Morgunblaðið - 20.03.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.03.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hljóð- einangrandi mottur 2 2 Sími 525 3000 • www.husa.is 2.790 kr. m undir flísar og parket Verð áður: 3.980 kr. m Ráðstefna um björgun og leit á hafi Nýjasta tæknin verður kynnt YFIRSTJÓRN leitarog björgunar á haf-inu og við strendur landsins ákvað nýlega að halda ráðstefnu um fyrir- komulag og framtíð sjó- björgunar sem ber yfir- skriftina „Ný tækni – aukið öryggi“. Til ráðstefnunnar er boðið öllum sem málið varðar, en skrásetning fer fram hjá Landhelgisgæslu Íslands. Ráðstefnan fer fram föstudaginn 22. mars í flugskýli Landhelgisgæsl- unnar á Reykjavíkurflug- velli og stendur frá kl. 13 til 17. Hafsteinn Hafsteins- son, forstjóri Landhelgis- gæslunnar, er formaður yf- irstjórnarinnar. – Hver er þessi yfir- stjórn? „Yfirstjórn leitar og björgunar á hafinu og við strendur landsins, starfar samkvæmt reglum sem dómsmálaráðuneytið gaf út árið 1990. Tilgangur reglnanna er að koma á samræmdri yfirstjórn leit- ar- og björgunarstarfs við strend- ur landsins og á hafsvæðinu um- hverfis landið í samræmi við alþjóðasamning um leit og björgun á hafinu frá 27. apríl 1979. Yfir- stjórnin er skipuð þremur fulltrú- um tilnefndum af Landhelgisgæsl- unni, Landssímanum og Slysa- varnafélaginu Landsbjörg, en þeir eru Gunnar Tómasson, Magnús Waage og undirritaður.“ – Hvert er megininntak ráð- stefnunnar? „Kjörorð ráðstefnunar er „Ný tækni – aukið öryggi“. Áhersla verður lögð á að kynna nýjustu tækni við leit og björgun á hafinu og við strendur landsins. Rætt verður um tilkynningarskyldu ís- lenskra skipa, fjareftirlit og hvern- ig megi á öruggastan hátt skipu- leggja sjóbjörgun.“ – Hver eru markmið ráðstefn- unnar? „Landhelgisgæslan hefur yfir að ráða þremur varðskipum, tveimur þyrlum og flugvél. Lögð er áhersla á að hafa útkallstíma þessara tækja sem stystan. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar er með 24 stunda vakt allan ársins hring. Starfsmenn Landhelgis- gæslunnar búa yfir víðtækri reynslu í björgunarstörfum. Stjórnstöðin er auk þess að vera sjóbjörgunarstöð, fiskveiði- og fjareftirlitsstöð þar sem fylgst er með staðsetningu íslenskra og er- lendra skipa í gegnum efnahags- lögsöguna og móttökustöð tilkynn- inga skipa sem koma til landsins vegna Schengen. Stjórnstöðin not- ar björgunarforrit frá bandarísku strandgæslunni. Landhelgisgæsl- an hefur samstarfssamning við Varnarliðið meðal annars um leit og björgun en varnarliðið hefur verið ómetanlegt í samvinnu við Landhelgisgæsluna í björgunar- málum og er skemmst að minnast frábærrar frammistöðu þess er skipverja af Svanborgu SH var bjargað við Svörtuloft 7. desember 2001. Gott samstarf er milli Flug- málastjórnar og Land- helgisgæslunnar í björgunarstörfum. Landhelgisgæslan hefur einnig samning um leit og björgun við danska sjóherinn. Slysavarna- félagið Landsbjörg hefur yfir að ráða vel þjálfuðum björgunar- sveitum um land allt, björgunar- skipum og góðu starfsfólki. Slysa- varnafélagið Landsbjörg rekur tilkynningarskyldu íslenskra skipa. Landssíminn rekur strand- stöðvar sem eru mikilvægur hlekkur í leit og björgun á hafinu. Allir þessir aðilar hafa unnið sam- eiginlega við sjóbjörgun undanfar- in ár. Markmið ráðstefnunar er að sameina þau öfl sem vinna að sjó- björgun svo að árangur verði eins góður og mögulegt er. Það er mik- ilsvert að hagsmunaaðilar í sjávar- útvegi, útgerðarmenn og sjómenn, kynni sér sem best fyrirkomulag björgunar og nýjustu tækni í þeim efnum. Mikilsvert er að útgerðar- menn og sjómenn hafi góða yfir- sýn yfir þessi mál og að bátar þeirra og skip séu búin eins örugg- um fjarskipta- og björgunarbúnaði og mögulegt er á hverjum tíma.