Morgunblaðið - 20.03.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 20.03.2002, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Elsku afi nú hefur þú kvatt þennan heim tæplega 92 ára. Þessir síðustu dagar á spítalanum voru erfiðir, líkaminn þreyttur og þurfti hvíld. Það er eitt sem við vitum fyrir víst þegar við fæðumst að við deyj- um líka. En samt er kveðjustundin alltaf erfið og söknuðurinn mikill. Afi var ótrúlega geðgóður og skemmtilegur maður, vinnuþjarkur mikill og hafði mikinn áhuga á berjaferðum og þá bara vestur í Djúp. Kartöfluræktin var einnig mjög ofarlega á hans áhugasviði, tásugerð (tátiljur) og svo að spila á spil. Þetta með berin og berjavísana fyrir vestan og þá bara í Djúpinu var mikið spádómaefni hvert ein- asta sumar og alltaf þegar einhver fór vestur í Djúp í Skjaldborg þá var fyrsta spurning yfirleitt hjá afa: Sástu sætukoppa eða vísi? Við afi áttum það sameiginlegt að finn- ast rosalega gaman að tína ber. Þegar ég fór vestur með systrun- um, dætrum hans, í berjamó var afi búinn að segja mér frá hverri berjaþúfu og hvar væri mest af berjum. Mig minnir að það hafi yf- irleitt alltaf verið mest í Borginni og fyrir ofan Kuldaklett og alltaf fór ég þangað og ekki brást það, þar var mikið af berjum. Þegar ég var síðan komin nógu ofarlega í hlíðina og náði gsm-sam- bandi hringdi ég í afa og sagði hon- um hvernig landið lægi og hvar berin væru og hvað væri búið að tína mikið. Alltaf tíndi ég fyrir afa og ömmu í fötu og gerðu þau úr þessu sultu og saft, ég gerði ekkert úr þessu, borðaði þau bara, þannig að amma og afi sátu oftast uppi með öll kílóin mín því ekki mátti henda einu einasta beri. Ég minnist þesss alltaf þegar ég var yngri að afi nennti ævinlega að spila við mig og hvað hann var þol- inmóður á meðan ég var að læra spilin. Það var aðallega spilaður rakki, en enginn kunni þennan rakka nema þeir sem þekktu afa. Bústaðurinn uppi á Vatnsenda hjá afa og ömmu var alltaf fullur af fólki og líkaði afa það vel. Hann vildi hafa alla hjá sér. Nýbakaðar vöfflur með rjóma, jólakökur, kleinur, brúnar og hrúgur var óbrigðult bakkelsi hjá ömmu og alltaf til nóg af því. Afi sló allt gras með orfi og ljá og stundum fékk ég lánað vélorf og sló kantana og háu grösin, en afa fannst þetta tæki ekkert sniðugt, enda alltaf eitt- hvert vesen með það. Það varð bensínlaust, nú eða bensínstífla, slitið girni, eða ég hreinlega kom því ekki í gang því það hafði blotn- að kertið af því að það sneri vit- laust í bílnum og allur tíminn fór í þetta. Þá var orfið og ljárinn bara best sagði hann alltaf. Hann var með rosalega stóran karföflugarð svo allir í fjölskyldunni gætu sett niður kartöflur og var hverjum og einum úthlutað nokkrum beðum. Oft endaði það með því að afi setti niður fyrir fleiri en sig og tók það jafnvel upp líka og svo geymdi hann kartöfluuppskeruna í jarðhúsi og passaði upp á að ekki frysi og að mýsnar gæddu sér ekki á uppsker- unni. Afi var mikill vinnuþjarkur. Hnýtti öngla í seinni tíð og voru karlarnir í blokkinni þar sem hann bjó alltaf í keppni um það hver hnýtti nú á flesta öngla og auðvitað GUÐJÓN GUNNAR JÓHANNSSON ✝ Guðjón GunnarJóhannsson fæddist á Skjaldfönn í Nauteyrarhreppi í Norður-Ísafjarðar- sýslu 15. júní 1910. Hann lést á Land- spítalanum – há- skólasjúkrahúsi við Hringbraut 7. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Áskirkju 19. mars. var afi öflugastur í því eins og í annarri vinnu og skilaði verkinu vel og vandlega frá sér. Launin voru hrikalega lág, en það skipti ekki miklu máli. Aðalatrið- ið var að vinna gott verk vel og örugglega. Afi og amma prjón- uðu tásur, vettlinga, boli og buxur af kappi á allan ættbálkinn. Vestur í Skjaldborg var kassi fullur af tás- um og vel passað upp á að alltaf væri nóg til af öllum stærðum og litum. Og allir máttu ganga í birgðirnar og krækja sér í tásur til eignar. Afi var lánsamur að hafa átt ömmu og voru þau fyrir mér órjúf- anleg heild. Leiddust og studdu hvort annað í gegnum lífið, voru góðir vinir og góð hvort við annað. Afi var alltaf við góða heilsu og er ég þakklát fyrir það. Ég kveð elsku afa minn nú í bili og þakka fyrir allar stundirnar sem við áttum saman. Ég skal hugsa vel um ömmu, og bið Guð að styrkja ömmu, mömmu og okkur öll í þessari sorg. Takk fyrir afi minn, þín Íris Guðmundsdóttir. Elsku afi. Það er með miklum söknuði í hjarta sem við kveðjum þig með þessum orðum. Stundirnar sem við áttum saman eru ógleym- anlegar, þú gafst þér alltaf tíma til að spila við okkur rakka og gátum við setið tímunum saman við spil. Æskuheimili þitt, Skjaldfönn, var þér ætíð ofarlega í huga og í hvert sinn sem eitthvert okkar hafði farið vestur í bústað spurðir þú okkur allra frétta, hvort við hefðum kíkt til berja, hvernig veðr- ið hefði verið, hvort eitthvað hefði verið veitt í ánni og hvort við hefð- um kíkt frameftir á Skjaldfönn. Þegar þú komst vestur í sveitina lifnaði alltaf yfir þér, þar áttir þú heima, þekktir hverja einustu þúfu og hvern einasta stein og varðst aldrei þreyttur á að segja okkur barnabörnunum sögur úr sveitinni eða benda okkur á þá staði sem þér voru hjartfólgnir. Alltaf var fjör er við kíktum í heimsókn til ykkar ömmu í bústað- inn við Elliðavatn. Þar gast þú ver- ið að stússa úti í skúr tímunum saman, dunda þér í kartöflugörð- unum og fylgjast með sprettunni eða slá grasið með orfi og ljá eins og í gamla daga. Þar komum við oft öll fjölskyldan og grilluðum saman, þá var sko fjör, enda enginn smá- hópur sem þið amma eigið. Á sumr- in var þetta ykkar annað heimili og var unun að fá að koma í heimsókn, spila fótbolta á túninu og leika sér í dúkkukofanum sem þú byggðir. Það var líka svo gott að koma til ykkar ömmu á Dalbrautina, amma dró fram allar kræsingar sem til voru í húsinu, svo var sest niður, drukkið kaffi og spjallað. Þú hafðir alltaf nóg fyrir stafni en varst samt aldrei of upptekinn fyrir okkur. Þú áttir góðar stundir í hægindastóln- um að dunda þér við eitt og annað. Einu sinni var það að setja króka á línur fyrir fiskibátana og síðan prjónaðirðu tásur af miklum móð. Enda var mikil eftirspurn eftir þessari gæðavöru. Handlagnin var augljós og metnaðurinn mikill. Þegar við kíktum svo í heimsókn sagðir þú okkur annaðhvort sögur að vestan eða hvað væri að gerast í öllum sápuóperunum. Minningin um þig í stólnum, brosandi og hressan, að fást við eitthvað mun lifa lengi með okkur. Þú kenndir okkur margt og sennilega meira en okkur grunar. Það verður lengi í minnum haft þegar við heimsóttum þig á spít- alann, núna undir það síðasta. Amma var veik heima og hafði ekki getað komið daginn áður og heim- sótt þig. Þú spurðir frétta af henni og vildir vita hvernig hún hefði það. Þegar þú vissir að henni væri að batna birti yfir andlitinu og þú spurðir hvort hún kæmi þá kannski á morgun að heimsækja þig. Til- hlökkunin yfir að fá að sjá hana var mikil og það var greinilegt hvar hugur