Morgunblaðið - 19.03.2002, Blaðsíða 51
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2002 51
Ef nemendur vilja geta þeir gegn sérstöku gjaldi og
samhliða náminu lokið stöðluðum prófum og fengið
TÖK - skírteini sem atvinnulífið viðurkennir. Boðið er
upp á morgun- og kvöldnámskeið sem hefjast 8. apr.
Markmiðið með þessu 90 kennslustunda tölvunámi
er að þjálfa nemendur í að nota tölvur og styrkja
þar með stöðu þeirra í atvinnulífinu eða heima fyrir.
Hólshrauni 2 - 220 Hafnarfirði - Sími: 555 4980
Hlíðasmára 9 - 201 Kópavogi - Sími: 544 4500
Eyravegi 37 - 800 Selfossi - Sími: 482 3937
Póstfang: skoli@ntv.is - Veffang: www.ntv.is
Upplýsingar og innritun: Sími 544 4500 og á www.ntv.is
Grunnatriði í upplýsingatækni
Windows stýrikerfið
Word ritvinnsla
Excel töflureiknir
Access gagnagrunnur
PowerPoint (gerð kynningarefnis)
Internetið (vefurinn og tölvupóstur)
Verklegar æfingar
Efni sem tekið er fyrir:
n
t
v
.i
s
nt
v.
is
n
tv
.i
s
TÖK
tölvunám
Súrefnisvörur
Karin Herzog
Vita-A-Kombi
Gjafabrjóstahöld
Stuðningsbelti og nærfatnaður
Þumalína
Pósthússtræti og Skólavörðustíg
Gjafavara – matar- og kaffistell .
All ir verðflokkar.
- Gæðavara
Heimsfrægir hönnuðir
m.a. Gianni Versace.
VERSLUNIN
Laugavegi 52, s. 562 4244.
Á FUNDI Stúdentaráðs Háskóla Ís-
lands í síðustu viku var Brynjólfur
Stefánsson kjörinn formaður ráðs-
ins. Brynjólfur er 24 ára verkfræði-
nemi og var kosinn í Stúdentaráð á
síðasta ári. Brynjólfur hefur starfað í
stjórn ráðsins í vetur, ásamt því að
vinna hjá hugbúnaðarfyrirtækinu
Handtölvum.
Þetta er í fyrsta sinn í 11 ár sem
formaður Stúdentaráðs kemur úr
röðum Vöku. Fráfarandi formaður
SHÍ, Þorvarður Tjörvi Ólafsson,
stýrði kosningu nýs formanns en að
henni lokinni voru Þorvarði þökkuð
góð störf í þágu ráðsins.
Á næstu vikum og mánuðum mega
stúdentar búast við nokkrum breyt-
ingum á skrifstofu og starfsemi
Stúdentaráðs. Ekki var skipað í
stöðu framkvæmdastjóra, eins og
síðustu ár, en þess í stað verður stað-
an auglýst laus til umsóknar á allra
næstu dögum, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Ný stjórn
Stúdentaráðs
tekin við
SALA á Xbox-leikjatölvunni hófst á
öllum stærstu mörkuðum í Evrópu
fimmtudaginn 14. mars. Xboxið er
til sölu í öllum helstu tölvuversl-
unum landsins.
„Xbox er af nýrri kynslóð leikja-
tölva, kraftmeiri og betur búin en
áður hefur þekkst. Mynd- og hljóð-
gæði eru eins og best verður á kos-
ið, sem gerir hönnuðum tölvuleikja
mögulegt að gera leikina raunveru-
legri en áður.
Xboxið styður Dolby Digital 5.1
hljóð og er með öflugu nVidia skjá-
korti. Það er einnig með harðan
disk sem gerir möguleika þess
ennþá fjölbreyttari og skemmti-
legri. Síðast en ekki síst er Xboxið
fáanlegt með búnaði sem gerir
kleift að spila DVD-myndir, sem
eykur enn á notagildi þess,“ segir í
fréttatilkynningu.
Leikjatölvan
Xboxið komin
í verslanir
SAMTÖK atvinnulífsins standa
fyrir morgunverðarfundi undir yf-
irskriftinni „Samkeppnishugsun í
menntakerfið: þjónusta, nýjungar,
skólagjöld“, miðvikudaginn 20.
mars kl. 8.30 – 10 í Skála á Rad-
isson SAS Hótel Sögu.
Erindi flytja: Runólfur Ágústs-
son, rektor Viðskiptaháskólans á
Bifröst, Gylfi Magnússon, dósent
við Viðskipta- og hagfræðideild
HÍ, Magnús Gunnarsson, bæjar-
stjóri í Hafnarfirði. Fundarstjóri
er Ari Edwald, framkvæmdastjóri
Samtaka atvinnulífsins.
Fundurinn er öllum opinn en
æskilegt er að þátttakendur til-
kynni þátttöku fyrirfram í síma
eða með tölvupósti til sa@sa.is.
Fundargjald er kr. 2.000, morg-
unverður innifalinn, segir í frétta-
tilkynningu.
