Morgunblaðið - 19.03.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.03.2002, Blaðsíða 36
ÞAÐ er ávallt erfitt að meta árangur af for- varnarstarfi og á það ekki síst við um for- varnir sem beinast að börnum og unglingum. Á undanförnum árum hefur undirritaður, sem sinnir starfi fræðslufulltrúa Al- næmissamtakanna á Íslandi, heimsótt efri bekki grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu og víðar í þeim tilgangi að fræða nemendur um HIV-veiruna, alnæmi, smitleiðir og varnir gegn smiti. Peningarn- ir eru af skornum skammti og þess vegna allt unnið í sjálfboðavinnu. Það er eflaust ástæðan fyrir því að ekki fæst fólk til að sinna þessu eins og skyldi. Sú skoðun að það séu fyrst og fremst hommar sem smitast er al- veg ótrúlega lífseig og það virðist ekki skipta máli hversu oft krökk- unum er sagt að staðreyndin í dag sé allt önnur. Aftur og aftur heyrir maður sömu fullyrðinguna. „Það er allt í lagi með mig, ég er ekkert að sofa hjá hommum.“ Auðvitað er reynt að hamra á því að nú séu gagn- kynhneigðir stærsti áhættuhópurinn en ég er hræddur um að þrátt fyrir það lifi unglingar ekki ábyrgu kyn- lífi. Smokkurinn er samt öruggasta getnaðarvörnin en greinilegt er að það eru alls ekki nógu margir að nota hann. Það sést ekki síst á því hversu margir smitast árlega af HIV-veir- unni og öðrum kynsjúkdómum. Samkvæmt upplýsingum land- læknisembættisins greinist nú um það bil eitt nýsmit á mánuði. Það er einu ný- smiti of mikið og þess vegna er ljóst hversu mikilvægt allt forvarn- arstarf er. Í rúmt ár höfum við hjá Alnæmissamtökun- um haft uppi áform um fræðsluherferð sem taka á til allra grunn- skóla í landinu. Her- ferðin mun kosta okkur rétt rúmlega tvær milljónir og er þá að- eins átt við ferða- og gistikostnað. Vegna peningaskorts hefur ekki enn verið hægt að hrinda þess- ari herferð af stað. Það var því mikið gleðiefni fyrir okkur að Hjálparstarf kirkjunnar skyldi ákveða að láta helming af páskasöfnun sinni renna til þessa verkefnis. Mikilvægi forvarnarstarfs verður seint fullmetið en annað er fullvíst að heill og hamingja barnanna okkar er í veði. Söfnunarsími Hjálparstarfs kirkj- unnar er 907 2002. Mikilvægi for- varnarstarfs Ingi Rafn Hauksson Höfundur er fræðslufulltrúi Alnæmissamtakanna. Alnæmi Miklvægi forvarn- arstarfs, segir Ingi Rafn Hauksson, verður seint fullmetið. UMRÆÐAN 36 ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ HREPPAPÓLITÍK hefur ekki verið skilgreind sem skyldi. Helstu einkenni hennar eru þó þau að keppst er við að lofa til- teknum aðgerðum í þágu út- valdra, hvort sem mögulegt er að standa við þær eður ei. Enn fremur eru þeir sem aðhyllast þessa pólitík sérlega duglegir við að lýsa á hendur sér afrekum sem hafa komið útvöldum vel, hvort sem þeir hafa komið að því eða ekki. Tilgangurinn helgar meðalið. Þetta minnir talsvert á aðferð góða dátans Sveikj er hann gerðist um skeið sölumaður rottuhunda. Söluaðferð hans gekk út á að sýna skepnuna aldr- ei, ljúga upp á hana kostum sem hún bjó alls ekki yfir, taka við peningum um leið og færi gafst og stinga svo af inná næsta bar. Þessar hugrenningar sóttu á mig þegar ég las grein forseta Al- þingis, Halldórs Blöndals, s.l. laugardag í Mbl. Þar sem hann á fálmkenndan hátt reynir að draga fjöður yfir afglöp þau sem hann hafði unnið í máli, sem kennt er við „skönnun alþing- istíðinda.