Morgunblaðið - 19.03.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 19.03.2002, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ellert D. Sölva-son (Lolli í Val) fæddist á Reyðarfirði 17. desember 1917. Hann lést 8. mars síð- astliðinn. Hann var sonur hjónanna Sölva Jónssonar frá Stóra Grindli í Fljót- um, f. 8. júlí 1870, d. 11. maí 1959, síðast bóksala í Reykjavík og Jónínu Gunn- laugsdóttur frá Kirkjubóli, f. 4. nóv- ember 1875, d. 25. júlí 1929. Systkini hans voru, í aldursröð: Ragnheið- ur, Sóley, Elín, Karl, Guðmundur, Jónmundur og Kristín, öll látin. Ellert var yngstur systkinanna. Þegar Ellert var á þriðja ári fluttu foreldrar hans til Reykja- víkur og bjuggu þar á Óðinsgötu. Ellert á glæsilegan feril að baki í knattspyrnunni. Hann varð sjö sinnum Íslands- meistari með Val á árunum 1930 til 1954 og lék alls um 200 leiki með félaginu í meistaraflokki. Hann lék auk þess 6 fyrstu landsleiki Ís- lands í knattspyrnu og sumir telja hann besta útherja sem Ís- land hefur átt. Ellert hefur ýmist verið kallaður Lolli í Val eða „Kötturinn“ vegna þess hve lið- ugur hann var enda æfði hann fimleika áður en hann snéri sér að knattspyrnunni. Eftir að hann hætti að leika með meist- araflokki fór hann vítt um landið og sinnti þjálfaramálum við góðan orðstír. Útför Ellerts fer fram frá Há- teigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Móðurbróðir minn hann Ellert D. Sölvason var nú aldrei þekktur und- ir öðru nafni en Lolli, öllu heldur Lolli í Val. Hann var yngsti bróðir móður minnar hennar Kristínar og var því tíður gestur á heimili okkar þegar ég var að alast upp. Ljúfari mann var vart hægt að hugsa sér. Hann var með eindæmum barngóður og lét sér annt um okkur. Það eru minnisstæð jólin með Lolla. Þegar hann var búinn að gera rjúpunum góð skil settist hann við píanóið og spilaði eins og engill. Hann var afar snjall knattspyrnu- maður á sínum yngri árum og gekk jafnan undir viðurnefninu „köttur- inn“ sem sýnir hversu lipur hann var með knöttinn. Hann gekk snemma til liðs við Knattspyrnufélagið Val og keppti með Val alla tíð þar til hann þurfti að hætta vegna slæmra íþróttameiðsla. Ævilöng tryggð hans og stuðningur við Val mun halda nafni hans á lofti alla tíð. Hann mætti á alla leiki sem hann kom við og fylgdist með uppvexti og frama ungra knattspyrnumanna fram á síðasta dag. Valsmenn kunna eflaust sögu hans betur en ég en það var unun af að hlýða á hann segja frá með glampa í augum sem var að gerast hverju sinni hjá Val. Hans barnslega einlægni og væntumþykja um alla samferðamenn sína var einstök og skilur eftir fallega mynd af fallegum manni í víðasta skilningi. Blessuð sé minning frænda míns Lolla í Val. Anna S. Garðarsdóttir. Kveðja frá Knattspyrnu- félaginu Val Einn af bestu sonum Vals, Ellert Sölvason, er fallinn frá. Lolli í Val er líklega eini knattspyrnumaður þessa lands sem hefur verið kenndur við félagið sitt. Í brjósti Lolla sló Vals- hjarta, risastórt og hlýtt Valshjarta. Þótt Lolli hafi átt því láni að fagna að verða margfaldur Íslandsmeistari og heilla knattspyrnuáhugamenn upp úr skónum með leikni sinni og hraða voru það vinirnir í Val, fé- lagsskapurinn að Hlíðarenda og hin glæsilegu ungmenni sem voru hon- um efst í huga síðustu áratugina. Mér er sá dagur minnisstæður þeg- ar ég ók Lolla heim að Hlíðarenda fyrir nokkrum árum. Hann