Morgunblaðið - 20.03.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.03.2002, Blaðsíða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 2002 25 ÞAÐ var gríðarleg stemmning í þéttsetinni Laugardalshöll á laugar- dag, þegar Sinfóníuhljómsveit Ís- lands, West End Int- ernational hópurinn, söngflokkurinn Elektravox, að viðbætt- um þremur íslenskum karlsöngvurum og rokksveit fluttu lög úr smiðju hljómsveitar- innar Queen. Það skal viðurkennt að undirrituð hafði uppi nokkrar efasemdir fyr- ir tónleikana um að verkefnið væri viðráð- anlegt; – ekki nokkur núlifandi söngvari færi í spor Freddys Merc- urys og vafasamt væri að sinfónísk útfærsla myndi bæta nokkru við þá eðalmúsík sem gert hefur Queen að klassískri hljómsveit. Það kom þó á daginn að efasemdir voru að mestu ástæðulausar. Fjórir söngvarar West End hópsins skiptu með sér söngnum, þau Hazel Fern- andes, Sally Ann Triplett, James Graeme og Dean Collinson. Ekkert þeirra líktist Freddy Mercury tiltak- anlega í söngnum, enda kannski hvorki til þess ætlast, né hægt að ætlast til þess af þeim. Hazel, Sally Ann og Dean reyndust afburða- söngvarar, hvert með sinn karakter og stíl, öll góð. James Graeme stóðst þeim því miður ekki snúning; röddin þreytt og lúin og hann sjálfsagt bú- inn með sitt besta. Allt er þetta menntað og þrautreynt fólk í söng- leikjabransanum, með margs konar verðlaun og viðurkenningar upp á vasann. Stúlkurnar þrjár í Elektra- vox, Louise Marshall, Shena McSween og Veronica Hart eru ekki síðri fagmenn og firnagóðir söng- fuglar og nutu á tónleikunum dyggr- ar aðstoðar Braga Þórs Valssonar, Eyjólfs Kristjánssonar og Gunnars Ben. sem allir eru þekktir að söng- fimi. Hrynsveitin, skipuð þeim Ey- þóri Gunnarssyni og Kjartani Valdi- marssyni á hljómborð, Guðmundi Péturssyni og Evarð Lárussyni á gítara, Richard Korn á bassa og Gunnlaugi Briem á trommur var feiknargóð, en það hefði mátt magna hana betur upp, sérstaklega tromm- urnar, sem hurfu stundum óþarflega illa í sinfónískan flauminn. Útsetningar Martins Yates reynd- ust afbragðs góðar og þar var fetað gott jafnvægi milli rokksveitarinnar og hinnar sinfónísku og svo söngsins. Þó voru þar atriði sem erfitt var að skilja, eins og það hvers vegna horn- in voru látin yfirtaka besta partinn af snilldarlegu gítarsólói Brians May gítarleikara Queen undir lok lagsins Bohemian Rhapsody. Það var eins og jörðin gleypti það og lagið missti svolítið af karakter sínum fyrir vikið. Annars er óhætt að segja að Yates hafi verið tónsmíðunum trúr og ein- mitt frekar en hitt leyft karakter hvers lags fyrir sig að njóta sín. Það sem síst gekk voru bakraddirnar. Aðalsmerki hljóm- sveitarinnar Queen og eitt af hennar góðu sér- kennum voru framúr- skarandi raddanir hljómsveitarmeðlima. Eins og með rödd Freddys Mercurys verður þetta ekki svo létt leikið eftir. Og þótt bakraddahópurinn hafi verið góður, þá náði hann engan vegin sannfærandi Queen svip á því. Það er held- ur ekkert áhlaupaverk; ætli Queen sitji ekki á toppnum – með Bítlun- um – í þeirri kúnst að radda vel. Þetta kom í ljós strax í öðru lagi, You’re my Best Friend, af plötunni Night at the Opera og var áberandi í öllum þeim lögum þar sem Queen