Morgunblaðið - 20.03.2002, Blaðsíða 50
DAGBÓK
50 MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Hvar fást
styttur lagaðar?
GETUR einhver sagt mér
hvar ég get látið laga leir-
styttur eftir Guðmund frá
Miðdal og lagað eða límt
hausa á Bing og Gröndal-
styttur? Vinsamlega hafið
samband við Ástu í síma
553-8237.
Sala
varnarliðseigna
MIG langar að vita hvort
hér sé til ríkisfyrirtæki sem
heitir Sala varnarliðseigna
og forstjóri þess sé borgar-
fulltrúi, mjög áhugasamur
um sölu bæjar- og ríkis-
eigna, m.a. Perlunnar. Er
þetta ekki löngu úrelt fyr-
irtæki sem kaupmenn gætu
tekið að sér að reka eða er
mikill gróði af því? Mættum
við sjá reikninga þess birta
eins og reikninga Perlunn-
ar?
H.J.
Óviðeigandi
auglýsing
ÉG vil lýsa yfir hneykslan
minni á auglýsingu frá und-
irfataversluninni Cos sem
birtist í Dagskrárblaðinu í
síðustu viku. Í auglýsing-
unni er kona í ögrandi „tig-
er“-fatnaði sem á að höfða
til kynhvatar fólks. Þarna
er verið að gera fermingar-
stúlkuna að kyntákni. Ég
skil ekki hvernig verslun-
inni Cos dettur í hug að
bjóða fólki upp á svona sví-
virðilegar auglýsingar. Mér
finnst að undirfataverslanir
verði að gera sér grein fyrir
að þær eru ekki ofarlega á
lista þegar fermingargjöf
er valin. Hvað eiga ungar
fermingarstúlkur að hugsa
þegar þær sjá svona aug-
lýsingar? Og af hverju er
fullvaxin kona látin vera á
mynd þar sem verið er að
höfða til ungra fermingar-
stúlkna?
Aðalheiður Þórisdóttir,
kt: 090578-5299.
Sérstakur sími
óskast
AF SÉRSTÖKUM ástæð-
um óska ég eftir Panasonic
GSM-sími ABG 450. Sím-
anum þarf ekki að fylgja
batterí. Þessi sími er gömul
týpa og er ófáanlegur í
verslunum.
Eins er ég að safna
postulínsdúkkum og vil
gjarnan komast í samband
við aðila sem safnar þeim
líka með möguleg skipti í
huga. Þeir sem gætu að-
stoðað mig hafi samband í
síma 551-8727.
Fyrirspurn
AF HVERJU er hætt að
selja góðu súrmjólkina frá
Neskaupstað hér á höfuð-
borgarsvæðinu sem fékkst
í Bónus?
Ég er mjög ósátt við að fá
hana ekki lengur. Súr-
mjólkin sem fæst í verslun-
um er mjög misjöfn, stund-
um er hún lapþunn og með
aukabragði.
Ein ósátt.
Tapað/fundið
Nokia 5110 týndist
NOKIA 5110 GSM-sími
tapaðist í miðbæ Reykja-
víkur aðfaranótt 17. mars.
Hann er með glæra fram-
hlið og var í rauðu hulstri.
Heiðarlegur finnandi vin-
samlegast hafi samband í
Pálínu í síma 551-5261 eða
898-5282.
Lyklakippa í óskilum
LYKLAKIPPA með
Toyota-lykli og húslyklum
fannst á Vallabraut á Sel-
tjarnarnesi í gær. Upplýs-
ingar í síma 894-3349.
Kvenleðurkápa
tekin í misgripum
SVÖRT kvenmannsleður-
kápa með áklemmdum loð-
kraga var tekin af Kaffi-
barnum aðfaranótt laugar-
dagsins 9. mars. Kápan var
gjöf og er eigandanum
mjög kær. Sá sem veit hvar
hún er niðurkomin er beð-
inn um að skila henni á
Kaffibarinn eða að hringja í
síma 849-3294.