var þög- ull og eftirvæntingarfullur enda hafði hann ekki komið niður á Vals- völl um tveggja ára skeið sökum las- leika. Þegar við renndum fram hjá Friðrikskapellu trítluðu nokkrir brosmildir Valsstrákar yfir veginn og spörkuðu bolta á milli sín. Æsku- fjör lék um andlit þeirra, vorfiðring- ur í tánum. „Ó, hve þetta er fögur sjón,“ sagði Lolli og andlit hans ljómaði. Tilfinningaþrungin þögn ríkti á meðan Lolli naut þess að fylgja drengjunum eftir í huganum. Hann hafði augljóslega slegist í hóp- inn, léttur í lund, til að finna ilminn af grasinu, til að gantast við fé- lagana, til að leika listir sínar, til að njóta augnabliksins en umfram allt – til að vera á þeim stað þar sem hann naut sín best – að Hlíðarenda. Lolli felldi tár, hendur hans titruðu. ,,Hérna vorum við svo að moka flór- inn,“ sagði hann eftir andartak og leit á gamla fjósið sem var um árabil eina félagsheimili Vals. ,,Og við bár- um skítinn út á völl, svo grasið sprytti hraðar.“ Á meðan Lolli hafði heilsu til sótti hann alla heimaleiki félagsins og við, sem héldum uppi heiðri Vals á knattspyrnuvellinum í lok áttunda áratugarins og á þeim níunda, nutum þess að hafa Lolla í návist okkar. ,,Er ekki húmorinn í lagi?“ voru einkunnarorð Lolla og hann brýndi fyrir okkur að njóta þess að spila knattspyrnu, sagði það lykilinn að velgengni. Lolli var eins og grár köttur í kringum okkur, já- kvæður og hvetjandi. Og hann þreyttist aldrei á að sýna okkur hvernig ætti að taka ,,kontrabolta“ sem hann gerði svo listavel. Lolla þótti aldrei auðvelt að horfa á leiki sökum spennings og þótt hann hafi orðið vitni að sigri Vals trúði hann aldrei úrslitunum fyrr en hann var kominn heim og heyrði þau tíunduð í fréttum útvarpsins. Þá gat hann loksins slakað á. Sæll og glaður. Lolli er líklega eini Íslendingurinn sem hefur gengið frá Íslandi til Ja- maika en það gerði hann þegar Val- ur fór þangað í æfingaferð á níunda áratugnum. Lolli slóst oft í för með okkur þegar við fórum í æfingaferðir eða tókum þátt í Evrópukeppni á er- lendri grund. Í umræddri ferð til Jamaika gekk Lolli fram og til baka í flugvélinni, nánast alla leið, til að stytta okkur stundir. Hann naut sín vel í sólinni, var fljótur að taka lit og hafði húmor fyrir því þegar við tók- um næstum feil á honum og inn- fæddum í þann mund sem við héld- um heim á leið. Lolli fékk nafngiftina Kötturinn þegar hann var upp á sitt besta í boltanum enda með góðan bakgrunn úr fimleikum. Í viðtali við Valsblaðið 1999 sagði Lolli: ,,Það var gaman þegar við lékum með landsliðinu gegn þýsku úrvalsdeildarliði í Þýskalandi árið 1939. Ég lenti á móti landsliðsmanni sem átti 11 ár að baki með landsliðinu. Ég lék mér víst að honum eins og köttur að mús en eftir þann leik fékk ég nafngiftina Kötturinn. Hermann Hermannsson, markvörður Vals, sá til þess en hann sagði alltaf: ,,Ég veit aldrei hvað snýr upp eða niður á honum Lolla þegar ég gef á hann.