Morgunblaðið - 19.03.2002, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 19.03.2002, Blaðsíða 52
DAGBÓK 52 ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Góð námskeið MIG langaði að vekja at- hygli á svokölluðum Alfa- námskeiðum sem víða eru haldin þessa dagana í kirkjum landsins. Ég er ein þeirra sem hafa undanfarið verið á námskeiði í Grafar- vogskirkju og vil segja frá því að ég varð aldeilis undr- andi að uppgötva hversu fræðandi, skemmtilegt og andlega uppörvandi er að sitja þetta námskeið. Ég er ein þeirra sem hafa verið svokallaðar JJ manneskjur í kirkjusókn. Þ.e.a.s. farið í kirkju um jól og jarðarfarir og látið það duga. Því kom mér það á óvart að sjá hve öflugt starf fer fram í kirkj- unni. Þessi Alfa-námskeið eru alveg hreint frábær, jafnt fyrir leikmenn sem lærða. Þegar ég var í ferm- ingarfræðslunni í gamla daga hafði maður helst áhuga á því hvort prestur- inn gæfi manni kók og prins í það skiptið, en þessi ferm- ingarfræðsla sem ég hef verið í undanfarið hefur hitt mig beint í mark og vakið hjá mér löngun og trú á að biðja bænir og lesa í Biblí- unni. Og lifa lífinu sem kristin manneskja með öll- um þeim góðu gildum sem því fylgja. Ég hvet alla sem finna hjá sér þörf fyrir andleg málefni að gefa þessu gaum og kíkja á kynningarfundi sem haldnir eru fyrir hvert námskeið eða hafa samband við sína kirkju um frekari upplýsingar. Ein ánægð. Viðbjóður á Omega SÍÐASTLIÐINN miðviku- dag 13. mars varð ég fyrir vægast sagt ógeðfelldri lífs- reynslu þegar dóttir mín sjö ára, sem var að horfa á barnaefni í sjónvarpinu, stillti það á kristilegu sjón- varpsstöðina Omega. Þar var verið að sýna klukkan fimm um eftirmiðdag eina þá ógeðfelldustu mynd sem ég hef séð um ævina. Þar var verið að sýna hvernig fóstureyðing er fram- kvæmd og myndirnar voru vægast sagt hrollvekjandi. Burtséð frá því hvort fólk er hlynnt fóstureyðingum eða ekki þá finnst mér það full- komið ábyrgðarleysi að sýna svona myndir um miðj- an dag þegar lítil börn eru að horfa. Á þessu heimili höfum við horft á Omega af og til en það er nokkuð ljóst að eftir þessa reynslu verð- ur börnunum ekki leyft að horfa á stöðina fyrr en við foreldrarnir höfum kannað hvort óhætt sé að svona við- bjóður sé ekki á skjánum. Ég vona svo sannarlega að forsvarsmenn stöðvar- innar sjái að sér og taki ákvörðun um það að ef þeir vilja sýna svona lagað þá geri þeir það seint á kvöldin þegar börn og ungmenni eru farin að sofa. Móðir. Mjóanesið Í þættinum Sjálfstætt fólk láðist Ásdísi Guðmunds- dóttur að nefna nafn ömmu sinnar en hún hét Stefanía Árnadóttir. Stefanía og Sig- urþór Jónsson, úrsmiður, eignuðust Mjóanesið 1935. Sigrún. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Víkverji skrifar... RITÞING Gerðubergs hafa veriðvel sótt og prýðilega heppnuð, líkt og sjónþingin sem komu á und- an. Fyrsta tónþingið fór líka fram á dögunum. Ólafur Haukur Símonar- son, eitt vinsælasta leikskáld síðustu ára, var í brennidepli á ritþingi síð- asta laugardag. Á sama tíma efndi menningar- og listastofnun Hafnar- fjarðar, Hafnarborg, til málþings í tilefni af sjötugsafmæli annars rit- höfundar, Guðbergs Bergssonar. Víkverji er hissa á þessu. Ritþing eru ekki mörg á hverju ári, þannig að það hlýtur að teljast óheppilegt að tvö þeirra skuli fara fram sama daginn og á svo til sama tíma. Fyrir vikið hafa margir unnendur skáldskapar eflaust þurft að velja á milli – fólk sem ugglaust hefði viljað sækja bæði þingin. Guðbergur og Ólafur Haukur eru vissulega ólíkir höfundar. En það gildir einu. Það hefði verið báðum þingum í hag að halda þau ekki sama daginn. Um leið og Víkverji þakkar bæði Gerðubergi