Morgunblaðið - 19.03.2002, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.03.2002, Blaðsíða 28
LISTIR 28 ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ DANSVERKIÐ Jói eftir Láru Stef- ánsdóttur, dansað af Jóhanni Frey Björg- vinssyni, hlaut sl. sunnudagskvöld fyrstu verðlaun danshöfunda og önnur verðlaun dansara, í alþjóðlegri keppni danshöfunda og dansara „Int- ernationales Solo- Tanz-Theater Festival“ í Stuttgart, Þýskalandi. Jói var fyrst valið eitt af 18 verkum, úr yfir 120 umsóknum víðs- vegar að úr heiminum, til opinberra sýninga í Stuttgart, síðan eitt af sjö verkum sem kepptu til úrslita um verðlaun. Fimm manna dómnefnd, skipuð nokkrum af virtustu danshöfundum Evrópu, var á einu máli um að Jói hlyti fyrstu verðlaun. Lára Stef- ánsdóttir og Jóhann Freyr Björg- vinsson hafa starfað sem atvinnu- dansarar um árabil. Lára hefur ekki síst getið sér gott orð sem danshöf- undur á undanförnum árum. Síðast- liðið sumar vann hún til fyrstu verðlauna á alþjóðlegri ballett- og danshöfundakeppni sem haldin var í Þjóð- aróperu Finna í Hels- inki og er keppnin í Stuttgart því önnur danshöfundakeppnin sem Lára vinnur til fyrstu verðlauna í á skömmum tíma. Í samtali við Morg- unblaðið sagði Lára verðlaunin vera sér mikla hvatningu um að halda áfram á danshöf- undabrautinni. „Maður gerir auðvitað alltaf sitt besta, en ég er mjög ánægð með þennan árangur því ég veit að þetta var hörð samkeppni. Mörg dans- verkanna voru frábær, unnin af reyndum danshöfundum og mjög góðum dönsurum. Það virtist al- menn sátt vera um úrslitin, bæði meðal dómnefndar og dansara, og var eins og fólki fyndist við vel að verðlaununum komin,“ segir Lára og bætir því við að auk reynslu sem hún hafi öðlast í gegnum samvinnu við hæfileikafólk á danssviðinu í gegnum árin, sé hún sífellt að þróa sinn eigin persónulega stíl. Flutt við frumsamda tónlist Jói er sóló-dansverk flutt við frumsamda tónlist Guðna Franzson- ar og framleitt af Pars Pro Toto. Lára segir smásögu eftir Elísabetu Jökulsdóttur hafa orðið sér inn- blástur við sköpun verksins, sem fjalli um nokkurs konar leit mann- eskju að hamingju og lífsfyllingu. Verkið nefndi hún einfaldlega „Jói“ í höfuðið á dansara verksins, Jóhanni Frey. Aðrir sem komu að sköpun Jóa voru Kári Gíslason, sem hannaði lýsingu, Ragnhildur Stefánsdóttir myndhöggvari vann sviðsmynd, Elín Edda Árnadóttir sá um búning og Matthías M.D. Hemstock og Hilmar Jensson tónlistarmenn léku á hljóð- riti sem unnið var af Páli S. Guð- mundssyni tæknimanni. Aðspurð segir Lára búast við að viðurkenningin geti opnað sér sem danshöfundi ýmsar dyr í evrópskum dansheimi. „Sama á við um Jóhann Frey sem dansara. Hann er alveg meiriháttar og hreint stórkostlegur í þessu verki, og vakti hann mikla at- hygli í keppninni. Í kjölfar verð- launanna hefur Pars Pro Toto verið boðið að sýna Jóa í Augsburg og aft- ur í Stuttgart næsta haust, og hafa ýmsir aðilar sýnt verkinu áhuga. Ég mun einnig hafa í ýmsu að snúast á næstunni, sýningar eru fyrirhug- aðar í nokkrum löndum á dansverk- inu Elsa sem ég hlaut verðlaun fyrir í alþjóðlegu