Morgunblaðið - 20.03.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.03.2002, Blaðsíða 2
Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isKR og Keflavík unnu oddaleikina / B2 Houllier kom, sá og sigraði / B2 4 SÍÐUR Morgunblaðinu í dag fylgir aug- lýsingablaðið „Skaginn skorar“ frá atvinnumála- nefnd á Akranesi. Blaðinu verður dreift um allt land. Sérblöð í dag FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðinu í dag fylgir auglýs- ingablaðið „Í snertingu við þig og þína“ frá Símanum. Blaðinu verður dreift á höfuð- borgarsvæðinu. RANNSÓKNARNEFND flugslysa, RNF, gerir athugasemdir við ýmis- legt sem lýtur að viðbúnaði og verk- lagi við björgunaraðgerðir á Reykja- víkurflugvelli. Nefndin telur á hinn bóginn að ekki þurfi að rannsaka að nýju björgunarþátt flugslyssins þeg- ar flugvélin TF-GTI fórst í Skerja- firði 7. ágúst 2000 og að mati nefnd- arinnar hefðu viðbragðsaðilar naumast getað staðið betur að því að auka möguleika hinna slösuðu til að komast af. Samgönguráðherra beindi tilmæl- um til RNF í ágúst 2001 um að nefndin skoðaði frekar björgunar- þátt slyssins. Tveir sérfræðingar voru kallaðir til af nefndinni sam- kvæmt ábendingu landlæknis, lækn- arnir Jón Baldursson og Sigurður Á. Kristinsson. Við skoðun nefndarinn- ar komu fram vísbendingar um nauðsyn á úrbótum á viðbúnaði og verklagi á Reykjavíkurflugvelli og gerði nefndin eftirfarandi athuga- semdir: Í fyrsta lagi að þjónustusamning- ur milli Flugmálastjórnar og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins taki ekki til reksturs köfunarþjón- ustu en á síðustu árum hafi orðið þrjú banaslys orðið við flugvöllinn á 12 ára tímabili þar sem flugvélar hafa lent í sjónum. Í öðru lagi styður RNF mat þeirra sérfræðinga sem fengnir voru nefnd- inni til aðstoðar, að þyrla Landhelg- isgæslunnar hefði ekki breytt neinu um afdrif hinna slösuðu. Þyrlan hefði á hinn bóginn átt að vera sett strax í viðbragðsstöðu. Endurskoða þarf neyðaráætlun fyrir Reykjavíkurflugvöll Þá gerir RNF athugasemd við að gátlistar Flugmálastjórnar hafa ekki verið uppfærðir í samræmi við þjón- ustusamning Flugmálastjórnar við Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins. RNF telur þörf á endurskipulagn- ingu neyðaráætlunar fyrir Reykja- víkurflugvöll þar sem m.a. verði farið yfir forgangsröðun á útkallslistum og verklagsreglur varðandi boðun viðbragðsaðila gerðar markvissari. Að lokum leggur RNF áherslu á að stærri björgunarbáturinn á Reykjavíkurflugvelli verði endur- nýjaður sem fyrst en þegar slysið varð var hann ónothæfur. Samgönguráðuneytið hefur ritað Flugmálastjórn bréf og farið fram á að neyðaráætlun fyrir Reykjavíkur- flugvöll og samstarfssamningur við Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins verði endurskoðuð með tilliti til ábendinga RNF. Ráðuneytið hefur einnig ritað Landhelgisgæslunni og yfirstjórn leitar og björgunar á haf- inu og við strendur Íslands bréf, þar sem vakin er athygli á athugasemd- um RNF. Telur ekki þurfa að rannsaka á ný björgunarþátt flugslyssins í Skerjafirði Athugasemdir lúta að viðbúnaði og verklagi SKÚFENDUR sjást nú á Tjörninni í Reykjavík, en endur þessar eru far- fuglar og því líklega fyrstu farfugl- arnir sem svamla um Tjörnina þetta vorið. Skúfönd er náskyld duggönd og er oft kölluð litla dugg- önd. Mývatn er kjörlendi hennar hér og koma þær hingað til lands eftir vetrardvöl á hlýrri slóðum í lok mars og fram í miðjan apríl. Skúfendurnar á Tjörninni eru því á hárréttum tíma og eiga félagar þeirra væntanlega eftir að fylgja í kjölfarið á næstu dögum og vikum. Ljósmynd/Högni Brekason Hér sést skúfandarsteggur nálgast kollu varfærnislega eins og sönnum „herrasteggi“ sæmir. Buslandi skúfendur KJELL Magne Bondevik, forsætis- ráðherra Noregs, og Davíð Oddsson, forsætisráðherra ræddu stöðu Evr- ópuumræðunnar á Íslandi í símtali í fyrradag. Hafði Bondevik hringt í Davíð í til- efni af fréttum í norskum fjölmiðlum af skoðanakönnun sem gerð var fyrir Samtök iðnaðarins en 91% þeirra sem svöruðu vildu að íslensk stjórn- völd hæfu aðildarviðræður við Evr- ópusambandið til að ganga úr skugga um hvað Íslandi stendur til boða við aðild. 