Morgunblaðið - 20.03.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.03.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ JÓN Bjarnason, þingmaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs, var málshefjandi utandagskrárum- ræðu um laun stjórnarmanna Landssíma Íslands hf. á Alþingi í gær. Sagði hann m.a. í framsögu- ræðu sinni að það hefði komið þjóð- inni algjörlega í opna skjöldu þegar samgönguráðherra, Sturla Böðvars- son, hefði nýlega á aðalfundi Símans ákveðið að hækka laun almennra stjórnarmanna Símans úr 65.000 kr. á mánuði í 150.000 kr. á mánuði og laun stjórnarformanns Símans úr 150.000 kr. á mánuði í 300.000 kr. Þetta hefði samgönguráðherra gert á sama tíma og forystumenn laun- þegasamtaka landsins hefðu gengið á fund ríkisstjórnar, sveitarfélaga og stærstu fyrirtækja landsins og hvatt til verðlækkana á vöru og þjónustu, þannig að halda mætti niðri verðbólgunni í landinu. Jón Bjarnason spurði samgöngu- ráðherra hvort launahækkanir stjórnarmanna Símans hefðu verið gerðar með samþykki forsætisráð- herra, Davíðs Oddssonar, og hvort ríkisstjórnin öll hefði staðið að baki þeim. Óvenjuleg umræða Samgönguráðherra, Sturla Böðv- arsson, sagði í upphafi máls síns að hann teldi það harla óvenjulegt að ræða laun stjórnarmanna Símans í umræðum utan dagskrár á Alþingi. Í utandagskrárumræðum væri yf- irleitt fjallað um mjög brýn og að- kallandi vandamál í samfélaginu. Síðan sagði ráðherra: „Ákvörðun um laun stjórnar Símans var tekin með tilliti til þess hvernig stærsti hluthafinn var að velja fulltrúa sína í stjórnina og um skipan stjórnar- innar var að sjálfsögðu haft samráð eins og eðlilegt er.“ Tók ráðherra síðan fram að það hefði verið lenska hér á landi að gera lítið úr setu í stjórnum og ráðum, sérstaklega þeim sem stjórnmálamenn skipuðu. Héldu sumir því jafnvel fram að um bitlinga væri að ræða. „Tímabært er að mínu mati að breyta þessum hugsunarhætti,“ sagði hann. „Seta í stjórnum er og hefur verið afar mik- ilvægt starf og rík ábyrgð hvílir á þeim sem taka sæti í stjórnum hlutafélaga.“ Ráðherra sagði síðan að verkefni stjórnar Símans væru mjög vanda- söm vegna þeirrar stöðu sem Sím- inn væri í sem markaðsráðandi fyr- irtæki sem ætti að einkavæða. „Við val á stjórn var leitast við að kalla til einstaklinga með víðtæka og öfluga reynslu og þekkingu úr atvinnulíf- inu,“ ítrekaði hann. Sagði hann að um leið og tekin hefði verið ákvörð- un um að fækka stjórnarmönnum Símans um tvo hefði hann talið eðli- legt að breyta launagreiðslum til þeirra sem eftir væru. „Jafnframt er gert ráð fyrir aukinni vinnu stjórnarmanna við að efla ímynd fyrirtækisins.“ Síðar sagði ráðherra að þrátt fyr- ir hækkun stjórnarlauna væri alveg ljóst að heildargreiðslur til stjórnar myndu verða lægri en sú heildar- greiðsla sem hefði verið innt af hendi samtals fyrir stjórnarlaun síð- ustu stjórnar ásamt þóknun vegna sérstakra verkefna stjórnarfor- manns. Áréttaði ráðherra síðan að ekki væri að vænta hækkunar launa eða þóknunar til annarra sem sitja eða starfa í nefndum á vegum sam- gönguráðuneytisins. Fleiri þingmenn tóku til máls í umræðunni og kölluðu nokkrir þeirra eftir skýrum svörum við þeirri spurningu hvort laun stjórn- armanna Símans hefðu verið hækk- uð með samþykki forsætisráðherra. Ekki fengust svör við þeim spurn- ingum. Lúðvík Bergvinsson, þing- maður Samfylkingarinnar, gagn- rýndi, eins og aðrir stjórnar- andstæðingar sem til máls tóku, hækkun stjórnarlaunanna og sagði að engin haldbær rök hefðu fengist fyrir hækkun stjórnarlaunanna. Laun fyrir vinnu í hjáverkum Guðjón A. Kristjánsson, þingmað- ur Frjálslynda flokksins, tók í sama streng og Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, tók svo til orða að með hækkun launanna hefði „þyrni- kóróna verið sett ofan á þetta hroðalega smíðaverk.