Morgunblaðið - 26.03.2002, Qupperneq 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Í GREIN sem birtist hér í Morgun-
blaðinu þann 14. mars sl. segir Ísr-
aelsmaðurinn Yair Sapir að ástæða
þess að Palestínumenn lögðu á flótta
frá heimilum sínum árið 1947, hafi
verið vegna þess að arabaríkin hafi
lýst yfir stríði við Ísraelsríki strax og
stofnun þess var samþykkt. Það er
ekki alveg rétt hjá honum, og sem
Ísraelsmaður á hann að vita það.
Staðreyndin er sú að þeir 600.000
Palestínumenn sem misstu heimili
sín þegar Sameinuðu þjóðirnar sam-
þykktu að stofnað yrði ríki gyðinga í
Miðausturlöndum voru hraktir frá
heimilum sínum af her gyðinga,
Haganah, sem síðar varð Ísraelsher.
Þetta var frá 1947–1949. Þegar búið
var að hrekja fólkið á brott var hafist
handa við að eyðileggja híbýli þess til
að fyrirbyggja að það gæti snúið aft-
ur, þrátt fyrir loforð um annað. Ekki
nóg með það, heldur var ákveðið að
uppskera fólksins yrði að hluta til
eyðilögð en gyðingalandnemar hirtu
síðan það sem ekki var eyðilagt.
Einnig má taka fram að í sumum
þorpunum sem gyðingum var úthlut-
að var Palestínumönnum sagt að ef
þeir færu ekki með góðu, skyldu þeir
fara með illu. Það var síðan í þorpinu
Deir Yassin sem hugtakið ,,að fara
með illu“ varð að veruleika. Hinn 9.
apríl 1948 fóru inn í þorpið tveir her-
flokkar gyðinga sem kölluðust Stern
og Irgun, ásamt nokkrum hermönn-
um Haganah, ætlunin var að hrekja
íbúana á brott. Það tókst nú ekki bet-
ur en svo að eftir að hafa skipst á
skotum við arabana lágu 250 arabar í
valnum, konur, börn og gamalmenni.
Heilu fjölskyldunum var slátrað.
Einnig var konum nauðgað og karl-
menn limlestir. Eftir þessi fjölda-
morð ákvað Irgun að nota þau sem
hræðsluáróður og boðuðu hrylling
og eyðileggingu annarra þorpa í
grenndinni. Það sem er kannski
merkilegast við þetta er að einn
æðsti maður Irgun-hópsins var Men-
achem Begin, sem síðar varð for-
sætisráðherra Ísraels.
Þessi hræðsluáróður varð til þess
að Palestínumenn í öðrum þorpum
lögðu á flótta.
Sáttasemjari Sameinuðu þjóðanna
í málefnum Miðausturlanda á þess-
um tíma var Volke Bernadotte, hann
var harður á því að Ísraelsmenn
stæðu við gefin loforð og leyfðu pal-
estínsku flóttamönnunum að snúa
heim á ný. Kröfur hans kostuðu hann
lífið því Stern-hópurinn myrti hann
17. september 1948. Einn af meðlim-
um Stern var Ytzhak Shamir, sem
síðar varð forsætisráðherra Ísraels.
Eftirmaður Bernadotte var Ralph
Bunche, hann var ekki nærri því
jafnharður við Ísraelsmenn í málefn-
um palestínsku flóttamannanna.
Afraksturinn af því sjáum við í
dag, þar sem flóttamannabúðir sem
reistar voru á árunum 1947–1949
standa enn og ekkert hefur verið
gert til að bæta úr því. Í staðinn hafa
Ísraelsmenn plantað ólöglegum
landnemabyggðum þvers og kruss á
Gaza og Vesturbakkanum.
Það er einfeldni hjá Sapir að
kenna Arafat um það að ekki var
samið í Camp David sumarið 2000.
Tilboð Baraks um 95% svæðis til
stofnunar Palestínuríkis var ekki
Palestínumönnum í hag að því leyti
að í tilboðinu var hvergi minnst á að
hernámi skyldi hætt.
