Morgunblaðið - 20.03.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 20.03.2002, Blaðsíða 43
HESTAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 2002 43 ÍSLANDSMEISTARAMÓT í 10 dönsum, með frjálsri aðferð, fór fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu sl. laugardag. Þessi keppni er frábrugð- in 5 og 5 dansa keppninni að því leyti að samanlagður árangur úr suður- amerísku dönsunum og sígildu sam- kvæmisdönsunum ræður niðurröðun para. Því sigrar það par sem er „jafn- best“ ef svo mætti að orði komast. Fjöldi þátttakenda í 10 dansa keppnum er ávallt minni en í 5 og 5 dansa keppnunum sökum þess að ekki leggja öll danspörin stund á báð- ar greinar samkvæmisdansins. Keppt var í 5 flokkum í 10 dansa keppninni, þar sem yngsti flokkurinn dansaði þó einungis 8 dansa. Næsta öruggur sigur Í yngsta flokknum voru 3 pör skráð og fóru Björn Ingi og Ásta Björg með sigur af hólmi. Í mínum huga var það næsta öruggur sigur. Björn og Ásta vinna ákaflega vel saman sem par og nýta fætur mjög vel, þau eru nákvæm í vinnubrögðum og skila því mjög áferðarfallegum og áreynslulausum dansi til áhorfandans. Ég hefði viljað sjá meiri mjaðmahreyfingar (pelvis- action) í sömbu og eins mætti skoða fótavinnu á stöku stað í cha cha. Björn og Ásta unnu báðar greinarnar mjög örugglega. Í öðru sæti voru Eyþór Smári og Ásrún, sem eru mjög efnilegir dans- arar. Þau voru að gera margt gott á laugardaginn, sérstaklega þó í suður- amerísku dönsunum, sem voru mjög líflegir. Þau þurfa að nota fætur og gólf mun betur í sígildu dönsunum, það myndi skila þeim mun afslapp- aðri dansstöðu og gera dansinn því fallegri. Spennandi keppni í jöfnum hópi Í flokki Unglingar II F, dönsuðu 6 pör til úrslita og var flokkurinn mjög spennandi og vel dansaður. Þetta var án efa jafnasti hópurinn á laugardag- inn og beindist því athygli margra sérstaklega að honum. Sigurvegarar urðu Jónatan Arnar og Hólmfríður. Þau sigruðu nokkuð örugglega. Þau fengu 1. sæti í 4 sí- gildu dansanna og í 2 af þeim suður- amerísku. Jónatan og Hólmfríður hafa verið í mikilli uppsveiflu í vetur og þá sér í lagi í sígildu samkvæm- isdönsunum og skemmst er að minn- ast sigurs þeirra í þeim á opnu Kaup- mannahafnarkeppninni á dögunum. Jónatan og Hólmfríður dönsuðu vel á laugardaginn sérstaklega sígildu dansana, mér fannst þó aðeins vanta upp á flæðið í Vínarvalsinum. Það var svona eins og „sweyið“ hjá þeim væri búið til en kæmi ekki af sjálfu sér. Í sömbunni mættu þau nota meiri mjaðmahreyfingar, sem einkenna sömbuna, með þessu verður sérkenni dansins augljósara og dansinn fal- legri. Fótavinna í cha cha og rúmbu var hins vegar til fyrirmyndar. Í öðru sæti voru Þorleifur og Ásta. en þau eru gríðarlega kraftmiklir og góðir dansarar. Á stundum hefur krafturinn komið niður á parinu, að mínu mati. Þá á ég við það að þau hafa ekki alltaf náð að dansa saman sem ein heild. Þau eru mun sterkari í suð- ur-amerísku dönsunum og unnu 3 þeirra á laugardaginn. Mér fannst Pasóinn þeirra vera mjög góður og þar njóta kraftar þeirra og tjáning sín til hins ýtrasta. Þau gerðu það einnig gott í Kaupmannahöfn á dögunum unnu til bronsverðlauna í suður-am- erískum dönsum. Í þriðja sæti, fast á hæla Þorleifs og Ástu, voru Friðrik og Sandra Júl- ía. Þau voru í 2. sæti í sígildu sam- kvæmisdönsunum. Þar hefur þeim farið mikið fram og voru þau t.d. í fyrsta sæti í Vínarvalsinum. Þau