ballett- og danskeppn- inni í Finnlandi og í vor liggur leiðin til Hollands þar sem ég mun semja verk fyrir útskriftarnemendur dans- akademíunnar í Arnhem,“ segir Lára. Verkið Jói var frumsýnt á Nýja- sviði Borgarleikhússins hinn 9. mars síðastliðinn, á 15.15 tónleikum CAPUT. Gert er ráð fyrir að ís- lenskir áhorfendur fái annað tæki- færi til að sjá verkið næsta haust. Dansverkið Jói fær verðlaun í alþjóðlegri keppni Gæti opnað ýmsar dyr Jóhann Freyr Björgvinsson dansari.Lára Stefánsdóttir SÉRSTAKUR menningarvefur var opnaður af Evrópusambandinu á mánudag á fundi menningarráð- herra þjóðanna í Salamanca á Spáni. Vefurinn nefnist „Europe and Culture,“ eða Evrópa og menn- ing og er ætlað að auðvelda áhuga- sömum að finna upplýsingar um listir, menntun, rannsóknir og styrki innan þjóða Evrópusam- bandsins. Má þannig finna á vefnum, að því er segir í fréttatilkynningu sam- bandsins, gagnlegar upplýsingar um menningarviðburði, s.s. dans- og tónlistarviðburði, endurgerð sögu- legra bygginga, jafnt sem upplýs- ingar um reglugerðir, samstarf, styrkveitingar og alþjóðasamstarf Evrópusambandsins á menningar- sviðinu. Upplýsingar á vefnum eru að- gengilegar á fimm tungumálum: þýsku, frönsku, ensku, spænsku og ítölsku, en vefinn má finna á slóðinni www.europa.eu.int/comm/culture. Evrópskur menningarvefur HEIMILDARMYND eftir Hrafn- hildi Gunnarsdóttur, Hver hengir upp þvottinn? (Who Hangs The Laundry? Wash- ing, War and Electricity in Beirut) um eftir- stríðsástandið í Beirút hefur ver- ið boðið til þátt- töku á San Franc- isco International Film Festival sem fer fram dag- ana 18. apríl til 2. maí. Kvikmyndina sem er 20 mín- útur að lengd tók Hrafnhildur í Líb- anon á síðasta ári í samvinnu við Tínu Naccache mannréttindafröm- uð. Í þessari persónulegu heimildar- mynd sjáum við Tínu þvo buxur kvikmyndagerðarmannsins og ræða eftirstríðsástandið. Þjáða af vatns- og rafmagnsskorti sjáum við kúnstir Tínu við þvottana og heyrum álit hennar á kvenréttindum, stríði og þjónustulund. Myndin var fullunnin á Íslandi núna í janúar og er sett við tónlist frá Thulemúsík og Múm. Myndina framleiddi Krumma kvik- myndir. Íslensk heimildar- mynd á alþjóð- lega hátíð Hrafnhildur Gunnarsdóttir Alföðr orkar, álfar skilja, Vanir vitu, vísa nornir, elr íviðja, aldir bera, þreyja þursar, þrá valkyrjur. Einn mesti viðburður á Listahátíð í vor verður án efa flutningur hljóm- sveitarinnar Sigur Rósar, Hilmars Arnar Hilmarssonar og Steindórs Andersens kvæðamanns á Hrafna- galdri Óðins. Strax við undirbúning uppfærslu verksins hefur það vakið gríðarmikila eftirtekt og forvitni um allan heim og víst er að augu heims- ins munu beinast að Íslandi þegar það verður flutt hér. Reyndar fá Bretar forsmekk, því verkið verður frumflutt í Barbican-listamiðstöð- inni í Lundúnum 21. apríl og er þeg- ar löngu uppselt á tónleikana þar. Gleyma sér við veisluhöld Hrafnagaldur Óðins er fornkvæði sem talið er vera frá 14. eða 15. öld. Höfundurinn er óþekktur en talið er að hann hafi haft afburðaþekkingu á Eddufræðum, því hann vísar í ýmis heiðin minni sem