Morgunblaðið - 20.03.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.03.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ það að aldraðir Reykvíkingar vistist á stofnanir í nágrenni Reykjavíkur. „Þetta er hins vegar algerlega óvið- unandi til lengdar að fólk þurfi að flytja í önnur sveitarfélög til að fá lausn sinna mála og því afar aðkall- andi að mæta mjög brýnni þörf fyrir hjúkrunarrými í Reykjavík,“ segir í skýrslunni. Nægt framboð er samkvæmt skýrslunni á hjúkrunarrými á Vest- urlandi, Vestfjörðum og á Norður- landi vestra þar sem mikil uppbygg- ing hafi farið fram á liðnum árum. Á Norðurlandi eystra sé ástandið við- unandi nema á Akureyri, þar sem ávallt er nokkur bið fyrir aldraða í brýnni þörf fyrir hjúkrunarrými. Á Austurlandi er ástandið misjafnt og endurbætur við hjúkrunarheimilið Hulduhlíð á Eskifirði eru nokkuð brýnar. Einnig er miðað við að fjölga rýmum á Höfn. Á Suðurlandi er þörf fyrir ýmsar endurbætur og uppbyggingu, segir í skýrslunni. Staðan er slæm á Sel- fossi, en fyrir liggur að byggð verði hjúkrunardeild fyrir aldraða við sjúkrahúsið. Einnig er gert ráð fyrir fjölgun hjúkrunarrýma á Hellu og á Kirkjubæjarklaustri. Mosfellsbær og Seltjarnarnes eru án hjúkrunarheimila. Í tillögum er gert ráð fyrir að næstu fimm árin verði komið á fót 30 hjúkrunarrýmum á Seltjarnarnesi og 20 rýmum í Mos- fellsbæ. Samtals er gert ráð fyrir því að á næstu fimm árum verði varið 1.690 Í NÝRRI skýrslu heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins, Áætlun um uppbyggingu öldrunarþjónustu 2002-2007, er lögð fram áætlun um nauðsynlega fjölgun hjúkrunarrýma á landinu öllu til ársins 2007 auk framreikninga um áætlaða þörf fyrir fjölgun rýma til ársins 2030. Í skýrsl- unni eru settar fram tillögur um fjölgun hjúkrunarrýma um 442 á landinu öllu næstu sex árin, auk end- urbóta á eldri hjúkrunarheimilum. Áætlaður kostnaður er sagður um 6,6 milljarðar á verðlagi þessa árs. Um árabil hefur farið fram skipu- lagt mat á vistunarþörf aldraðra á Íslandi og eru einstaklingar á bið- listum flokkaðir eftir þörf þeirra fyr- ir stofnanavistun. Stuðst er við vist- unarmatið í skýrslunni auk markmiða sem sett voru í heilbrigð- isáætlun til ársins 2010 sem sam- þykkt var á Alþingi á síðasta ári. Samkvæmt vistunarmati er í ár talin þörf fyrir 2.488 hjúkrunarrými á landsvísu, í notkun eru 2.162 rými. Því skortir nú 326 hjúkrunarrými á landinu öllu. Ef ekkert verður að gert mun þessi tala vera orðin 554 rými árið 2010. Á höfuðborgarsvæð- inu skortir 281 hjúkrunarrými nú miðað við vistunarmatið. Í skýrsl- unni segir að að gera megi ráð fyrir að taka þurfi í notkun 400-450 ný hjúkrunarrými fram til loka ársins 2007, langflest á höfuðborgarsvæð- inu. En takist að ná þeim markmið- um heilbrigðisáætlunar að efla utan- stofnanaþjónustu og skapa skilyrði til þess að fólk geti búið lengur á eig- in heimili má gera ráð fyrir að nægj- anlegt verði að taka í notkun 20-30 hjúkrunarrými árlega frá 2007-2010. Dæmi um að Reykvíkingar leiti til annarra sveitarfélaga Í skýrslunni eru raktar ástæður þess að um árabil hefur verið skort- ur á hjúkrunarrýmum fyrir aldraða í Reykjavík. Er