““ Kunnugir segja að væri Lolli ungur maður í dag, með þá hæfileika sem hann var gæddur, væri hann að leika meðal fremstu knattspyrnumanna Evrópu. Það er sárt að sjá á eftir Lolla en líkast til er hann hvíldinni feginn. Lolli markaði djúp spor í sögu Vals, spor sem verða aldrei afmáð. Þótt Lolli ætti góða að var Valur hans fjölskylda, hjartsláttur hans var að Hlíðarenda. Fyrir hvern einasta leik meistaraflokka Vals í knattspyrnu hringdi Lolli í húsverðina og bað fyr- ir góðar kveðjur. Hugur hans var hjá þeim sem léku fyrir hönd Vals, þeirra var framtíðin. Hann gat svo auðveldlega sett sig í þeirra spor. Síðustu æviárin bjó Lolli í lítilli íbúð í Hátúni. Hann vildi vera einn með sjálfum sér en engu að síður var notalegt að líta við hjá honum. ,,Elsku drengurinn,“ sagði hann jafnan, ,,komdu fagnandi“. Þessi orð eru orðin hans Lolla og hann sagði þau ætíð af hjartans einlægni. Sjón- varpið stytti honum stundirnar síð- ustu árin. Hann sagðist aldrei fara upp fyrir rás 4 á Fjölvarpinu. Þar var Eurosport. Hann brosti, dáðist að þeim erlendu stjörnum sem voru fimar með knöttinn og léku af drenglyndi. Hann vitnaði oft í séra Friðrik stofnanda Vals; ,,Látið aldr- ei kappið bera fegurðina ofurliði“ enda á þetta vel við Lolla. Á veggn- um yfir rúminu hans Lolla var mynd af Íslandsmeisturum Vals í knatt- spyrnu árið 1987. ,,Undir þessari mynd sef ég alltaf vel,“ sagði Lolli lotningarfullur og dreyminn. Svipur hans bar þess merki að ljúfar minn- ingar stóðu honum ljóslifandi fyrir hugskotssjónum. Í dag verður Lolli lagður til hinstu hvílu en hann mun engu að síður vaka yfir Hlíðarenda um ókomna framtíð. Allt fram til síðasta augna- bliks í lifanda lífi var Valur efstur í huga Lolla. Þegar vinir báðu Lolla guðsblessunar, bætti hann jafnan við, ,,og Val líka.“ Minningin um sterkan persónuleika og traustan vin mun lifa. Knattspyrnufélagið Valur sendir fjölskyldu Lolla, vinum og ættingjum, sínar dýpstu samúð- arkveðjur. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Kahlil Gibran.) Þorgrímur Þráinsson. Hann Lolli í Val er látinn. Lolli var í raun goðsagnapersóna í íslenskri knattspyrnu. Lífshlaup hans var tileinkað knattspyrnunni meira og minna frá barnsaldri þar til yfir lauk. Hann var um árabil einn þekktasti leikmaðurinn í íslenskum fótbolta, nafntogaður fyrir mikla leikni með knöttinn. Sumarið 1935 hóf hann að leika með meistaraflokki Vals og varð sjö sinnum Íslands- meistari með félaginu. Einnig lék hann með félaginu í keppnisferðum erlendis og tvisvar var hann lánaður til Víkings í keppni erlendis. Lolli lék fjóra leiki með A-landsliði Ís- lands á árunum 1946–1949. Eftir að hann hætti sjálfur að spila knatt- spyrnu starfaði hann sem þjálfari um árabil. Ég kynntist Lolla vel þegar ég var í stjórnarstörfum í knattspyrnudeild Vals á árunum milli 1980 og 1990. Allt hans líf var þá eins og áður til- einkað knattspyrnunni og hann var mættur á hverjum degi á Hlíðar- enda til að fylgjast með meira og minna öllum liðum í æfingum og keppni. Á þessum árum fór hann í allar ferðir með meistaraflokki Vals og litið var á Lolla sem sérstakan verndarengil flokksins. Lolli var einstaklega ljúfur og góður maður, sannkallað góðmenni sem ekki mátti neitt aumt sjá. Enda var Lolli sú manngerð sem öllum þykir vænt um og börnin hænast sérstaklega að. Hann vildi ætið láta lítið á sér bera, var kurteis og sér- stakt ljúfmenni og snyrtimenni í allri framkomu. Ég á sérlega ánægjulegar minningar um Lolla frá þessum árum og sé hann ljóslifandi fyrir mér þegar Valur varð Íslands- meistari 1987, eitt stórt sólskinsbros og innilega hamingjusamur fyrir hönd strákanna sinna. Nú þegar Ellert Sölvason er fall- inn frá er ljóst að nafn Lolla í Val mun lifa lengi áfram í minningu ís- lenskra knattspyrnuáhugamanna. Þá virðingu að vera