Morgunblaðið - 20.03.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.03.2002, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 2002 31 auka þann . „Skoðun þyrfti ís- sem sér- sameigin- nar. Með rýra gildi stefnunn- æma hana ðstæðum, m nýtingu eigu, og SB deila nar á Ís- B rt að rifja bandsins. stofnunar rópu árið þess voru ur-Þýska- Lúxem- n Rómar- ur, stofn- ags Evr- ópu forvera Evrópusambandsins. Þar segir í landbúnaðarkafla sátt- málans, en fiskveiðar falla undir hann: „Sameiginlegi markaðurinn skal ná til landbúnaðar og verslunar með landbúnaðarafurðir. Hugtakið landbúnaðarafurðir nær hér yfir af- urðir jarðræktar, búfjárræktar og fiskveiða sem og afurðir á fyrsta vinnslustigi sem tengjast beint þess- um afurðum.“ Annað segir ekki um sameigin- legu sjávarútvegsstefnuna í stofn- sáttmálanum og hún hefur síðan þróast með útgáfu reglugerða og til- skipana. Sérstök stjórnardeild fyrir sjávarútveg var ekki sett á laggirnar fyrr en árið 1976, enda höfðu stofn- ríkin sex framan af lítinn áhuga á sameiginlegri stefnu í sjávarútvegi þar sem þau veiddu 90% heildarafla síns utan þáverandi eigin fiskveiði- lögsögu. Sambandið hefur hins veg- ar stækkað jafnt og þétt síðan og gengið í gegnum aðildarviðræður þar sem sjávarútvegsmálin hafa ver- ið einn af þeim málaflokkum sem mikið hefur verið tekist á um, auk þess sem segja má að þau hafi átt stóran þátt í því að Norðmenn hafa í tvígang fellt aðild að Evrópusam- bandinu. Í ársbyrjun 1973 gengu Bretland, Danmörk og Írland í Evr- ópusambandið eða þáverandi Efna- hagsbandalag Evrópu. Noregur sótti þá einnig um aðild en aðildar- samningurinn var felldur í þjóðarat- kvæðagreiðslu. Grikkland gerðist aðili 1981 og Portúgal og Spánn 1986. Svíar, Finnar og Austurríkis- menn gerðust aðilar 1995, en Norð- menn felldu þá aðild í annað sinn og nú standa yfir aðildarviðræður við ríkin í austanverðri Evrópu. Jafn- hliða þessu hefur sjávarútvegsstefna sambandsins þróast og tekið breyt- ingum, m.a. með hliðsjón af niður- stöðu aðildarviðræðna. Lengi vel gilti til dæmis að Miðjarðarhafið hefði sérstöðu gagnvart sameign- legu sjávarútvegsstefnunni í sam- aburði við Atlantshafið, en nú er ein- mitt komið að endurskoðun stefn- unnar og á henni að vera lokið í árslok 2002 þegar Danir fara með forystuhlutverkið innan ESB. Evrópusambandið, eins og við þekkjum það í dag, hefur þannig þróast stig af stigi og tekið breyt- ingum í tímans rás í ljósi aðstæðna hverju sinni, en þó þannig að haldið hefur verið uppi þeim meginreglum sem settar voru í Rómarsáttmálan- um upphaflega. Velta má því fyrir sér hvað Evrópusambandið muni halda fast í túlkun á sjávarútvegs- stefnunni sem í raun útiloki allan norðvesturhluta Evrópu frá Evr- ópusambandinu, eins og utanríkis- ráðherra benti á í framangreindu er- indi sínu þegar hann segir að það sama eigi við um Norðmenn, Græn- lendinga og Færeyinga og gildi um Íslendinga. Það sé ekki vegna mark- miða sjávarútvegsstefnu Evrópu- sambandsins sjálfrar heldur hvernig hún sé framkvæmd í raun. Augljóslega að þreifa fyrir sér Baldur Þórhallsson, lektor í stjórnmálafræði við Háskóla Ís- lands, sagði spurður um hvaða mat hann legði á þau viðhorf utanríkis- ráðherra sem komið hefðu fram á fundinum í Berlín, að menn hefðu áður bent á að þessar leiðir væru færar og að kannski væri hægt að nota þær í