þar talið að byggða- þróun á liðnum árum eigi þar stærst- an þátt. Þá segir að nokkuð sé um milljónum króna í ný hjúkrunar- heimili á landinu öllu, 2.504 milljón- um í endurbætur eldri heimila og 4.085 milljónum til reksturs viðbót- arrýma á tímabilinu. Framkvæmdir og rekstur samtals mun því nema samkvæmt tillögunum tæpum 6,6 milljörðum króna miðað við að hjúkrunarrýmum verði fjölgað um 442 og dagvistunarrýmum um 135 á landinu öllu. 80 ára og eldri fjölgar um 29% til ársins 2010 Í inngangi skýrslunnar segir að sé litið til framtíðar með hliðsjón af mannfjöldaspám og breyttri aldurs- samsetningu þjóðarinnar sé augljóst að á komandi árum muni þörf fyrir stofnanaþjónustu aldraðra aukast mun hraðar en hingað til. Spár um þróun íbúafjölda gera ráð fyrir að íbúum landsins fjölgi í heild um 5% til ársins 2010, en á sama tíma mun íbúum 65 ára og eldri fjölga um 11% og 80 ára og eldri um 29%. Sett hafa verið fram þau markmið að lækka hlutfall aldraðra sem vist- ast á stofnunum og til þess að svo megi verða þarf að efla enn frekar þjónustu við aldraða í heimahúsum og bæta skipulag og samhæfingu úr- ræða á öllum þjónustustigum. Í áætluninni eru settar fram til- lögur að við verði bætt 135 nýjum dagvistarrýmum á næstu sex árum. „Dagvistun gerir kleift að veita öldr- uðum nauðsynlega þjónustu sem ekki er unnt að veita í heimahúsum en hjálpar þeim að dveljast utan stofnunar,“ segir í skýrslunni. Í for- sendum heilbrigðisáætlunarinnar er miðað við að um 25% 80 ára og eldri vistist að jafnaði á stofnunum. Vantar 326 hjúkrunarrými Kostnaður áætlaður tæpir 6,6 milljarðar króna FRAMBOÐSLISTI frjálslyndra og óháðra, F-listinn, var kynntur form- lega í gær vegna borgarstjórnar- kosninganna í Reykjavík í vor. Listann skipa eftirtaldir einstak- lingar: 1. Ólafur F. Magnússon, læknir og borgarfulltrúi. 2. Margrét K. Sverrisdóttir, kenn- ari og frkvstj. Frjálslynda flokksins. 3. Gísli Helgason, tónlistarmaður og form. Blindrafélagsins. 4. Erna V. Ingólfsdóttir, hjúkrunar- fræðingur og blaðamaður. 5. Björn Guðbrandur Jónsson, um- hverfisfr. og frkvstj. Gróðurs f. fólk í landnámi Ingólfs. 6. Margrét Tómasdóttir, læknanemi. 7. Þráinn Stefánsson, síma- smiður og búfræðingur. 8. Hrönn Sveinsdóttir, dagskrárgerðarmaður. 9. Þorsteinn Barðason, menntaskólakennari. 10. Ásdís Sigurðardóttir, fulltrúi á Svæðisskrifstofu fatlaðra. 11. Birgir H. Björgvinsson, í stjórn Sjómannafélags Rvíkur. 12. Ásgerður Tryggvadóttir, hjúkrunarfræðingur. 13. Kolbeinn Guðjónsson, sölustjóri. 14. Hafdís Kjartansdóttir, sjúkraliði. 15. Gunnar Hólm Hjálmarsson, form. Samtaka útivistarfélaga. 16. Heiða Dögg Jónsdóttir, mannfræðingur. 17. Songmuang Wongwan, matreiðslumaður. 18. Sigurjóna Sigurbjörns- dóttir, kennari og sjúkraliði. 19. Agnar Freyr Helgason, menntaskólanemi. 20. Ágústa Sigurgeirsdóttir, framkvæmdastjóri. 21. Andrés Hafberg, vélstjóri. 22. Guðlaug Á. Þorkelsdóttir, húsmóðir. 23. Sigurður Þórðarson, kaupmaður. 24. Arnfríður Sigurdórs- dóttir, verslunarmaður. 25. Björgvin Egill Arngríms- son, rafeindavirki. 26. Steinunn Hallgrímsdóttir, matráðskona. 27. Sigurður Waage, fv. forstjóri. 