goðsögn í ís- lenskri knattspyrnu ávann Ellert Sölvason sér sem frábær leikmaður, en ekki síður sem frábær mann- eskja. Knattspyrnuhreyfingin á Íslandi vottar Ellerti Sölvasyni virðingu sína og þakkar hans miklu störf í þágu knattspyrnunnar. Kærar þakkir fyrir allt, kæri vinur. Ég færi eftirlifandi ættingjum Lolla okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Eggert Magnússon, formaður KSÍ. Jæja vinur, þá hefur dómarinn flautað til leiksloka. Lífsleikur þinn var ekki stöðug sókn og sigrar held- ur einnig erfið vörn. Þú varst ekki fyrirferðarmikill leikmaður, sem krafðist athygli allra alls staðar, heldur hið gagnstæða, hógvær, prúðmenni, ljúflingur, sem laðaðir að þér fólk á öllum aldri. Knattspyrnufélagið Valur átti hug þinn og hjarta. Allir íþróttamenn Vals voru drengirnir og stúlkurnar þínar. Valsvöllurinn að Hlíðarenda var þinn staður, hvernig sem viðraði og áraði hjá Val. Á Valsvellinum sá ég þig fyrst sumarið 1985 til að vita hver þú varst. Þá varstu að fylgjast með drengjunum þínum í meistaraflokki Vals í knattspyrnu leika í deild þeirra bestu. Þú stóðst ekki í hópi áhorfenda, sem ýmist klappaði liðinu lof í lófa eða úthúðaði því eða ein- stökum leikmönnum þess fyrir dug- leysi, heldur gekkst meðfram hlið- arlínunni og lést drengina þína vita af þér, að þú værir þarna, fylgdist með þeim og hvettir þá til dáða á þinn hógværa hátt. Ekki datt mér í hug þá, að við ættum ári síðar eftir að verða vinnufélagar til liðlega tíu ára og vinir að eilífu. Aldursmunur okkar skipti þar engu enda knatt- spyrnan áhugamál okkar beggja. Núna þegar leiðir okkar skilja gamli góði vinur og þú flytur þig um set viljum við Lára þakka þér fyrir allar þær góðu stundir, sem við höf- um átt með þér, bæði hér á heima og í ferð okkar til Ítalíu sumarið 1990. Dætrum okkar Láru, Eddu Sif og Söndru Rún, varstu einnig sannur vinur. Fylgdist með þeim í leik og námi, kallaðir þær alltaf drottning- arnar þínar; drottningar sem þú um- vafðir þeirri hlýju og umhyggju, sem var þér eðlislæg. Fyrir það eru þær þakklátar. Lolli í Val, hvíldu í friði. Sigurður G. Guðjónsson, Lára Lúðvígsdóttir, Edda Sif og Sandra Rún. Kveðja frá meistaraflokki kvenna Vals Okkur langar til að minnast Lolla í Val, eins og hann var ávallt kall- aður, með nokkrum orðum. Síðast- liðin ár eða eftir að Lolli treysti sér ekki lengur á völlinn, höfum við allt- af fengið símtal á leikdegi frá Lolla. Skilaboðin voru alltaf „Þið skorið ekki nema skjóta“ og þótti okkur ákaflega vænt um þessar hlýju bar- áttukveðjur. Í fyrra haust þegar við vorum að spila úrslitaleik í Bikar- keppninni fengum við símtal frá Lolla og nú var það ekki bara „Þið skorið ekki nema skjóta“ heldur bætti hann við „Stelpur nú er komið að því“. Þegar titillinn var í höfn og við komnar inní klefa fengum við aft- ur kveðju frá Lolla. Hans gamla valshjarta var snortið og hann tár- aðist, fyrir okkur var þetta jafn sætt og að vinna Bikarinn. Við eigum eft- ir að sakna Lolla, þessa dygga stuðningsmanns og Valsara. Hvíl í friði. Mfl. Kv. fótb. Valur. ELLERT D. SÖLVASON ;      ;$3; 211<  ''. C &#!% G%    -$      6!   ! $  !   !" #   !   " / !8# $  !   ' !A#& #, <   <6$32  : < 1 /: 211<   )  &  3  % = (   >       /   % = (   6  4!!   ' , 1     (  3 #2#    3 +    +   +  /11 <32  < ; 9  211 '% >H,     ' ,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.