“ Vísaði hann þar síðast til alls Símamálsins svo- kallaða. „Þetta er eins og þyrnikór- óna ofan á þetta hroðalega smíða- verk, þetta síðasta afrek að tvöfalda laun stjórnar Landssímans og setja stjórnarformanninn, þá mætu manneskju, á nokkurn veginn þing- fararkaup fyrir að sinna því í hjá- verkum að stjórna þessu fyrirtæki. Og öryrkjar og aldraðir sem búa einir í þessu landi og hafa ekki aðr- ar tekjur, þeim er ætlað að draga fram lífið á 75 til 80.000 kr. á mán- uði. Og af þeirri upphæð borga þeir skatta. Fjórföld slík laun fær stjórn- arformaðurinn fyrir að gera þetta viðvik í hjáverkum. Þetta sýnir hug- arfar, viðhorf til lífskjara og launa- munar í þessu landi.“ Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, benti á að mál- efni Símans hefðu aftur og aftur komið til umræðu á Alþingi. Sú um- ræða hefði komið illa við starfsfólk Símans sem og viðskiptavini hans. Auk þess hefði hún veikt stöðu Sím- ans á markaði og rýrt verðgildi hans. „Það hafa fá fyrirtæki lent í öðrum eins hremmingum,“ sagði hann og taldi að vegna þeirra hremminga hefði hann talið mikil- vægt að fá í stjórn Símans besta og hæfasta fólkið sem völ væri á. „Til að hæfasta fólkið fáist þarf að greiða vel fyrir störfin. Fólk sem hefur komið sér vel fyrir þarf sér- staka umbun til að taka þátt í þessu erfiða verkefni við þessar erfiðu að- stæður og fórna til þess frítíma sín- um og orku.“ Kvaðst hann sem hlut- hafi ekki hafa þurft að hugsa sig andartak um til að samþykkja hækkun á launum stjórnarmanna Símans. Einar Már Sigurðarson, þingmað- ur Samfylkingarinnar, fullyrti að þjóðin væri öll hneyksluð á um- ræddri launahækkun stjórnar- manna og benti á að hvergi væri að finna sambærileg launakjör í nokk- urri stjórn í landinu. Ríki hafi ekki forgöngu um hækkun Einar Oddur Kristjánsson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, sagði að reglan ætti að vera ein og skýr: „Hið opinbera; ríkið og sveitarfélög, mega ekki og eiga ekki að hafa for- göngu um hækkun launa. Aldrei. Aldrei.“ Síðan sagði hann: „Nú bregður svo við að stjórnarandstað- an fer að mótmæla hækkun stjórn- arlauna, gagnrýna hana, það er mjög gott.“ Sagði hann að það þyrfti að passa upp á það að hið opinbera gengi ekki á undan með hækkun launa. Gagnrýndu launahækkun stjórnar Símans Morgunblaðið/Jim Smart Sturla Böðvarsson var til andsvara í umræðum um Símann. MÁL Skeljungs gegn Samkeppnis- stofnun var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Lögmaður Skeljungs telur að að mörgu hafi verið áfátt um framkvæmd húsleitar hjá Skeljungi og eins hafi tilefni rannsóknarinnar ekki verið nægi- lega skýrt afmarkað sem aftur hafi orðið til þess að að Samkeppnis- stofnum hafi lagt hald á mjög mikið magn algerlega óskilgreindra gagna, þar með talin afrit af rafræn- um gögnum þar sem m.a. sé að finna persónuleg bréf og skjöl starfs- manna fyrirtækisins. Þótt þarna sé um að ræða gögn sem bæði Skelj- ungur og starfsmenn félagsins eigi sé Skeljungur augljóslega vörslu- hafi persónulegra gagna starfs- mannanna. Lögmaður Skeljungs líkti aðferð- um samkeppnisstofnunar m.a. ann- ars við svokallaða trollaðferð, trolli sé hent út og síðan dregið og athug- að eftir á hvort eitthvað saknæmt finnist, m.