Morgunblaðið - 19.03.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.03.2002, Blaðsíða 34
UMRÆÐAN 34 ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ M ig langar að halda áfram, þar sem frá var horfið í viðhorfi mínu; „Kæri lesandi“, sem birtist 5. marz sl. og fjallaði um sendibréf og tölvubréf. Sumir bréfritara, sem sendu mér tölvupóst eftir viðhorfið 5. marz, segja það alrangt að kenna tölvupóstinum um lítil bréfaskrif manna. Þau hafi löngu verið liðin undir lok og tölvu- pósturinn hafi í raun verið bjarg- vætturinn, sem hleypti í þau nýju lífi. Fyrrum lærifaðir á Laug- arvatni, Ólafur Stefánsson, er góður sam- nefnari þess- ara viðhorfa. Hann segir m.a. í tölvu- bréfi sínu, sem hann byrjar með: Heill ævinlega, Freysteinn: „Þú segir að tölvubréfin hafi tekið við af sendibréfunum. Þetta finnst mér ekki koma rétt út, eða réttlátlega, gagnvart tölvubréfunum. Sendibréfin voru löngu dáið form, áður en tölvurnar urðu al- mennar. Það munu hafa verið síminn og hraðinn sem sáu um þá útför. Það er aftur á móti tölvutækn- in sem lætur sendibréfalistina rísa upp og orðið blómstra á nýj- an hátt. Nú fara menn og konur allt í einu að hugsa um setningar og stafsetningu og hvernig eigi að byrja bréf og enda, jafnvel um stíl og póetíska framsetningu Þú sérð af þessu, að eg er fylgjandi tölvubréfum og er viss um að þau verða enn algengari, og betri, þegar netföng fylgja símanúmerum í skránni og fólk þarf ekki lengur að taka tíma í vinnunni til að stunda persónu- legar bréfaskriftir. Nú hef eg tekið nógu langan tíma frá þér og segi í lokin eins og nafni minn Davíðsson: Vertu svo best kvaddur af Ólafi Stefánssyni.“ Aðrir bréfritarar töldu af og frá, að tölvupósturinn væri bara köld og truntuleg skilaboða- skjóða. Því til sönnunar voru bréf þeirra lengri og andi þeirra persónulegur og hlýr. Vinur minn einn í útlöndum hefur sett mig á keðjubréfalista sinn. Öðru hvoru skrifar hann langt tölvubréf og tíundar þar eitt og annað, sem á daga hans og konu hans drífur. Frásögnin er upp til hópa fjörleg og innan um og saman við eru litlar per- sónulegar perlur. Þessi gæi er svo kúl, að hann sendir sama tölvubréfið til margra. Þannig slær hann tvær flugur í einu höggi; sparar sjálf- um sér vinnu og tíma og heldur okkur vinum sínum öllum við efnið. Nýjum áskrifendum getur hann svo boðið upp á eldri bréf, ef þeir vilja og ef eitthvað kemur upp á hjá þeim hjónum, sem á sér aðdraganda í fyrri bréfum. Ég verð að viðurkenna, að mér þykir fengur að þessum tölvubréfum. Bréfritari, sem ekki vill láta nafns síns getið, skrifaði mér m.a.: „Heill og sæll, Freysteinn. Þetta er í fyrsta sinn, sem ég skrifa ókunnugum manni, vegna blaðaskrifa hans, en einhvern veginn stóðst ég ekki mátið. Þakka þér fyrir ágæta umfjöllun um tölvupóst miðað við hand- skrifuð bréf. Ég er hjartanlega sammála. Sem dæmi er nú orðið mjög algengt að skammstafa hluta af oftast stuttum tölvu- pósti. ,,Kv. GR“ í stað kveðja (eða bestu kveðjur, eða kær kveðja) til vina og vandamanna. Tvö jólakort fékk ég sl. ár að ut- an, þar sem var hreinlega sagt, að þetta væru jólakort og svo skammstöfun undir. Sífellt færist í vöxt, að jólakort séu send með því að maður þarf að sækja þau í tölvuna og horfa á þau á skján- um. Einhver tilbúin kort, ekkert persónulegt. Hérna færð þú