Dýrahald
Læðu vantar
nýtt heimili
VEGNA ofnæmis á heimili
okkar þurfum við að gefa
frá okkur yndislega læðu.
Hún er grá með hvítan háls
og trýni og snoppufríð. Hún
er 4 ára, kassavön, mjög
blíð og góð. Ef þú/þið getið
gefið henni gott heimili haf-
ið þá samband í s. 557 9701
eða 694 8149 Anna.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
Víkverji skrifar...
ÉG ÞOLI ekki þessa auglýsingu,sagði kunningjakona Víkverja á
dögunum. Vísaði hún til auglýsingar
um matarolíu sem sýnd hefur verið í
sjónvarpi. Þar er kona með barn á
brjósti og er sagt í auglýsingunni að
við þurfum ekki meira. „Það er komið
fram við neytendur eins og þeir séu
fífl,“ sagði kunningjakonan ennfrem-
ur og var henni mikið niðri fyrir.
Konan sagði öllum ljóst að ungbarn
á brjósti þyrfti ekki annað og meira
en móðurmjólkina, það væri mikið
rétt. En hvað væri verið að meina
með því að segja að við þyrftum ekki
meira. Dugar matarolían þá fyrir
okkur hin? Eða eigum við líka að fá
brjóstamjólk eingöngu? Hvernig á að
skilja þetta?
Víkverji hefur séð umrædda aug-
lýsingu en ekki farið út í viðlíka hug-
leiðingar og kunningjakonan. Hann
getur þó alveg tekið undir að þarna er
settur fram einhver boðskapur sem
virðist óljós. Sýnir þessi auglýsing,
rétt eins og auglýsing á dögunum þar
sem vísað var til veikindadaga þegar
fjallað var um sjónvarpsdagskrá, að
hér verður að fara varlega og það sem
getur átt að vera fyndið eða frumlegt í
auglýsingaframleiðslu er það ekki
alltaf.
x x x
AUGLÝSINGAGERÐ er vanda-verk. Tilgangur auglýsinga er
að vekja athygli okkar á hinu og þessu
sem við verðum að eignast, gera eða
hvað það nú er. Til þess þarf að beita
sem flestum brögðum og frumlegheit-
um. Yfirleitt er þetta til friðs og aug-
lýsingar meiða alla jafna engan. Það
sem Víkverja finnst oftlega hvimleitt í
auglýsingu er að tilgreina ekki verð.
Það hefur að vísu farið batnandi upp á
síðkastið og hvetur Víkverji auglýs-
endur til að nefna verð undantekn-
ingalaust. Ef verðskrá er of flókin má
bara tilgreina verðdæmi og láta þess
getið að þar sé margt fleira í boði. En
nóg um það í bili og út í aðra sálma.
x x x
FYRST við nefnum sálma er ekkiúr vegi að minnast á fermingar.
Þær standa nú sem hæst og mikið til-
stand víða. Fram kom í sjónvarps-
fréttum á dögunum að fermingar geta
kostað fjölskyldurnar nærri 200 þús-
und krónur. Víkverja finnst þetta
nokkuð glannaleg upphæð. Hún er þó
kannski raunhæf ef vel er í lagt, ef
margir eru boðnir og veitingar eru
ekki skornar við nögl. Hver vill líka
skera við nögl þegar menn ætla að
gera sér glaðan dag? Hins vegar ætti
að vera hægt að beita útsjónarsemi og
hagkvæmni við þessi veisluhöld og
gjafastúss og þá er Víkverji nokkuð
viss um að lækka má útgjöldin. Ferm-
ing er jafnan mikill viðburður í lífi
unglings og fjölskyldunnar og því til-
efni til að staldra við og vega og meta
hver sé tilgangur lífsins og hvert
stefna skuli. Það er hluti fermingar-
undirbúningsins og þarf ekki að
gleymast í veisluhöldunum.
x x x
FRÉTT um líflegan fasteigna-markað á Egilsstöðum og eftir-
spurn eftir húsnæði þar vakti athygli
Víkverja. Mikið hefur nefnilega verið
rætt um fólksflótta frá landsbyggð-
inni en svo er að sjá að menn vilji alls
ekki fara frá Egilsstöðum. Víkverji
skilur það mæta vel enda var hann
kúasmali á Héraði og hefur síðan
kunnað vel við sig eystra. Honum
koma þessar fréttir því ekki á óvart.
ÞAÐ er alltaf verið að
tala um hvað kirkjurnar
séu illa sóttar af fólki en
ég verð alltaf jafn undr-
andi þegar ég kem í
djass-messu í Laugarnes-
kirkju því þar er alltaf
fullt út úr dyrum og
varla hægt að fá sæti. Í
þessum djassmessum er
tónlistin frábær, flytj-
endur í hæsta gæðaflokki
og söngur fallegur.
Presturinn er einstakur
og hefur gott lag á því að
hafa þetta á léttu nót-
unum. Maður er svo glað-
ur þegar maður gengur
út frá þessum sam-
komum.
Vil ég koma á fram-
færi þakklæti mínu fyrir
djass-messurnar.
Margrét.
Frábærar djassmessur
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
LÁRÉTT:
1 hógvært, 8 blómum, 9
glatar, 10 dveljast, 11
fjaðrir, 13 líkamshlutum,
15 hárs, 18 dufts, 21
kvendýr, 22 digra, 23
ósléttur, 24 venslafólk.
LÓÐRÉTT:
:2 affermið, 3 trylltur, 4
hljóðfærið, 5 les, 6 hrör-
legt hús, 7 stirð af elli, 12
sár, 14 spíra, 15 ræma, 16
þamba, 17 staut, 18 skips,
19 skil eftir, 20 korna.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 gjökt, 4 bylur, 7 linum, 8 rígur, 9 arð, 11 urra,
13 hrun, 14 fýsir, 15 karl, 17 ótal, 20 hik, 22 pútur, 23
Japan, 24 rómar, 25 riðla.
Lóðrétt: 1 guldu, 2 ösnur, 3 tíma, 4 borð, 5 lýgur, 6 rýr-
an, 10 rosti, 12 afl, 13 hró, 15 kopar, 16 ritum, 18 tapið,
19 linna, 20 hrár, 21 kjör.
K r o s s g á t a
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Í dag
er Helgafell væntanlegt
og út fer Vædderen.
Hafnarfjarðarhöfn: Í
dag fer Selfoss frá
Staumsvík.
Mannamót
Aflagrandi 40. Kl. 9 og
kl. 13 vinnustofa og
postulínsmálning. Sam-
eiginleg föstuguðsþjón-
usta Reykjavík-
urprófastsdæmis er í
Hvítasunnukirkjunni
Fíladelfíu, Hátúni 2,
fimmtudaginn 21. mars
kl. 14. Rútuferð frá Afla-
granda 40 kl. 13.30. Að-
stoð við skattaframtal
verður veitt fimmtudag-
inn 21. mars. Skráning í
afgreiðslu eða í síma
562 2571.
Árskógar 4. Kl. 9–12
baðþjónusta og opin
handavinnustofan, kl. 13
spilað, kl. 13–16.30 opin
smíðastofan. Allar uppl.
í síma 535 2700.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–
13 hárgreiðsla, kl. 8–
12.30 böðun, kl. 9–12
vefnaður, kl. 9–16
handavinna, kl. 10–17
fótaaðgerð, kl. 10 banki,
kl. 13 spiladagur, kl. 13–
16 vefnaður.
Eldri borgarar í Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós. Félagsstarfið
Hlaðhömrum er á
þriðju- og fimmtudögum
kl. 13–16.30, spil og
föndur. Lesklúbbur kl.
15.30 á fimmtudögum.
Jóga föstudaga kl. 11.
Kóræfingar hjá Vorboð-
um, í Hlaðhömrum
fimmtudaga kl. 17–19.
Púttkennsla í íþrótta-
húsinu kl. 11 á sunnu-
dögum. Uppl. hjá Svan-
hildi, s. 586 8014 kl.