Það er rétt hjá Sapir að meirihluti
bæði Ísraela og Palestínumanna vill
lifa í friði og lýðskrum og fordómar
leiða til ofbeldis. En það er rangt hjá
honum að Bandaríkin hafi gert meira
en önnur ríki til að koma á friði milli
Ísraels og Palestínu. Í raun hafa
Bandaríkin stutt yfirgang Ísraels,
bæði í orði og verki og hafa ekki sýnt
getu upp á síðkastið til að slökkva
ófriðarbálið, aukið það frekar en hitt
með því að selja Ísraelsmönnum her-
gögn svo þeir geti haldið áfram að
kúga almenning út í Palestínu.
Sharon, forsætisráðherra Ísraels,
hefur með ögrandi framkomu og
óábyrgu tali í fjölmiðlum kynt undir
ofbeldið og segir að Palestínumenn
skuli drepnir þar til þeir hlýði.
Hertar aðgerðir Ísraelsmanna nú
eru olía á eldinn og munu leiða til enn
meira ofbeldis á næstunni. Friðar-
von á þessu svæði er og verður engin
fyrr en Ísraelsmenn hafa skilað her-
teknu svæði og lokað ólöglegum gyð-
ingalandnemabyggðum.
Jónas Kristjánsson, ritstjóri
Fréttablaðsins, segir í leiðara 11.
mars sl. að Ísrael sé æxli í Miðaust-
urlöndum. Því miður er það rétt hjá
honum, því ekkert ríki hefur verið til
jafnmikilla vandræða í þessum
heimshluta á síðustu misserum.
Æxlið sem Jónas talar um lýsir sér í
hernámi og ólöglegum landvinning-
um, kerfisbundinni eyðileggingu á
palestínsku landsvæði og tilraunum
Ísraelshers til að niðurlægja alla pal-
estínsku þjóðina með siðlausum og
óverjandi aðferðum, það veit Yair
Sapir.
SIGURÐUR ÞÓRARINSSON,
Selvogsgrunni 22, Reykjavík.
Um Miðausturlönd
Frá Sigurði Þórarinssyni:
ÉG GET ekki annað en vakið athygli
á einni nefnd sem starfar hér á veg-
um Akureyrarbæjar. Nefndin heitir
Áfengis- og vímuvarnarnefnd og þar
sitja fulltrúar þeirra flokka sem eiga
fulltrúa í bæjarstjórn.
Nú, þetta er svo sem ágætis nefnd
og þörf en stundum gerist það að það
sem kemur frá þörfum nefndum er
óþarft. Og það gerðist nú án þess að
fjölmiðlar rækju augun í.
Þannig er að nefndinni barst í
hendur beiðni um umsögn um frum-
varp sem gerir ráð fyrir rýmkun á
sölu áfengis. Einhvern veginn flaut
þessi beiðni framhjá bæjarráði (skv.
venju) og meirihluti nefndarinnar
tók að álykta, allir nema formað-
urinn. Sem sagt meirihlutinn (sjá
fundargerð) mælti með frumvarp-
inu. Sem betur fer ráku bæjar-
fulltrúar augun í þessa fundargerð
og komist var hjá slysi. Venjulega
sendir bæjarstjórn ekki frá sér slík
álit nema það sé sátt um hana. Í
þetta sinn þurfti bæjarstjórn að slá á
hendur forvarnanefndar sem má líta
á sem vantraust. Þó svo sumum þyki
þægilegt að grípa með sér kippu um
leið og keypt er í matinn eins og einn
bæjarfulltrúinn orðaði það þá er það
verkefni áfengis- og vímuvarnar-
nefndar að stíga á bremsurnar. Í
þetta sinn var það bensínfóturinn því
miður.
GÍSLI BALDVINSSON,
náms- og starfsráðgjafi.
Skrítin forvarnarnefnd
Frá Gísla Baldvinssyni: