Morgunblaðið - 19.03.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 19.03.2002, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Magnþóra Magn-úsdóttir fæddist í Reykjavík 18. nóvem- ber 1948. Hún lést á líknardeild Landspít- alans í Kópavogi laugardaginn 9. mars síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Magnús Bjarnason, f. 28. janúar 1917, d. 31. janúar 1992, og Anna Hjartardóttir, f. 24. nóvember 1921, d. 25. nóvember 1998. Systkini Magn- þóru eru Bjarni, Guð- laug, gift Frank Hall og eiga þau þrjú börn, og Björg, gift Erni Henningssyni og eiga þau þrjú börn. Magnþóra giftist Árna Ó. Thorlacius 13. nóvember 1971. Foreldrar Árna voru Jón Thorla- cius, f. 1. júlí 1914, og Ingunn Thorlacius, f. 30. ágúst 1913. Magnþóra og Árni eiga tvær dæt- ur: 1) Anna Ó. Thorlacius, f. 30. janúar 1972, sambýlismaður Ás- mundur Guðmundsson, þau eiga tvö börn, Agnesi Maríu og Atla Dag. 2) Linda B. Thorlacius, gift Guð- mundi A. Kristjáns- syni, sonur þeirra er Jökull Ýmir. Magnþóra hóf skólagöngu sína í Melaskóla og þaðan lá leiðin í Gagn- fræðaskóla Vestur- bæjar, svo í Lindar- götuskólann, þar sem hún lauk námi í verslunardeild. Hún starfaði hjá Inn- kaupastofnun ríkis- ins. Var við nám í Þýskalandi og einnig í Svíþjóð og vann þar m.a. á hestabúgarði. Hún var framkvæmdastjóri Heild- verslunar Guðmundar S. Júl- íussonar hf. í nokkur ár. 1978 stofnuðu þær systur Magnþóra og Guðlaug sitt eigið fyrirtæki og 1998 keypti Magnþóra Raftækja- verslun Suðurvers sem hún rak þar til hún veiktist. Útför Magnþóru fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elsku mamma mín, Nú er sál þín rós í rósagarði Guðs kysst af englum döggvuð af bænum þeirra sem þú elskaðir aldrei framar mun þessi rós blikna að hausti. (Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir.) Það er óbærilegt, elsku mamma mín, að þurfa að kveðja þig svo fljótt úr mínu lífi, en ég verð að reyna að sætta mig við það vegna þess að ég veit að við munum hittast aftur. Þín elskuleg dóttir Anna. Til ömmu Möggu minnar. Elsku amma mín, í dag fylgi ég þér til guðs því þú tókst á móti mér í þennan heim. Viltu vaka yfir mér og mínum amma mín þar til við hitt- umst aftur. Fingurkoss til þín amma frá mér og Atla bróður. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. Þín Agnes María. Elsku yngsta systir okkar Magn- þóra er látin langt um aldur fram. Með söknuði og sorg kveðjum við hana með örfáum orðum. Þegar við minnumst barnæsku hennar er okkur hlátur og gleði í huga, því Magga var svolítið skond- inn krakki, útskeif mjög og oft í krummafót þannig að erfitt var oft að átta sig á því hvort hún var að koma eða fara, enda alltaf á spett- inum. Magga var yngst okkar en oft mátti halda hana elsta. Þegar strákarnir í nágrenninu reyndu að hrella okkur systur var það Magga sem tók í hnakkadramb- ið á þeim og þeir voru fljótir að láta sig hverfa, en eftir stóðum við syst- ur og horfðum með aðdáun á þessa litlu systur okkar sem var svona kjörkuð og sterk. Barnung fór Magga að bera út Alþýðublaðið og gekk svo vel að áður en foreldrar okkar vissu af var hún búin að bæta við Þjóðviljanum og Tímanum. Við systur öfunduðum hana af þessari atvinnugrein sinni svo ekki sé talað um fjárráðin sem henni fylgdu. Nú við tókum okkur til stóru syst- urnar og fengum Moggann til út- burðar rétt fyrir ofan miðbæinn og af stað örkuðum við snemma morg- uns. Ekki tókst betur til en svo að pabbi leitaði okkur uppi undir há- degi og þar með var okkar blaða- útburði lokið, en Magga