í dag eru glötuð. Texti kvæðisins er mikið torf og ill- skiljanlegur mönnum í dag, en kunnáttumenn segja hann fjalla um mikla veislu sem gerð var guðunum í Valhöll. Á meðan þeir gleyma sér við veisluhöld eru ýmsar blikur á lofti úti fyrir sem gætu táknað enda- lok guða og manna. Árið 1867 full- yrti norski fræðimaðurinn Sophus Bugge að kvæðið væri tilbúningur frá 17. öld, en kvæðið er til í papp- írshandriti frá þeim tíma. Íslenskir fræðimenn með doktor Jónas Krist- jánsson í fararbroddi hafa hins veg- ar hrakið aldursgreiningu Bugges með textafræðilegum og málfræði- legum rannsóknum á kvæðinu, og hefur Jónas jafnvel talað um að hér sé á ferðinni nýtt Eddukvæði. Hrafnagaldur Óðins hefur legið óbættur hjá garði að ósekju að því er mörgum finnst, og á torskilinn textinn sjálfsagt þátt í því. Á tón- leikunum með þeim Hilmari Erni, Steindóri og Sigur Rós koma fram strengjasveit og kór og jafnframt verður leikið á forláta steinhörpu úr íslensku grjóti eftir Pál á Húsafelli. Þórunn Sigurðardóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík, segir Hrafnagaldur Óðins mjög sér- stakt verkefni, en verkið er unnið sérstaklega fyrir Listahátíð. „Við erum hér bæði með okkar forna menningararf og það vinsælasta í tónlist unga fólksins í dag; – við er- um að tefla saman fortíð og nútíð og tónlistarmönnum í ýmsum greinum. Þetta hefur þegar vakið gríðarmikla athygli þegar, og þar sem þetta verður flutt úti í Barbican-miðstöð- inni verður þetta mikil landkynning. Við vitum að það er mjög mikið af útlendingum sem hafa áhuga á því að koma hingað þegar verkið verður flutt hér. Það er líka mjög ánægju- legt fyrir okkur og áríðandi að hafa fengið sterkan samstarfsaðila með okkur til verksins, en það er Ís- landsbanki. Þetta er stórt og viða- mikið, og stærsta verkefni sinnar tegundar sem Listahátíð hefur ráð- ist í.“ Í gær rituðu Þórunn og Valur Valsson, bankastjóri Íslandsbanka, undir samstarfssamning bankans og Listahátíðar um verkefnið. Við það tækifæri sagði Valur að þetta væri í áttunda skiptið sem Íslandsbanki og forverar hans styddu Listahátíð og sagði hann bankann stoltan af sam- starfinu. Hann sagði samvinnuna um þetta verkefni sérstaklega spennandi og kvaðst hlakka til að sjá hvað út úr því kæmi. „Förum í ákveðnar sögufalsanir“ Hilmar Örn Hilmarsson tónlist- armaður átti hugmyndina að verk- efnfninu og segir að fyrir sig sé það draumaverkefni að geta leitt saman eitthvað gamalt og gleymt og nú- tímann. „Það er fátt eldra og gleymdara í íslenskri menningu en einmitt Hrafnagaldur Óðins. Kvæð- inu var fleygt út úr Edduútgáfum að forskrift Sophusar Bugges og hefur verið í einhvers konar „limbói“ allar götur síðan. Menn hafa vitað af því, en kvæðið er að- eins til í seinni tíma pappírsupp- skriftum og við höfum ekki átt nein- ar gamlar útgáfur af því þannig að kvæðið hefur átt sér fáa talsmenn, og það hefur ekki hjálpað til að kvæðið er illskiljanlegt; – það veit sennilega enginn hvað það nákvæm- lega þýðir. Það er kannski ekkert verra fyrir okkur, því við getum þá farið þá leið að því sem okkur sýn- ist. Þetta