Morgunblaðið - 20.03.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.03.2002, Blaðsíða 24
ERLENT 24 MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ EINS og allir drengir lék Sádi- Arabinn Osama bin Laden sér í fótbolta með strákunum úr hverf- inu á uppvaxtarárum sínum. Eftir að öllum ærslum var lokið átti bin Laden það hins vegar til að skipta mönnum í lið og spyrja þá spjör- unum úr til að kanna þekkingu þeirra á kenningum íslams. Bin Laden fæddist í Riyadh árið 1957 en ólst hins vegar upp í borginni Jeddah við Rauðahafið. Þar minnast menn hans sem ung- lings sem hafði gaman að því að stunda útreiðar og fara í veiði- ferðir, en sem hafði einnig ríka þörf til að reyna að sannfæra vini og vandamenn um að stunda trú sína af meiri innlifun. Segja menn sem þekktu bin Laden á unglingsárum hans að ekkert hafi gefið mönnum vís- bendingar um að þessi piltur ætti síðar eftir að verða valdur að dauða þúsunda manna með hryðjuverkum víðs vegar um heiminn, engum þó eins eft- irminnilegum og árásunum á Bandaríkin 11. september sl. Á uppvaxtarárum bin Ladens var Jeddah aðeins lítill bær í miðri sandauðninni, alls ólíkur þeirri ljósaborg sem nú er, en Jeddah þykir helst minna á bandaríska stórborg með tilheyr- andi skyndibitastöðum. Þó blésu ávallt ólíkir menningarstraumar um Jeddah, í mun ríkara mæli en aðrar borgir Sádi-Arabíu, enda fóru milljónir múslima um borg- ina ár hvert í pílagrímaför til heil- ögu borganna, Mekka og Medina. Bin Laden var eina barn fjórðu eiginkonu Muhammads bin Lad- ens, Aliu Ghanem, en hún var sýr- lensk. Hlýddi drengurinn gjarnan á föður sinn á kvöldin rekja nauð- syn þess að lifa í samræmi við þær ströngu trúarreglur sem menn að- hyllast í Sádi-Arabíu, fæðing- arstað spámannsins Múhameðs. Mislíkaði að karlar gengju í stuttbuxum Muhammad bin Laden lést þeg- ar Osama var aðeins tíu ára og erfði pilturinn þá fjármuni sem jafnast á við marga milljarða ís- lenskra króna. Móðir hans giftist á ný og þau fluttu í hús í útjaðri Jeddah í nýju millistéttarhverfi sem þar var að rísa. Bin Laden eignaðist hvíta Chrysler-bifreið er hann komst á unglingsárin og bauð kunningjum sínum úr hverfinu gjarnan í bíl- ferð, að sögn Khaleds Batarfi sem var nágranni bin Ladens, en er nú ritstjóri dagblaðsins Al-Madina. Segir Batarfi að bin Laden hafi aldrei borið auðæfi sín á torg og hann reyndi ekki heldur að pre- dika yfir piltunum sem hann ving- aðist við. Þvert á móti kaus hann að reyna að hafa áhrif á menn með því að sýna gott fordæmi. „Honum mislíkaði t.d. að karlar gengju í stuttbuxum,“ segir Bat- arfi, sem lærði blaðamennsku við háskólann í Oregon í Bandaríkj- unum. „Ég man hins vegar ekki til þess að hann segði okkur að gera það ekki. Maður fann það bara og af því að við bárum virðingu fyrir honum þá vorum við alltaf í síð- buxum er við spiluðum fótbolta.“ „Þessi maður hefur afar sterka útgeislun,“ bætir Batarfi við. „Hluti þess felst í því að hann trú- ir því sem hann predikar og fram- kvæmir í samræmi við sannfær- ingu sína.