bar út sín blöð í mörg ár og átti alltaf pening sem hún var óvenju örlát á, kostur sem fylgdi henni út lífið. Þegar árin liðu urðum við svo heppnar systurnar að áhugamál okkar voru þau sömu, við vorum Víkingar og mættum á flestalla leiki þar, jafnt handbolta sem fótbolta, bæði í karla- og kvennaflokki. Magga var fulltrúi Víkings í Skíða- ráði Reykjavíkur til margra ára og flest okkar börn æfðu skíði í Víkingi, þar áttum við ógleymanlegar sam- verustundir. Magga var mikil ferða- manneskja og voru ófáar hálendis- ferðirnar sem við fórum í saman með fjölskyldum okkar. Alltaf gat Magga dregið eitthvað aðdáunar- vert fram úr erminni. Ásamt því að stjórna fyrirtæki sínu fór hún í öld- ungadeild Verslunarskólans í nokk- ur ár og lét ekki þar við sitja heldur tók hún öllum að óvörum svokallað pungapróf. Þar var Möggu rétt lýst. Elsku Magga far þú í guðs friði yfir móðuna miklu. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Elsku Árni, Anna, Linda og fjöl- skyldur, megi guð styrkja ykkur á þessum sorgartímum. Björg og Guðlaug. Sunnudagsmorgun í september hringir Magga, vinkona mín, í mig, við tölum lengi saman eins og svo oft, vorum að skipuleggja gönguferð sem við ætluðum að fara næsta laugardag, eftir gönguferðina ætlaði Magga að grilla humar af sinni al- kunnu snilld og við ætluðum að hafa það skemmtilegt, eins og ævinlega. Ekkert varð af þessari ferð því elskuleg vinkona mína fór í aðra ferð. Allan þennan tíma höfum við haldið í vonina þó svo hún færi dvín- andi eftir því sem tíminn leið. Þetta var eitthvað svo ótrúlegt, Magga var aldrei veik, hún mundi nú hrista þetta af sér. En nú þegar dag fer að lengja fékk hún hvíld, alltaf erum við jafnóviðbúin þegar að því kemur, þó svo að við höfum vitað að hverju stefndi og að hún yrði hvíldinni feg- in. Það er erfitt að sætta sig við þeg- ar fólk á besta aldri er kallað til nýrra heimkynna, burt frá fjöl- skyldu sinni og ástvinum. Ég sé okkur Möggu fyrir mér á Túngötunni að hlusta á plötur, setja rúllur hvor í aðra, máta föt og hlæja og fíflast. Nýkomnar með bílpróf á rúntinum á laugardagskvöldi á bíl- um sem við fengum að láni hjá bræðrum okkar, í staðinn þurftum við skila þeim í toppstandi, bónuðum og ryksuguðum í bak og fyrir svo allur sunnudagurinn fór í tiltektir. Þetta fannst okkur nú lítið mál, enda ungar og hressar og lífið blasti við okkur. Unglingsárin líða ljúflega áfram, við erum skyndilega orðnar ráðsett- ar konur, eiginkonur og mæður. Við byggðum okkur síðar báðar hús á Álftanesi, gengum meira að segja í Kvenfélagið, eitthvað sem við höfðum haldið að væri bara fyrir gamlar konur, en komumst svo fljót- lega að því að svo var alls ekki. Það var gott að hafa Möggu í næstu götu, alltaf svo gott að leita til hennar, hún hafði ráð við öllu, það var ekki til í hennar orðabók að gef- ast upp á einu né neinu, uppgjöf var orð sem hún þekkti ekki. Þegar einn sona minna þurfti skyndilega á undan áætlun að kom- ast í heiminn um miðja nótt var hringt í Möggu og hún var komin eins og skot á stærðar jeppa og búin að taka við stjórninni á heimilinu, ég rétt komst upp á fæðingardeild áður en drengurinn skaust í heiminn. Það kom svo í hennar hlut að segja bræðrunum heima að þeir væru búnir að eignast bróður. Eitthvað þvældist þetta fyrir þeim, því þeir voru alveg vissir um að þeir mundu eignast systur. Við hlógum oft að þessu, sennilega hefði hann fæðst heima ef Möggu hefði ekki notið við. Magga var mikil íþrótta- og úti- vistarkona, og ólöt við að hvetja fólk til dáða, sérstaklega