þinn var, þótt þú værir sjálf- ur að reyna að ná heilsu. Þetta var svo einkennandi fyrir ykkar sam- band. Þér þótti svo afskaplega vænt um hana ömmu. Það var yndisleg stund uppi á spítala, að fá að koma til þín á þinni hinstu stundu og kveðja þig. Þú varst alveg tilbúinn að fara, hafðir lifað þínu lífi vel og varst svo ánægður með allt sem stóð þér næst. Það var svo yndislegt að sjá hvað þú leist vel út og hvað það var mikill friður yfir þér. Við erum svo fegin að þú fékkst að fara án þess að þjást en við vitum að þín mesta eftirsjá var að skilja við ömmu. En við hugsum vel um ömmu, hún á okkur öll að og svo vitum við að þú vakir yfir henni og okkur öllum. Við viljum þakka þér fyrir allt það sem þú gafst okkur, það er svo mikils virði. Minningin um góðan afa lifir í hjarta okkar að eilífu. Elsku amma. Sorg þín er mikil. Að sjá á eftir lífsförunaut sínum eftir rúmlega 60 ára farsælt hjóna- band er erfitt. Samband ykkar var alltaf byggt á virðingu, trú og tryggð og umfram allt ást fram á síðustu stundu. Slíkt er ekki sjálf- gefið. Hjónaband ykkar hefur verið fyrirmynd annarra og það er ein- læg ósk okkar að einhvern tíma á lífsleiðinni munum við öðlast slíka hamingju. Megi góður guð styrkja þig í þessari miklu sorg. Þín barnabörn, Guðmundur, Brynjar, Eva Björk, Anna Rún, Úlfar, Lillian, Kristín Björk, Gísli Valur og Kristinn Helgi. Fyrir um fimmtán árum varð það mín gæfa að kynnast Guðjóni Gunnari Jóhannssyni frá Skjald- fönn og konu hans, Kristínu Jón- asdóttur frá Borg í Reykhólaveit. Nú þegar leiðir skilur og ég rifja upp kynni okkar Guðjóns frá Skjaldfönn koma vitanlega fyrst upp í hugann allar sögurnar að vestan. Er svo eflaust um fleiri sem kjósa að rita um hann minning- arorð. Einstakur áhugi hans á veiði- skap og öllu tengdu Ísafjarðar- djúpinu og Skjaldfannardalnum heillaði mig strax við fyrstu kynni. Allur fróðleikurinn og áhuginn á að miðla skemmtilegum sögum tengd- um dalnum og mannfólkinu. Hæfi- leikar hans til frásagna voru miklir, sögurnar vel upp byggðar og oftar en ekki kryddaðar hæfilegum skammti af húmor. Fjölmargir afkomendur Guðjóns búa í dag að gríðarlegum áhuga hans á íslenskri náttúru, þeirri ómældu virðingu sem hann bar fyr- ir náttúrunni og miðlaði allt til síð- asta dags til síns fólks. Mér er enn minnisstæð fyrsta ferðin vestur með Guðjóni. Strax í birtingu fyrsta daginn var hann kominn út í náttúruna og engu lík- ara en nærveran við æskustöðvarn- ar yngdi hann um mörg ár. Byrjaði hann gjarnan á því að leggja net í Selá eða sjó. Þegar því var lokið kannaði hann berjasprettu og möguleika á berjum með hausti. Er mér enn í fersku minni hvernig hann strauk lyngið og sneri því á alla vegu. Stundu síðar mátti heyra óbrigðula spá hans um mögulega berjasprettu. Og þegar berjunum sleppti tók við ítarleg úttekt nátt- úrubarnsins á trjágróðrinum. Þar greindi hann minnstu breytingar frá síðustu ferð. Í ríki dýranna var það einkum rjúpa og silungur sem áttu hug hans allan. Guðjón Gunnar var sannur veiðimaður. Lærði snemma að lesa í hegðun fugla og fiska. Takmarkið var alltaf að veiða í matinn. Sjá sér og sínum farborða. Árangurinn var raunar undraverð- ur og sögurnar eftir því. Svo magn- aðar margar hverjar að mann setti hljóðan. Ég þóttist snemma taka eftir vís- um einkennum í fari þessa mikla skörungs. Dugnaður, umhyggja og hlýja, ásamt miklu stolti og ást til handa æskustöðvunum, einkenndu Guðjón frá Skjaldfönn öðru frem- ur. Dugnaðurinn