hafa bætt fótavinnuna hjá sér, sem hefur skilað sér í mun betri dansstöðu og betra flæði í dansinum. Með enn bættri fótavinnu verður spennandi að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér. Aukið öryggi og yfirvegun Í flokki Ungmenna F sigruðu Grét- ar Ali og Jóhanna Berta örugglega, þau unnu alla dansana. Þau dönsuðu mun betur nú en síðast þegar ég sá þau, mun öruggari í öllu sem þau gerðu og allt yfirvegaðra, sérstaklega í sígildu dönsunum, sem mér finnst vera mun sterkari hjá þeim. Það gætti svolítils óöryggis í síðustu suð- ur-amerísku dönsunum t.d. í jive, eins og þau væru jafnvel orðin þreytt. Ég á reyndar bágt með að trúa því, en kann þó vel að vera. Í öðru sæti voru frændsystkinin Sigurður Ragnar og Sandra. Þau hafa einnig sýnt miklar framfarir síð- an á síðustu keppni. Þau eru sterkari í suður-amerísku dönsunum, þyrftu samt sem áður að losa svolítið um flæðið í líkamanum, eru svolítið stíf á stundum, en þetta hefur samt verið á hraðri uppleið. Haldið áfram að laga fótavinnuna í sígildu dönsunum, það á eftir að skila sér! Ísak og Helga Dögg voru eina skráða parið í flokki áhugamanna og sigruðu þar af leiðandi mjög örugg- lega. Ísak og Helga Dögg eru frábær- ir dansarar og hafa sýnt það og sann- að að undanförnu að þau eru meðal þeirra bestu. Björn og Bergþóra voru einnig eina skráða parið í flokki fullorðinna. Þau eru þrautreyndir dansarar og hafa verið í fremstu röð íslenzkra dansara í sínum flokki til fjölda ára. Þau hafa einnig gert það gott á er- lendri grundu og unnu t.d. til 4. verð- launa í Kaupmannahafnarkeppninni í fyrri mánuði. Svo sannarlega góðir fulltrúar eldri kynslóðarinnar! Skemmtilegur dagur Samhliða Íslandsmeistarakeppn- inni í 10 dönsum var boðið upp á keppni í dansi með grunnsporum. Sú keppni gekk vel fyrir sig og var mjög spennandi og skemmtileg. Þar var mikill fjöldi keppenda og stóðu þeir sem með mikilli prýði. Einnig var boðið upp á meistaramót í Línudöns- um. Þar fór með sigur af hólmi hóp- urinn Kid Creole, í öðru sæti var hóp- urinn Hófarnir frá Skagaströnd og í því þriðja voru Sjávarperlurnar frá Grindavík. Dómarar keppninnar voru 5 og voru þeir allir af erlendu bergi brotn- ir. Enn á ný finnst mér þörf að vekja athygli á því að ekki voru neinir ís- lenzkir dómarar á gólfinu, sem mér finnst sem fyrr synd og skömm. Ann- ars var dagurinn hinn skemmtilegasti og gekk vel fyrir sig. Úrslit í Íslandsmeistara- keppni í 10 dönsum Unglingar I, F 1. Björn I. Pálss./Ásta B. Magnúsd., GT 2. Eyþór S. Þórbjörnss./Ásrún Ágústsd., GT 3. Fannar H. Rúnarss./Edda G. Gíslad., GT Unglingar II, F 1. Jónatan A. Örlygss./Hólmfríður Björnsd., GT 2. Þorleifur Einarss./Ásta Bjarnad., ÍR 3. Friðrik Árnas./Sandra J. Bernburg ÍR 4. Stefán Claessen./María Carrasco ÍR 5. Björn E. Björnss./Herdís H. Arnalds GT 6. Baldur K. Eyjólfss./Anna K. Vilbergsd., GT Ungmenni F 1. Grétar A. Khan/Jóhanna B. BernburgÍ R 2. Sigurður R. Arnarss./Sandra Espersen ÍR 3. Davíð M. Steinarss./Sóley Emilsd., GT 4. Björn V. Magnúss./Björg Halldórsd., GT Áhugamenn F 1. Ísak H. Nguyen/Helga D. Helgad., HV Fullorðnir F 1. Björn Sveinss./Bergþóra M. Bergþórsd., DÍH Úrslit í grunnsporakeppninni Börn I, A/D, suður-amerískir dansar 1. Rúnar Sigurðss./Björk Guðmundsd., DÍH 2. Pétur G. Magnúss./Jóna K. Benediktsd., DÍK 3. Freyþór Össurars./Harpa D. Hákonard., DÍK 4. Kristján E. Auðunss./Ingibjörg