unga fólkið, þess urðu börnin mín aðnjótandi. Biggi í boltanum hjá FM, óspart hvattur áfram af Möggu. Sigga Ásta dóttir okkar fór ósjaldan með henni og Árna í skíðaferðir, enda foreldrar hennar ekki eins duglegir, hún skráði hana líka í Víking, annað kom ekki til greina, barnið yrði að læra almennilega á skíði, er ég og ekki síst Sigga Ásta henni óendanlega þakklát fyrir það, því hún á henni og Árna að þakka skíðaáhugann sem hún á í dag. Magga var sannkölluð kjarnorku- kona, hún rak heildverzlun ásamt Gullý systur sinni í áratugi, síðustu ár rak hún Raftækjavöruverzlunina í Suðurveri. Hún var sívinnandi, úti í garði, að mála eða eitthvað að fram- kvæma, mér fannst stundum eins og sólarhringurinn hjá henni væri miklu lengri en hjá mér, hún kom alltaf svo miklu í verk. Hún skellti sér fyrir nokkrum ár- um í Stýrimannaskólann og tók skipstjórapróf, lét sig ekki muna um að henda sér í ískaldan sjóinn á björgunaræfingum og fleira í þeim dúr, útskrifaðist síðan með glæsi- brag, var eina konan í hópnum og tók hæsta prófið, að sjálfsögðu. Við urðum líka ömmur í fyrsta skipti um nánast sama leyti, aðeins mánuður á milli ömmustelpnanna okkar. Það voru stoltar og montnar ömmur sem fórum saman með stell- urnar sínar í leikhúsið og á jólaball, okkur fannst þær líka að sjálfsögður bera af öllum öðrum. börnum. Þær eru líka góðar vinkonur og hittast þegar þær eru í heimsókn hjá ömmu og afa á Álftanesi. Það fannst okkur alveg frábært. Síðan hafa tvö barna- börn bæst í hópinn hjá henni, hún var svo stolt og ánægð með þau öll, og veittu þau henni mikla gleði. Fyrir um tveim árum tókum við upp á því að fara í göngutúra með Möggu og Árna og að sjálfsögðu fylgdi Táta okkar með, einu sinni í viku. Erum við búin að ganga Reykjavík og nágrenni þvert og endilangt. Þetta voru skemmtilegar ferðir, sem ég á alltaf eftir að minn- ast. Það er enginn göngutúr eins án Möggu. Ég minnist líka skemmti- legra sumarbústaferða, tjaldferða, veiðitúra, utanlandsferða og margs fleira. Ekkert af þessu verður nokk- urntímann eins þegar hennar nýtur ekki við. Alltaf var gott að koma til Möggu og Árna, þau voru samhent hjón og áttu fallegt heimili, þar var líka allt- af svo afslappað og þægilegt, þar leið manni alltaf vel, hún var líka dugleg við að halda matarboð, töfr- aði fram allskyns rétti eins og ekk- ert væri og nutum við vinir hennar þess ríkulega. Dætur þeirra Anna og Linda bera þess merki hversu vel hefur verið að þeim búið, og þær óspart hvattar áfram í því sem þær eru að gera. Þær eru báðar búnar að mennta sig, eignast fjölskyldu og yndisleg börn. Þær hafa verið stoð og stytta pabba síns á þessum erfiðu tímum. Elsku Anna og Linda, megi sá sem öllur ræður vaka yfir ykkur. Magga vinkona mín var svo mörg- um góðum kostum búin að ég ætla ekki að reyna að telja það upp, en trygglyndi var hennar aðalsmerki, og hversu dugleg hún var að hvetja alla áfram í því sem þeir voru að gera, og svo var hún líka svo skemmtileg. Hún talaði aldrei illa um nokkurn mann, varð frekar ut- angátta þegar umræður snérust á þann veg, hún hafði einfaldlega ekki áhuga á slíku. Ég veit að vel verður tekið á móti vinkonu minni á nýjum stað, þar heldur hún áfram að vinna og starfa og hvetja fólk til dáða. Elsku vinkona, þakka þér vinátt- una og tryggðina í gengum tíðina, ég var heppin að fá að vera vinkona þín svona lengi. Ég á eftir að sakna þín mikið en minningar á ég til að ylja mér við um ókomna tíð, þær tekur enginn frá mér. Elsku Árni, Anna, Linda og fjöl- skyldur, missir ykkar