Morgunblaðið - 19.03.2002, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.03.2002, Blaðsíða 19
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2002 19 Á AÐALFUNDI Bílgreinasam- bandsins um helgina var samþykkt að hvetja til þess að þegar verði lagt fram frumvarp um olíugjald með lagasetningu í haust sem taki gildi í upphafi árs 2003. „Skattar á bifreiðaeign eru tvenns konar, bifreiðagjöld og þungaskattur. Bifreiðagjöld leggj- ast nær undantekningarlaust á allar bifreiðar. Þungaskattur leggst aftur á móti eingöngu á dísilknúin öku- tæki og er, líkt og sérstakt vöru- gjald á bensín, markaður tekjustofn sem rennur til Vegagerðarinnar. Áætlað er að tekjur af bifreiðagjaldi á næsta ári verði 2,7 milljarðar sem er örlítil lækkun frá tekjuáætlun fyrir árið 2001. Áætlaðar tekjur af þungaskatti á næsta ári eru 4,9 milljarðar sem skiptist nokkuð jafnt milli tekna af föstu árgjaldi og mælagjaldi. Tekjur af þungaskatti hafa farið vaxandi á undanförnum árum enda hefur dísilbifreiðum fjölgað hlutfallslega. Þrátt fyrir þessa fjölgun dísilbíla er hlutfall þeirra af heildarbílaflotanum tiltölu- lega lágt hér á landi samanborið við nágrannalöndin. Ástæðan er fyrst og fremst sú að núverandi þunga- skattskerfi dregur úr hagkvæmni þess að velja dísilbíla fyrir fjöl- skyldufólk fremur en bensínbíla. Þetta er að mörgu leyti óhagkvæmt þar sem á undanförunum árum hafa orðið miklar tækniframfarir sem dregið hafa úr eldsneytisnotkun og mengun frá dísilvélum. Vinsældir dísilbíla hafa því aukist og hlutfall þeirra í fólksbílaflotanum því aukist víða í Evrópu. Nú er svo komið að í Mið- og Suður-Evrópu er annar hver nýr fólksbíll með dísilvél. Með- al annars af þessum sökum hefur verið til skoðunar að breyta fyr- irkomulagi þungaskatts til þess að jafna samkeppnisstöðu dísil- og bensínbíla,“ segir í ályktun aðal- fundar Bílgreinasambandsins. Á aðalfundinum voru Bjarki Harðarson, Geir Gunnarsson, Gísli Ólafsson, Ívar Ásgeirsson, Karl Óli Lárusson, Helgi Ingvarsson, Sverr- ir Sigfússon og Úlfar Hinriksson kjörnir í stjórn félagsins en formað- ur fyrir næsta starfsár er Erna Gísladóttir. Ályktun aðalfundar Bílgreinasambandsins Samkeppnisstaða dísil- og bensínbíla jöfnuð Morgunblaðið/Kristinn Erna Gísladóttir, formaður Bílgreinasambandsins, og Valgerður Sverr- isdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, fluttu báðar erindi á aðalfundi Bíl- greinasambandsins. LANDSBANKI Íslands hefur nú selt Guðbjörgu Matthíasdóttur og tengdum aðilum hlutabréf sín í Tryggingamiðstöðinni sem keypt voru 1. mars sl. Guðbjörg og tengdir aðilar, þ.e. Ísfélag Vestmannaeyja og nokkur eignarhaldsfélög fjöl- skyldu Sigurðar heitins Einarsson- ar, útgerðarmanns í Vestmannaeyj- um, eiga nú 43,29% hlut í TM eða um 100,9 milljónir að nafnverði. Landsbankinn keypti 1. mars sl. 10,77% hlut í TM af Fjárfestingar- félaginu Straumi á genginu 67 og átti bankinn þá um 14% í TM. Nokkrum dögum síðar seldi bankinn Ísfélagi Vestmannaeyja 4,5% eða 10,5 millj- ónir að nafnverði og sl. föstudag seldi Landsbankinn Ísfélaginu 5,45% eða 12,7 milljónir að nafnverði til viðbótar. Önnur félög tengd fjöl- skyldunni í Vestmannaeyjum keyptu því 4,1% sl. föstudag eða um 9,7 milljónir að nafnverði. Landsbank- inn heldur eftir 0,02% hlutafjár í TM. Viðskiptin fóru fram á genginu 65,42, að því er fram kemur í tilkynn- ingu til Verðbréfaþings Íslands og voru alls 22.438.785 kr. að nafnvirði eða um 1.468 milljónir að söluverð- mæti. Aðalfundur Tryggingamiðstöðv- arinnar verður haldinn í dag. Fjölskyldan í Eyjum með 43,29% hlut í TM Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands svf. Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands svf. verður haldinn í félagsheimilinu Þingborg, föstudaginn 5. apríl 2002 og hefst kl. 14.00. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 24. gr. samþykkta félagsins 2. Önnur mál, löglega upp borin Tillögur frá félagsaðilum sem, bera á fram á aðalfundi, þurfa að vera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 14 dögum fyrir aðalfund. Reykjavík, 15. mars 2002. Stjórn Sláturfélags Suðurlands svf. flugfelag.is flugfelag.is AKUREYRI 4.600kr. Flug, aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! HÖFN eða EGILSSTAÐIR 5.200kr. Flug, aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! ÍSAFJÖRÐUR 4.400kr. Flug, aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! GRÍMSEY 6.200kr. Flug, aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! 7.200kr. Flug, aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! ÞÓRSHÖFN eða VOPNAFJÖRÐUR Tryggðu þér sæti - bókaðu strax á 13. apríl til 2. maí *Flugvallarskattur og tryggingargjald, samtals 415.- kr. ekki innifalið. * * * * * ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N EH F. /S IA .I S - FL U 17 19 3 03 /2 00 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.