“ – Hverjir tala og um hvað? „Fenginn verður fyrirlesari frá Alþjóðasiglingamálastofnuninni, IMO. Hann mun fjalla um sjó- björgun almennt og fyrirkomulag hennar í öðrum löndum. Jón Birg- ir Jónsson, ráðuneytisstjóri í sam- gönguráðuneytinu, nefnir fyrir- lestur sinn „Stjórn leitar og björgunar á Íslandi“. Gylfi Geirs- son, forstöðumaður fjarskipta- og upplýsingatæknisviðs Landhelgis- gæslunnar, ræðir um framtíðar- sýn í sjóbjörgun. Loftur Jónasson frá Landssímanum nefnir fyrir- lestur sinn „Sjálfvirkt tilkynning- arkerfi“. Jón Gunnarsson, formað- ur Slysavarnafélagsins Lands- bjargar, flytur erindið „Öryggi á sjó og landi.“ Einnig verður hags- munaaðilum í sjávarút- vegi gefinn kostur á að flytja erindi, en upplýs- ingar um efni þeirra liggja ekki fyrir.“ – Hverjum er ráð- stefnan ætluð? „Hún er ætluð öllum þeim sem koma nálægt sjóbjörgun, hvort sem það eru opinberir starfsmenn, starfsmenn eða sjálfboðaliðar í björgunarsveitum, hagsmunaaðil- ar eða aðrir sem áhuga hafa. Al- menningur sem getur eitthvað lagt til málanna er velkominn á ráðstefnuna og aðrir sem vilja fylgjast með hvað þar fer fram.“ Hafsteinn Hafsteinsson  Hafsteinn Hafsteinsson fædd- ist í Reykjavík 3. desember 1939. Lauk lagaprófi frá HÍ 1966, var lögreglustjóri í Bolungarvík og sveitarstjóri frá 1966–68. Fram- haldsnám í sjórétti við London University 1968–69 og lögfræð- ingur Gæslunnar 1969–74 og blaðafulltrúi hennar í 50 mílna þorskastríðinu. Hann er hæsta- réttarlögmaður og löggiltur nið- urjöfnunarmaður sjótjóna. Rak eigin lögmannsstofu frá 1969 þar til hann var skipaður for- stjóri Landhelgisgæslunnar í september 1993. Börn hans eru Gunnar Viðar, Hrund, Auður og Edda. …að árangur verði eins góður og… ÁFRÝJUNARNEFND samkeppn- ismála hefur falið samkeppnisráði að taka afstöðu til þess hvort ástæða sé til að beita 19. gr. sam- keppnislaga vegna þeirra viðskipta- hindrana sem Norðurljós hf., sem rekur m.a. Stöð 2 og Sýn, telja að felist í lögum um Ríkisútvarpið. Norðurljós kærðu ákvörðun sam- keppnisráðs frá 4. desember 2001 þar sem ráðið komst að þeirri nið- urstöðu að ekki væru lagaskilyrði til íhlutunar í málinu vegna erindis Norðurljósa um samkeppnisstöðu leyfisbundins útvarpsrekstrar gagnvart Ríkisútvarpinu. Kröfðust Norðurljós að ákvörðun samkeppn- isráðs yrði felld úr gildi. Málavextir eru þeir að Norður- ljós beindu því til Samkeppnisstofn- unar í október 1999 að taka þegar til skoðunar starfsemi Ríkisút- varpsins og kanna hvort hún fengi samrýmst reglum samkeppnisrétt- ar. Komst samkeppnisráð að þeirri niðurstöðu að ekki væru lagaskil- yrði til íhlutunar í málinu. Ekki ríkisstyrkur heldur ólögmæt viðskiptahindrun Töldu Norðurljós að samkeppn- isráð hefði komið sér hjá því að taka efnislega á erindinu með því að telja að málið heyrði undir Eftirlits- stofnun EFTA. Erindið hefði fyrst og fremst lotið að þeirri ójöfnu samkeppni sem ljósvakamiðlar hér á landi yrðu að þola vegna lögboð- ins útvarpsgjalds til Ríkisútvarps- ins og því innheimtuhagræði sem því væri búið í lögum. Í þessu hag- ræði fælist ekki ríkisstyrkur heldur ólögmæt viðskiptahindrun og tekju- leg forgjöf sem ætti sér ekki sam- svörun í samkeppnisrekstri hér á landi. Kvörtun Norðurljósa vegna Ríkisútvarpsins Samkeppnisráð taki afstöðu til málsins STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra hefur skipað Einar Kr. Guðfinnsson alþingismann formann Ferðamálaráðs Íslands. Hann tekur við for- mennskunni af Tómasi Inga Ol- rich menntamála- ráðherra. Einar Kr. Guð- finnsson hefur einnig verið skip- aður fulltrúi sam- gönguráðherra í Markaðsráði ferðaþjónustunnar og tilnefndur af Íslands hálfu í Vestnor- rænu ferðamálanefndina. Nýr for- maður Ferða- málaráðs Einar Kr. Guðfinnsson ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.