Morgunblaðið - 20.03.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.03.2002, Blaðsíða 21
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 2002 21 Draumavél heimilanna! Vegleg brúðargjöf! Ísaumuð svunta með nöfnum og brúðkaupsdegi fylgir! 5 gerðir - margir litir Borgartúni 20 - sími 562 2901 og 562 2900 60 ára frábær reynsla. Öflug vörn í vetur freyðivítamín Með gæðaöryggi 29 tegundir af vítamínum, steinefnum og Rautt Panax Ginseng. Omega 3 6 9 Jurtalýsi Talið gott fyrir hjarta- og æðakerfið. Smyr liðina. Opti L Zinc Öflugt gæðasink Sólhattur Gott fyrir ónæmiskerfið? Acidophilus Fyrir meltinguna og maga Megrun vatnslosun, brennsla Lið-a-mót Tvöfalt sterkara Borgarnesapótek FRÍHÖFNIN Apótek Suðurnesja (Keflavík) LIÐ-A-MÓT FRÁ FRÍHÖFNIN Tvöfalt sterkara Þetta eina sanna Með gæðaöryggi HÓLMABORG SU 11 kom til Eski- fjarðar með fullfermi af loðnu í gær kvöldi. Þetta er engin nýlunda, en þegar þessu magni hefur verið landað þá er heildarafli skipsins á vetrarvertíð ( frá áramótum ) orðin rúm 51 þúsund tonn sem er lang- mesti afli sem eitt skip hefur land- að á einni loðnuvertíð hér á landi. Miðað við að Hólmaborgin hafi fengið greiddar um 8.000 krónur að meðaltali fyrir hvert loðnutonn er aflaverðmæti skipsins þessar 11 vikur yfir 400 milljónir króna. Af þessu tilefni tóku forsvars- menn Hraðfrystihúss Eskifjarðar hf. á móti skipinu og afhentu áhöfn veglega tertu. Hólmaborgin er með langmestan afla allra loðnuskipa á yfirstand- andi vertíð samkvæmt upplýsing- um á heimasíðu Samtaka fisk- vinnslunnar. Ekkert annað skip er komið yfir 40.000 tonn en mörg eru komin yfir 30.000 tonn. Víkingur AK var kominn með tæplega 34.000 tonn á mánudag samkvæmt upplýsingum Samtaka fisk- vinnslustöðva. Börkur NK var með 33.400 tonn, Sigurður VE 33.400, Faxi RE og Örn KE voru með um 33.000, Jón Kjartansson með 32.500 og Júpíter ÞH með 32.250 tonn. Ingunn AK var með 31.800 tonn og Guðmundur Ólafur ÓF með 31.100 tonn. Öll eiga þessi skip eitthvað eftir af kvóta, Víkingur mest eða 15.600 tonn en minnst á Faxi eftir, 671 tonn. Afar góð loðnuveiði hefur verið suður af Malarrifi síðustu sólar- hringa. Skipin staldra stutt við á miðunum enda fljót að fylla sig. Mikill afli hefur því borizt á land og í gærmorgun voru eftir um 139.000 tonn af leyfilegum kvóta íslenzku skipanna. Mestu hefur verið landað Í Vestmannaeyjum, 93 þúsund tonnum, en þar eru tvær verk- smiðjur. Á Eskifirði hefur verið landað 80 þúsund tonnum, rúmlega 75 þúsund tonnum á Seyðisfirði, tæplega 72 þúsund tonnum í Nes- kaupstað og 55 þúsund tonnum í Grindavík, en á þessum stöðum er aðeins ein verksmiðja. Hólmaborg yfir 50.000 tonn Aflaverðmætið komið yfir 400 milljónir króna frá áramótum Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Hólmaborgin frá Eskifirði með fullfermi á landleið. Hún er langaflahæsta loðnuskipið á yfirstandandi vertíð. VÍSIR hf. í Grindavík og tengd fé- lög eiga nú fjóra fiskmarkaði, Fisk- markað Grindavíkur, sem reyndar er rekinn af Fiskmarkaði Suður- nesja, Fiskmarkaðinn á Djúpavogi, á Þingeyri og Húsavík, en sá síðast- nefndi var stofnaður við kaup Vísis á stórum hlut í Fiskiðjusamlagi Húsavíkur. Hver sem er getur stofnað fisk- markað og í raun þarf ekki annað en stofna hlutafélag og fá samþykki Fiskistofu fyrir því húsnæði, sem nota á undir starfsemina. Síðan þarf tengingu inná sölukerfi Íslands- markaðar sem sér um hina eigin- legu sölu og uppboðsmeðferð þar sem kaupendur leggja inn ábyrgðir til kaupanna. Áður voru tvö fyrir- tæki með svipuð kerfi en nú er að- eins eitt starfandi eftir sameiningu þeirra. Seljum eingöngu á eigin mörkuðum „Við seljum okkar fisk eingöngu á okkar mörkuðum og samrekum markaðina þannig að það er bara einn uppboðshaldari fyrir þá alla, en starfsfólkið á viðkomandi stöðum, tekur fiskinn inn í hús, merkir, rað- ar upp og tekur ísprufur og vigtar,“ segir Pétur H. Pálsson, fram- kvæmdastjóri Vísis. „Síðan er ákveðið hvað af fisk- inum fari beint í vinnslu og hvað fari á markað. Við seljum einnig fisk fyrir aðra á mörkuðunum okkar nema í Grindavík. Það gerum við meðal annars til að eiga betri kost á því að kaupa fisk af öðrum en okkar eigin bátum. Þetta hefur gengið mjög vel á Djúpavogi og aðstaðan á Húsavík verður ekki síðri. Þar er allt til alls. Við kaupum fisk á öðrum mörk- uðum líka. Þegar okkar maður er á markaði, er hann annars vegar að verja okkar fisk. Hann kaupir hann ef verðið fer ekki nógu hátt, og kaupir auk þess fisk af öðrum mörk- uðum, ef verðið er okkur hagstætt, enda selja allir fiskmarkaðarnir á einu uppboði í einu tölvukerfi eins og áður sagði. Þetta hefur reynzt okkur mjög vel enda höfum við gert þetta í áratug. Daglegt reikningsdæmi Það er daglegt reikningsdæmi hvað borgar sig að taka inn í hús til vinnslu, bæði stærð og tegund. Staðan getur svo verið sú, að þegar einhver önnur vinnsla býður hærra í fiskinn, en við getum keypt hann á til vinnslu, þá seljum við þann fisk og kaupum annan, sem hentar betur fyrir okkur. Á undanförnum árum hefur um helmingur aflans verið seldur á mörkuðunum okkar, karf- inn, ýsan, langan og stundum keilan. Þorskinn höfum við tekið í vinnsl- una hjá okkur. Við kaupum svo þorsk fyrir sömu upphæð og við fáum fyrir annan fisk til vinnslu hjá okkur. Staðan getur líka verið sú með keiluna, að við séum í vafa um það hvort það borgar sig fyrir okkur að vinna hana. Hún fer þá á uppboð, ef hún fer ekki hærra en í 80 krónur á kílóið, kaupum við hana og vinnum, fari hún á 100 krónur, lát- um við hana frá okkur. Þegar maður er með eigin fisk- markað, verður þetta miklu ódýrara vegna þess að við getum betur sam- nýtt fólkið. Aflanum er þá landað og teknar ísprufur og gengið frá hon- um. Svo liggur það bara fyrir að meta hvort það borgar sig að taka hann inn í húsið eða ekki. Kostnaður vegna þessa verður þá miklu minni en það sem er á hinum mörkuðun- um, sem taka 3 til 5% og þess vegna er auðveldara að spá svona í málin. Nú er staðan sú, að Fiskiðjusam- lag Húsavíkur vinnur ýsu í bita, en við höfum ekki unnið ýsu áður. FH getur keypt ýsuna á mörkuðum fyr- ir 170–180 krónur kílóið. Markaðs- ástæður geta svo verið þannig yfir háveturinn að ýsan selst á yfir 300 krónur. Þá seljum við hana og tök- um annað inn í staðinn. Hægt að fara ýmsar leiðir Við tökum því ekki fisk inn til vinnslu á of háu verði. Við getum reyndar keypt þorsk á háu verði, ef við seljum hitt á háu verði þegar fisk vantar í vinnlsuna. Það er hægt að fara ýmsar leiðir til að velja fisk- tegundir í vinnsluna. Sumir fara þá leið að skipta öðrum tegundum í þorsk á kvótamörkuðunum og beita svo skipunum í þorsk, en þetta er líka hægt að gera á fiskmörkuðun- um með því að selja annað en þorsk- inn og verja fénu, sem fyrir það fæst til að kaupa þorsk,“ segir Pétur H. Pálsson. Vísir rekur fjóra fiskmarkaði „Mun ódýrari kostur að vera með eigin fiskmarkaði“ Siglingastofnun kaupir LiSA- vefstjórnarkerfi SIGLINGASTOFNUN Íslands og hugbúnaðarfyrirtækið Innn hf. hafa undirritað verksamning vegna forritunar og uppsetning- ar á nýjum vef stofnunarinnar. Innn mun annast almenna ráð- gjöf varðandi skipulag og upp- setningu vefjarins, greiningar- vinnu og hönnun á viðmóti hans. Vefsvæðið byggist á vefstjórn- arkerfinu LiSA 3.2. til að sinna daglegri umsjón vefjarins en Innn hefur margra ára reynslu í framleiðslu og þróun á kerfinu. Aðalmarkmið með nýja vef- svæðinu er að bæta aðgengi við- skiptavina og samstarfsaðila stofnunarinnar að vefnum en hlutverk vefjarins er það að auð- velda verkefnavinnu á vefnum og nýta vefinn sem upplýsinga- veitu. Samningurinn gerir ráð fyrir ákveðnum LiSA-viðbótar- einingum til þess að gera vef- svæðið ennþá öflugra. Auk fréttakerfisins sem fylgir LiSA mun stofnunin nota póstlista, leitarkerfi og birtingastjórnun, ásamt því að keyra innranet á sama LiSA-kerfinu og ytranet- ið. Einnig mun Innn hanna svo- kallað extranet fyrir stofnunina og verður þá hægt að bjóða upp á læst svæði sem viðskiptavinir og samstarfsaðilar Siglinga- málastofnunar geta nýtt sér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.