“ Fyrir tveimur árum eða svo lofaði hann á borgarafundi um atvinnumál að færa opinber störf til Ólafsfjarðar. Ekkert varð um efndir. Þegar hann svo óvænt fékk í hendur hugmynd frá fyr- irtæki á Stöðvarfirði um að skanna inn gömul Alþingistíðindi, sem gæti skapað nokkur störf, rifjaðist upp gamalt loforð frá Ólafsfirði. Í stað þess að svara beiðni Stöðfirðinga ákvað hann að láta ráðast í verkefnið en ekki á Stöðvarfirði heldur á Ólafsfirði. Eftir að hafa átt ánægjuleg sam- skipti við Ólafsfirðinga á árum áður gleður það mig sérstaklega að verið er að fjölga störfum í Ólafsfirði, en vegna forsögunnar hefði verið viðkunnnanlegra að láta Stöðfirðinga vita um afdrif erindis síns. Í stað þess að leggja árar í bát óskuðu Stöðfirðingar eftir frekari skýringum. Þau við- brögð afhjúpuðu framferði for- setans. Forsetanum er ekki skemmt. Í framhaldsgreinum í Mbl. hefur hann reynt að út- skýra sitt mál, en ekki haft er- indi sem erfiði. Af einhverjum ástæðum, mér ókunnum, lagði hann lykkju á leið sína og veitist að undirrituðum. Sakar hann um að hafa haft afskipti af þessu máli á (ó)smekkvísan hátt, hvernig svo sem það er hægt eft- ir framferði forsetans. Því er að sjálfsögðu vísað til föðuruhús- anna. Á hinn bóginn væri forseti maður að meiri ef hann gerði bragarbót á hátterni sínu með því að biðja Stöðfirðinga afsök- unar, í stað þess að skrifa und- arlegar greinar einsog þær sem birst hafa í Mbl. undanfarna daga um „skönnun alþingistíð- inda.“ Lúðvík Bergvinsson Hreppapólitík FYRIR nokkrum dögum var kveðinn upp dómur í Hæstarétti, þar sem staðfest var sakfelling héraðsdóms yfir fyrrverandi stjúp- föður kærandans vegna kynferðisglæpa gegn henni fyrir hálf- um öðrum áratug. Ákærði hafði jafnan neitað sök en konan, sem orðin var 27 ára þegar hún kærði mann- inn, haldið fast við kæru sína. Þrír emb- ættisdómarar kváðu upp héraðsdóminn. Við lestur héraðs- dómsins kemur í ljós, að engar sann- anir voru færðar fram í málinu, sem geta talist staðfesta framburð kon- unnar. Engin vitni voru að brotum mannsins. Vitnisburðir móður kær- andans og hálfsystur hennar um at- vik á heimili þeirra höfðu enga sýni- lega þýðingu fyrir málið. Hið eina sem gat haft einhver áhrif á sönn- unarmatið var heimsókn til læknis, þegar konan hafði verið 14 ára, þar sem gert var þungunarpróf á henni. Því fer þó fjarri, að þetta geti talist vera nóg til að staðfesta ásakanir konunnar um hina alvarlegu kyn- ferðisglæpi mannsins. Sakfellingin virðist einfaldlega vera á því byggð, að dómararnir hafi trúað konunni en ekki manninum. Hæstiréttur yfir- heyrði engan en taldi aðeins, að ekk- ert væri fram komið í málinu sem gæfi tilefni til að draga í efa mat hér- aðsdóms á sönnunargildi munnlegs framburðar fyrir dómi og öðru því sem fyrir lægi. Svo sem kunnugt er, hvílir sönn- unarskylda um glæpi á ákæruvald- inu. Vafi um sekt skal metinn sak- borningi í hag. Þessi regla telst vera þýðingarmikil mannréttindaregla í réttarríkjum. Í lögum um meðferð opinberra mála er svo ákveðið, að dómari skuli meta hverju sinni, hvort nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rökum, sé fram komin um sekt sak- bornings. Það er eins og íslenskir dómarar séu í kynferðisbrotamálum teknir að beita þessu ákvæði