tókst best upp í bakraddalist- inni sem hljómsveitin var búin að þróa nánast til fullkomnunar strax á þriðju plötu sinni, Sheer Heart Attack frá 1974 í lögum eins og Kill- er Queen sem einnig var flutt á tón- leikunum. Lögin sem Yates útsetti voru prýðilega valin og gáfu góða yfirsýn yfir feril Queen, þekkt lög og minna þekkt. Þó hefði mátt sleppa lagi úr kvikmyndinni um Hvell-Geira sem einhvern veginn passaði ekki inní. Fyrir hlé voru best heppnuðu lög- in Fat Bottomed Girls, Radio Ga Ga og Killer Queen og Don’t Stop me Now sem Dean Collinson söng feikn- arvel. Eftir hlé tók Sally Ann salinn með trompi í laginu Somebody to Love. Það magnaðist upp gríðarleg stemmning í höllinni eftir því sem á leið tónleikana; We Will Rock You og Crazy Little Thing Called Love voru mögnuð í flutningi listamannanna og Hazel fór á kostum í laginu Save Me og söng svo undurfallega með svartri sólrödd sinni að Freddy Mercury hefði trúlega hreinlega öfundað hana af. Lagið Who Wants to Live For- ever var feiknar vel sungið af Dean og Sally Ann, og í tveimur síðustu lögunum, Bohemian Rhapsody og We are the Champions var allt orðið funheitt í salnum. Óhemju fagnaðar- læti brutust út þegar tónleikagest- unum var boðið að syngja með og klappa og óhætt er að fullyrða að sjaldan hefur gestum Sinfóníuhljóm- sveitarinnar verið jafn vel skemmt. Þrátt fyrir þá hnökra sem nefndir hafa verið er ekki hægt að segja ann- að en að tónleikar Sinfóníunnar og West End hópsins í Laugardalshöll hafi verið vel heppnaðir. Þar skiptir mestu að lög hljómsveitarinnar Queen eru bara svo góð. Góðar út- setningar spilltu ekki, hvað þá fag- mannlegur og góður söngur. Hlutur Sinfóníuhljómsveitarinnar og hryn- sveitarinnar var mikill og hljóm- sveitarstjórinn David Charles Abell hélt öllu saman með dúndurmúsík- alskri stjórn. Hann hafði tónlistina í hendi sér og það skipti miklu máli. Sú stemmning sem magnaðist upp í salnum var mikilfengleg og tónleika- gestir hurfu á braut með söng á vör og obbolítið rokk í hjarta. Queen – rokkdrottning í sinfónískum kjól TÓNLIST Laugardalshöll Sinfóníuhljómsveit Íslands, hrynsveit, West End hópurinn, sönghópurinn Elektravox að viðbættum þremur ís- lenskum karlsöngvurum fluttu lög eftir hljómsveitina Queen í útsetningum eftir Martin Yates, David Charles Abell stjórn- aði. Laugardag kl. 15.00. SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Bergþóra Jónsdóttir Martin Yates STÓRSVEIT Reykjavíkur efnir til tónleika í Kaffileikhúsinu í kvöld kl. 21. „Sú hugmynd hefur verið á lofti um hríð að koma á „klúbbtónleikum“ stórsveitarinnar með reglulegu millibili,“ segir Sigurður Flosason einn úr hljómsveitaráhöfninni. „Markmiðið er að ná mannskapn- um saman undir óformlegri kring- umstæðum en á hefðbundnum tón- leikum og spila tónlist sem meðlimir þekkja vel og geta flutt með lág- marks undirbúningi og fáum æfing- um. Þetta er því fyrsta skref stór- sveitarinnar í skipulagðri „spila- reynslusöfnun“ og til þess gert að skemmta meðlimum og áheyrendum í senn.“ Að þessu sinni verður flutt tónlist eftir ýmsa af helstu stórsveitatón- smiðum sögunnar. Klúbbtónleikar Stórsveitarinnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.