A. Bergþórsd., GT 5. Agnes Gunnarsd./Lilja G Sigurðard., Ýr 6. Hjalti F. Sigtryggss./Huld Tómasd., GT Börn I, A/D, sígildir samkvæmisdansar 1. Pétur G. Magnúss./Jóna K. Benediktsd., DÍK 2. Freyþór Össurars./Harpa D. Hákonard., DÍK 3. Rúnar Sigurðss./Björk Guðmundsd., DÍH 4. Atli Þ. Einarss./Elísabet Halldórsd., GT 5. Hjalti F. Sigtryggss./Huld Tómasd., GT 6. Kjartan O. Þórss./Kolbrún H. Gústafsd., GT Börn I, K, suður-amerískir dansar 1. Alex F. Gunnarss./Vala B. Birgisd., DÍK 2. Davíð Ö. Pálss./Elísabet Jónsd., DÍK Börn I, K, sígildir samkvæmisdansar 1. Alex F. Gunnarss./Vala B. Birgisd., DÍK 2. Davíð Ö. Pálss./Elísabet Jónsd., DÍK Börn II, A/D, suður-amerískir dansar 1. Sigurþór Björgvinss./Telma R. Sigurðard., DÍK 2. Torfi Birningur/Telma Ólafsd., GT 3. Júlí H. Halldórss./Rakel S.Björnsd., GT 4. Ólafur B. Tómass./Telma Ýr Arnarsd., DÍK 5. Gísli B. Sigurðss./Hidlur Sæmundsd., GT 6. Guðmundur Guðmundss./Ester Halldórsd., DÍK Börn II, A/D, sígildir samkvæmisdansar 1. Sigurþór Björgvinss./Telma R. Sigurðard., DÍK 2. Sigtryggur Haukss./Eyrún Stefánsd., GT 3. Ólafur B. Tómass./Telma Ýr Arnarsd., DÍK 4. Hörður Ö. Harðars./Guðrún Arnalds., DÍK 5. Júlí H. Halldórss./Rakel S.Björnsd., GT 6. Guðmundur Guðmundss./Ester Halldórsd., DÍK Börn II, K, báðar greinar 1. Magnús A. Kjartanss./Ragna B. Bernburg DÍK Unglingar I, A/D, suður-amerískir dansar 1. Stefán R. Víglundss./Andrea R. Víglundsd., Ýr 2. Matthías Sigurðss./Sandra Gunnarsd., DÍK 3. Sigurður Brynjólfss./Rakel Magnúsd., DÍK 4. Haraldur Ö. Harðars./Áslaug Daníelsd., Ýr 5. Jón G. Guðmundss./Þórunn A. Ólafsd., DÍK 6. Árný Daníelsd./Karen Axelsd., Ýr Unglingar I, A/D, sígildir samkvæmisdans- ar 1. Jón G. Guðmundss./Þórunn A. Ólafsd., DÍK 2. Sigurður Brynjólfss./Rakel Magnúsd., DÍK 3. Haraldur Ö.Harðars./Áslaug Daníelsd., Ýr 4. Stefán R. Víglundss./Andrea R. Víglundsd., Ýr 5. Matthías Sigurðss./Sandra Gunnarsd., DÍK Unglingar I, K, suður-amerískir dansar 1. Haukur F. Hafsteinss./Hanna R. Ólad., HV 2. Jón E. Gottskálkss./Elín H. Jónsd., ÍR 3. Karl Bernburg/Helga S. Guðjónsd., ÍR 4. Valdimar Kristinss./Rakel Guðmundsd., ÍR 5. Aðalsteinn Kjartanss./Erla B. Kristjánsd., ÍR 6. Arnar M Einarss./Helena Jónsd., DÍK 7. Adam E. Bauer/Þóra B. Sigurðard., GT Unglingar I, K, sígildir samkvæmisdansar 1. Haukur F. Hafsteinss./Hanna R. Ólad., HV 2. Karl Bernburg/Helga S. Guðjónsd., ÍR 3. Valdimar Kristinss./Rakel Guðmundsd., ÍR 4. Arnar M. Einarss./Helena Jónsd., DÍK 5. Aðalsteinn Kjartanss./Erla B. Kristjánsd., Í R 6. Adam E. Bauer/Þóra B. Sigurðard., GT Unglingar II, A/D, suður-amerískir dansar 1. Theódór Kjartanss./Thelma D., Ægisd., Ýr 2. Erlingur Einarss./Edda B. Jónsd., GT 3. Atli B. Gústafss./Iðunn Jónasard., GT 4. Anita T. Helgad./Ragnheiður Árnad., Ýr 5. Kristín Ýr Sigurðard/Helga Reynisd., Ýr 6. Garðar Arnars/Halla Guðfinnsd., Ýr Unglingar II, A/D, sígildir samkvæmisdans- ar 1. Andri Kristinss./Elín R. Elíasd., GT 2. Anita T. Helgad./Ragnheiður Árnad., Ýr Unglingar II K, báðar greinar 1. Pétur Kristjánss./Ása K. Jónsd., Ír Ungmenni A/D, suður-amerískir dansar 1. Sandra S. Guðfinnsd./Silja Þorsteinsd., Ýr 2. Andrés Andréss./Berglind Svavarsd., Ýr 3. Sara B. Magnúsd./Birna R. Björnsd., DÍH 4. Oddný S. Davíðsd./Elísabet Ýr Norðdahl GT Ungmenni A/D, sígildir samkvæmisdansar 1. Sandra S. Guðfinnsd./Silja Þorsteinsd., Ýr 2. Oddný S. Davíðsd./Elísabet Ýr Norðdahl GT Björn Ingi og Ásta Björg unnu til gullverðlauna í flokki Unglingar I. Grétar Ali og Jóhanna Berta sigruðu örugglega í flokkinum Ungmenni. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Friðrik og Sandra Júlía í syngjandi sveiflu. Fjölbreytni og fjölhæfni á dansgólfinu DANS Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði Haldið laugardaginn 16. mars. ÍSLANDSMEISTARAMÓT Jóhann Gunnar Arnarsson. LÍNUR eru farnar að skýrast varðandi fyrirhugað námskeið danska reiðsnillingsins Bents Branderups sem haldið verður 13. og 14. apríl. Ljóst er nú að að nám- skeiðið verður haldið í Reiðhöllinni í Víðidal en ekki í Hafnarfirði eins og upphaflega stóð til. Þá hefur aðgangseyrir fyrir þá sem taka þátt í námskeiðinu sem áhorfendur verið ákveðið krónur 12 þúsund en skuldlausir félagsmenn í Félagi tamningnamanna fá 2.000 króna afslátt. Áhorfendur einskorð- ast þó ekki við félagsmenn í FT en sala aðgöngumiða hefst föstudag- inn 22. mars nk. í versluninni Ástund og gildir þar hið forn- kveðna að „fyrstir koma fyrstir fá“. Tekið er fram að takmarka verði fjölda þátttakenda vegna stærðar fyrirlestrasalar. Að loknu námskeiði verður boðið upp á málþing um reiðmennsku þar sem knaparnir sem taka þátt í sýnikennslunni verða allir í salnum með hesta sína og áhorfendum verður gefinn kostur á að beina til þeirra spurningum sem væntanlega verður svarað í orðum og gerðum með hestinum. Nú er komið á hreint hvaða hesta knaparnir í sýnikennslunni mæta með og er þar fyrstan og fremstan að telja Sigurbjörn Bárð- arson sem mætir með Markús frá Langholtsparti. Benedikt Líndal mætir með Glitfaxa frá Kílhrauni. Reynir Aðalsteinsson mætir með Leikni frá Sigmundarstöðum og Eyjólfur Ísólfsson mætir með Rás frá Ragnheiðarstöðum en þessir fjórir eru tamningameistarar og reiðkennarar með A-réttindi sem er æðsta gráða í þeim efnum. Anton Páll Níelsson mætir með Skugga frá Víðinesi, Atli Guð- mundsson mætir með Breka frá Hjalla, Einar Öder Magnússon mætir með Fald frá Syðri-Gróf og Olil Amble mætir með Suðra frá Holtsmúla. Þessi fjögur eru öll svo- kallaðir þjálfarar og með B-reið- kennararéttindi. Auk verklegrar sýnikennslu verða fyrirlestrar í veitingasal reið- hallarinnar þar sem allir þátttak- endur koma saman. Áhugi fyrir þessu námskeiði virðist mikill af viðbrögðum að dæma enda líklegt að hér geti verið um tímamóta- viðburð að ræða á sviði íslenskrar hestamennsku. Í fréttatilkynningu frá Félagi tamningmanna segir að þarna verði unnið með hátæknilega reiðlist og má ætla að þarna geti að líta æfingar sem sjaldan eða aldrei hafi sést fyrr á íslenskri grund. Námskeiðið hjá Bent Branderup í apríl Verkleg sýni- kennsla, fyrirlestur og málþing Í HESTAÞÆTTI síðasta miðviku- dag var sagt frá ýmsum breytingum á reglum varðandi kynbótadóma á hrossum og sagt að nýjar reglur giltu um sýningu fets í kynbótadómi. Byggðist fréttin á grein í fréttabréfi Félags tamningmanna sem því mið- ur reyndist ekki trygg heimild þar sem birtar voru reglur sem giltu í upphafi þegar byrjað var að sýna fet í dómi. Hið rétta í málinu er að ekki er um neitt nýtt að ræða hvað varðar sýningu fets í kynbótadómi, með öðr- um orðum að allt er nákvæmlega eins og það var í fyrra. Allar reglur varðandi kynbótasýningar eru að- gengilegar á vef Bændasamtakanna bondi.is. Leiðrétting Ekkert nýtt í sýningu fets ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.