Morgunblaðið - 19.03.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.03.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isGunnar skiptir um félag í Sviss / B1 Vernharð hampaði enn einum meistaratitlinum / B4 12 SÍÐUR48 SÍÐUR Sérblöð í dag Á ÞRIÐJUDÖGUM MAÐURINN sem lést í bílslysinu við Móa á Kjalarnesi á föstudag hét Helgi Andrésson. Helgi var 68 ára að aldri, búsettur á Esjubraut 26 á Akranesi. Hann lætur eftir sig eig- inkonu og fjögur uppkomin börn. Helgi Andrésson Lést í bílslysi á Kjalarnesi KONA, sem var farþegi í jeppabif- reið við Dalakofa vestan Laufafells skammt sunnan við Heklu á laug- ardag, liggur á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi eftir slys sem varð eftir að bifreiðinni var ekið fram af snjóhengju og hafnaði ofan í gili. Konan hálsbrotnaði og var flutt með TF-LÍF, þyrlu Landhelgis- gæslunnar, til Reykjavíkur. Að sögn læknis á gjörgæsludeild gekkst hin slasaða undir aðgerð og er líðan hennar eftir atvikum góð. Er talið að þörf sé á áframhaldandi legu á gjörgæsludeild að sögn læknis. Í bifreiðinni var ökumaður ásamt hjónum með tvö ung börn. Mjög blint var er slysið varð og mun öku- maðurinn ekki hafa áttað sig á gilinu sem framundan var og ók því fram af bakkanum og féll 5 metra í fríu falli uns bifreiðin hafnaði á stalli og féll síðan um 3 metra til viðbótar. Konan sat í aftursæti bifreiðarinnar ásamt 5 og 7 ára börnum sínum og mun þak bifreiðarinnar hafa gengið saman við fallið með þeim afleiðing- um að hún hlaut alvarleg meiðsl. Börnin sluppu ómeidd sem og öku- maður og eiginmaður konunnar. Ökumaðurinn mun þó hafa kvartað undan eymslum í hálsi eftir slysið. Björgunarsveitir Slysavarnafélags- ins Landsbjargar frá Hvolsvelli, Hellu og Álftaveri voru kallaðar á vettvang og einnig þyrla Landhelg- isgæslunnar sem var kölluð út kl. 17.30. Þyrlan kom á slysstað kl. 18.46 og lenti með hina slösuðu við Landspítalann kl. 19.49. Ljósmynd/Kristín Elfa Bragadóttir Bifreiðin var óökufær eftir veltuna, en yfirbyggingin skemmdist mikið. Slasaðist alvarlega í bílveltu við Laufafell ELDUR varð laus milli þilja í frysti- togaranum Hamrasvani SH 201 þar sem hann var í slipp í minni flot- kvínni í Hafnarfjarðarhöfn skömmu fyrir hádegi í gær. Samkvæmt upp- lýsingum frá Slökkviliði höfuðborg- arsvæðisins urðu ekki miklar skemmdir á togaranum. Verið var að logsjóða á vinnslu- dekki þegar eldur kviknaði í klæðn- ingu og skömmu síðar logaði á milli þilja. Starfsmenn slippsins reyndu að slökkva eldinn en án árangurs. Reykkafarar slökkviliðsins fóru nið- ur á millidekkið. Eftir að þeim tókst að rjúfa klæðningu sóttist slökkvi- starfið greiðlega. Enginn meiddist í eldsvoðanum. Hamrasvanur er 475 brúttótonna frystitogari, gerður út af Sigurði Ágústssyni ehf. í Stykkishólmi. EFNT verður til íbúaþings í vest- urbæ Reykjavíkur 2. maí næstkom- andi. Þetta kom fram í máli Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra á hverfafundi sem haldinn var í Melaskóla í gær. Íbúa- þingið í maí verður haldið í tengslum við opnun Vesturgarðs, nýrrar fjöl- skyldu- og skólaþjónustu í vesturbæ. Á íbúaþingum er notuð ákveðin aðferðafræði til að ná til íbúanna og nálgast þeirra sjónarmið. Aðferða- fræðin er kölluð „community plann- ing“ og miðar að samráði við íbúa um stefnumótun í uppbyggingu þjón- ustu hverfisins. Borgarstjóri hefur talað um að í tengslum við nýja hverfaskiptingu borgarinnar sé æskilegt að um leið og þjónusta borgarstofnana er sam- þætt í hverfunum verði leitað með skipulegum hætti eftir viðhorfum íbúa um hvernig þeir vilji sjá upp- byggingu í hverfunum og þá þjón- ustu sem þar verði. Íbúaþing er ein af þeim leiðum sem hægt væri að fara í því sambandi. Vistvænt íbúa- þing var haldið á Kjalarnesi í janúar og var þátttaka í því mjög góð. Íbúaþing í vesturbæ í vor FULLTRÚAR Samfylkingarinnar í iðnaðarnefnd Alþingis styðja frumvarp ríkisstjórnarinnar um að Alþingi heimili að Landsvirkjun fái leyfi til að reisa Kárahnjúkavirkjun og stækka