er mikill, megi góður Guð styrkja ykkur og hjálpa. Minningin um elskulega eiginkonu, móður, ömmu og tengdamömmu mun hjálpa ykkur að horfa fram á veginn. Öllum ástvinum Möggu sendi ég og fjölskylda mín innilegar samúðarkveðjur, og bið góðan Guð að hjálpa okkur öllum að sætta okk- ur við hið óumflýjanlega. Nú legg ég augum aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur, mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. Þín vinkona, Heiða og fjölskylda. Mín kæra vinkona Magga. Sunnudagurinn 9. september á síðastliðnu ári mun aldrei líða mér úr minni. Þann dag fengum við þá harmaf- rétt að þú hefðir fengið hastarlegt hjartaáfall og væri tvísýnt um líf þitt. Hvernig gat þetta verið? Síst af öllum hefði ég búist við að þetta kæmi fyrir þig. Þú sem varst svo sterk og dugleg, kröftug og ósér- hlífin, alltaf fremst í flokki bæði í leik og starfi og ekki hvarflaði það að mér hinn 1. september, síðast þegar við hittumst, að það yrði okk- ar síðasta vinkonuspjall. Minningin um þá stund er mér dýrmæt og geymi ég hana í huga mér um ókom- in ár. Dagar, vikur og mánuðir hafa lið- ið frá því þú fékkst þetta áfall og öll höfum við beðið og vonað að þú kæmist til meðvitundar og kæmir aftur til okkar. Enginn trúði því í raun að þú myndir ekki yfirstíga þetta áfall. Það var aldrei þinn stíll að gefast upp, en eftir því sem tím- inn leið dofnaði vonin. Öll héldum við þó í vonina og vonuðum að sú ást og umhyggja sem Árni, Anna og Linda sýndu þér við sjúkrabeðinn myndi skila sér til þín og hjálpa þér til bata. Á hverjum degi kom Árni, talaði til þín og hélt í höndina á þér og sýndi hvað mikið honum þótti vænt um þig og hvað mikið þú varst honum. Ég á þér einnig mikið að þakka. Þú varst frá fyrstu tíð ör- lagavaldur í lífi mínu. Við kynnt- umst þegar ég var á viðkvæmum mótunarárum og átti fáar vinkonur í Reykjavík, ég var nánast ein og ég man hvað mér þótti vænt um þegar þú sagðir fljótlega eftir að við hitt- umst fyrst: „Hringdu ef þér leiðist í köld.“ Ég hringdi og uppfrá því bundumst við böndum sem ekki hafa rofnað milli okkar. Líf okkar hefur á svo margan hátt verið sam- ofið. Við trúlofuðum okkur á svipuðum tíma, giftum okkur og byrjuðum að búa og stofnuðum heimili á sama tíma og í sama hverfi, næstum í sömu götu, eignuðumst okkar fyrsta barn á sama árinu og áttum sameig- inlegan vina- og kunningjahóp. Já, okkar samband var mikið. Ó, hve ég sakna þín Magga. Það hefur verið gott að eiga þig að vinkonu í öll þessi ár. Megi góður Guð vernda og blessa Árna, Önnu, Lindu, barna- börn þín og þína fjölskyldu alla, þeirra er mesti missirinn og sökn- uðurinn. Magga mín, við Valli þökkum þér fyrir allt og allt. Þín vinkona Valgerður. Þitt bros og blíðlyndi lifir, og bjarma á sporin slær, það vermir kvöldgöngu veginn, þú varst okkur stjarnan skær. Þín milda og fagra minning, sem morgunbjart sólskin er, þá kallið til okkar kemur, við komum á eftir þér. (Síðustu sporin, FA.) Fyrir um þrjátíu árum stofnuðum við vinkonurnar saumaklúbb sem við síðar skírðum „Ferskjurnar“. Í upphafi vorum við ákaflega dug- legar í hannyrðum, þær voru marg- ar flíkurnar og útsaumuðu myndirn- ar sem urðu til á þessum árum. En seinni árin hefur dregið úr hannyrðum og við snúið okkur meira að menningarlífinu. Við fórum MAGNÞÓRA MAGNÚSDÓTTIR Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 551 3485 • Fax 568 1129 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Vaktsími allan sólarhringinn 896 8284
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.