“ Glaumur og glys í Líbanon Batarfi kveðst ekki minnast þess að bin Laden sýndi stúlkum neinn áhuga. Í bókinni Bin Laden: The Man Who Declared War on America segir höfundurinn, Yoss- ef Bodansky, hins vegar að fyrir 1975 hafi bin Laden nýtt ferðir til Líbanon, þar sem menn voru mun frjálslyndari en í Sádi-Arabíu, til að sletta úr klaufunum. Fullyrðir Bodansky jafnvel að bin Laden hafi í Líbanon verið hinn mesti drykkjusvelgur og kvennaflagari. Þegar borgarastríð braust út í Líbanon í apríl 1975 héldu æðstu- prestarnir í Sádi-Arabíu því fram að Guð væri að refsa íbúum Líb- anons vegna þess að þeir hefðu leyft sér að spilla ungum múslim- um, nokkuð sem bin Laden tók mjög til sín að sögn Bodanskys. Og hinn ungi bin Laden fékk tækifæri til að sýna fylgispekt sína við íslam snemma á níunda áratugnum þegar hann hélt til Afganistans – eins og þúsundir annarra trúbræðra hans – til að berjast í heilögu stríði gegn Sov- étmönnum sem ráðist höfðu inn í landið árið 1979. Sá bin Laden einkum um að tryggja bardaga- mönnum búnað og þjálfun. Stjórnvöld í Sádi-Arabíu voru fyrir sitt leyti afar ánægð að einn landa þeirra beitti sér svo mjög í stríðinu gegn Sovétmönnum og tóku því fljótlega að styrkja starf- semi hans fjárhagslega, rétt eins og stjórnvöld í Bandaríkjunum og Pakistanar. „Hann gaf gott for- dæmi. Við vildum fleiri eins og hann,“ segir Turki prins sem var yfirmaður sádi-arabísku leyni- þjónustunnar frá 1977 þar til í fyrra. Öllu þessu lýsti bin Laden svo fyrir vinum og vandamönnum þá hann heimsótti fósturjörð sína, Sádi-Arabíu. Afrek hans í Afgan- istan öfluðu honum virðingar meðal kunningjanna heima í Jedd- ah, sem hann ella hefði ekki notið sökum þess að hann var eiginlega hálfgert örverpi meðal 54 systk- ina. Blikur voru hins vegar á lofti og bin Laden fannst vestræn áhrif vera farin að setja einum of mik- inn svip á uppvaxtarborg sína, Jeddah. Hóf hann baráttu sína gegn Bandaríkjunum og stjórnvöldum í heimalandi sínu eftir að Sádi- Arabar buðu Bandaríkjastjórn að flytja hermenn til landsins í því skyni að verjast hugsanlegri inn- rás Íraka snemma á síðasta ára- tug síðustu aldar. Reyndi að uppfræða jafnaldra sína um íslam Osama bin Laden hafði snemma sterka útgeislun Jeddah. AP. AP Á uppvaxtarárum Osama bin Ladens var Jeddah lítil borg í sandauðninni en minnir nú helst á bandaríska stórborg með tilheyrandi úrvali skyndi- bitastaða. Talið er að hann hafi í æsku spilað fótbolta með vinum sínum á þeim slóðum, þar sem þessi McDonalds-veitingastaður stendur nú. ’ Við vildum fleirieins og hann ‘ EFASEMDIR ein- kenna afstöðu Palest- ínumanna til þeirra friðarumleitana sem nú virðast komnar í gang í Mið-Austurlöndum fyrir milligöngu Bandaríkjastjórnar. Segir Svala Jónsdóttir, sem starfar á vegum Hjálparstofnunar kirkjunnar í Jerúsal- em, að Palestínumenn hafi einfaldlega ekki mikla trú á raunveru- legum friðarvilja Ariels Sharons, forsætisráð- herra Ísraels, og leyfi sér því ekki að binda of miklar vonir við frumkvæði Banda- ríkjamanna. Svala var að koma frá borginni Ramallah á Vesturbakkanum þegar Morgunblaðið náði tali af henni í gær. Hafði hún þar verið viðstödd minningargöngu um ítalskan frétta- ljósmyndara, Raffaele Ciriello, sem féll í aðgerðum Ísraelshers í Qadd- ura-flóttamannabúðunum í síðustu viku. Jafnframt hafði hún skoðað skemmdir sem aðgerð- ir hersins á undanförn- um dögum hafa valdið í flóttamannabúðum Palestínumanna í út- jaðri Ramallah. „Skemmdirnar eru um- talsverðar,“ sagði hún. „Ísraelsher gróf í sund- ur vegi, vatnslínur, raf- magnslínur og símalín- ur og það var einmitt verið að vinna að við- gerðum þegar við vor- um þarna í dag [í gær]. Síðan eyðilögðu þeir æskulýðsmiðstöð sem þarna er og heilsu- gæslustöð þar rétt hjá er einnig talsvert skemmd.