þannig, að þeir hafi vald til að sakfella menn ef þeir aðeins telji kærandann lík- legri heldur en kærða manninn til að segja satt. Þessi framkvæmd fær ekki staðist. Í málum, þar sem fram- burður er gegn framburði, hlýtur að verða gerð sú krafa, að fram komi bein eða óbein staðfesting á fram- burði kæranda um glæpina til að unnt sé að leggja hann til grundvall- ar dómi. Slík staðfesting gæti falist í framburði vitnis að glæp, ummerkj- um á vettvangi eða atriðum í fram- burði kæranda, sem hann gæti ekki hafa haft vitneskju um nema vegna glæpsins. Ég hygg að þessi krafa sé gerð til sönnunarfærslu í öðr- um málum en kynferð- isbrotamálum. Kynferðisbrotamál eru erfið mál. Þar er oft þungt um sönnun vegna þess að ekki er öðrum til að dreifa heldur en þeim sem glæpinn fremur og fórnarlambi hans. Glæpirnir eru fyrirlit- legir. Ekki á það síst við um glæpi sem framdir eru innan veggja heimilanna, oft af mönnum, sem eiga að annast upp- eldi varnarlausra barna, sem þeir níðast á. Við fyllumst óhugnaði við að hugsa um þetta. Kröfur hljóma um að slakað verði á sönnunarskyldu í málum af þessu tagi í því skyni að ná fram fleiri sakfellingum. Dómarar, sem sýkna sakborninga vegna skorts á sönnunum, verða jafnvel fyrir per- sónulegum árásum fyrir vikið. Nýleg dæmi um þetta þekkja allir, sem fylgst hafa með umræðum um þjóð- félagsmál hér á landi undanfarin ár. Nú virðist þetta vera farið að vinna á dómurum. Þeir eru teknir að sakfella án nokkurrar viðhlítandi sönnunar- færslu. Þeir fá klapp á bakið frá fólk- inu, sem áður veittist að þeim. Niðurstaðan er sú, að miðaldra karlmenn njóta ekki lengur nokkurs teljandi réttaröryggis í kynferðis- brotamálum. Stilla má upp tilbúinni atvikalýsingu til að sýna hættuna sem í þessu felst. Hugsum okkur að ung kona vilji ná sér niðri á miðaldra karlmanni, sem hún ber haturshug til. Hún ákveður að bera á hann kyn- ferðisglæpi og undirbýr sig vand- lega. M.a. gætir hún þess að vekja samúð dómaranna og vera trúverð- ug, eins og það er nefnt í dómunum. Það styrkir stöðu hennar ef dómend- um þykir karlmaðurinn, sem hún ber sakirnar á ógeðfelldur; hann kann t.d. að vera drykkfelldur og lítt fyrir augað. Hafi rafturinn verið í sambúð með móður kærandans, sem aldrei varð vör við nein brot, er ekki ólík- legt að móðirinn taki nú að sjá eitt og annað, sem eftir á að hyggja gæti bent til sektar. Móðirin trúir dóttur sinni og er sakbitin fyrir að hafa ekki getað komið í veg fyrir glæpina. Hún ætlar svo sannarlega ekki að bregð- ast henni aftur og tekur því til við að muna ýmis atvik, sem hún telur að séu til þess fallin að styrkja ásak- anirnar á hendur manninum. Hún verður hins vegar að halda sig við að hafa aldrei orðið vitni að neinum glæpum, enda væri þá erfitt fyrir hana að útskýra hvers vegna hún gerði ekkert í málinu. Þessi uppsetn- ing dugar. Maðurinn er talinn sekur. Það skal áréttað, að með þessu dæmi er ekki gefið í skyn, að svona hafi staðið á í málinu, sem er tilefni þess- arar greinar. Annað tilvik gæti til dæmis verið þess háttar, að móðir stúlku noti rangar ásakanir á hendur fyrrverandi maka sínum, um mis- notkun á barninu, til að ná sér niðri á honum. Ég er auðvitað ekki að halda því fram, að það sé algengt, að bornar séu fram rangar sakir um kynferð- isbrot á karlmenn. Það er líklega og