Samkeppnis-
hugsun í
menntakerfið
SJÁLFSTÆÐISFÉLAG Kópavogs
og Sjálfstæðiskvenfélagið Edda
bjóða eldri borgurum í Kópavogi til
vorfagnaðar miðvikudaginn 20.
mars kl. 20.30 í Félagsheimili Kópa-
vogs.
Gunnar I. Birgisson, alþingismað-
ur og formaður bæjarráðs, flytur
ávarp, kór eldri borgara syngur,
boðið verður upp á harmonikkuspil
og kaffihlaðborð. Allir eldri borg-
arar í Kópavogi eru boðnir vel-
komnir, segir í fréttatilkynningu.
Vorfagnaður
fyrir eldri borg-
ara í Kópavogi
SKÓGRÆKTARFÉLÖGIN á höfuð-
borgarsvæðinu halda opinn fræðslu-
fund í dag þriðjudaginn, 19. mars kl.
20 í sal Ferðafélags Íslands, Mörkinni
6. Fundurinn er í umsjón Skógrækt-
arfélags Garðabæjar.
Erindi heldur Bjarni Diðrik Sig-
urðsson skógvistfræðingur. Árni Elv-
ar leikur léttan djass.
Opið hús er liður í fræðslusamstarfi
skógræktarfélaganna og Búnaðar-
banka Íslands. Aðgangur er ókeypis
og allir velkomnir. Boðið verður upp á
kaffi, segir í fréttatilkynningu.
Opið hús
skógræktar-
félaganna
ÁRSFUNDUR Orkustofnunar
verður haldinn í Gullteigi á Grand
hótel miðvikudaginn 20. mars kl.
13.30.
Valgerður Sverrisdóttir, ráðherra
orkumála, ávarpar fundinn, en aðrir
frummælendur verða Þorkell Helga-
son, orkumálastjóri, Freysteinn Sig-
urðsson, jarðfræðingur, Steinar Þór
Guðlaugsson, jarðeðlisfræðingur og
Árni Snorrason, forstöðumaður
Vatnamælinga Orkustofnunar.
Á fundinum verður lögð fram árs-
skýrsla Orkustofnunar fyrir árið
2001 og hefti með erindum sem flutt
verða á fundinum, segir í fréttatil-
kynningu.
Ársfundur
Orkustofnunar
ÞINGFLOKKUR Vinstri hreyfing-
arinnar græns framboðs lýsir yfir
ánægju sinni með niðurstöðu
Hæstaréttar varðandi minnisblað
sem ríkisstjórninni var gert að
birta. Flokkurinn leggur áherslu á
opna stjórnsýslu, enda sé hún ein
meginforsenda þess að lýðræði fái
þrifist, að því er fram kemur í
fréttatilkynningu.
„Þingflokkur Vinstrihreyfingar-
innar græns framboðs vekur at-
hygli á því að ríkisstjórnin hefur
ítrekað reynt að skjóta sér undan
skyldu sinni til að upplýsa um mál-
efni sem snerta stjórnsýsluna, nú
síðast kröfu þingmanna um að fá
vitneskju um hvernig 300 milljón
króna kostnaði við einkavæðingu
væri ráðstafað. Það fékkst þó upp-
lýst vegna þrýstings frá fjölmiðli á
grundvelli upplýsingalaga.
Vinstrihreyfingin grænt framboð
leggur áherslu á opna stjórnsýslu
enda er hún ein meginforsenda
þess að lýðræði fái þrifist. Dómur
Hæstaréttar er mikilvægur og er
nauðsynlegt að ríkisstjórnin dragi
af honum rétta lærdóma,“ segir
ennfremur.
Dómi um birtingu
minnisblaðs fagnað
Vinstrihreyfingin – grænt framboð
ÍSLENSK erfðagreining gengst
fyrir tveimur útsendingum á Netinu
frá ráðstefnu Banc of America um
sameindalíffræðileg greiningarpróf
fyrir heilsugæslu. Þar mun Kári
Stefánsson, forstjóri Íslenskrar
erfðagreiningar, ræða þróun DNA-
greiningarprófa og áherslur Ís-
lenskrar erfðagreiningar á því sviði.
Ráðstefnan verður haldin mið-
vikudaginn 20. mars 2002 á Pierre
Hotel í New York. Kári Stefánsson
mun taka þátt í pallborðsumræðum
undir titlinum „Tying Drugs and
Diagnostics: Is this the Forefront of
Targeted Treatment“, kl. 15. Síðar
um kvöldið, kl. 20 mun hann kynna
starfsemi Íslenskar erfðagreiningar
almennt.
Báðar útsendingarnar verða
sendar út á heimasíðu Íslenskrar
erfðagreiningar www.decode.is/
investors/events. Einnig má hlusta
á pallborðsumræðurnar á
www.veracast. com/webcasts/bas/
genomics-2002/id98103154.cfm, en
kynninguna á fyrirtækinu á
www.veracast.com/webcasts/bas/
genomics-2002/id18109179.cfm.
Þeim sem hyggjast hlusta á útsend-
ingarnar er bent á að skrá sig
nokkru fyrir útgefinn tíma, m.a. til
að sækja hugbúnað, sé þess þörf.
Upptökur af báðum atburðunum
verða aðgengilegar á þessum vefsíð-
um í að minnsta kosti viku.
Ráðstefna send
út á Netinu