51% var hlynnt því að ganga í sambandið. Í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Davíð að Bondevik hafi hringt í sig í kjölfar misvísandi frétta í norskum fjölmiðlum af skoðana- könnuninni. Í norsku blöðunum hafi lengi farið lítið fyrir Evrópuumræðu en nú bærust fregnir af því að Ísland væri á fleygiferð inn í Evrópusam- bandið. „Ég sagði honum að þetta væri misskilningur, það hefði komið ein skoðanakönnun sem mikið hefði ver- ið gert úr af tilteknum samtökum hér og stærsta spurningin þar hefði verið almenn spurning sem menn hefðu nú gert ráð fyrir að allir gætu svarað játandi. En spurningin um aðild hefði ekki verið gerð með raun- verulegum fórnarkostnaði inni í spurningunni, eins og væri auðvitað nauðsynlegt til að fá almennilega niðurstöðu. Því það er 99% þekkt hvað út úr samningum við Evrópu- sambandið kemur. Það er alltaf látið að því liggja að út úr því kæmu ný og ókönnuð svör sem er reginmisskiln- ingur. Flestir þeir sem halda hinu gagnstæða fram vita miklu betur. Ég sagði honum að það væri engin breyting á stefnu íslenskra stjórn- valda og ekki fyrirsjáanlegt að Ís- land færi að sækja um aðild að Evr- ópusambandinu næstu 5 eða 10 árin,“ sagði Davíð en hann telur að Bondevik hefði verið ánægður með þau svör sem hann fékk. Nánar spurður um hvort ekki hafi verið rétt spurt í skoðanakönnuninni svaraði Davíð að þegar spurt væri um þetta efni yrði að spyrja þannig að gagn væri af niðurstöðunum. Spyrja þyrfti hvaða fórnarkostnað menn væru tilbúnir til að sætta sig við. Reynsla annarra þjóða, t.a.m. Norðmanna, sýndi að fjöldi þeirra sem hafi verið fylgjandi inngöngu í ESB hafi iðulegu lækkað um 15–20% þegar niðurstaða aðildarviðræðna við ESB lægi fyrir. Samkvæmt því yrði stuðningur við aðild hér á landi um 20–30% að loknum viðræðum. Spurður um hvort þátttakendur í skoðanakönnuninni hafi ekki haft nægjanlegt vit á málefninu til að svara spurningunni af þekkingu sagðist Davíð ekki gera ráð fyrir því þar sem svo mikill munur reyndist vera á þeim sem vildu hefja viðræð- ur og þeim sem vildu ganga inn í sambandið. Langflestum virtist vera óljóst hvað hér væri á ferðinni. Ekki mætti taka niðurstöður skoðana- könnunarinnar of hátíðlega. Davíð Oddsson ræddi við Kjell Magne Bondevik í tilefni skoðanakönnunar Engar breyt- ingar á stefnu stjórnvalda LÖGREGLAN í Breiðholti hafði í gærmorgun uppi á peningaskáp sem var stolið úr verslun Samkaupa í Vesturbergi með einstaklega bí- ræfnum hætti síðdegis á sunnudag. Tveir piltar fjarlægðu peningaskáp- inn, sem vegur um 100 kíló, á af- greiðslutíma verslunarinnar og óku með hann á brott. Skápurinn er býsna þungur en væntanlega hafa hjólin sem eru undir skápnum auð- veldað verkið. Enginn varð var við þjófana sem lögreglu þykir með talsverðum ólík- indum. Jafnan er mikil umferð um bifreiðastæðið við verslunina en að auki snýr fjöldi íbúða að versluninni þar sem piltarnir fóru út með skáp- inn. Þrátt fyrir fáar vísbendingar í upphafi komst lögregla fljótlega á sporið. Fyrir hádegi í gærmorgun voru tveir piltar, 16 og 17 ára gamlir, handteknir og gengust þeir við þjófnaðinum. Vísuðu þeir lögreglu á skápinn sem þeir höfðu brotið upp og stolið úr honum 170.000 krónum en skilið eftir greiðslukortanótur og ávísanir. Á tæplega tveimur sólar- hringum höfðu þeir eytt fénu að mestu. Bíræfinn þjófnaður upplýstur Morgunblaðið/Júlíus Þorfinnur Finnsson varðstjóri og Jóhannes Viggósson. HAGKAUP hafa flutt inn tolla- lausar agúrkur frá Hollandi, en sala þeirra hefst í dag og er um 20% verðlækkun frá fyrra verði að ræða. Finnur Árnason, framkvæmda- stjóri Hagkaupa, segir að inn- flutningurinn hafi verið ákveðinn til að sjá á hvaða verði þessar tollalausu agúrkur fengjust og ljóst væri að miðað við sömu álagningu væri hægt að bjóða þær á um 20% lægra verði en hægt hafi verið fram til þessa. Kílóið kostar nú 149 krónur en var 189 krónur. Hagkaup lækka agúrkuverð um 20%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.