Morgunblaðið - 19.03.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.03.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ AUS er fertugt nú um stundir Erum gefandi og góð samtök NÝLEGA var haldiðmálþingið „Heim-urinn og ég“, mál- þing um ólíka menningar- heima í Ráðhúsi Reykjavíkur á vegum AUS, Alþjóðlegra ung- mennaskipta. Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson er stjórnarmaður og fyrrver- andi formaður AUS og hann svaraði nokkrum spurningum Morgunblaðs- ins um málþingið og fé- lagsskapinn. – Segðu okkur aðeins frá AUS? „Alþjóðleg ungmenna- skipti AUS, eru Íslands- deild alþjóðlegra samtaka sem heita International Cultural Youth Exchange ICYE og eru starfandi í um 40 löndum í öllum heimsálfum. Alþjóðsamtökin eru 53 ára og AUS hélt um liðna helgi upp á 40 ára satrfsafmæli, en fyrstu skiptiliðarnir fóru út 1961. Í upphafi voru þetta kristin sam- tök og rekin af kirkjudeildum um allan heim. Upphafið af þessum samtökum var að koma á sam- skiptum milli Bandaríkjanna og Þýskalands eftir seinni heims- styrjöld og fyrstu skiptin voru 1949. Samtökin hafa þróast æ síð- an og eru nú kennd við menning- arskipti enda allir jafnir sama hvaða trú þeir hafa. AUS sagði skilið við þjóðkirkjuna 1983. Sam- tökin eru rekin án hagnaðarsjón- armiða um allan heim og að stærstum hluta í sjálfboðavinnu.“ – Hver er tilgangur og mark- mið þessa starfs? „Tilgangur þessara samtaka er að gefa ungu fólki á aldrinum 18– 30 ára kost á að víkka sjóndeild- arhringinn með því að dvelja í öðru landi í 6 til 12 mánuði. Mark- mið samtakanna hefur frá upphafi verið það sama: Að stuðla að friði og skilningi milli einstaklinga og þjóða og vinna gegn fordómum og hleypidómum hvers konar. Al- þjóðasamtök ICYE hafa ráðgef- andi stöðu hjá UNESCO og fengu friðarverðlaun Sameinuðu þjóð- anna árið 1987. Dvöl í útlöndum á vegum AUS felur í sér sjálfboða- vinnu í 6 til 12 mánuði. Þannig tekur fólk beinan þátt í samfélag- inu sem það býr í með vinnufram- lagi sínu. Sem dæmi um sjálfboða- vinnu má nefna: Vinnu með götubötnum í Bólivíu og Kólumb- íu, hjá Amnesty International í Brasilíu eða Costa Rica, með fyrr- verandi heróínfíklum á Ítalíu, með þroskaheftum í Taívan og barna- kennsla á Indlandi. Allir á aldr- inum 18 til 30 ára geta sótt um að gerast sjálfboðaliðar. Ekki er nauðsynlegt að kunna tungumálið sem talað er í viðkomandi landi því öll aðildarlöndin bjóða upp á tungumálakennslu og kynningu á landi og þjóð í 2–3 vikur. Mikil áhersla er lögð á hópefli svo að sjálfboðaliðarnir kynnist innbyrð- is. Eftir að þessari kynningu og kennslu er lokið tekur við dvöl hjá fjölskyld- um eða á vinnustað og sjálfboðavinnan.“ – Á hvað lögðuð þið helst áherslu á mál- þinginu á dögunum? „Málþingið hét „Heimurinn og ég“ og var í tilefni af 40 ára afmæli AUS. Við lögðum áherslu á að kynna fyrir öðrum mikilvægi sjálfboðaskipta, hvað einn ein- staklingur getur fært öðrum með því að kynnast því óþekkta og miðla þekkingu sinni á ólíkri menningu án fordóma. Það er ekki síður mikilvægt að þær fjöl- skyldur og vinnustaðir sem taka við og hýsa sjálfboðaliða eða skip- tiliða eins og AUS-arar kallast gjarnan, að þeir aðilar kynnist menningu þess sem þau taka á móti. Við vorum með sex fyrir- lestra og þar voru fyrrverandi skiptiliðar, fólk sem hefur ílengst á Íslandi, vinnuveitandi og fóstur- fjölskylda. Kjarni málþingsins var „réttlæti og friður“, við erum öll manneskjur á þessari jörð, hvort sem við erum gul, bleik, eða brún á lit. Virðing fyrir menningu ann- arra og ekki að dæma hið óþekkta. Málþingið var afar vel heppnað og margt fólk mætti á staðinn, enda eru AUS gefandi og góð samtök.