viðræðum við Evrópu- sambandið. Það væri hins vegar mjög athyglisvert að utanríkisráð- herra skuli taka þær upp og ljá máls á þessu á fundi í Berlín. Hann sé augljóslega að þreifa fyrir sér til að fá viðbrögð þýskra stjórnvalda og annarra ríkisstjórna í Evrópusam- bandinu fyrir þessum hugmyndum. „Ég held að hann sé kannski að þreifa fyrir sér á tvenns konar vett- vangi. Annars vegar meðal ríkisstjórna í Evrópu en líka hér á landi og í eigin flokki hvað hann getur fengið flokkinn langt með sér í Evr- ópuumræðunni og í rauninni erum við kannski líka auðvitað að tala um ríkisstjórnina í þeim efnum,“ sagði Baldur. Hann sagði að áður hefði verið á það bent að það mætti reyna að yf- irfæra skilgreiningu á landbúnaði á norðurslóðum yfir á fiskveiðar á norðurslóðum. Það myndi þýða að við myndum áfram halda utan um fiskveiðar okkar og stjórna sjávarút- vegsstefnunni. Utanríkisráðherra sé í raun og veru að tala um und- anþágu frá sjávarútvegsstefnu ESB til frambúðar. Evrópusam- bandið hafi ekki gefið slíkar und- anþágur í aðildarviðræðum. Hins vegar séu aðstæður að breytast innan ESB. Unnið sé að því að taka inn ríkin í austri. Áður fyrr hafi ný aðildarríki þurft undanþágur til þess að laga sig að reglum Evrópu- sambandsins, en nú sé málum svo komið að Evrópusambandið þurfti sjálft undanþágur frá eigin reglum til þess að geta aðlagast nýjum að- stæðum. Til að mynda geti ESB ekki styrkt landbúnað í Austur- Evrópuríkjunum í sama mæli og gert sé innan sambandsins í dag. „Evrópusambandið er farið að biðja um undanþágur fyrir sjálft sig og það getur opnað ákveðnar glufur fyrir ríki að fá langtíma und- anþágur. Það virðist vera orðin meiri sveigjanleiki í þessum aðild- arviðræðusamningum en áður hef- ur verið,“ sagði Baldur ennfremur. Íslenska hag- kerfið sveiflukennt Það kann þannig að vera komið að þeim tímamótum að ekki verði lengur vísað til þess að sameiginleg sjávarútvegsstefna Evrópusam- bandsins útiloki fyrirfram vanga- veltur um aðild Íslendinga og þjóð- in þurfi þannig að velta því fyrir sér í alvöru hvort hún vilji vera inn- an Evrópusambandsins eða ekki að því gefnu að viðunandi lausn fá- ist í sjávarútvegsmálum. Það er nefnilega alveg sjálfstæð spurning hvort við viljum sækja um aðild að ESB. Viljum við vera í Evrópu- sambandinu eða viljum við það ekki og hvað færir aðild íslenskri þjóð umfram það sem þegar hefur fengist fram í samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Tals- menn aðildar hafa ekki, að mati andstæðinga aðildar, fært fram sannfærandi rök fyrir því hvað að- ildarviðræður myndu færa Íslend- ingum í aðra hönd umfram það sem er fyrir hendi í samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Knýjandi rök fyrir aðildarumsókn þurfi að vera fyrir hendi til þess að jafn afdrifarík skref séu stigin eins og þau að sækja um aðild með því framsali á fullveldi sem því fylgi. Hugmyndafræðileg rök um sam- einaða Evrópu dugi ekki ein og sér í þeim efnum til að mynda né held- ur að áhrif okkar í samfélagi Evr- ópuþjóða sem telur hundruð millj- óna vaxi til mikilla muna við aðild. Sérstaklega hafa menn til dæmis bent á þær efnahagslegu afleiðing- ar sem það myndi hafa í för með sér að geta ekki mætt sveiflum í efnahagslífinu með sjálfstæðri gengisskráningu. Íslenska hag- kerfið sé í eðli sínu mjög sveiflu- kennt vegna þess hversu