Morgunblaðið - 20.03.2002, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.03.2002, Blaðsíða 19
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 2002 19 SPARISJÓÐUR Hafnarfjarðar skil- aði 108,4 milljónum króna hagnaði á árinu 2001 en til samanburðar nam hagnaðurinn árið 2000 349,5 milljón- um króna. Fyrir áætlaða skatta var tap á árinu 2001 22,7 milljónir sam- anborið við 513,6 milljóna hagnað ár- ið áður. Rekstur Sparisjóðsins styrktist á árinu, eins og árið 2000, vegna sölu á eignarhlut Sparisjóðsins í Kaup- þingi. Í tilkynningu frá Sparisjóðn- um kemur fram að lakari afkomu á árinu 2001 megi einkum rekja til verðfalls á erlendum verðbréfum í eigu Sparisjóðsins og stóraukins framlags í afskriftarreikning útlána sem myndaður er til að mæta útlána- töpum og ófyrirséðum töpum vegna útlána og veittra ábyrgða. Lögð var 561,1 milljón króna á af- skriftarreikning en endanleg töpuð útlán voru 376,2 milljónir króna. Af- skriftarreikningur útlána í árslok sem hlutfall af útlánum og veittum ábyrgðum var 2,6% samanborið við 2,0% árið áður. Sömu reglu er fylgt nú í ársreikn- ingi Sparisjóðsins og undanfarin ár að miða við markaðsverð á innlend- um og erlendum markaðsverðbréf- um. Arðsemi eigin fjár var 4,7% á árinu 2001 en 19,6% árið áður. Eig- infjárhlutfall Sparisjóðsins sam- kvæmt svokölluðum CAD-reglum var 11,7% í árslok 2001, en þarf að lágmarki að vera 8,0%. Heildarinnlán námu samtals 10.866,3 milljónum króna í lok ársins og höfðu aukist um 8,9% frá árinu áður. Heildarinnlán og verðbréf námu samtals 15.995,3 milljónum króna í árslok 2001 og höfðu aukist um 1,0% frá árinu áður. Útlán til við- skiptamanna voru samtals 22.775,7 milljónir króna í árslok 2001 og var aukningin 8,9% frá fyrra ári. Samkvæmt ársreikningi voru vaxtatekjur Sparisjóðsins alls 4.035,5 milljónir króna á árinu 2001 og jukust um 37,1% frá árinu áður. Einnig varð hækkun á vaxtagjöldum milli ára. Voru þau 2.948,0 milljónir króna á árinu 2001 og jukust um 42,5% frá fyrra ári. Vaxtamunur sem hlutfall af meðalstöðu vaxtaberandi eigna var 4,2% á síðastliðnu ári en var 3,9% árinu áður. Aðrar rekstrartekjur voru 693,0 milljónum króna og minnkuðu um 29,5% frá árinu 2000. Önnur rekstr- argjöld námu 1.242,1 milljón króna og jukust um 4,9% frá árinu áður. Framlag í afskriftareikning útlána var 561,1 milljón króna en var 159,6 milljónir króna árið áður. Í tilkynningu Sparisjóðsins segir að bæði innlent og alþjóðlegt rekstr- arumhverfi hafi sett svip á starfsem- ina á árinu. Rekstur hefðbundinnar bankaþjónusta var í öllum meginat- riðum í samræmi við áætlanir en af- koma hlutdeildar- og dótturfyrir- tækja var lakari en gert hafði verið ráð fyrir. Mikil uppbygging hefur átt sér stað í starfi Sparisjóðsins und- anfarin ár sem hefur miðast að því að Sparisjóðurinn geti veitt viðskipta- vinum alhliða fjármálaþjónustu. Unnið var að breyttu skipulagi í reikningshaldi Sparisjóðsins og end- urskilgreiningu rekstrareininga með tilheyrandi áherslubreytingu í þjón- ustu við viðskiptavini. Hagnaður Sparisjóðs Hafnarfjarðar 108 milljónir króna Arðsemi eigin fjár 4,7%          28  +" 28 # 9      1  +"$  +"     : +"$  # 9 ; <  % =$" =  +" >  ("     #   (" 9 - =? $  "      ! ! "!!   # !      &' (   !" #$" $#" %$&" %#" " $$" %'&" $" $" #" $"      ( ) * ++,  , * ++,  ,     ( )!! !! HÆSTIRÉTTUR hefur fellt úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um frávísun á máli Jóhanns Óla Guð- mundssonar gegn Lyfjaverslun Ís- lands hf., Aðalsteini Karlssyni og fleirum, um ógildingu á samningi Lyfjaverslunar um kaup á A. Karls- syni hf. frá því í desember 2000. Hér- aðsdómi er þannig falið að taka kröf- ur Jóhanns Óla til efnislegrar með- ferðar. Þá hefur Hæstiréttur staðfest úr- skurð Héraðsdóms í máli Aðalsteins Karlssonar og Lárusar Blöndal gegn Jóhanni Óla og Lyfjaverslun Íslands, Frumaflsmálinu, þar sem fallist var á kröfur Jóhanns Óla um frávísun á kröfu Lyfjaverslunar um svonefnda meðalgönguaðild Lyfjaverslunar. Þar af leiðandi er ekki lengur krafa inni í því máli um að Jóhanni Óla verði gert skylt með dómi að afhenda hlutabréf að nafnvirði 170 milljónir króna í Lyfjaverslun, sem hann fékk afhent sem endurgjald fyrir Frumafl í júní í fyrra, eins og upphaflega var gerð krafa um af hálfu stefnenda. Eftir stendur krafa um ógildingu samningsins um kaup Lyfjaverslun- ar á Frumafli og verður hún tekin til efnislegrar meðferðar í héraðsdómi. Hins vegar er enn ódæmt um hvort gagnsök Jóhanns Óla í málinu, um viðurkenningu á bótaskyldu Lyfjaverslunar og stefnenda vegna samningsbrota, fái efnismeðferð en málflutningur um frávísunarkröfu stefnenda varðandi gagnsökina hef- ur enn ekki verið ákveðinn. Deilurnar innan Lyfjaverslunar Íslands Frávísun felld úr gildi Milljónaútdráttur Þar sem einvörðungu er dregið úr seldum miðum þarf miðaeigendi bæði að hafa rétt númer og bókstaf til að hljóta vinning í þessum útdrætti. Birt með fyrirvara um prentvillur. 3. flokkur, 19. mars 2002 Kr. 1.000.000,- 4298H 12590B 25995F 41640E 41722F 52128E 54259B 55626B 56151G 56269B
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.