var óvenjulegur og aldrei féll honum verk úr hendi. Markmiðið var án undantekninga að láta gott af sér leiða til handa sínu fólki. Fagurt handbragð hans og vandvirkni heilluðu þá er nutu. Hann bar jafnan hlýhug til allra sem hann þekkti og af hans vörum féll aldrei styggðaryrði um nokk- urn mann. Ekki svo að skilja að honum féllu alltaf vel orð eða at- hafnir manna í hans umhverfi. Hann bar hins vegar harm sinn og óánægju í hljóði þegar svo bar und- ir. Elsku Kristín mín. Þín var gæf- an að eignast slíkan mann sem Guðjón frá Skjaldfönn. Engu minni var gæfa hans að öðlast þá ham- ingju og heppni að fá að eyða mest- um hluta ævi sinnar með þér. Fyrir það var hann jafnan þakklátur og skyldi engan undra. Sorgin er mikil og meiri verður söknuðurinn um ókomna tíð. Hetjuleg barátta og samheldni á ykkar löngu leið verð- ur þeim er á eftir koma sönn fyr- irmynd. Minningar um einstakan mann munu ylja okkur öllum í framtíðinni og leika aðalhlutverkið þegar kemur að því að sefa sorg og söknuð. Með allar þessar ljúfu minningar sem nýjan förunaut til framtíðar óska ég þess að guð styrki þig á erfiðum tímamótum. Innilegustu samúðarkveðjur til handa öllum ættingjum Guðjóns frá Skjaldfönn. Guð blessi minningu náttúru- barnsins Guðjóns Gunnars Jó- hannssonar. Stefán Kristjánsson. Mig langar til að kveðja hann langafa minn með þessu ljóði sem ég er nýbúinn að læra. Snert hörpu mína, himinborna dís, svo hlusti englar guðs í Paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf. Úr furutré, sem fann ég út við sjó, ég fugla skar og líka úr smiðjumó. Í huganum til himins oft ég svíf og hlýt að geta sungið í þá líf. Þeir geta sumir synt á læk og tjörn, og sumir verða alltaf lítil börn. En sólin gyllir sund og bláan fjörð og sameinar með töfrum loft og jörð. Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt Um varpann leikur draumsins perluglit. Snert hörpu mína, himinborna dís, og hlustið, englar guðs í Paradís. (Davíð Stefánsson.) Birgir Rúnar. Hann Guðjón minn er dáinn, fóstri minn er farinn yfir móðuna miklu. Þrátt fyrir háan aldur, versnandi heilsu, sjóndepurð og minnkandi heyrn lét Gaui það ekki hafa áhrif á skap sitt. Í hvert sinn er gesti bar að garði var sama ljúf- mennskan sem mætti hverjum og einum, sama hvort það voru börn eða fullorðnir, skyldmenni eða ekki, hjá Gauja voru allir jafnir og hjartanlega velkomnir. Þegar slíkur maður fellur frá hellist sorg og söknuður yfir alla sem hann þekktu. Gaui var ekki einn í að útdeila gæsku á sínu heimili því kona hans, hún Stína fóstra mín, hefur ekki minni mann- kosti til að bera. Þegar slíkir tveir einstaklingar veljast saman verður útkoman: Óskaforeldrar. Því var það að ég gerði þau að fósturfor- eldrum mínum að þeim forspurð- um. Þau áttu sjö börn, en ég ákvað að talan átta væri betri og þar við sat. Þau voru fóstri minn og fóstra. Mín fyrstu kynni af Gauja eru greypt í huga mér. Þau hófust fyrir 47 árum. Ég hafði þá nýverið kynnst elstu dóttur þeirra hjóna. Við ákváðum að ég kæmi heim til hennar að Langholtsvegi 101. Þar hringdi ég bjöllu og til dyra kom stór maður með mikið og fallegt hár, en kolsvartar, loðnar augna- brúnir. Mér fannst hann horfa fast á mig en rómurinn var mildur þeg- ar hann spurði: „Hvern ætlar þú að finna væna mín.“ „Hana Bíbí,“ tafs- aði ég. „Gjörðu svo vel og komdu inn fyrir, ég ætla að kalla á Bíbí, en hvað heitir þú góða?“ „Ég heiti Sig- urhanna.“ „Já, það er myndarlegt nafn fyrir myndarlega stúlku.