sem sagt per- sónulegt bréf með efni, sem er einskis virði, en væri það e.t.v. ef þú værir ættingi eða vinur. Hér þar sem ég bý, er ynd- islegt veður, þrátt fyrir kulda. Þegar ég fer út með hundinn minn, klæði ég mig í ullarbrækur og nokkrar peysur, en eins og er, eru sólin og bjartviðrið þess virði. Ég á líka kött, sem vill yf- irleitt fylgja okkur, en hann er ekki eins hrifinn af kuldanum. Kötturinn og hundurinn eru góð- ir vinir. Ég á barnabarn, sem dvelur oft hjá mér um helgar, og heitir ...... eins og ég, nema hún er nokkrum áratugum yngri. Þegar hún var hjá mér um daginn (fjögurra ára) og ég var að reyna að fá hana upp í rúm að sofa, sagði ég við hana að kötturinn og hundurinn væru að fara að sofa í körfunni hundsins og svo kæmi afi bráðum upp í rúm. Hún spurði þá, hvort kött- urinn mætti alltaf sofa í hunda- körfunni. Ég sagði að það væri allt í lagi. Hún spurði þá aftur vantrúuð ,,Sefur hann alltaf hjá hundinum ? – og þegar ég játaði því, sagði sú stutta: „Oh, my God!“ (með áherslum). Ein önnur saga af henni nöfnu minni: Við vorum í göngutúr með hundinn og settumst í (kuldanum) ágætis veðri fyrir ut- an veitingastað hér í bænum (hundar mega ekki fara þar inn, frekar en annarsstaðar). Við (af- inn og ég) buðum þeirri stuttu upp á pizzusneið og svo bað hún um ís á eftir. Ég sagðist halda, að ekki væri seldur ís á þessum stað. Þegar hún heimtaði aftur að fá ís, sagði ég henni að fara inn og spyrja konuna. Hún hljóp inn og kom aftur að vörmu spori og sagði: ,,Amma, konan segir að það sé ekki til ís ... viltu fara og tala við forstjórann?“ Bréfritari segist ennfremur hafa kynnzt fáum, þar sem hann býr. „Þess vegna finnst mér tölvupósturinn góður, þó alltaf betri en gluggabréf, og oft gam- an að lesa það, sem ég fæ, ef ekki er um að ræða auglýsingar eða stutt ,,kv. ge“.“ Heill ævinlega með kv. ge. Hér er haldið áfram umfjöllun um sendibréf og tölvubréf og þráðurinn rak- inn áfram með dæmum úr svörum við fyrra viðhorfi um bréfaskipti manna. VIÐHORF Eftir Freystein Jóhannsson freysteinn@mbl.is ALZHEIMER-sjúk- dómur er algengasta ástæða þess sem oft er nefnt heilabilun. Með því er átt við ástand þar sem vitræn geta svo sem minni, verklag eða mál hefur dvínað svo að viðkomandi einstak- lingur þarf eftirlit eða aðstoð í dagsins önn. Sjúkdómurinn hefur þó aðdraganda, oft mörg ár, og á þeim tíma hefur sjúklingurinn tök á að lifa eðlilegu lífi þrátt fyrir einkennin. Sjúkdómurinn er ólæknandi og þar sem einkenni hans koma oft verulega niður á lífsgæðum miðast meðferðin að því að viðhalda þeim sem best. Í grófum dráttum má skipta með- ferðarmöguleikum í fjóra hluta: upp- lýsingar og stuðning, þjálfun, lyfja- meðferð og umönnun. Upplýsingar og stuðningur. Stuðn- ingur við sjúkling og fjölskyldu hans er mikilvægur á öllum stigum sjúk- dómsins. Gefa þarf góðar upplýsing- ar í byrjun svo allir geri sér grein fyr- ir því sem er framundan án þess þó að mála myndina of dökkum litum. Þátttaka í daglegu lífi þarf að vera sem mest, en á forsendum sjúklings- ins og fjölskyldunnar. Fjölskyldan þarf síðan að hafa aðgang að ráðgjöf fagfólks eftir því sem þörf krefur. Það er því mikilvægt að fagfólkið sem veitir þjónustu og ráðgjöf geri sér grein fyrir því að það hefur langtíma- ábyrgð gagnvart sjúklingi og fjöl- skyldu hans. Góð