er eins og auð tafla sem við teiknum okkar mynd á og við ætlum að fara í ákveðnar sögufals- anir í sambandi við tónlistina og búa til ákveðinn kvæðahátt sem verkið verður flutt í, og svo erum við líka með strengjasveit og kór sem er ákveðin tímaskekkja þegar litið er til aldurs kvæðisins. Við notum líka hljóð landsins sjálf. Páll Guðmunds- son á Húsafelli hefur verið að safna saman steinhellum sem hljóma ótrú- lega fallega og við fáum afnot af steinhörpu eftir hann. Þannig erum við að skeyta saman mörgum mjög ólíkum þáttum. Það er líka skemmtilegt við verkefnið að við höfum oft ekki haft hugmynd um hvert við ættum að fara og hvað við ættum að gera, þannig að það kem- ur eitthvað annað út úr hlutunum en við lögðum af stað með í upphafi. Summa hutanna verður því ekki Hilmar Örn, ekki Sigur Rós, ekki Steindór og ekki Eddukvæðin en þó allt þetta samt. Það er gaman að fást við verkefni sem er svona dýna- mískt og lífrænt.“ Ekki er vitað hvernig flutningi Hrafnagaldurs Óðins hefur verið háttað á sínum tíma, og ekki er heldur ætlun listamannanna að gera neina tónlistarsagnfræðilega úttekt á kvæðinu. Steindór Andersen kvæðamaður er löngu þekktur fyrir rímnakveðskap og fyrir samstarf sitt við Sigur Rós í för þeirra um Evrópu og Bandaríkin á síðasta ári. Hefðbundinn rímnakveðskapur er ekki það sem kvæðin kalla á, en þó verður fanga leitað í þeim sjóði, til að skapa eitthvað alveg nýtt. „Þetta eru tuttugu og sex erindi af fornyrð- islagi og tíminn sem tekur að flytja það er verulegur. Mitt hlutverk er að flytja textann fram. Það verður ekkert um eldri stemmur, heldur er þetta mótað með hliðsjón af því sem við þekkjum af gamla kveðskapn- um. Það eru ekki til neinar stemmur sem passa við textann, enda hefur svona texti ekki verið kveðinn sem rímnakveðskapur. Ef við tökum hins vegar eitt kvæði og skiptum niður í vísuorð eins og rímnahætt- irnir eru, fengjum við úr því eina breiðhendu og það væri svo sem hægt að kveða þetta þannig. Breið- hendustemmurnar sem við þekkjum eru hins vegar svo leiðinlegar að ég get ekki hugsað mér að nota þær. Þetta verður því nýtt efni, byggt á gömlum hefðum.“ Risu raknar, rann álfröðull, norðr at Niflheim Njóla sótti; upp nam árgjöll Úlfrúnar niðr, hornþytvaldr Himinbjarga. Hrafnagaldur Óðins fluttur á Listahátíð í Reykjavík í maímánuði Morgunblaðið/Golli Frá kynningarfundi Listahátíðar á Hrafnagaldri Óðins. Steindór And- ersen kvæðamaður, Sigur Rósar-mennirnir Kjartan Sveinsson, Jón Þór Birgisson og Orri Páll Dýrason, Valur Valsson bankastjóri, Þórunn Sig- urðardóttir hjá Listahátíð og Hilmar Örn Hilmarsson tónskáld. Þreyja þursar, þrá valkyrjur ♦ ♦ ♦ Á háskólatónleikunum í Nor- ræna húsinu á morgun kl. 12.30 flytur Háskólakórinn verk eftir Báru Grímsdóttur og þjóðlög í útsetningum Árna Harðarson- ar, Hafliða Hallgrímssonar, Jóns Ásgeirssonar og John He- arne. Stjórnandi kórsins er Há- kon Leifsson. Tónleikarnir taka um það bil hálfa klukkustund. Aðgangs- eyrir er 500 kr., ókeypis fyrir handhafa stúdentaskírteina. Þjóðlög í hádeginu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.