“ – Er mikið sótt í samtökin- ...hversu stór eru þau, bæði innan- lands og utan? „AUS hefur dafnað vel, ungt fólk sækir enn í dag í það að dvelja í öðru landi í lengri eða skemmri tíma. Við byggjum á heimkomn- um skiptiliðum og þeir eru sam- tökin. Við erum með 28 skiptiliða hér á Íslandi núna og svipaður fjöldi er á okkar vegum víða um heim. Önnur aðildarfélög eru að senda og taka á móti þetta 15 til 30 skiptiliðum á hverju ári. Fjöldinn er ákveðinn á aðalfundi alþjóða- samtakanna annað hvert ár og þá fer fram eins konar kvótasetning sem fer eftir því hversu vel hefur gengið að fylla sín pláss tvö árin áður.“ – Er hægt að mæla einhvern ár- angur af starfseminni? „Ég tel að árangur- inn sýni sig bersýnilega á því að AUS hefur starfað í 40 ár. Við eig- um margt fólk sem hef- ur farið á okkar vegum og er í dag mótandi aðilar fyrir samfélagið til batnaðar, fólk sem vinnur í sinni vinnu nákvæmlega eftir sömu markmiðum og AUS sem þýðir það að starfsemin virkar. Fólk fer út í heim og kynnist menningu og fólki af ólíkum uppruna og kemur heim og miðlar þekkingu sinni til þess að vinna gegn fordómum af öllu tagi. Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson  Gunnþór Eyfjörð Gunn- þórsson fæddist á Akureyri 13. mars 1975. Stúdent frá Verk- menntaskólanum á Akureyri af félagsfræðibraut 1997. Mann- fræðinemi við HÍ og lýkur BA prófi þar á þessu ári. Var til sjós á sumrum og einnig starfsmaður á sambýlinu Sæbraut, heimili fyrir einhverft fólk, 1999–2001. Starfar nú með námi í félagsmið- stöðinni Selinu á Seltjarnarnesi. Gjaldkeri AUS 1998–99 og for- maður AUS 1999–2000. Er nú í stjórn AUS. ...erum með 28 skiptiliða hér á landi Tekst Robba ref að gleypa Rauðhettu litlu í annað sinn? VOVEIFLEG dauðsföll eru tíðari meðal iðnverkakvenna en annarra samkvæmt rannsókn á 13.349 kon- um árin 1975 til 1995. Létust 94 af völdum slysa og sjálfsvíga en búast hefði mátt við að 52 konur hefðu lát- ist af þessum sökum. Meðal annarra niðurstaðna rannsóknarinnar er að dánartíðni hafi verið lág í hópnum bæði vegna krabbameina og annarra sjúkdómaflokka. Hólmfríður K. Gunnarsdóttir sérfræðingur og Kristinn Tómasson, yfirlæknir hjá Vinnueftirliti ríkisins, gera grein fyrir þessum rannsóknum sínum í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Þær rúmlega 13 þúsund konur sem voru í rannsóknarhópnum greiddu í lífeyrissjóð félags verk- smiðjufólks í Reykjavík á árabilinu 1970 til 1995. Aldursbundnar dánar- tölur vegna tiltekinna dánarmeina voru bornar saman við aldursbundn- ar dánartölur kvenna á Íslandi árin 1981 til 1995. Tilgangur rannsókn- arinnar var að kanna dánartíðni meðal iðnverkakvenna með þeirri til- gátu að dánartíðni vegna reykinga- tengdra sjúkdóma væri hærri en meðal annarra íslenskra kvenna. Niðurstöðurnar staðfestu ekki þá til- gátu þar sem dánartíðni iðnverka- kvenna var lægri en vænta mátti af flestum öðrum dánarorsökum þar með töldum reykingatengdum sjúk- dómum. Ekki einhlít skýring „Við erum að tala um mjög mikið af slysum, 94 dauðsföll þar sem væn- tigildið er 52 dauðsföll. Þarna er um að ræða umferðarlys, vinnuslys, frí- tímaslys og sjálfsvíg,“ segir Kristinn Tómasson í samtali við Morgunblað- ið og segir hann aukninguna svipaða í öllum þessum flokkum. „Þannig virðist blasa við að það að vera iðn- verkakona margfaldar hættuna á að deyja í slysi sem til lengri tíma litið hefur gríðarleg áhrif. Þarna er einn einstakur hópur manna að deyja fyr- ir aldur fram úr mjög algengri dán- arorsök sem eru slys. Á þessu er ekki skýring, önnur en mögulega sú að þetta eru iðnverkakonur og þarfnast frekari rannsóknar við.“ Í greininni segja þau Hólmfríður og Kristinn að niðurstaðan um háa dánartíðni vegna voveiflegra dauðs- falla kalli á ítarlegri rannsóknir á heilbrigði, líðan og heilsu mismun- andi þjóðfélagshópa hérlendis. Í samtali við Morgunblaðið segir Kristinn það einna helst vera í verkahring Vinnueftirlitsins, heil- brigðisráðuneytisins, landlæknis- embættisins og slysavarnaráðs að vinna að frekari rannsókn á þessu máli. Ný rannsókn starfsmanna Vinnueftirlits ríkisins Voveifleg dauðsföll tíð meðal iðnverkakvenna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.