Kröfluvirkjun, en orkunni sem fæst með þessum framkvæmdum er ætlað að knýja álver í Reyðarfirði. Hjálmar Árna- son, formaður nefndarinnar, segir að hagnaður af virkjuninni verði 14-16 milljarðar á 25 ára samn- ingstíma. Nefndarálitið verður lagt fyrir Alþingi í dag og verður frumvarpið tekið til annarrar um- ræðu innan tíðar. Árni Steinar Jóhannsson, fulltrúi Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs, er andvígur frum- varpinu og mun skila séráliti. Fulltrúar Samfylk- ingarinnar styðja frumvarpið en með fyrirvörum. Ekki var ljóst í gærkvöldi hvort Samfylkingin myndi skila séráliti eða skrifa upp á álit meirihlut- ans. 14–16 milljarða hagnaður á 25 ára samningstíma Hjálmar sagði að gert væri ráð fyrir að hagnaður af virkjuninni yrði 14–16 milljarðar á 25 ára samn- ingstíma. Skv. arðsemismati sem hafi verið staðfest af innlendum og erlendum sérfræðingum yrði arð- semi innri vaxtar 6,4% og raunávöxtun eigin fjár 14,5%. Þá yrðu skuldir vegna virkjunarinnar greiddar upp á 30 árum en líftími slíkra virkjana væri allt að 80–100 ár. Eftir 30 ár ætti Landsvirkjun mannvirkið því skuldlaust og virkjunin myndi eftir það mala „viðbótargull“. Innan við 1% líkur væru á því að tap yrði á virkjuninni. Aðspurður um forsendur fyrir þessu mati sagði Hjálmar að það byggðist á umsömdu raforkuverði, kostnaði við framkvæmdina og spá sérfræðinga í ál- heiminum á þróun álverðs á næstu 25 árum. Al- mennt væri gert ráð fyrir að verð á áli lækkaði um 0,4% á ári og héldist á bilinu 1.500–1.600 dollarar á tonnið. Hjálmar segir að langtímaáhrif af framkvæmd- inni séu afar jákvæð, þjóðarframleiðsla muni aukast um 1% og byggð styrkjast mjög á Austurlandi. Fórnarkostnaðurinn felist í raski á náttúru en sýnt hafi verið fram á að eins mikið tillit hafi verið tekið til náttúrunnar eins og hægt var, án þess að skaða arðsemi virkjunarinnar. Fréttir um að Norsk Hydro vilji fresta byggingu álvers voru ræddar í iðnaðarnefnd en Hjálmar seg- ir að þrátt fyrir þessi tíðindi sé á hreinu að Alþingi verði að vinna sína heimavinnu. Með samþykki frumvarpsins verði hægt að leyfa virkjunina en ekkert verði af framkvæmdum ef álverið rís ekki. Hann hafi á hinn bóginn fulla trú á því að álverið rísi og virkjun verði að veruleika enda sé um afar hag- kvæma kosti að ræða. Hálendinu norðan Vatnajökuls verði ekki raskað frekar Bryndís Hlöðversdóttir og Svanfríður Jónasdótt- ir sitja fyrir Samfylkinguna í iðnaðarnefnd. Bryndís sagði í samtali við Morgunblaðið að þær styddu frumvarpið. Í gærkvöldi var þó ekki ljóst hvort þær myndu skrifa upp á nefndarálit meirihlutans eða skila séráliti. Bryndís sagði fyrirvara sem þær settu fyrir virkjanaleyfi einkum vera þá að tryggt yrði að framkvæmdin yrði þjóðhagslega hagkvæm og arð- söm. Þá lægi fyrir ákvörðun Alþingis um að hálend- inu norðan Vatnajökuls yrði ekki raskað frekar en meirihlutinn hefði tekið vel í þá hugmynd. Iðnaðarnefnd hefur afgreitt frumvarpið um Kárahnjúkavirkjun Samfylkingin styður að virkjunin verði heimiluð MIKIL og góð þátttaka hefur verið á námskeiðum á vegum Hunda- ræktunarfélags Íslands, HRFÍ, þar sem hundum er kennt að sækja hluti. Á slíkum námskeiðum eru hund- arnir þjálfaðir til að nota meðfædda eiginleika sína til að sækja bráð og eigendunum kennt að lesa og skilja hegðun hundanna. Um 80% af þeim retriever-hvolp- um sem fæddust á síðasta ári og hafa jafnframt verið færðir í ætt- bók, hafa sótt grunnnámskeið í að sækja og flestir höfðu áður sótt hvolpanámskeið á vegum HRFÍ. Námskeiðin eru haldin í Sól- heimakoti, skammt frá Hafravatni. Á myndinni má sjá þá Sigurð Magn- ússon hundaþjálfara, Ara Svav- arsson hundaeiganda og Sigurmon Hreinsson hundaþjálfara leggja labradorhundinum Kolkuósi Loga lífsreglurnar. Sigurður fékk nýlega dómararéttindi og mun í fyrsta sinn dæma á veiðiprófi sem verður hald- ið á Akranesi 27. apríl nk. Morgunblaðið/Ingólfur Námskeið fyrir hunda og menn ♦ ♦ ♦ Eldur laus milli þilja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.