13–16.
Félagsstarfið, Dalbraut
18–20. Kl. 9–12 aðstoð
við böðun, kl. 9–16.45
hárgreiðslu- og handa-
vinnustofur opnar, kl.
10–10.45 leikfimi, kl.
14.30 banki.
Félag eldri borgara
Kópavogi. Viðtalstími í
Gjábakka í dag kl. 15–
16. Skrifstofan í Gull-
smára 9 opin í dag kl
16.30–18.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10
hársnyrting, kl. 10–12
verslunin opin, kl. 13
föndur og handavinna,
kl. 13.30 enska, byrj-
endur.
Félag eldri borgara
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Í dag,
línudans kl. 11, myndlist
og pílukast kl. 13.30. Að-
alfundur félagsins
fimmtudaginn 21. mars,
kl. 14. Venjuleg aðal-
fundarstörf. Eldri
Þrestir syngja og kaffi-
veitingar. Dansleikur 22.
mars kl. 20.30. Capri
Tríóið leikur fyrir dansi.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Kaffistofan
opin alla virka daga frá
kl. 10–13. Kaffi – blöðin
og matur í hádegi. Mið-
vikudagur: Göngu-
Hrólfar fara í létta
göngu frá Hlemmi kl.
9.45. Söngfélag FEB
kóræfing kl. 17.
Fimmtudagur: Brids kl.
13. Framsögn kl. 16.15.
Brids fyrir byrjendur
kl. 19.30.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Kl. 9–16.30
fótaaðgerð, opin vinnu-
stofa, postulín, mósaik
og gifsafsteypur, kl. 9–
13 hárgreiðsla, kl. 9–16
böðun. Opið alla sunnu-
daga frá kl. 14–16 blöðin
og kaffi.
Gerðuberg, félagsstarf.
Í dag kl. 9–16.30 vinnu-
stofur opnar. Frá há-
degi spilasalur opinn.
Aðstoð við skattframtöl
í allan dag. Veitingar í
veitingabúð. Á morgun
kl. 13.15 félagsvist í
samstarfi við Hóla-
brekkuskóla. Stjórnandi
Eiríkur Sigfússon. Allir
velkomnir. Allar uppl.
um starfsemina á staðn-
um og í síma 575-7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Kl. 10 handavinna, kl.
10 boccia, kl. 11 hæg
leikfimi, kl. 13 félagsvist
FEBK og glerlist, kl.
15.15 söngur, Guðrún
Lilja mætir með gít-
arinn. Kl. 15–16 viðtals-
tími FEBK, kl. 16
hringdansar, kl. 17
bobb. Söngstund, sem
er samstarfsverkefni
Kársnesprestakalls og
Gjábakka, verður
fimmtudaginn 21. mars
kl. 14. Þorvaldur Hall-
dórsson syngur þekkt
dægurlög.
Gullsmári, Gullsmára
13. Kl. 9 vefnaður, kl.
9.05 leikfimi, kl. 9.55 ró-
leg stólaleikfimi, kl. 13
keramikmálun. Föstu-
daginn 22. mars munu
Gleðigjafarnir syngja
kl. 14–15. Síðan hefst
tískusýning á vegum
Debenhams. Anna og
Erla, stílistar Deben-
hams, verða með ráð-
gjöf og kynna það nýj-
asta í tískunni. Fólk úr
félagsstarfinu sýnir
fatnað. Vöfflukaffi. Allir
velkomnir.
Hraunbær 105. Kl. 9
opin vinnustofa, handa-
vinna, bútasaumur, kl.
9–12 útskurður, kl. 9–17
hárgreiðsla og fótaað-
gerðir, kl. 11 banki, kl.
13 brids.
Hvassaleiti 58–60. Kl. 9
böðun, föndur-
klippimyndir, kl. 9 og kl.
10 jóga, kl. 15 teiknun
og málun. Fótaaðgerð,
hársnyrting.
