Morgunblaðið - 19.03.2002, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.03.2002, Blaðsíða 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2002 37 2 20% stgr.afsl. af mótöldum þegar þú kaupir ADS L tengingu. Frítt stofngjald alla helgina 6.225 kr. MegADSL tilboð Opnunartilboð 1 fylgir öllum GSM áskriftum frá Íslandssíma. Frítt stofngjald all a helgina 2.100 kr. 10.000 króna inneign A D S L I N T E R N E T G S M H E I M A S Í M I Verslun Kringlunni Þökkum frábærar viðtökur um helgina. Opnunartilboðin halda áfram í nokkra daga. Komdu við í verslun okkar í Kringlunni og sjáðu hvernig þú getur á einfaldan hátt bæði bætt fjarskipti fjölskyldunnar og gert þau ódýrari. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I SS 1 70 50 03 /2 00 2 Við erum á móti Símanum... í Kringlunni ...beint á móti 3 Síminn of dýr? Mínútuverð heimilis síma Íslandssíma er 5-20% lægra. Þú getur flu tt viðskiptin með einu símtali í 8 00-1111... og haldið númerinu þínu. 20% stgr.afsláttur af þráð- lausum símum fyrir við- skiptavini Íslandssím a. 4 Fermingartilb oð 15.900 kr.* Nokia 3310 6.000 kr. inne ign STRAX *Síminn er læstur á kerfi Íslandssíma ENN á ný hafa stjórnvöld verið dæmd fyrir að brjóta stjórnarskrárvarinn rétt á öryrkjum. Í kjölfarið kjósa for- sætisráðherra og Jón Steinar Gunnlaugs- son, hvor á sinn hátt, að skeyta skapi sínu á fjölmiðlum. Sá síðar- nefndi, sem fyrir ári vann það þrekvirki að túlka fyrir þjóðinni hvað fælist í einföld- um og skýrum dóms- orðum Hæstaréttar, byrjar raunar á því að veitast með kunnug- legum hætti að formanni Öryrkja- bandalags Íslands og lögmanni þess. Höfuðglæpur þeirra er að leyfa sér að vekja athygli á því að í minnisblaði ríkisstjórnarinnar til starfshóps Jóns Steinars er gefin ákveðin forskrift að dómi hópsins um dóm Hæstaréttar í öryrkjamál- inu svokallaða. Efist menn um þau augljósu skilaboð sem í minnisblaðinu felast er þeim í lófa lagið að bera sjón- armiðin sem þar eru sett fram saman við niðurstöðu nefndar Jóns Steinars. Þegar ríkisstjórn fram- sendir slík viðhorf sem trúnaðar- mál til nánustu aðstoðarmanna sinna er hreinn barnaskapur að ímynda sér að hún ætlist ekki til að höfð sé af þeim hliðsjón eins og berlega kom á daginn. Þótt formanni starfshópsins þyki skiljanlega nokkuð vandræða- legt að minnisblaðið skuli nú birt opinberlega, gengur út yfir öll skynsemismörk hvernig hann bregst við. Í fréttum ríkissjón- varpsins sama dag gengur hann svo langt að halda því fram að hann hafi aldrei litið á minnisblað- ið á meðan hann starfaði í nefnd- inni. Ein og sér væri þessi yfirlýs- ing auðvitað með ólíkindum þótt ekki lægi fyrir skriflega að starfs- hópurinn er skipaður á grundvelli þessa minnisblaðs, eða eins og segir í dómi Hæstaréttar: „Í framlögðu skipunarbréfi Jóns Steinars Gunnlaugssonar hæsta- réttarlögmanns kemur ljóslega fram að starfshópurinn var skip- aður á grundvelli minnisblaðs þess er látið var fylgja skipunarbréf- inu.