“ Fyrri heimsóknir Zinnis skilað litlu Svala sagði að herinn hefði nú dregið sig frá Ramallah en að hann hefði ekki farið langt, einungis til varðstöðva sinna í útjaðri borgarinn- ar. Þau hefðu einmitt lent í töfum við eina slíka er þau yfirgáfu Ramallah og héldu aftur til Jerúsalem. Svala sagði að þó að Ísraelsher hefði nú dregið sig frá Betlehem og Anthony Zinni, sérlegur sáttasemj- ari Bandaríkjastjórnar, væri kominn til Mið-Austurlanda væru Palestínu- menn áfram svartsýnir á stöðuna. „Zinni hefur auðvitað komið hingað áður og það gerðist ekkert þá. Menn búast alveg eins við því að Ísraelsher snúi aftur.“ Boltinn nú hjá Arafat? Benti hún á að Palestínumenn hefðu mátt þola hersetu Ísraela í áratugi og enginn reiknaði því með að ástandið tæki einfaldlega stakka- skiptum á einum degi. Flestir reyndu auðvitað að halda í vonina en menn væru hins vegar afar van- trúaðir á að Sharon vilji í raun og veru ná fram friði. Aðgerðir hersins í síðustu viku – mestu hernaðarað- gerðir þeirra um áratuga skeið – gæfu mönnum það ekki til kynna. Sharon og Dick Cheney, varafor- seti Bandaríkjanna, sögðu í gær að boltinn væri nú hjá Yasser Arafat, forseta heimastjórnar Palestínu- manna. Hann yrði að svara eftirgjöf Ísraelsstjórnar með því að fyrir- skipa algert vopnahlé í sínum röð- um. Sagði Svala að slíkar yfirlýsingar féllu sjálfsagt misjafnlega í kramið. Um helgina hefðu Palestínumenn jú enn verið að grafa fórnarlömb hern- aðaraðgerða Ísraela. „Mörgum finnst það kaldhæðnislegt af Ísr- aelum að ráðast af svona mikilli hörku inn á heimastjórnarsvæðin, eins og þeir gerðu í síðustu viku, drepa fullt af fólki, handtaka þús- undir manna og eyðileggja mann- virki, en koma svo nokkrum dögum síðan og segja að nú sé það Arafats að taka til hendinni,“ sagði hún. Reuters Frá minningarathöfn sem haldin var í gær um ítalskan ljósmyndara, Raffaele Ciriello, en hann féll í aðgerðum Ísraelshers í síðustu viku. Svala Jónsdóttir Palestínumenn binda ekki miklar vonir við frumkvæði Bandaríkjamanna Setja mikinn fyrirvara við friðar- vilja Ísraela ÓÞEKKTIR menn komust í gærmorgun undan eftir að hafa rænt þremur milljónum dollara í reiðufé, eða 300 milljónum króna, úr brynvörðum bíl við Heathrow-flugvöll í Lundúnum. Þjófarnir, tveir karlmenn, lík- lega á þrítugsaldri, fóru inn á af- girt svæði þar sem flugvélum er lagt og ógnuðu bílstjóra pen- ingaflutningabílsins með hnífi rétt eftir að peningarnir voru fluttir frá borði þotu South Afr- ican Airways. Þeir þvinguðu bíl- stjórann til að aka sér til Cran- ford, um þrjá kílómetra frá flugvellinum, þar sem þeir tóku peningana úr bílnum og fluttu yfir í annan bíl sem þeir síðan óku á brott. Bílstjórann sakaði ekki og hringdi hann í lögreglu um kl. hálfátta í gærmorgun. Talsmaður lögreglu sagði í gær að talið væri að ræningjarn- ir hefðu komist undan með um þrjár milljónir dollara, eða tæp- ar 300 milljónir króna. Þetta er í annað skiptið á rúmum mánuði sem stórrán er framið á Heathrow-flugvelli. Ríkisstjórn Bretlands fyrirskip- aði rannsókn á öryggi og eftirliti á vellinum í febrúarmánuði eftir að tveir karlmenn höfðu rænt peningaflutningabíl og haft á brott með sér 6,5 milljónir doll- ara, um 650 milljónir króna. Einn karlmaður hefur verið handtekinn í tengslum við það rán. Annað stórrán á Heath- row London. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.