Hæðargarður 31. Á
fimmtudag kl. 15 kynna
Lyf og heilsa lyfja-
skömmtun. Kaffi og
meðlæti í boði Lyfja og
heilsu.
Korpúlfarnir, eldri
borgarar í Grafarvogi,
ætla að hittast á morg-
un, fimmtudaginn 21.
mars, kl. 10 í keilu í
Mjódd. Spiluð verður
keila, spjallað og heitt á
könnunni. Allir vel-
komnir. Uppl. veitir
Þráinn Hafsteinsson í
síma 545 4500.
Norðurbrún 1. Kl. 9–
16.45 opin vinnustofa, kl.
9–16 fótaaðgerðir, kl. 9–
12 tréskurður, kl. 10
sögustund, kl. 13 banki,
kl. 14 félagsvist, kaffi,
verðlaun.
Vesturgata 7. Kl. 8.25
sund, kl. 9–16 fótaað-
gerð og hárgreiðsla, kl.
9.15–16 postulínsmálun
og myndmennt, kl. 13–
14 spurt og spjallað, kl.
13–16 tréskurður.
Föstud. 22. mars kl.
13.30 kynna Lyf og
heilsa lyfjaskömmtun.
Kaffi og meðlæti í boði
Lyfja og heilsu. Dansað í
kaffitímanum við lagaval
Halldóru.
Vitatorg. Kl. 9 smíði og
hárgreiðsla, kl. 10 fóta-
aðgerðir, morgunstund,
bókband og bútasaum-
ur, kl. 12.30 versl-
unarferð, kl. 13 hand-
mennt og kóræfing, kl.
13.30 bókband, kl. 15.30
kóræfing. Kvöld-
skemmtun verður
fimmtudaginn 21. mars
kl. 18. Matur, söngur,
gleði, gaman. Skráning í
síma 561 0300.
Bústaðakirkja, starf
aldraðra. Spilað, föndr-
að, helgistund og gáta.
Glæðurnar koma í heim-
sókn og syngja. Þeir
sem vilja láta sækja sig
skrá sig hjá kirkjuverði í
síma 553-8500 eða Sig-
rúnu síma 864-1448.
Kvenfélagið Aldan.
Munið góugleðina í
kvöld, miðvikudaginn
20. mars kl. 20 í Borg-
artúni 18, 3. hæð.
Sjáumst.
Félag kennara á eft-
irlaunum. Skákæfing
FKE í Kennarahúsinu
við Laufásveg hefst kl.
14 í dag, miðvikudaginn
20. mars. Fundur í Bók-
menntahópi FKE hefst í
Kennarahúsinu við
Laufásveg kl. 14 fimtu-
daginn 21. mars. Guðrún
Helgadóttir rithöfundur
verður gestur fundarins.
Söngæfing EKKÓ kórs-
ins hefst í tón-
menntastofu Austurbæj-
arskóla kl. 16
fimmtudaginn 21. mars.
Háteigskirkja. Eldri
borgarar. Bingó á morg-
un í Setrinu kl. 14.
Húnakórinn heldur vor-
tónleika í Seltjarnar-
neskirkju fimmtudaginn
21. mars kl. 20. Stjórn-
andi er Elín Ósk Ósk-
arsdóttir, píanóleik ann-
ast Hólmfríður
Sigurðardóttir.
Hana-nú, Kópavogi.
Fundur í Bókmennta-
klúbbi Hana-nú í kvöld
kl. 20 á lesstofu Bóka-
safns Kópavogs. Verið
er að lesa verk Halldórs
K. Laxness og undirbúa
dgskrá úr verkum hans í
vor. Allir velkomnir.
Kvenfélag Kópavogs.
Aðalfundur verður
fimmtud. 21. mars. kl.
20.30 í Hamraborg 10.
Venjuleg aðalfund-
arstörf, önnur mál.
Í dag er miðvikudagur 20. mars,
79. dagur ársins 2002. Orð dagsins:
Því að ekki er til gott tré, er beri
slæman ávöxt, né heldur slæmt tré,
er beri góðan ávöxt.
(Lúk. 6,43.)