“ Til viðbótar þessu má nefna að í áliti sínu vitnar starfshópurinn beint í minnisblaðið og rekur úr því þríþætt hlutverk sitt. Síðan eigum við að trúa því að sjálfur formaðurinn hafi ekki einu sinni litið á blaðið á meðan hann starfaði í nefndinni! Athyglisverðari er þó sú rök- semd að minnisblaðið hafi ekki komið frá ríkisstjórn- inni því að efni þess hafi upprunalega ver- ið sett saman af að- stoðarmönnum henn- ar. Með sömu rökum mætti halda því fram að fjölmargt annað sem frá ríkisstjórn kemur, þ.m.t. mörg ríkisstjórnarfrum- vörp, sé alls ekki frá ríkisstjórn komið vegna þess að textinn sé unnin af aðstoðar- mönnum. Í tilviki því sem hér um ræðir kemur bein- línis fram að ríkisstjórnin skipar starfshópinn á grundvelli minnis- blaðsins og er blaðið hvorki meira né minna en hluti af erindisbréfi hennar til starfshópsins. Stað- reynd þessi er raunar forsenda og grundvöllur þess að stjórnvöld voru dæmd til að láta Öryrkja- bandalaginu blaðið í hendur, eða eins og segir í dómi Hæstaréttar: „Í ljósi þess, sem að framan er lýst, verður að líta svo á að minn- isblaðið hafi verið gert að hluta er- indisbréfs til starfshópsins og hafi þannig myndað grundvöll að starfi hans.“ Af framansögðu má ljóst vera að það er ekki bara einhver vitleys- isgangur í formanni og lögmanni Öryrkjabandalagsins að blaðið hafi komið frá ríkisstjórninni, heldur hefur um það verið kveðinn upp skýr og skilmerkilegur dómur í Hæstarétti. Það er síðan alveg sjálfstætt umhugsunarefni þegar upplýst er að tveir af fjórum nefndarmanna hafi átt þátt í því að semja þetta hlutdræga erindisbréf til sjálfra sín. Hafi nefndarmenn í raun og veru viljað sinna sínu verkefni af fullum heilindum hefðu þeir að sjálfsögðu leitað eftir at- hugasemdum Öryrkjabandalagsins við þau sjónarmið sem sett eru fram í minnisblaðinu og tekin beint upp í niðurstöðu nefndarinn- ar. Það var ekki gert heldur látið nægja að ráðslaga við hina brot- legu í málinu og taka við einhliða viðhorfum þeirra til þess hvernig framfylgja mætti dómi gegn þeim sjálfum. Þegar formaður starfshópsins, sem fyrir ári réðst svo harkalega á Hæstarétt, hefur á nýjan leik reynt að gera lítið úr formanni Ör- yrkjabandalagsins og lögmanni þess, vindur hann sér galvaskur að fjölmiðlunum með þeim orðum að það sé „ámælisvert af fréttamönn- um að skynja ekki það grundvall- aratriði málsins að minnisblaðið hafi ekki komið frá ríkisstjórn- inni.“ Arnþór Helgason Dómur Í áliti sínu, segir Arnþór Helgason, vitnar starfshópurinn beint í minnisblaðið. Höfundur er framkvæmdastjóri Öryrkjabandalags Íslands. Hlutverk og eðli minnisblaðsins og þökk til hans. Látum þá von og trú sem hann einn getur vakið móta alla okkar tilveru. Þá fyrst öðlast líf okkar djúpstæðan tilgang þrátt fyrir alla tímabundna vanlíð- an, spurningar og efasemdir. Þá fyrst eignumst við raunverulega virðingu fyrir lífinu, gildum þess og fegurð. Lífið er það dýrmætasta sem við eigum. Og það er dýru verði keypt. Njótum því þeirrar gjafar sem lífið er. Sýnum lífinu virðingu. Sjálfum okkur og honum sem gaf okkur líf- ið og einn megnar að viðhalda því. Tökum tillit til ólíkra samferða- manna okkar, skoðana þeirra, kyn- ferðis eða litarháttar. Umgöngumst alla sköpunina, allar góðar gjafir Guðs af virðingu og með þakklæti. Njótum þess að vera. Njótum þess að vera núna og um ókomna tíma. Lifi lífið! Höfundur er rithöfundur og fram- kvæmdastjóri Laugarneskirkju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.