og Hafnarborg fyrir framtakið vonar hann að betra sam- ráð verði haft í framtíðinni. MIKIÐ hefur verið rætt og ritaðum Eið Smára Guðjohnsen knattspyrnumann í vetur. Réttilega. Um helgina gerði hann enn eitt markið fyrir lið sitt, Chelsea, í ensku úrvalsdeildinni og er kominn í hóp markahæstu manna, með 22 mörk. Skipar sér þar á bekk með mönnum á borð við Ruud van Nistelrooy, Thierry Henry, Michael Owen og Jimmy Floyd Hasselbaink. Um þennan félagsskap þarf ekki að hafa mörg orð, þessir miðherjar eru allir í fremstu röð í heiminum. Og Eiður, eða Ædur eins og Bretinn kallar hann, er ekki utangátta í þessum hópi – síður en svo. Eiður Smári er fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn í langan tíma sem kemst á alþjóðlegt getustig. Síð- ast var það faðir hans, Arnór Guð- johnsen, og þar á undan Ásgeir Sig- urvinsson. Það er auðvitað alltof snemmt að bera Eið saman við þessa menn enda hefur hann ekki tekið út fullan þroska sem leikmaður, ekki orðinn 24 ára gamall. Oftast er talað um að knattspyrnumenn nái há- marki getu sinnar á aldrinum 26 til 30 ára. Samkvæmt því á hann mikið inni. Á hitt ber þó að líta, með fullri virðingu fyrir Belgíu og Þýskalandi, þar sem Arnór og Ásgeir áttu sín bestu ár, að enska úrvalsdeildin er, ásamt þeirri spænsku, sterkasta deildarkeppni í heimi. Um það ber flestum saman. Þarna í vöggu íþrótt- arinnar, Englandi, hefur Eiður Smári slegið í gegn, innan um marga af bestu knattspyrnumönnum sam- tímans. Það er ótrúlegt afrek. Senni- lega eitt mesta afrek sem íslenskur íþróttamaður hefur unnið – fyrr og síðar. x x x LOKAUMFERÐIN í riðlakeppniMeistaradeildar Evrópu fer fram í kvöld og annað kvöld. Víkverji mun fylgjast spenntur með gangi mála, meðal annars í B-riðli, þar sem öll liðin fjögur eiga möguleika á að komast áfram. Þar á meðal er Liver- pool sem hefur fjögur stig eftir fimm umferðir, hefur ekki unnið leik og aðeins gert tvö mörk. Víkverji spáir því að enska liðið fari áfram með tveggja marka sigri á Roma en Róm- verjar fylgi því samt, þar sem Barce- lona og Galatasaray geri jafntefli. HUGLEIKUR sýnir nú leikritið/söngleikinn Kolrassa krókríðandi í Tjarnarbíói. Ég fór að sjá verkið ásamt 8 ára gömlum syni mínum og mátti vart á milli sjá hvort okkar skemmti sér betur. Til marks um að þetta verk er fyrir alla aldurshópa, heillaðist drengurinn alveg af Unu álfkonu og ég var bál- skotin í „hundinum“. Leikur er frábær, tón- listin grípandi og skemmtileg og varla dauður punktur í tvær og hálfa klukkustund sem líður eins og örskot. Húmorinn í verkinu er frábær og vísar höf- undur oft mjög skemmtilega í önnur verk og lætur það smell- passa, t.d. Galdrakarlinn í Oz, Dýrin í Hálsaskógi og Litlu Hryllingsbúð- ina. Íslenskt mál er not- að af hreinustu snilld í samtölum og söngtextar eru skemmtilegir og skýrir. Drengurinn er þaul- vanur leikhúsgestur en þetta er í fyrsta skipti sem hann stingur upp á því að við ættum að bjóða öðrum að sjá til- tekna sýningu, þar sem hann veit af fyrri reynslu að þegar boðið er í leikhús er það lág- markskurteisi að maður fari sjálfur með! Verðið á þessa frá- bæru sýningu þarf ekki að hindra neinn í að sjá hana. Það er frítt fyrir börn undir 12 ára aldri og aðeins 1.600 krónur fyrir fullorðna. Þessi leikhúsferð kostaði okk- ur mæðginin því sama pening og að skreppa í bíó. Helga Magnúsdóttir. Frábær Kolrassa 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 skrölt, 4 hríð, 7 mjúk- um, 8 stirðleiki, 9 hagn- að, 11 ýlfra, 13 fall, 14 langar til, 15 maður, 17 mergð, 20 töf, 22 hænur, 23 Asíuland, 24 lofar, 25 aflaga. LÓÐRÉTT: : 1 borguðu, 2 kvendýr, 3 fá af sér, 4 fjöl, 5 skrökv- ar, 6 lítilfjörlegan, 10 hroki, 12 kraftur, 13 skar, 15 málmur, 16 skrifum, 18 tjónið, 19 ljúka, 20 ósoðinn, 21 kosning. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 munntóbak, 8 náleg, 9 álfar, 10 lin, 11 renni, 13 særir, 15 skens, 18 störf, 21 kæn, 22 fögru, 23 aflar, 24 handfangs. Lóðrétt: 2 uglan, 3 nagli, 4 óláns, 5 arfur, 6 snær, 7 hrár, 12 nón, 14 ætt, 15 sófi, 16 eigra, 17 skuld, 18 snaga, 19 öflug, 20 forn. Skipin Reykjavíkurhöfn: Í gær komu Ludvig Andersen, Ingar Iversen, Dettifoss og Ísnes og í dag er Fame væntanlegt og út fer Akureyrin. Hafnarfjarðarhöfn: Í dag er Great Peace væntanlegt að losa súrál. Fréttir Kattholt. Flóamarkaður í Kattholti, Stangarhyl 2, opinn þriðju- og fimmtudaga kl. 14–17. Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Hamraborg 20a. Fataúthlutun í dag kl. 17–18. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa, leirkera- smíði, kl 10 boccia, kl. 10 enska, kl. 11 enska , kl. 13 vinnusofa, postu- línsmálning og bað. Að- stoð við skattaframtal verður veitt fimmtud. 21. mars skráning í afgreiðslu s. 562-2571. Búnaðarbank- inn í dag kl. 10.15. Sam- eiginleg föstuguðsþjón- usta Reykjavíkurprófasts- dæmis er í Hvítasunnu- kirkjunni Fíldelfíu, Há- túni 2, fimmtudaginn 21. mars kl. 14. Rútuferð frá Aflagranda 40 kl. 13.30. Kaffiveitingar í safnaðarsal eftir guðs- þjónustu. Árskógar 4. Kl. 9 bók- band og öskjugerð, kl. 13 opin smíðastofa. All- ar uppl. í síma 535 2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böð- un, kl. 9–9.45 leikfimi, kl. 9–12 tréskurður, kl. 9–16 handavinna, kl. 10– 17 fótaaðgerð, kl. 10 sund, kl. 13 leirlist. Eldri borgarar Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðju- og fimmtudögum kl. 13–16.30, spil og föndur. Lesklúbbur kl. 15.30 á fimmtudögum. Jóga föstudaga kl. 11. Kóræfingar hjá Vorboð- um, kór eldri borgara í Mosfellsbæ á Hlað- hömrum fimmtudaga kl. 17–19. Púttkennsla í íþróttahúsinu kl. 11 á sunnudögum. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586 8014 kl. 13–16. Uppl. um fót-, hand- og andlitssnyrt- ingu, hárgreiðslu og fót- anudd, s. 566 8060 kl. 8– 16. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 9–12 aðstoð við böðun, kl. 9–16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 10 samverustund, kl.14 félagsvist. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10 hársnyrting, kl. 13 föndur og handavinna. Söngstund í borðsal með Jónu Bjarnadóttur. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Í dag, brids. Nýir spilarar vel- komnir. Saumur undir leiðsögn og frjáls handavinna kl. 13.30. Spænskukennsla kl. 16.30. Á morgun, mið- vikudag, línudans kl. 11, myndlist og pílukast kl. 13.30. Aðalfundur fé- lagsins verður haldinn fimmtudaginn 21. mars kl. 14. Venjuleg aðal- fundarstörf. Kór eldri Þrasta syngja. Kaffi- veitingar. Dansleikur föstudaginn 22. mars kl. 20.30. Capri Tríó leikur fyrir dansi. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan opin alla virka daga frá kl. 10.00 – 13.00. Kaffi – blöðin og matur í há- degi. Þriðjudagur: Skák kl. 13.00 og alkort spil- að kl. 13.30. Miðviku- dagur: Göngu-hrólfar fara í létta göngu frá Hlemmi kl. 9.45. Söng- félag FEB kóræfing kl. 17.00. Leikfélagið Snúð- ur og Snælda sýnir í Ásgarði í Glæsibæ, Söng og gamanleikinn “Í lífsins ólgusjó og “Fugl í Búri. Sýningar: Miðvikudaga kl. 14.00, föstudaga kl. 14.00 og sunnudaga kl. 16.00. Miðapantanir í síma: 588-2111, 568-8092 og 551-2203. Sparidagar á Örkinni 14.-19.apríl, skráning á skrifstofu FEB. Silfurlínan er op- in á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 10.00 til 12.00 fh. í síma 588-2111. Skrifstofa fé- lagsins er flutt að Faxa- feni 12 sama síma- númer og áður. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði Glæsibæ. Upp- lýsingar á skrifstofu FEB. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 vinnustofa, tréskurður, kl. 9–13 hárgreiðsla, kl. 10 leikfimi, kl. 12.40 Bónusferð, kl. 13.15 bókabíll. Opið alla sunnudaga frá kl. 14–16 blöðin og kaffi. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9-16.30 vinnustofur opnar. Kl. 13 boccia. Á morgun, miðvikudag, aðstoð við gerð skatt- framtala frá Skattstof- unni. Á fimmtudag, 21. mars, kl. 13.15 fé- lagsvist í samstarfi við Hólabrekkuskóla. Stjórnandi Eiríkur Sig- fússon. Allir velkomnir. Veitingar í veitingabúð. Allar uppl. um starf- semina á staðnum og í síma 575-7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.05 og kl. 9.50 leik- fimi, kl. 9.30 gler- skurður, kl. 10 handa- vinna, kl. 14 þriðjudagsganga og boccia, kl. 16.20 og kl. 17.15 kínversk leikfimi, kl. 19 brids. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 og kl. 10 jóga, kl. 9.15 postulínsmálun, kl. 13–16 handa- vinnustofan opin, leið- beinandi á staðnum, kl. 19 gömlu dansarnir. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun og leikfimi, kl. 9.45 bankaþjónusta, kl. 13 handavinna.kl. 13.30 helgistund. Fótaaðgerð, hársnyrting. Hraunbær 105. Kl. 9 postulínsmálun, kl. 9 glerskurður og tré- málun, kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 12.15 verslunarferð í Bónus, kl. 13–17 hárgreiðsla. Háteigskirkja eldri borgar á morgun mið- vikudag, samvera, fyr- irbænastund í kirkjunni kl. 11, súpa í Setrinu kl. 12, spil kl. 13. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 tréskurður og opin vinnustofa, kl. 10 boccia, kl. 9–17 hárgreiðsla. Fé- lagsstarfið er opið öllum aldurshópum, allir vel- komnir. Aðstoð við skattframtal á morgun, miðvikudag. Síðustu for- voð að panta tíma. Messa fimmtudaginn 21. mars kl. 10.30. Prestur sr. Kristín Pálsdóttir. Vesturgata 7. Kl. 9 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl.9.15–16 bútasaumur, kl. 9.15– 15.30 handavinna, kl. 11 leikfimi, kl. 13 spila- mennska. Föstudaginn 22. mars kl. 13:30. Kynnir Lyf og heilsa lyfjaskömmtun. Kaffi og meðlæti í boði Lyf og heilsu. Dansað í kaffi- tímanum við lagaval Halldóru, allir velkomn- ir. Vitatorg. Kl. 9 smíði og hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskuður og morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerðir og leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13 hand- mennt og körfugerð, kl. 14 félagsvist. Kvöld- skemmtun verður fimmtudaginn 21. mars kl. 18. Matur, söngur, gleði, gaman. Allir vel- komnir. skráning í síma 561-0300. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.15 í Digra- neskirkju. Bridsdeild FEBK Gjá- bakka. Brids í kvöld kl. 19. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra, leik- fimi kl. 11 í Bláa saln- um. Félag ábyrgra feðra. Fundur í Shell-húsinu, Skerjafirði, á mið- vikudögum kl. 20, svar- að í síma 552 6644 á fundartíma. ITC-deildin Fífa Kópa- vogi, fundur á morgun kl. 20.15–22.15 í Safn- aðarheimili Hjalla- kirkju. Allir velkomnir. Upplýsingar gefur Guð- björg í síma 586 -2565. ITC Irpa heldur fund íkvöld kl. 20 að Hvera- fold 5. Á dagskrá er ým- islegt áhugavert og eru allir velkomnir. Uppl. í síma 699-5023. Púttklúbbur Ness. Vil- hjálmsmótið verður í Tennishöllinni í Kópa- vogi í dag kl.13. Í dag er þriðjudagur 19. mars, 78. dagur ársins 2002. Orð dagsins: En hann svaraði þeim: „Móðir mín og bræður eru þeir, sem heyra Guðs orð og breyta eftir því.“ (Lúk. 8.21.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.