reynsla hefur verið af stuðn- ingshópum sem felast í því að tiltölu- lega lítill hópur aðstandenda hittist reglulega í nokkurn tíma með leið- sögn fagmanna. Þar fara fram um- ræður, ráðgjöf er veitt og leiðbeint hvernig bregðast skuli við aðstæðum sem upp geta komið. Flestum gagnast þessi stuðningur vel en reynt er velja þannig í hópana að sem mest- ur árangur verði fyrir sem flesta. Þjálfun. Þegar forstigi sjúkdóms- ins er lokið og komið er á fyrsta stig heilabilunar er eðlilegt að koma á ein- hvers konar örvun eða þjálfun. Kjarni þjálfunar er að byggja á sterkum hliðum sjúk- lingsins og örva og hvetja þá þætti sem hann ræður vel við. Þetta er gert með því að gera honum kleift að nýta hæfileika sína og áhugamál, en á þessu stigi er hann oftast bú- inn að tapa frumkvæði og skipulagshæfileikum til að nýta þá sjálfur. Beztur árangur hefur náðst þegar mögulegt er að virkja sem flesta þætti, bæði andlega og líkamlega, og hentug- ast er að koma slíku við í svokallaðri dagvist (dagþjálfun) fyrir minnis- sjúka. Þjálfun þarf þó að koma við í öllu sjúkdómsferlinu. Lyfjameðferð. Henni er skipt í tvo þætti, meðferð við sjúkdómnum sjálf- um og meðferð við þeim geðrænu ein- kennum sem oft fylgja sjúkdómnum. Lyf við Alzheimer-sjúkdómi. Nú eru skráð þrjú lyf við sjúkdómnum. Þau verka öll á svipaðan hátt, með því að hafa áhrif á það boðefnakerfi sem helst dvínar. Niðurstaðan er seinkun á sjúkdómsframvindu á fyrri stigum sjúkdómsins um 10–12 mánuði að meðaltali. Líklega líða nokkur ár þar til lyf með annars konar verkunar- máta koma fram en vel getur verið að þá komi á skömmum tíma á mark- aðinn mörg lyf með mismunandi verkun. Einkennameðferð. Geðræn ein- kenni svo sem þunglyndi, kvíði, rang- hugmyndir og jafnvel ofskynjanir og svefntruflanir koma oft fram. Á síðari stigum sjúkdómsins geta hins vegar komið fram ýmsar atferlistruflanir. Átt er við einkenni eins og ráp, flökkutilhneigingu, söfnunaráráttu, reiði og mótspyrnu við umönnun. Lykilatriðið í lyfjameðferðinni er að fara varlega því flestir sjúklinganna eru viðkvæmir fyrir lyfjunum. Einnig þarf að hafa í huga að áhrifin eru ekki fyrirsjáanleg og það getur því tekið tíma og þolinmæði að koma á jafn- vægi í andlegri líðan Alzheimer-sjúk- linga. Umönnun. Skipta má þessu með- ferðarúrræði í þrjá þætti: félagslega, andlega og líkamlega umönnun. Félagsleg umönnun. Hún felst í því að skapa gott umhverfi fyrir sjúk- linginn annars vegar og að veita fé- lagslega örvun hins vegar. Umhverf- ið þarf að taka tillit til sjúkdómsins og vera bæði öruggt fyrir hann og aðlað- andi. Skýrar merkingar og nafn- spjöld gefa sjúklingi möguleika á að komast af í umhverfinu af sjálfsdáð- um. Félagsleg örvun felst t.d. í heim- sóknum aðstandenda og vina, göngu- ferðum, ferðalögum, ferðum á söfn og kaffihús eða búðarferðum, en alltaf þarf að taka tillit til þess hvað sjúk- lingurinn hefur ánægju af og gæta hófs. Andleg umönnun. Eðlileg fram- koma og tillitssemi eru lykilatriðin. Oft er erfitt að svara spurningum svo sem þegar sjúklingurinn spyr um framliðinn ættingja sem væri hann á lífi, eða finnst að hann eigi að sinna börnum sínum sem væru þau enn á barnsaldri. Ekki eru einhlít ráð í slík- um tilvikum, en mælt er með því að í svarinu felist fullvissa um að ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur. Örvun af öðru tagi er notkun á öllu því sem nærtækt er sem getur veitt ánægju og vellíðan. Líkamleg umönnun. Á síðustu stigum sjúkdómsins verður vægi lík- amlegrar umönnunar meira. Hún felst í því að átta sig á líkamlegum óþægindum og kvillum og bregðast við þeim, sjá um hreinlæti, næringu og svefn sem og að gæta öryggis sjúklingsins. Meðferð Alz- heimer-sjúkdóms Jón Snædal Alzheimer Sjúkdómurinn er ólæknandi, segir Jón Snædal, og þar sem ein- kenni hans koma oft verulega niður á lífs- gæðum miðast með- ferðin að því að viðhalda þeim sem best. Höfundur er yfirlæknir öldrunar- lækningadeildar Landspítala – háskólasjúkrahúss, Landakoti. NORAL-áætlunin er í uppnámi og síminnk- andi líkur á að ráðist verði í byggingu risaál- verksmiðju á Reyðar- firði. Þótt talað hafi verið um byggingu verksmiðjunnar nánast sem staðreynd hafa fjölmargir endar verið lausir, þar á meðal hvort einhverjir fengj- ust til að standa að fjárfestingunni. Á það jafnt við um Norsk Hydro sem og íslenska lífeyrissjóði. Fyrir Alþingi liggur frumvarp frá iðnaðar- ráðherra þar sem óskað er eftir heimildum fyrir virkjunina alveg óbundið því hvert orka frá henni yrði seld. Engin formleg tengsl eru á milli frumvarpsins um Kára- hnjúkavirkjun og byggingu álvers á Reyðarfirði. Fari svo að ekkert verði úr áformum um hið síðartalda mun Landsvirkjun að fenginni laga- heimild þegar fara að svipast um eftir kaupendum að orkunni annars staðar, þar á meðal til ÍSAL og Norðuráls, en bæði fyrirtækin áforma mikla framleiðsluaukningu. Einnig myndu á ný verða háværar hugmyndir um álverksmiðju við Eyjafjörð til að taka við orku frá Kára- hnjúkum. Þeir Austfirðingar sem stutt hafa NO- RAL-áformin hafa tal- ið réttlætanlegt að fórna miklum náttúru- verðmætum í von um atvinnutækifæri tengd álverksmiðju á Reyð- arfirði. Virkjunin sjálf skilar aðeins örfáum störfum til lengri tíma, líklega 10–15 talsins. Stuðningur við virkj- unina með sínum gíf- urlegu náttúruspjöll- um yrði hverfandi á Austurlandi ef líkur væru á að ork- an yrði flutt burt af svæðinu. Það væri siðlaust af Alþingi eins og mál- um nú er háttað að samþykkja heimild fyrir Kárahnjúkavirkjun. Fagna ber því ef frestun verður á ákvörðunum um NORAL-hugmynd- ina og eðlilegast væri að kistuleggja hana nú þegar. Svigrúm ber m.a. að nýta til að fara vandlega yfir fram- komnar hugmyndir um útfærslu Vatnajökulsþjóðgarðs til norðurs og aðrar friðlýsingarhugmyndir á há- lendinu norðan jökla. Einnig geta stjórnvöld þá ekki vikið sér undan að ljúka með heiðarlegum hætti Rammaáætlun um virkjanakosti, en þrengt hefur verið mjög að þeirri vinnu af sömu stjórnvöldum og settu hana í gang. Umfram allt mega menn ekki láta lokka sig í Kárahnjúkagildruna á fölskum forsendum. Þar reynir á Al- þingi en einnig á þá Austfirðinga sem fram að þessu hafa ekki viljað horfast í augu við þá svikamyllu sem felst í uppsetningu NORAL-verk- efnisins. Kárahnjúkagildran Hjörleifur Guttormsson Álversframkvæmdir Þar reynir á Alþingi, segir Hjörleifur Gutt- ormsson, en einnig á þá Austfirðinga sem fram að þessu hafa ekki viljað horfast í augu við þá svikamyllu sem felst í uppsetningu NORAL- verkefnisins. Höfundur er líffræðingur, fyrrver- andi alþingismaður og ráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.