vonandi afar sjaldgæft. Samt þekkj- ast dæmi um slíkt. Starfsemi rétt- arkerfisins verður að miðast við, að slíkar kærur geti ekki leitt til sakfell- ingar. Dómar sem slaka á sönnunar- kröfunum eru líka í sjálfum sér til þess fallnir að auka hættuna á röng- um ásökunum. Öllum finnst okkur illt ef sekir menn sleppa við refsingar. Það er hins vegar óhjákvæmilegt að slíkt gerist í ríkjum sem virða regluna um sakleysi þar til sekt er sönnuð. Sú regla verður að gilda í málum, sem snúast um kynferðisglæpi rétt eins og öðrum málum. Það er gjaldið sem við greiðum fyrir að teljast búa í réttarríki. Íslenskir dómarar verða að standa af sér ágjafir sem þeir kunna að fá fyrir að beita reglunni. Í málinu, sem nefnt var í upphafi þessarar greinar, var sakborningur dæmdur í fangelsi í 5 ár og 6 mánuði. Í eftirmælum um dóminn hefur verið nefnt, að þetta sé þyngri refsing en áður hafi verið dæmd í sambæri- legum málum. Vissulega þarf að gæta samræmis í dómum, þannig að einn hljóti ekki þyngri refsingu en annar fyrir sambærilegt brot. Mín skoðun er sú, að refsingin, sem hér var ákveðin, sé hreint ekki of þung yfir manni, sem hefur gerst sekur um þau skelfilegu afbrot, sem um var fjallað í málinu, enda hafi þá brotin verið sönnuð með lögfullri sönnun. Verður ekki betur séð en ís- lenskir dómstólar beiti mun harðari refsingum en þetta fyrir brot, sem eru fjarri því að geta talist jafn alvar- leg og þau sem hér var dæmt fyrir. Jón Steinar Gunnlaugsson Sönnunarbyrði Reglan um sakleysi þar til sekt er sönnuð, segir Jón Steinar Gunnlaugsson, verður að gilda í málum sem snúast um kynferð- isglæpi rétt eins og öðrum málum. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Um réttaröryggi miðaldra karlmanna EF von okkar næði aðeins til þessarar allt of stuttu ljúfsáru ævi værum við sannarlega aumkunarverð. Minnumst þess að Guð sendi okkur son sinn til að taka á sig misgjörðir okkar. Alla þá hegningu sem við höfðum til unnið. Hann kom til að kenna okkur að fyr- irgefa og bera virð- ingu fyrir náunganum. Hann kom til að veita von, gefa frið. Þrátt fyrir tímabundna þjáningu og vanlíðan. Hann vill fyrirgefa okkur allt það ranga sem við aðhöfumst meðvitað og ómeðvitað í hugsunum, orðum og gjörðum, dag hvern. Hann kom til að taka á sig dauða okkar. Hann kom til að veita okkur líf um eilífð með sér. Líf í fullri gnægð. Þetta er afstaða Guðs til okkar. Hann elskar okkur meiri og dýpri elsku en við höfum hug- myndaflug til að skynja eða meðtaka. Líf okkar er því dýru verði keypt. Og hvað getum við svo gert í málinu? Svo sem ekki neitt. Nema þá helst það að lifa í meðvituðu þakklæti til höfundar lífsins og sonarins sem kom til að viðhalda lífinu. Honum sem kom til að frelsa okkur frá myrkri og glöt- un, eilífum dauða. Honum sem kom til að gefa okkur von og frið. Ásetj- um okkur því að lifa í meðvitaðri þökk til hans. Jafnvel þótt þakk- lætið sé veikburða og fullt af mann- legum efasemdum. Við eigum bara eitt líf. Og jafn- vel þótt við vöndum okkur við að fara í gegnum ævina þá líður hún. Hulstrið hrörnar og eyðist. En lífið heldur samt áfram vegna Jesú. Lif- um lífinu því í meðvitaðri virðingu Dýru verði keypt Sigurbjörn Þorkelsson Trúmál Við, segir Sigurbjörn Þorkelsson, eigum bara eitt líf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.