hjá mömmu sinni, pabba, konunni sinni og fleiri ástvinum. Guð blessi þig, elsku Agnar langafi. Þitt elsta langafabarn, Dóra Júlía. Að leiðarlokum viljum við frænd- systkinin minnast Agnars Guð- mundssonar skipstjóra sem kvæntur var Birnu frænku okkar. Um miðja síðustu öld bjó í Skólastræti 1 og 3 í hjarta Reykjavíkur margföld stór- fjölskylda. Amma var umkringd dætrum sínum Birnu, Lilju og Mar- gréti, með menn og börn og fjórða dóttirinn Una bjó uppá Þórsgötu með mann og börn. Synir ömmu, Hans og Búi, höfðu flutt í úthverfi þ.e. upp í Hlíðar með sínar fjölskyld- ur. Báðir bræðurnir unnu í Banka- stræti á þessum árum og voru dag- lega í 10-kaffi í Skólastræti. Birna var elst systranna og af henni og Agnari manni hennar stafaði ákveðnum ævintýraljóma yfir stræt- ið. Á þeim árum sem við flest vorum að skríða úr eggi var Agnar skip- stjóri á hvalskipi. Hann hafði þá stundum lepp á öðru auga vegna augnsjúkdóms sem með köflum hrjáði hann, en við héldum að allir skipstjórar gengu þá af og til með lepp. Það passaði einhvernveginn al- veg. Fleiri furðuhlutir fylgdu þessu starfi hans eins og ógnarstór hundur sem hét Rex. Alveg smellpassaði þetta inní ævintýraljómaða mynd okkar af Agnari. Rex var stór og sagt var að hann væri blanda af St Bernarðshundi og úlfhundi, sem var það stærsta sem við gátum hugsað okkur. Stundum reyndum við að nota Rex sem hest og þótt hund- urinn væri ógnvænlegur var hann góður við okkur alveg eins og eig- andinn. Heimili Agnars og Birnu var glað- vært og ljúft og var það örugglega ekki síst hennar verk. Þar kynnt- umst við almennilegum gleðskap eins og á gamlárskvöld, þá var opið hús fyrir alla fjölskylduna og virki- lega flottar rakettur, skiparakettur voru auðvitað eðlilegar heima hjá skipstjórum. Birna frænka dó ung, rétt fimm- tug, og við krakkarnir fullorðnuð- umst. Smám saman fluttu allir úr Skólastrætinu nema Agnar og Júlíus yngsti sonur hans. Agnar stóð í brúnni til síðasta hausts. Hann kvaddi heiminn umkringdur sínum nánustu með virðingu og viljum við þakka honum hlutdeild hans í að gera bernsku okkar áhyggjulausa og ljómaða blæ ævintýra. Með kærri kveðju frá tengdafólki. Frændsystkin. Mínar fyrstu bernskuminningum eru tengdar því hversu mikið var af líflegu og skemmtilegu fullorðnu fólki í kringum mig. Meðal þeirra var Agnar, sem var kvæntur Birnu föðursystur minni, en með þeim og foreldrum mínum var djúp og inni- leg vinátta. Agnar var einstakur per- sónuleiki, hann var mikill húmoristi, hafði sérstaka frásagnarhæfileika og var hetja og ævintýramaður. Síðast en ekki síst og það sem ég horfði hugfangin á frá fyrstu tíð var hversu innilegan áhuga hann hafði á mat og matargerð. Hans faðir minn og Agnar höfðu þann sið að hittast á sunnudags- morgnum og borða saman morgun- mat á Hótel Borg. Ég slóst í för með þeim frá unga aldri, en morguninn hófst á því að við pabbi gengum frá Barmahlíðinni niður á Hótel Borg. Mér fannst það þá alveg óraleið, að ég tali ekki um þau stóru skref sem faðir minn tók sem varð til þess að ég þurfti að hlaupa á eftir honum. En öll þessi þjáning var þess virði; það var svo gaman að borða með þeim morgunmat og hlusta með at- hygli á ævintýralegar frásagnir Agnars. Eftir langan og góðan morgunmat var gengið upp í Skóla- stræti þar sem Birna beið með kaffi og samræðurnar héldu áfram og enn var jafn spennandi að fá að fylgjast með. Vegna starfa sinna þurftu bæði faðir minn og Agnar að ferðast tölu- vert á þeirra tíma mælikvarða og var ég svo heppin að fá stundum að slást í för með fjölskyldu minni. Oft hitt- ust við í slíkum ferðum og nutu fjöl- skyldurnar þá þess að borða góðan og framandi mat á íslenskan mæli- kvarða í London og Kaupmanna- höfn. Líklega hafa þessar ferðir orð- ið kveikjan að þeim áhuga sem fylgt hefur mér í gegnum lífið á öllu sem tilheyrir matargerð. Það var yndis- legt að hlusta á innsæi Agnars í er- lenda matarmenningu og enn man ég hvað honum fannst gott að bragða á dönsku Lurpak-smjöri að ekki sé talað um nautnina af því að borða Petit Four eftir matinn. Agnar gegndi ætíð mjög áhuga- verðum störfum sem gjarnan kröfð- ust mikillar fjarveru. En fyrst og fremst var Agnar fjölskyldumaður og var það því honum afar þungbært þegar Birna kona hans lést aðeins rúmlega fimmtug. Þá var það Agnari styrkur í sorginni að eiga fjögur börn sem hafa verið honum mikil stoð og stytta á síðastliðnum áratug- um. Samskipti hans við börnin sín fjögur og öll barnabörnin hafa veitt honum ómælda ánægju í gegnum ár- in. Umhyggja barnanna kom sterkt í ljós á síðustu mánuðum þegar hann bjó hjá Guðrúnu dóttur sinni og Helga tengdasyni sínum. Þar var hann umvafinn alúð barna sinna, barnabarna og fjölskyldna þeirra, sem kepptust við að hlúa að honum og veita honum hlýju. Börnum Agnars og fjölskyldum þeirra sendum við Halldór hugheilar samúðarkveðjur. Hildur Petersen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.