“ Þarna fékk fóstri minn tíu prik. Mikið á hún Bíbí góðan pabba hugsaði ég og um leið birtist Bíbí ásamt smávaxinni konu með falleg, brosandi augu. Hún heilsaði mér og bauð mér að koma inn í stofu. Þarna var komin mamma Bíbíar – hún Stína „fóstra mín“. Þau voru yndisleg bæði tvö. Ég var ekki búin að staldra lengi við þegar ég tók eftir að það voru ótal mörg augu sem horfðu á þessa ókunnugu stelpu. Þarna voru komin sex yngri systkini Bíbíar. Ég komst fljótlega að því að pabbi Bíbíar var í skóla, sem mér fannst skrýtið þá, en nokkrum ár- um seinna skildi ég hvað það hafði verið mikið þrekvirki að fara í Iðn- skólann og klára húsasmíðanám með níu manna fjölskyldu. Auðvit- að hefði þetta ekki getað gengið nema af því að Stína og Gaui voru samtaka, eins og alltaf, í að láta þetta ganga. Þau unnu bæði hörð- um höndum utan heimilis og heima. Það eru forréttindi fyrir ungling að kynnast slíku öðlingsfólki, fá að vera heimagangur hjá þeim og komast upp með að gera sig að fósturdóttur þeirra. Þessara for- réttinda hef ég notið í tæp 50 ár og verður aldrei fullþakkað. Gaui var traustur eins og klettur sem rís úr hafi. Gaui var mikill náttúruunnandi enda var hann fæddur og uppalinn í stórbrotinni náttúrufegurð á Skjaldfönn við Ísafjarðardjúp. Guðjón undi sér hvergi betur en við ræktunarstörf, hvort sem það voru matjurtagarðar eða trjárækt. Hann var búmaður í sér. Í Skjald- fannarlandi byggði öll fjölskyldan sér stórt og fallegt sumarhús. Gaui, Stína, systkinin sjö, makar þeirra og börn hafa öll notið þess að vera í sumarhúsinu í gegnum árin. Gaui var alveg hneykslaður á mér að vera ekki búin að fara þangað og skoða óðalið þeirra og ömmusveit í leiðinni, en það er Reykhólasveitin. Það þýddi ekkert fyrir mig að nota vegalengd sem afsökun. Síðastliðið sumar kom svo gott tækifæri. Ég fór að Skjaldfönn. Gaui ljómaði af stolti þegar ég sagði honum hvað mér fannst stórbrotið að koma á æskuslóðir hans. Þótt langt væri að fara væri það alveg þess virði! Stína og Gaui áttu miklu barnaláni að fagna og hafa uppskorið eins og þau sáðu. Börnin þeirra sjö eru öll einstaklega gott fólk, enda væri annað á móti lögmálinu. Þegar öll- um þeim góðu genum sem frá for- eldrunum koma er sáð í hvern og einn einstakling hlýtur útkoman að vera úrvalsfólk. Ég þekki ekki neina stórfjölskyldu sem er eins samheldin og samtaka og þeirra. Afkomendur Gauja og Stínu eru á milli 50 og 60 manns. Ef annað þeirra gat ekki farið fór hitt ekki heldur. Þau báru óskipta virðingu og væntumþykju hvort fyrir öðru. Vinátta þeirra var órjúfanleg hvort við annað og ekki síður við börnin, barnabörnin og tengdabörnin. Öll hafa þau nú vafið Stínu með kær- leik sínum eftir að Gaui dó. Elsku Stína fóstra mín. Ég veit að þér finnst hluti af þér hafa dáið með Gauja. Í 61 ár hafið þið gengið veginn saman. Falleg minning um yndislegan eiginmann, traustan föður, ljúfan tengdaföður, hlýjan afa og öðlingsfóstra verður okkur huggun. Elsku Bíbí vinkona. Það er ekki sjálfgefið að eiga einungis fallegar minningar um föður sinn, en það átt þú. Það er einstakur fjársjóður sem enginn getur eytt eða frá þér tekið. Þær munu verða þér huggun í sorginni. Ég vil þakka Guðjóni alla þá umhyggju og hlýju sem ég varð aðnjótandi í 47 ár. Kæri fóstri. Hvíl þú í friði. Frið- ur guðs þig blessi. Hafðu þökk fyr- ir allt og allt. Samúðarkveðjur, Sigurhanna Gísladóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.