ö.o. Samkeppnisstofnun hafi sópað að sér miklu magni gagna, þ.m.t. um 540 þúsund tölvu- póstsskeyti, sem stofnunin síðan fari í gegnum til þess að leita þar að ein- hverju sem kunni að brjóta í bága við samkeppnislög. Máli sínu til stuðnings nefndi lögmaðurinn m.a. annars að við húsleit samkeppnisyf- irvalda hjá olíufélagi í Svíþjóð hafi fyrirfram verið búið að ákveða hvaða gögn skyldi taka og hvað ekki og framkvæmd leitar þar hafi verið með allt öðrum og skipulegri hætti en hjá Samkeppnisstofnun. Þá benti lögmaðurinn á að sam- kvæmt lögum sé það lögreglu að stjórna húsleit en svo hafi ekki verið í þessu tilviki; það hafi verið starfs- menn Samkeppnisstofnunar sem stjórnað hafi leitinni. Í lögum um opinber mál sé skýrt kveðið á um að lögregluyfirvöld eigi að stjórna slík- um rannsóknum. Áhyggjur af framgöngu eftirlitsstofnana Lögmaður Skeljungs taldi sömu- leiðis að skráningu gagna, sem hald var lagt á, hafi verið verulega ábóta- vant sem þýddi að þegar gögnum hefði verið skilað væri illmögulegt að ganga úr skugga um að þeim hefði í reynd öllum verið skilað. Lögmaðurinn taldi það og al- mennt vera áhyggjuefni hvernig eft- irlitsstjórnvöld á borð við Sam- keppnisstofnun stundi það, ef til vill til þess að sanna tilvist sína, að ganga að stórum fyrirtækjum með víðtækum aðgerðum og láta allar venjulegar varúðarreglur víkja. Þannig hafi t.d. fjármálaeftirlitið sakað Búnaðarbankann um alvarleg afbrot og nánast fryst starfsemi hans í langan tíma. Síðan hafi komið á daginn að ekki hafi reynst vera fótur fyrir ásökununum. Nauðsyn- legt sé að eftirlitsstofnanir fylgi reglum sem eiga að tryggja rétt sakaðra manna þegar þær gangi til jafnalvarlegra aðgerða og hér sé deilt um. Leitin var stjórnsýsluaðgerð Lögmaður Samkeppnisstofnunar taldi ákvæði laga um opinber mál ekki eiga við, um stjórnsýsluaðgerð hafi verið að ræða og af hálfu Sam- keppnisstofnunar hafi aldrei staðið til að rannsaka refsiverð brot ein- staklinga á lögum eða að sækja þá til saka, einungis væri verið að skoða hvort um ólögmætt samstarf hafi verið að ræða sem bryti í bága við samkeppnislög. Ákvæði um að lögreglu bæri að stjórna rannsókn hafi því ekki átt við enda og ljóst að starfsmenn hennar hefðu ekki þekk- ingu til þess að stjórna slíkri leit né vitneskju um að hverju bæri að leita. Lögmaðurinn sagði að rann- sókn af þessu tagi væri ekki hægt að framkvæma með venjulegum hætti; nauðsynlegt sé að leitin komi á óvart og eðli málsins samkvæmt verði við slíka rannsókn ekki komist hjá því að leggja hald á verulegt magn gagna sem síðan reynast ekki skipta máli í rannsókninni. Lögmaður Samkeppnisstofnunar lagði áherslu á að þetta atriði hafi alltaf legið ljóst fyrir og bæði í lönd- um Evrópusambandsins svo og í Bandaríkjunum væri þetta viður- kennd staðreynd. Engin leið væri að sanna tilburði um ólögmætt samráð olíufélaganna nema með óvæntri og víðtækri aðgerð enda væri um brýna almannahagsmuni að ræða. Þá