Morgunblaðið - 19.03.2002, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.03.2002, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2002 29 Námskeið sem byrja eftir páska Tölvunámskeið Internetið og tölvupóstur 8 kennslustundir Word og Windows fyrir byrjendur 20 kennslustundir Matreiðslunámskeið Gómsætir bauna-, pasta- og grænmetisréttir 12 kennlustundir Spennandi bökur og innbakaðir veisluréttir 8 kennslustundir Matarmiklar súpur og heimabakað brauð 8 kennslustundir Innritun og upplýsingar um námskeiðin í símum 564 1507 og 564 1527 frá kl. 18 til 21 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Síðustu 19 sætin Stökktu til Costa del Sol 7. apríl í 3 vikur frá kr. 39.863 Verð kr. 39.863 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára. Flug, gisting, skattar. Staðgreitt. Alm. verð kr. 41.860. Verð kr. 49.950 M.v. 2 í íbúð, 7. apríl, 3 vikur. Flug og gisting, skattar. Staðgreitt. Alm. verð kr. 52.450. Ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Costa del Sol þann 7. apríl í 3 vikur. Vorin eru yndislegur tími á Costa del Sol, frábært verðurfar og hér getur þú notið veðurblíðu og einstakra aðstæðna á kjörum sem aldrei hafa sést fyrr. Þú bókar núna og tryggir þér síðustu sætin, og 4 dögum fyrir brottför hringjum við í þig og tilkynnum þér hvað þú býrð. Og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. RAFORKUNOTK- UN hér á landi hefur aukist mikið síðustu árin, aðallega vegna aukinna umsvifa orku- freks iðnaðar. Almenn notkun hefur einnig aukist nokkuð og nú er svo komið að við Íslendingar eigum orðið heimsmet í raf- orkunotkun á hvern íbúa, eða 28,2 MWh á ári. Þetta er meðal þeirra niðurstaðna sem fram koma í sam- antekt Orkuspár- nefndar, en það er samstarfsvettvangur Fasteigna- mats ríkisins, Hagstofunnar, Hita- veitu Suðurnesja, Landsvirkjunar, Orkustofnunar, Orkuveitu Reykja- víkur, Rafmagnsveitna ríkisins, Samorku og Þjóðhagsstofnunar. Starfsmaður nefndarinnar er Jón Vilhjálmsson hjá verkfræðistof- unni Afli ehf. Orkuspárnefnd gefur á hverju ári út endurreiknaða spá um raforkunotkun landsmanna, og á um fimm ára fresti endurskoðar hún þessa spá frá grunni og birtir í ítarlegu riti. Einnig birtir nefnd- in spár um aðra orkugjafa. Spár þessar eru mikið notaðar af stofn- unum og fyrirtækjum á ýmsum sviðum. Nefndin hefur á undan- förnum árum orðið vör við aukinn áhuga á spánum og einnig ýmsum mikilvægum hagrænum forsendum sem þær byggjast á. Aukning í raforkuvinnslu Árið 2001 nam raforkuvinnsla á landinu samtals 8.028 GWh og hafði þá aukist um 4,5% frá árinu áður. Stórnotkun (raforkunotkun stórnotenda) nam 4.955 GWh og almenn notkun 2.825 GWh. Aukn- ingu í raforkunotkun hér á landi síðustu ár- in má að stærstum hluta rekja til þeirrar uppbyggingar stóriðju sem átt hefur sér stað síðustu fimm ár. Þar kemur til stækkun ál- vers Ísals og járn- blendiverksmiðjunnar á Grundartanga auk álvers Norðuráls sem byggt var í tveimur áföngum. Raforku- notkun stóriðju hefur þannig tvöfaldast undanfarin fimm ár. Fyrir 1997 höfðu hins vegar litlar breytingar orðið á stórnotkun síðan rekstur Íslenska járnblendifélagsins hófst á Grund- artanga 1979. Aukningin í raforku- vinnslunni undanfarin fimm ár samsvarar nær allri almennri raf- orkunotkun á síðasta ári. Aukning á höfuð- borgarsvæðinu Á höfuðborgarsvæðinu hefur aukning almennrar raforkunotkun- ar verið tvöfalt meiri en á landinu í heild síðustu fimm árin eða 4,7% aukning að meðaltali á ári, en til samanburðar var aukningin á landinu í heild 2,4% á ári að með- altali. Á þessum árum hefur nán- ast öll fjölgun landsmanna komið fram á höfuðborgarsvæðinu sem kemur greinilega fram í notkun- inni en þrátt fyrir það hefur verið aukning í raforkunotkun í flestum landshlutum. Einungis á Vest- fjörðum hefur notkunin minnkað á tímabilinu. Raforkunotkun háð efnahagssveiflum Raforkunotkun er oft greind niður í tvo meginþætti, þ.e. í for- gangsorku og ótryggða orku. Meg- inhluti notkunarinnar er forgang- sorka en með ótryggðri orku er átt við notkun þar sem samið hefur verið um að skerða megi notk- unina, t.d. þegar erfiðleikar eru í vatnsbúskap virkjana. Sveiflur í efnahagslífi Íslendinga koma vel fram í árlegri notkun forgangsorku. Á árunum 1989–94, þegar hagvöxtur var lítill hér á landi, var árleg aukning almennrar forgangsorku einungis um 1% en eftir að hagvöxtur jókst að nýju hefur aukningin verið 2,6% að meðaltali en landsframleiðsla hef- ur á sama tímabili aukist um 3,7% á ári að meðaltali. Raforkunotk- unin sveiflast að jafnaði með landsframleiðslunni en sveiflurnar eru þó minni í raforkunotkuninni. Hagvaxtarbreytingar skila sér þó ekki strax í raforkunotkun. Þannig hófst núverandi hagvaxtarskeið ár- ið 1994 en kom ekki fram í raf- orkunotkun fyrr en 1995. Orkuspárnefnd forspá Síðustu þrjár raforkuspár Orku- spárnefndar hafa staðist mjög vel. Þegar litið er á eldri spár og þær bornar saman við rauntölur síð- ustu ára sést að spá frá 1985 um almenna notkun 2001 er einungis um 5% yfir raunnotkuninni, spá frá 1992 er um 7% undir raunnotk- uninni og spáin frá 1997 er nánast sú sama og raunnotkunin 2001. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Orkuspárnefndar, www.orkuspa.is. Raforkunotk- un á uppleið Þorkell Helgason Orka Mikla aukningu í raf- orkunotkun, segir Þorkell Helgason, má að stærstum hluta rekja til uppbyggingar stór- iðju sl. fimm ár. Höfundur er orkumálastjóri og formaður Orkuspárnefndar. EIN meginskylda sveitarfélaga er að tryggja að börn njóti þjónustu leikskóla þar til þau fara í grunn- skóla. Áralangir bið- listar eftir leikskóla- plássi í Reykjavík leiða hins vegar til þess að fjölmargar reykvískar fjölskyldur búa við mikla óvissu. Sum börn bíða jafnvel misserum saman eftir plássi og alltaf er jafn erfitt að fá skýr svör frá Leikskólum Reykjavíkur um hve löng biðin getur orðið. Svikin loforð Fyrir 8 árum lofaði R-listinn að útrýma biðlistum eftir leikskóla- plássum í Reykjavík. Fá loforð hafa verið jafn illa svikin og eftir situr sú staðreynd að aldrei hafa fleiri börn verið á biðlistum í Reykjavík en um síðustu áramót. R-listinn segir að ekki hafi verið hægt að efna loforðin vegna breyttra aðstæðna í samfélaginu. Samkvæmt því eru biðlistarnir eitthvert óumbreytanlegt lögmál sem borgaryfirvöld ráða lítið yfir. En er rétt að slíkir biðlistar eftir þjónustu borgarinnar séu lögmál? Ef við lítum á sveitarfélögin í kringum okkur kemur að sjálf- sögðu í ljós að svo er ekki. Ýmis önnur sveitarfélög en Reykjavík hafa skilgreint að öll börn frá ákveðnum aldri eigi rétt á leik- skólaplássi. Sums staðar er miðað við 18 mánaða aldur en ann- ars staðar við tveggja ára. Þrátt fyrir að markið sé sett hátt hefur sumum sveitar- félögum tekist að út- rýma biðlistum eftir leikskólaplássi. Sam- félagslegar aðstæður sveitarfélaga í kring- um Reykjavík eru ekki frábrugðnar því sem við þekkjum hér í höfuðborginni og því eiga biðlistar ekki að vera lögmál hér frekar enn annars staðar. Staðreyndin er ein- faldlega sú að R-listinn hefur ekki forgangsraðað í þágu barnanna. Leikskólavist á að vera réttur Kominn er tími til að leikskóla- börnin í borginni verði sett í fyrsta sæti. Í því felst þrennt: 1. Leikskólarnir verði fyrsta skólastigið og leikskólavist verði skilgreind sem réttur hvers barns frá ákveðnum aldri. 2. Útrýma á biðlistum eftir leik- skólum. Það á að gera með því að forgangsraða fjármagni í þágu uppbyggingar leikskóla og með því að hvetja til reksturs einkarekinna leikskóla. Þetta verður best gert með því að breyta núgildandi stefnu borgaryfirvalda sem felst í því að greiða minna með barni sem dvelst í einkareknum leikskóla en borgarreknum. Í samræmi við það markmið að hvert barn skuli eiga rétt á leikskólavist eiga öll börn að njóta sama fjárhagslega stuðnings frá borginni óháð því hvaða leik- skóla foreldrar velja fyrir barn sitt. 3. Treysta ber leikskólana sem fyrsta skólastigið með því að veita þeim rými til að sinna fræðslu- hlutverki sínu enn frekar en nú er. Tenginguna á milli leikskóla og grunnskóla á því að auka, með því t.d. að bjóða börnum upp á und- irbúningskennslu í ákveðnum grunnfögum. Á leikskólum borg- arinnar starfar stór hópur frábærs fagfólks sem hefur alla burði til að takast á við ný verkefni leikskól- ans. Tíminn sem börnin okkar verja í leikskólum er afar mik- ilvægur og við eigum að leggja all- an okkar metnað í að gefa þeim kost á að nýta þann tíma sem best. Ekkert skiptir okkur Reykvík- inga meira máli en að hlúa að börnunum. Það er skylda okkar að taka leikskólabörnin úr biðröðun- um og koma þeim í fremstu röð. Þau eiga skilið fyrsta flokks þjón- ustu í fyrsta flokks leikskólum. Úr biðröðum í fremstu röð! Hanna Birna Kristjánsdóttir Kosningar Biðlistar á leikskóla eru ekki lögmál, segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, og þeim ber að eyða. Höfundur er stjórnmálafræðingur og skipar 4. sæti á lista sjálfstæð- ismanna til borgarstjórnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.