háð það sé fiskveiðum og það gæti í versta falli kallað á stórfelldan flutning fólks af landi brott afsöluðum við okkur því efnhagslega sjálfstæði sem felst í sjálfstæðri myntskrán- ingu. Það er ekki stefna Íslendinga nú að leita eftir viðræðum við Evrópu- sambandið, eins og utanríkisráð- herra sagði eftir fund sinn með þýska utanríkisráðherranum í síð- ustu viku og vitnað er til hér að framan. Ýmislegt bendir hins veg- ar til þess að breytingar kunni að vera í aðsigi í þeim efnum og ekki er ólíklegt að þetta geti orðið eitt af stærstu málum næstu kosninga, sem ekki eru langt undan. Ef niður- staðan verður sú að óska eftir aðildar- viðræðum mun það í tímans rás skýrast hvort viðunandi lausn næst fram í sjávarútvegs- málum og hvort íslensk þjóð telur sig eiga heima innan Evrópusam- bandsins eða ekki. Eftir það verður alla vega erfiðara að ásaka okkur Íslendinga fyrir það að vilja bara borða rúsínurnar úr kökunni en ekki kökuna sjálfa, eins og nú er stundum gert þegar við viljum ná einhverju fram gagnvart ESB. ugmyndir sem snerta sjávarútvegsstefnu ESB i stefna inga í dag ta lausna fa komið fram þær skoðanir að ð leita lausna á stöðu Íslands eiginlegri sjávarútvegsstefnu andsins, en það er ekki stefna ag að sögn utanríkisráðherra. Hjálmars Jónssonar kemur merki eru um að draga kunni ópumálum á næstu misserum. Morgunblaðið/RAX Evrópusambandsins er í brennidepli þegar d Íslands að sambandinu ber á góma. Evrópusambandið farið að biðja um undanþágur fyrir sjálft sig hjjo@mbl.is ÍNÝRRI þjóðhagsspá sem Þjóð-hagsstofnun gaf út í gær segirað svo virðist sem betra jafn-vægi sé nú að komast á í þjóð- arbúskapnum eftir mikla þenslu á undanförnum árum og horfur séu á að efnahagsstarfsemin sæki á ný í sig veðrið eftir fremur milda lægð. Þensla undanfarinna ára er sögð hafa leitt til gríðarlegs viðskiptahalla og versnandi skuldastöðu gagnvart útlöndum en aðlögun í átt að betra jafnvægi hafi hafist á fyrri hluta síð- asta árs með gengislækkun krónunn- ar og aukinni verðbólgu. „Þetta aðlögunarferli hefur leitt til snarps viðsnúnings í hagkerfinu. Þannig hefur viðskiptahallinn farið ört minnkandi og forsendur virðast vera fyrir því að verðbólgan hjaðni niður á viðunandi stig á næstu miss- erum. Horfur eru því á að efnahags- starfsemin sæki á ný í sig veðrið á næstunni eftir tiltölulega milda nið- ursveiflu.“ Þjóðarútgjöld loks að lækka Í helstu niðurstöðum skýrslu Þjóð- hagsstofnunar segir að vegna mikils halla af viðskiptum við útlönd hafi verið brýnt að lækka þjóðarútgjöld, sem um árabil hafa vaxið meira en þjóðartekjur. Segir að umskiptin á síðasta ári hafi orðið nánast eins og hendi væri veifað. „Á öðrum ársfjórðungi dragast þjóðarútgjöldin verulega saman og heldur sú þróun áfram það sem eftir er árs. Talið er að þjóðarúgjöldin í heild hafi minnkað um 3% á árinu 2001 borið saman við aukningu þeirra um 6,6% árið 2000. Reiknað er með svipuðum samdrætti þeirra á þessu ári og því gætu þjóðarútgjöldin minnkað um nær 6% á þessum tveim- ur árum. Áhrifin á viðskiptajöfnuð hafa ekki látið á sér standa, hallinn fer úr 10,1% af landsframleiðslu árið 2000 í 4,4% 2001 og niður í 2% á þessu ári sam- kvæmt áætlunum,“ segir í skýrslunni. Aðlögun að mestu rakin til minnkandi innflutnings Aðlögunin í hagkerfinu er að stórum hluta rakin til gríðarlegrar minnkunar innflutnings. Í