28. Auður V. Þórisdóttir, bankastarfsmaður. 29. Gróa Valdimarsdóttir, fv. verkakona. 30. Halldór Rafnar, lögfr. og fv. form. Blindrafélagsins. Morgunblaðið/Kristinn Átta efstu frambjóðendur F-listans. Sitjandi í neðri röð frá vinstri eru Margrét Sverrisdóttir, Ólafur F. Magnússon, oddviti listans, og Gísli Helgason. Standandi frá vinstri eru Hrönn Sveinsdóttir, Þráinn Stefánsson, Margrét Tómasdóttir, Björn Guðbrandur Jónsson og Erna V. Ingólfsdóttir. Framboðslisti frjálslyndra og óháðra  Rík áhersla/12 FLUGLEIÐIR tóku í gærmorgun á móti nýrri Boeing 757-300 flugvél frá Boeing-verksmiðjunum í Seattle í Bandaríkjunum og er þetta fyrsta vélin af þessari gerð í flotanum en hún kostar um sex milljarða króna. Þotan kom í beinu flugi frá Seattle undir stjórn Hilmars Bald- urssonar flugstjóra. Nýjar vélar Flugleiða hljóta nú nöfn íslenskra landnámsmanna og við komuna til Keflavíkur gaf Guðríður Jónsdóttir vélinni nafnið Snorri Þorfinnsson, en hann var fyrsti Evrópumað- urinn sem fæddist í Vesturheimi, sonur Þorfinns karlsefnis og Guð- ríðar Þorbjarnardóttur. Koma vélarinnar markar þau tímamót að nú eru allar tíu far- þegavélar Flugleiða af gerðinni Boeing 757, en að því hefur verið stefnt í hagræðingar- og sparnað- arskyni, eins og segir í frétt frá fé- laginu. Flugleiðir starfrækja níu Boeing 757-200 farþegavélar í sum- ar auk nýju vélarinnar en Boeing 737 vélum hefur verið skilað á und- anförnum árum. Guðjón Arn- grímsson, upplýsingafulltrúi Flug- leiða, segir að Flugleiðir séu eina flugfélagið sem sé með allar þrjár tegundirnar af gerðinni Boeing 757, en auk fyrrnefndra tegunda er félagið með eina sérsmíðaða frakt- vél og aðra sem hefur verið breytt. Við móttökuathöfnina fluttu Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra, Borge Boeskov, einn for- stjóra Boeing, sem er af íslenskum ættum, og Sigurður Helgason, for- stjóri Flugleiða, ávörp, en um 300 tíu ára börn úr grunnskólum á Suð- urnesjum voru sérstakir gestir við komu vélarinnar. Nýja vélin er sú stærsta í flota Flugleiða, 54,5 metr- ar að lengd eða um sjö metrum lengri en Boeing 757-200, sem tek- ur um 189 farþega. Þessi gerð get- ur tekið um 280 farþega en er inn- réttuð fyrir Flugleiðir til að taka 228 farþega. Fram kemur að mikil hagræðing sé í því að hafa aðeins eina tegund flugvéla í rekstri samtímis, einkum hvað varði þjálfun og varahluti. Betri nýting áhafna náist og mikill þjálfunarkostnaður sparist, kostn- aður vegna handbóka og ýmiss konar námskeiða fyrir áhafnir, tæknilið, flugumsjónarmenn og yf- irmenn flug- og tæknideilda. Þá verði umtalsverður sparnaður við varahlutalager, þar á meðal vara- hreyfla. Guðjón Arngrímsson segir að nýja vélin fari í reynsluflug í tvo daga en verði síðan fyrst og fremst notuð í áætlunarflugi til Kaup- mannahafnar og London. Morgunblaðið/Baldur Sveinsson Um 300 tíu ára börn voru sérstakir gestir Flugleiða við móttökuathöfnina. Allar tíu farþegaþot- urnar sömu gerðar Í áætlun heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis um uppbyggingu öldr- unarþjónustu kemur fram að þörfin er brýnust á höfuðborgarsvæðinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.