benti lögmaðurinn á að Sam- keppnisstofnun hafi gert sér far um að raska ekki starfsemi Skeljungs umfram það sem nauðsynlegt hafi reynst. Ekki hægt að meta meðal- hófsregluna fyrr en eftir á Lögmaður Samkeppnisstofnunar tók undir að virða bæri meðalhófs- regluna og taldi stofnunina hafa gert það í þessari rannsókn. Í rann- sóknum af þessu tagi verði þó spurningunni um meðalhóf ekki svarað fyrr en eftir á, málið væri einfaldlega þess eðlis. Þá sagði lögmaðurinn það ekki vera rétt að hald hafi verið lagt á mikinn fjölda óskilgreindra gagna, hið rétta væri að Samkeppnisstofn- un hafi lagt hald á mikið magn skil- greindra gagna. Hann taldi einu raunverulegu rökin í málatilbúnaði af hálfu Skeljungs snúast um per- sónuleg skjöl starfsmanna Skelj- ungs sem hald var lagt á. Hvað þessi gögn starfsmanna Skeljungs snerti sagði lögmaðurinn Samkeppnis- stofnun bjóða starfsmönnum eða lögmönnum þeirra að vera viðstadd- ir opnun slíkra skjala. Mál Skeljungs gegn Samkeppnisstofnun vegna framkvæmdar við húsleit Deilt um tilefni og markmið aðgerða Lögmaður Skeljungs telur Samkeppnisstofnun hafa farið offari í aðgerðum sínum en lögmaður Samkeppnisstofnunar segir að þess hafi verið gætt að raska starfsemi félagsins sem minnst. Vilja bíða með virkj- anaumræðu ÞINGMENN Vinstrihreyfingarinn- ar-græns framboðs fóru fram á það í upphafi þingfundar á Alþingi í gær að umfjöllun þingsins um frumvarp iðnaðarráðherra um virkjun Jökuls- ár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal og stækkun Kröfluvirkjunar yrði frest- að á meðan óvissa ríkti um það hvort Norsk Hydro hygðist taka þátt í byggingu álvers á Reyðarfirði. „Í ljósi þeirra frétta sem hafa bor- ist undanfarið um að Norsk Hydro vilji fresta ákvarðanatöku um bygg- ingu álvers á Reyðarfirði er ekki for- svaranlegt að keyra málið í gegnum þingið með því offorsi sem lagt er upp með,“ sagði Árni Steinar Jó- hannsson, þingmaður VG, í upphafi þingfundar. „Meirihluti hæstvirtrar iðnaðarnefndar þingsins neitaði ósk- um um að kalla forsvarsmenn Norsk Hydro og hæstvirtan iðnaðarráð- herra á fund nefndarinnar til að gera grein fyrir stöðu málsins en ég tel að slíkt sé algjör forsenda þess að hægt sé að taka afstöðu til máls- ins. Það hlýtur að vera skýlaus krafa okkar alþingismanna að hæstvirtur iðnaðarráðherra upplýsi þingið um raunverulega stöðu málsins áður en afgreiðsla virkjanaleyfis fer fram. Einnig er nauðsynlegt fyrir þingið að fá fram skoðun hæstvirts iðnað- arráðherra á því hvort ekki sé far- sælt í þeirri stöðu sem upp er komin að hafa frumkvæði að því að fresta málinu þannig að þinginu gefist kostur á að vinna að framtíðar- stefnumótun í orkumálum í réttri röð.“ Iðnaðarráðherra ekki við umræðuna Rétt er að taka fram að iðnaðar- ráðherra, Valgerður Sverrisdóttir, var ekki stödd á þingi þegar umræð- an fór fram, en Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður iðnaðarnefndar Alþingis, tók fram að vinnubrögð nefndarinn- ar hefðu verið mjög eðlileg í málinu og kvaðst hann líta svo á að krafa þingmanna VG væri veikburða til- burðir til að drepa málinu á dreif. „Fulltrúar VG sjá að hér er um af- skaplega jákvætt mál að ræða fyrir þjóðarbúið og grípa því til þess ör- þrifaráðs að gera vinnufélaga sína í iðnaðarnefnd torkennilega.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.