fyrra dróst innflutningur saman um 7,8% og áætlar Þjóðhagsstofnun að hann dragist saman um 3,6% á þessu ári. Útflutningur jókst hins vegar í fyrra, um 7,6% og spáð er 1,9% aukningu í ár. Áætlað er að landsframleiðslan hafi aukist um 3% á árinu 2001 en spáð er að hún dragist saman um 0,5% á þessu ári. Þessi samdráttur í landsframleiðslu markar endalok hagvaxtarskeiðs sem hófst um miðjan síðasta áratug. Þjóðhagsstofnun telur að verð- bólga hjaðni á næstu mánuðum og spáir að verðlag hækki um 2,6% frá upphafi til loka árs 2002, samanborið við 9,4% hækkun frá upphafi til loka árs 2001, og um 5,2% milli áranna 2001 og 2002. Þá er reiknað með að atvinnuleysi verði að meðaltali 2,3% á þessu ári en það var 1,4% í fyrra. Kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann er sagður hafa aukist um 1,5% í fyrra en muni aukast um innan við 1% í ár og yrði það áttunda árið í röð sem kaupmáttur eykst. Einkaneysla ræðst að stórum hluta af kaupmætti ráðstöfunartekna og dróst hún sam- an um 2,8% í fyrra eftir að hafa vaxið árlega um 5,3% að meðaltali frá 1994 til 2000. Reiknað er með áframhald- andi samdrætti á árinu 2002, eða um 1%. Samneysla óx hins vegar áfram eins og verið hefur síðustu ár. Vöxt- urinn er talinn hafa numið 3% á árinu 2001 og búist er við 2,8% vexti á árinu 2002. Áætlað er að tekjuafkoma hins op- inbera hafi verið neikvæð um einn milljarð króna á árinu 2001 en 2000 var hún jákvæð um 16 milljarða en á líðandi ári er gert ráð fyrir ríflega fjögurra milljarða kr. tekjuhalla. Rétt úr kútnum árið 2003 Þjóðhagsstofnun segir margt benda til þess að að efnahagslífið nái að rétta að fullu úr kútnum á árinu 2003 og reiknar með að hagvöxturinn verði um 1,5–2% á því ári og í fram- haldi aukist hann í 3–3,5% á ári. Hag- vöxtur á árinu 2001 var, eins og fyrr segir, um 3% en gert er ráð fyrir 0,5% samdrætti í ár. Reiknað er með að árleg verðbólga verði 2½–3% að meðaltali á árunum 2003–2006 eða í samræmi við verð- bólgumarkmið Seðlabankans og at- vinnuleysi verði um 2% á árunum 2004–2006. „Gert er ráð fyrir að einkaneysla vaxi um tæplega 2½% á ári að meðaltali á spátímabilinu og er vöxturinn í takt við aukningu í kaup- mætti launa. Áfram er búist við vexti samneyslu, en þó er gert ráð fyrir að töluvert dragi úr vaxtarhraðanum og hann nemi 2½% á ári að meðaltali. Til samanburðar óx samneysla um 3% á ári að meðaltali frá 1995–2001. Búast má við að samdráttar í fjárfestingu gæti fram á árið 2003, en eftir það aukist fjárfesting ár frá ári út spá- tímabilið. Þannig nái fjárfesting lág- marki sem hlutfall af landsfram- leiðslu á næsta ári, eða 17%, en í lok spátímabilsins verði hlutfallið komið í 21%. Samkvæmt þessu er útlit fyrir að samdráttar gæti í þjóðarútgjöld- um á næsta ári, en eftir það vaxi þau um 3½–5% á ári.“ @+< 9A B$$ =     !  -"+C$  (<+C$  ; <<C9 )*!" *+  D =   '#   E$  F=   '#   E$  , "  )*!" 2$") "  = )*!" * " " - *  ." - *+ @  = GHI = 9$= < +$  J +C  GHI ")<  $ #= +"  < J +C  GHI +C$ '+ $      & /' &   & '/ ( & ' &0 K & ' &0 /' 0 K K K K L L KL /1 L KL /1  L 1  KL L L K L L K L 10 L KL 1  L 1/  K L L L $  ! !  M!  () $ % &  '& '    &&('0(   & '0& & '  K & ' &0 '  I I N& +C  +  +"  =#$  '+    $$ I @  = = E +"< =C   $L +"  =#$  '+   Þjóðhagsspá Þjóðhagsstofnunar Horfur á betri tíð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.